Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 9
2.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Elsku Fiskurinn minn, þið eruð í miðjunni á yndislegu sumri, það er mikið að gera hjá ykkur, en kannski ekki eins skipulagt og þið viljið hafa það. Þú ert bestur í því að vinna á tánum og taka að þér ólík verkefni. Þú elskar fólk og þú bæði gefur mann- eskjum orku, en þú þrífst líka á orkunni sem þú færð tilbaka. Þú ert í eðli þínu móðurlegur persónuleiki og dýr, börn og gamalmenni leita til þín og líður vel hjá þér. Það er svo rosalega mikilvægt þú starfir í kringum eða með fólki, í því finnurðu þennan stöðugleika sem hjálpar þér að láta hugmyndir þínar verða að veruleika. Húmor þinn og skarpskyggni létta þér og öðrum lífið og opnar fyrir listamanninn í þér. Þú nærð að láta litla hluti hressa þig við á leiðinni til mikils frama, eitt skref í einu. Það er fullt tungl í Vatnsberanum þann þriðja ágúst og talan þrír tengist þér svo sterkt að á þess- um tíma skaltu setjast niður og skoða vandlega hvernig þú vilt hafa hlutina. Það er brenn- andi heppni í kringum þessar tölur og tungl og þú skilur nákvæmlega hvert þú ætlar að fara. Nú dreg ég tvö Steinaspil fyrir þig og þar er mynd af íslensku kvarts orkustöðinni sem stendur fyrir sjálfstæði, orku og dugnað. Þar eru líka skilaboð um að það verði góð við- skipti í kringum þig sem eflir allt sem er verðmætt. Þetta er hjartadrottning og hjartagosi sem eru tákn um gleði, hlátur og skemmtanir og þú þolir hvort eð er ekki að hjakka í sama farinu. En það er bara svo dásamlegt að segja þér að líf þitt verður ekki eins fastmótað eins og hjá flestum öðrum, svo Don’t worry be happy. Móðurlegur persónuleiki FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Nautið mitt, þú ert svo magnandi merki, fljótur að magna upp að allt sé að fara til andskotans og að magna upp að þetta sé ekkert mál og þú haldir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kallast lífið. Það virðist vera að bjartsýni þín skili sér margfalt til baka, til þess að hafa hamingjuna sem fylginaut þarftu að hafa einn dag í einu að leiðarljósi. Þú hefur gott sjálfstraust en lætur aðra trufla þig, og alveg sama þó þú ætlir ekki að láta annað fólk hafa áhrif á þig þá er ára þín svo opin að minnstu setningar eða athugasemdir geta orðið að hvirfilvindi í huga þínum. Það eina sem hægt að gera fyrir þig til þess að öðlast frið er að útiloka þessar hugsanir, með góðu eða illu. Það er mjög algengt að maður telji að ef einhver geri manni eitthvað að maður eigi að biðja fyr- ir honum og senda honum ljós. En með því ertu líka að gefa þeirri manneskju pláss í huga þínum og tilveru, en lífið er list og þú þarft hugarró til þess að geta skemmt þér. Þín stærsta lexía snýst um ástina, þú verður að elska skilyrðislaust og sjálfan þig enn heitar. Þú ert núna á þeim tímamótum í lífinu að þú ert að fara í gjörólíka átt, átt eftir að tileinka þér heilbrigðara líferni og miklu meiri sjálfsaga. Þó það komi náttúrulega fyrir þú verðir óþekkur, sem er bara gaman. Þú átt eftir að finna þitt jafnvægi og nálgun á ástinni og velja þér svo einn dag í viku til þess að hugsa um eigin líðan og sjá og skilja hvað gerir þig hamingjusaman. Ég dreg fyrir þig Steinaspil þar sem er laufatvistur sem táknar manneskju sem ekki er eins traust og hún lítur út fyrir að vera. Á spilinu er mynd af fallegum kristal. Þú færð líka annað spil sem er laufaás sem táknar fjöruga tíma og færir þér hugrekki. Þú átt líka eftir að losa um hug- rekki og þetta gefur blessun til að bæta þinn hag. Þetta kallast lífið NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, þú hefur haft svo mikið á hornum þér og pirrast yfir hinu og þessu og fundið kvíðakallinn í þér. Þú hefur áhyggjur af því að þú standir þig ekki eins og vel og þú vilt og líka að fólk standi ekki eins mikið í kringum þig og þú vilt. Það hellist yfir þig máttleysi yfir hlutum sem hefðu ekki skipt þig máli fyrir um það bil ári síðan. Þetta er svolítið út af því þú ert beintengdur spennunni í veröldinni og hefur skoðanir á of mörgu. Ekki gefa vondum fréttum að borða, ekki sjá fréttatengt efni sem aðalatriði í lífi þínu. Bakaðu frekar eplaköku og andaðu að þér ilmi einfaldleikans. Í þessu er lykillinn fólginn, að ná aftur hugrekkinu og bjartsýninni í þér en þú sérð það ekki alveg nógu vel. Þó þú sért hygginn og eigir sérlega auðvelt með að skilja annað fólk, áttu það til að lenda í því að fólk laðast of mikið að þér og þú þarft að leysa annarra manna vandamál eins og þér væri borgað fyrir það. Þú verður þá að gera þetta með glöðu geði, eða kurt- eisislega loka á þann sem festir sig á þig eins og hnakkaskraut. Þér mun hlotnast mikil ást sem þú þarft að sýna og gefa virðingu og þá finnurðu hvort þú ert tilbúinn í ástina eða ekki. Ég dreg tvö spil úr Steinaspilunum mínum og þar er fyrst tígultía sem táknar viður- kenningu og gott umtal og steinarnir sem prýða spilið eru frá Reykjanesi. Þessi skilaboð gefa víbrandi orku, efla ástina og ástarleiki. Þetta gefur þér nýja vídd í hlutina, jafnar út tilfinningar og auka frjósemi hugans og anda. Beintengdur spennunni KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Elsku Hrúturinn minn, það er svolítið í eðli þínu að gerast óþolinmóður og þar af leiðandi láta allt fara í taugarnar á þér. Um leið og þú slakar á leysir lífið fyrir þig hindranirnar og þú kemst svo sannarlega á leiðarenda áður en þú bjóst við. Það hefur verið skrýtin og spennandi orka í kringum þig, í sumum þeim verkefnum sem þú ætlar þér ertu látinn stoppa. Ólíklegustu hlutir geta komið upp á til þess að stöðva þig, en svo ertu að fá verðlaun og viðurkenningar annars staðar frá sem þú bjóst ekki við þú ættir skilið. Það er svo merkileg ást í kortunum þínum og þú þarft að vera duglegur að gefa öllum eins mikið og þú getur af ást, þó að þeir eigi hana ekki endilega skilið. Þetta er lykillinn að friði, betri orku og sjálfstrausti. Það hefur ekki verið svo auðvelt í gegnum tíðina að ráðsmennskast með þig, en núna sýnir þú lipurð og auðmýkt. Að sjálfsögðu mun það fara í taugarnar á þér, en þú ert að læra þolinmæði en þá segirðu kannski mér finnst ég hafa lært næga þolinmæði í gegnum tíðina. Þá útskýri ég fyrir þér að það er eins og þú sért staddur í ljósaskiptum eða í Twilight Zone, þú sérð ekki útkomuna sem blessar þig og gerir þig ánægðan. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr Steinaspilunum mínum og þau segja að þú sért sterkur og góðhjartaður verndari og kemur upp í hjartakóng og eftir því sem þú hjálpar fleirum geng- ur þér betur. Þú fékkst líka hjartadrottningu og hjartakóng, sem táknar það sé mikil ást allt í kringum þig og það verður allt fullkomið. Spennandi orka HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, þú ert eins og ólgandi eldur og rennandi hraun. Þú elsk- ar þegar lífið er spennandi, þar sem þú skrifar inn nýjar upplifanir. Þú tekur áhættu og óttast ekki að lifa einn dag í einu. Það er svo margt sem þú ert að reyna að ná höndum um og það er eins og þú þurfir alltaf sannfæringu um hvað er rétt og hvað er rangt. Þú ert búinn að vera að bíða lengi, að þér finnst, eftir að lífið smelli saman, en það er allt að ger- ast. Ef þú ert að hafa áhyggjur af vinnu eða peningum þarftu sjálfur taka ákvörðun og ýta þér af stað. Þú þarft að hringja á staðinn og bóka tónleikana, flugferðina, leggja hugmyndir þínar fyrir aðra og fá lánaða dómgreind hjá þeim sem þú elskar og treystir. Þetta verður svo skemmtilegt að þú dansar út sumarið. Að sjálfsögðu heggur það í þig að öðr- um líði illa, en ekki láta það íþyngja þér því þá verðurðu veikburða og getur ekki hjálpað neinum. Þetta er dásamlegt sumar, þó þú farir ekki beint á þá staði sem þú ætlaðir þér, þá einhvern veginn verður þín leið öðruvísi en þú bjóst við, tilfinningaþrungnari og skemmtilegri. Ástin flæk- ist allstaðar inn í þessa spá og það er þitt að velja. Ég dreg fyrir þig tvö Steinaspil, spaðatvistinn með mynd af Silfurbergi sem táknar að draumar rætast. Hann er góður fyrir allar orkustöðvar og þú finnur á þér á ókomna hluti. Svo dregurðu spaðaásinn sem þýðir kraftaverk og nýtt líf. Steinninn sem prýðir þetta spil er Amethyst sem er hinn æðsti kærleikssteinn, hjálpar við að losna við fíknir, við miðlun og þá andlegu hluti sem þig langar til að efla. Þú verður dálítið hissa á þessum tíma yfir sérkennilegum viðbrögðum mann- eskju í kringum þig, en þú skilur það seinna að það var alveg eins gott þú sæir þetta núna frekar en seinna. Stormarnir í kringum þig eru góðir, þeir eru bara komnir til að hreinsa til. Eins og ólgandi eldur TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Ef þú vilt gleðjast gleddu þá aðra. Knús og kossar Elsku Vatnsberinn minn, þú þarft að taka ákvarðanir, vera sýnilegur og láta tengslanetið hjálpa þér og láta þig flæða eins fallega og Þingvallavatn. Þú hefur svo sterka nærveru, en eins ljúfur og yndislegur og þú ert er fólk oft hrætt við þig. Þú átt það til að skipta skapi á vitlaus- um stöðum, en þeir sem þekkja þig er slétt sama því þeir vita þú ert snöggur að fyrirgefa. Láttu skapið ekki koma þér í vandræði, þú átt eftir að berjast fyrir þér og þínum og tryggð skiptir þig aðalmáli og ef þú sérð hún er ekki gagnkvæm þá klippirðu á tenginguna. Núna er kannski rétti tíminn til að gera allt vitlaust, því það skiptir nefnilega máli að láta í sér heyra á réttum tíma en taka samt ákvörðun og vera fylginn sér. Ekki vera hræddur við ástina, hún er ein- stök og þar af leiðandi aldrei eins. Svo ekki leita eftir því sem þú hafðir einu sinni eða einhverju líku því, vegna þess að engin ást er eins og við elskum út af svo mörgu. Þú hefur áhyggjur innan fjölskyld- unnar eða einhverjum nærri þér vegna ástarinnar, en ef hún gengur ekki upp, þá er hún ekki sönn ást. Ég dreg tvö spil fyrir þig úr töfrastokknum mínum og eitt Steinaspil fyrir þig elsku Vatnsberinn minn. Steinaspilið er tígulkóngur sem segir að annaðhvort sért þú valdamikil og áhrifamikil persóna eða að þú munir kynnast slíkri persónu. Steinninn sem prýðir þetta spil er Epístílít sem eykur frjósemi anda og huga, tengist barnaláni, færir fólki barnalán og giftu. Þú dregur líka töluna 13 sem segir að það verði mikil umbreyting á þér sjálfum, þú byrjar jafnvel að klæða þig upp, nota nýja hárgreiðslu eða byggja þig upp í nýjum litum. Með þessu fylgir spil sem tengist þriðja auganu, svo þú finnur skýrt á þér smæstu hluti og ert svo mikið og hátt tengdur Alheimsorkunni. Mig langar að lokum að skila til þín að þú ert forstjórinn yfir eigin lífi svo láttu hugsanir ekki trufla þig. Þarft að taka ákvarðanir VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.