Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 10
BÓKARKAFLI 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 Eftir samtöl við fjölmarga aðilaundanfarna mánuði, varð bók-arhöfundi smám saman ljóst, að mikil saga er enn ósögð um það sem gekk á að tjaldabaki –– innan stjórnkerfisins, viðskiptalífsins og í heilbrigðisþjónustunni. Þar var um að ræða gamalkunna togstreitu um völd og ákvarðanir og sitt sýndist hverjum þótt allt væri slétt og fellt á yfirborðinu og þríeykið sameinaði þjóðina að baki þeim ákvörðunum sem teknar voru. Þetta átti ekki síst við um opnun landsins. Við Ís- lendingar höfðum verið í hálfgerðu svikalogni í maí og fyrstu daga júní- mánaðar eftir þann frábæra árangur sem náðist í sóttvörnum með smit- rakningu, einangrun sýktra og sóttkví þeirra sem mögulega höfðu komist í tæri við veiruna. Landið var því sem næst lokað og nýsmit höfðu því ekki borist til landsins enda þótt veiran lifði greinilega góðu lífi utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin, WHO, lýsti því yfir um þetta leyti að COVID-19 hefði aldrei verið skæðari í heiminum. Sú þróun átti bara eftir að halda áfram til hins verra. Icelandair reri lífróður þessa vor- daga og óttast var um samgöngur til og frá landinu enda um engar tekjur að ræða þar sem lítið sem ekkert var flogið. Ríkisstjórnin hafði þó samið við flugfélagið um ákveðnar lág- markssamgöngur, en nýting á því flugi var ekki mikil. Fólk var einfald- lega ekki að ferðast. Góður árangur Íslands í barátt- unni við veiruna hafði hins vegar spurst vel út á alþjóðavísu og í stjórn- kerfinu urðu menn varir við aukinn áhuga ferðamanna á að koma til landsins, einkum hinna efnameiri. Forráðamenn Icelandair þrýstu mjög á um einhverjar tilslakanir, sama gerðu forystumenn í ferðaþjón- ustunni, enda veik von um ferða- mannasumar eina ljósglætan í því svartamyrkri sem ríkti í viðskiptum við ferðamenn og með hækkandi sól fór þörfin eftir meira athafnafrelsi að gera vart við sig. Á vettvangi ríkisstjórnarinnar var málið umdeilt. Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra talaði mjög fyrir opnun landamæranna sem fyrst, undir það tóku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferða- málaráðherra og Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í þingliði Sjálfstæðisflokksins var vax- andi kurr yfir stöðu mála og fór Sig- ríður Á. Andersen, formaður utanrík- ismálanefndar og fv. dómsmálaráðherra, þar fremst í flokki. * Rökræðan við ríkisstjórnarborðið um þessi mál í apríl og maí var mikil og harkaleg á köflum. Innan rík- isstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanrík- isráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjón- ustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn. Eins og nærri má geta, átti það fyrirtæki gífurlega mikið undir því að ferða- mennska hæfist aftur í landinu án frekari tafa, eins og auðvitað öll önn- ur sambærileg fyrirtæki. Mikill hagnaður hafði verið af rekstri lóns- ins í Svartsengi um árabil og hlut- hafar uppskorið ríkulegar arð- greiðslur, þrátt fyrir mikla uppbyggingu á sama tíma. Einn þeirra var eiginkona utanrík- isráðherra, en Guðlaugur Þór hafi átt helmingshlut í Bogmanninum ehf, þangað til árið 2008, en Ágústa hefur átt það ein síðan. Arðgreiðslurnar komu þó ekki í veg fyrir að Bláa lónið yrði eitt fyrsta fyrirtækið til að fara svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Kári Stefánsson fylgdist vel með þessari rökræðu enda orðinn sér- fróður um veiruna í samfélaginu þeg- ar hér var komið sögu og í miklu sam- bandi við nokkra ráðherra. Hann telur að utanríkisráðherra hafi þarna verið í óþægilegri stöðu. „Ég er ekki að segja að hann hafi beitt sér þess vegna, en það er óþægilegt að maður skuli yfirleitt leiða hugann að þeim möguleika. Þetta tvennt fer einfald- lega ekki saman,“ segir hann. Ágústa kom reyndar ekki aðeins óbeint að þeim álitaefnum sem rík- isstjórnin fjallaði um á fundum sín- um. Hún kom einnig fram fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva (sem framkvæmdastjóri Hreyf- ingar, dótturfélags Bláa lónsins) og mótmælti með erindi til sótt- varnalæknis þeirri ákvörðun hans að leyfa opnun sundstaða á ný en halda líkamsræktarstöðvum lok- uðum. Erindi þessa efnis sendi hún ásamt öðrum aðila í tölvupósti til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og þótti nokkrum þeirra það undarleg ráðstöfun þar sem einstakir ráð- herrar höfðu ekki beitt þrýstingi á sóttvarnalækni í þeim álitaefnum sem uppi voru. „Að eiginkona ráðherra sendi slíkt erindi á sóttvarnalækni með afriti á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar bar vott um mikinn dómgreindarbrest. Þetta sýnir vel hversu mikil tauga- veiklun var í gangi. Átti landbún- aðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ segir einn ráð- herra um þessi mál við bókarhöfund. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hafði reyndar ítrekað komið þeim skilaboðum til sóttvarnalæknis að hann ætti ekki að láta neinn þrýst- ing hafa áhrif á sig og ekkert bendir til þess að þessar skeytasendingar hafi nokkru breytt. Bókarhöfundur ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þessar ásakanir. Hann segir að afstaða sín í þessu máli hafi margoft komið fram í fjölmiðlum, m.a. á for- síðu Morgunblaðsins, þar sem hann hafi fyrir mikilvægi þess að aflétta ferðatakmörkunum eins og hægt er án þess að tefla í tvísýnu þeim ár- angri sem náðst hafi í baráttunni við veiruna. Guðlaugur Þór segir: Það er ekkert launungarmál að það þunga högg sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir mun hafa alvarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og at- vinnustig í landinu. Ég hef aldrei tal- að fyrir því að ganga gegn ráðlegg- ingum heilbrigðisyfirvalda, en sem ráðherra utanríkisviðskipta hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki séu settar þyngri takmarkanir en efni standa til. Það er því jákvætt að komið skuli hafa verið upp ferlum hér á landi sem hafa gert okkur kleift að taka á móti ferðamönnum en draga um leið úr áhættunni á því að hingað berist smit að utan. Það er mín skoðun að þessu hafi verið kom- ið upp á hárréttum tíma, þegar ferðaáhugi var lítill og svigrúm til að þróa ferlana áfram, í stað þess að halda landinu því sem næst lokuðu með ákvæðum um sóttkví og reyna svo að breyta því þegar fjöldi ferða- manna í heiminum væri kominn aft- ur nær fyrra horfi. Guðlaugur Þór bendir á að reynslan sýni, að almennt stafi meiri smithætta af heimkomu Ís- lendinga en komu erlendra ferða- manna og við því hafi verið brugðist. Allar þær ráðstafanir séu í sam- ræmi við ráðleggingar sóttvarn- arlæknis og almannavarna og um þær hafi ríkt samstaða í ríkisstjórn. Varðandi hagsmunatengslin við Bláa lónið segir Guðlaugur Þór: Það hefur legið fyrir lengi að ég og Ágústa erum gift og ég hef farið í einu og öllu að reglum um hags- munaskráningu. Sem utanrík- isráðherra hef ég hvorki haft forræði á ákvörðunum um ferðatakmarkanir né því sem snýr að sóttvörnum. Ég myndi að sjálfsögðu í öllum tilvikum segja mig beint frá ákvörðunum sem lúta beint að hagsmunum þessa fyrir- tækis, eins og aðrir ráðherrar í rík- isstjórninni. Frá því að ég hóf afskipti af stjórn- málum hef ég alla tíð verið talsmaður frelsis í viðskiptum og gegn hvers kyns takmörkunum. Það breyttist ekki þegar ég kvæntist Ágústu, það breyttist ekki þegar ég tók sæti í þessari ríkisstjórn og það breyttist ekki þegar þessi heimsfaraldur fór af stað. Guðlaugur Þór segir ennfremur, að það sé bréfritara fyrir hönd lík- amsræktarstöðva að svara fyrir sig sjálfir, en þó sé þess að geta að flestir þeir hagsmunaaðilar sem þurftu að skerða starfsemi sína vegna við- bragða stjórnvalda við faraldrinum eða urðu fyrir áhrifum hans, hafi komið sínum sjónarmiðum á fram- færi við stjórnvöld á einn eða annan hátt. Bókarhöfundur bar málið einnig undir bréfritarana tvo, Ágústu John- son og Þröst Jón Sigurðsson í Hreyf- ingu. Ágústa segir að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi vitaskuld verið ósáttir og áhyggjufullir eftir margra vikna rekstrarstöðvun og það hafi verið mikil vonbrigði þegar sótt- varnalæknir tilkynnti að opna ætti sundlaugar á nýjan leik, en líkams- ræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Það hafi verið stefnubreyting frá fyrri áformum og mikil vonbrigði. Þau hafi viljað ná tali af Þórólfi sótt- varnalækni til að útskýra fyrir hon- um hversu mikil áhersla væri lögð á hreinlæti í stöðvunum og sótt- hreinsun, en það hafi ekkert gengið, enda Þórólfur mjög upptekinn á þessum tíma. Þröstur Jón segir að hann hafi rætt málin við Björn Leifs- son í World Class, sem hafði þá verið í einhverjum samskiptum við ráð- herra í ríkisstjórninni. Sá hafði sagt þeim að senda erindið bara á alla rík- isstjórnina og á fjölmiðla til að vekja máls á sínum málstað. Það hafi þau gert. Ekki hafi verið ætlunin með neinum hætti að skapa pólitískan þrýsting; þau hafi bara reynt eins og aðrir atvinnurekendur að halda sín- um málstað á lofti og komast gegnum þennan storm. Katrín Jakobsdóttir hafði verið treg í taumi þegar opnun landamær- anna var rædd, enda vildi hún stíga varlega til jarðar. Hún hafði komið fram í ótal viðtölum við erlenda fjöl- miðla undanfarnar vikur þar sem glæsilegur árangur Íslendinga var tí- undaður og hún vissi að í því fælust verðmæti í sjálfu sér. Verðmæti sem kastað yrði á glæ með því að opna of snemma og hleypa veirunni aftur af stað með óþekktum afleiðingum. Ákveðið var á fundi ríkisstjórn- arinnar 21. apríl 2020 að hafin skyldi vinna við að undirbúa ráðstafanir eft- ir 15. maí að því er varðar reglur um komu til landsins. Með þessu voru skilaboð gefin út um tilslakanir frá kvöðum um tveggja vikna sóttkví með þröngum undantekningum. Margir innan stjórnkerfisins og í heilbrigðisgeiranum telja að þarna hafi orðið ákveðin tímamót varðandi viðbrögð stjórnvalda hér á landi við faraldrinum. Fram til þessa hafði þríeykið haft forystu og farið eftir til- lögum sóttvarnalæknis í einu og öllu. Nú var pólitíkin komin í spilið og hagsmunir ferðaþjónustu og efna- hagslífs orðin sýnilegri á borðinu. * Blendin viðbrögð urðu við þessum áformum og kom það ekki á óvart. Kári Stefánsson brást illa við og þótti gengið framhjá sóttvarnalækni, til- lögur starfshóps ráðuneytisstjóra væru ekkert annað en brot á sótt- varnalögum. Þórólfur Guðnason seg- ir bókarhöfundi að Kári hafi vissu- lega orðið reiður, en sjálfur hafi hann ekki litið þetta jafn alvarlegum aug- um. Að opna land Á næstu dögum kemur út bók eftir Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, um Ísland og CO- VID-19, það sem gengið hefur á að tjaldabaki hér á landi frá því kórónuveiran skaut upp kollinum í Kína undir áramótin síðustu. Morgunblaðið hefur fengið góðfúslegt leyfi til að birta stutt kaflabrot úr bókinni, en hér er fjallað um deilur um opnun landsins á nýjan leik 15. maí síðastliðinn. Morgunblaðið/Eggert ’Fram til þessa hafðiþríeykið haft forystuog farið eftir tillögumsóttvarnalæknis í einu og öllu. Nú var pólitíkin komin í spilið og hags- munir ferðaþjónustu og efnahagslífs orðin sýni- legri á borðinu. „Ég hef aldrei talað fyrir því að ganga gegn ráðleggingum heil- brigðisyfirvalda, en sem ráð- herra utanríkisviðskipta hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki séu settar þyngri takmarkanir en efni standa til,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson í bókinni. Björn Ingi Hrafnsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.