Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 Í vikunni kynntir þú tillögu þína um kjör- dag á næsta ári, hinn 25. september 2021. Var snúið að semja um dagsetn- inguna? „Nei, alls ekki. Fyrir okkur í ríkis- stjórninni lá þetta nokkuð beint við. Á Íslandi er kjörtímabilið fjögur ár og hefðin hefur verið sú að kjósa að vori. Það gerðist hins vegar fyrir nokkrum árum að það var kosið oftar en venja er og kjördagur færðist til. Það var þess vegna ekki sjálfgefið hvenær ætti að kjósa næst þegar drægi að lokum kjörtímabilsins. Við í rík- isstjórninni höfðum auðvitað rætt það og við vorum öll þeirrar skoðunar að það væri eðlilegt að það væri sem næst fullu og eðlilegu kjör- tímabili, eins og lög segja fyrir um. Þannig að í raun og veru var þetta aðeins spurning um að velja hentuga dagsetningu, Sjálfri fannst mér rétt að færa hana aðeins framar, fyrst og fremst til þess að taka tillit til sjónarmiða um veður og færð, en einnig til þess að rýmri tími gæfist til þess að afgreiða fjárlög en ella. Hins vegar finnst mér, svona í ljósi þeirra gagngeru breytinga sem orðið hafa á fjárlaga- gerð á undanförnum árum, að þar þurfi ekki endilega að gefa sér þann mikla tíma sem tíðkast hefur frá fyrri tíð. Þegar horft er til Norðurlanda – þar sem menn kjósa einmitt að hausti til dæmis í Noregi og Svíþjóð – taka nýjar ríkisstjórnir ein- faldlega við fjárlagaramma fyrri stjórnar og það verða engar kollsteypur í hvert sinn sem ný rík- isstjórn er mynduð að afstöðnum kosningum. Það er verklag sem við megum vel draga lærdóm af og temja okkur. Þar með er ég ekki að segja að pólitíkin eigi að fara úr fjárlögunum, alls ekki, heldur eigum við einfaldlega að vinna meira út frá sameig- inlegri langtímasýn og áætlunum um ríkisfjár- mál, sem stýrast að miklu leyti af öðru en stjórnmálum dagsins.“ Styttri kosningabarátta Þú sérð ekki fram á að ef kosið verði að hausti héðan í frá verði minna úr sumrinu hjá ykkur stjórnmálamönnum en áður? „Æ, er maður ekki alltaf í vinnunni, þegar maður er stjórnmálamaður? Ég sé raunar fyrir mér að kosningabaráttan verði snarpari og styttri, sem er að mörgu leyti æskilegt og ég held að kjósendum líki ekki illa. Ég man eftir kosningum, þegar ég var kosn- ingastjóri einhvern tímann í fornöld, árið 2003, þar sem verið var að opna kosningaskrifstofur í febrúar fyrir kosningar í maí, sem ég held menn sjái nú að var fullmikið af því góða! En þó að kosningabaráttan verði skemmri þurfa fram- boðin auðvitað fyrirvara. Þess vegna fannst mér mikilvægt að þetta kæmi fram sem fyrst, svo að framboðin gætu skipulagt störf sín fyrir kosn- ingar. Það er einfaldlega lýðræðislegt að menn sitji við sama borð að því leyti og hafi tímann fyrir sér.“ Nú hefur kosningabaráttan verið fremur snörp undanfarin ár, þar sem til hennar hefur verið boðað með skömmum fyrirvara. Kallar það þá ekki á hvassari skoðanaskipti stjórnar og stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu? Fólk tekst auðvitað á inni á þingi, en manni finnst eins og það skili sér ekki á sama hátt í þjóðmálaumræð- una og áður. „Jú, það má vera, en það er kannski bara hin íslenska stjórnmálaumræða. Þingið er auðvitað aðal „vígvöllur“ stjórnar og stjórnarandstöðu, en það er ekki algengt að einhverjar leiðto- gaumræður eigi sér stað á miðju kjörtímabili í íslenskum fjölmiðlum. Það gerist hins vegar iðulega annars staðar, ekki síst í þeim löndum sem standa okkur næst. Utan landsteinanna fylgist ég sjálfsagt helst með breskum og norrænum stjórnmálum og þar er umræðan að sumu leyti með öðru sniði. Þá er forystufólkið kallað til í fjölmiðla þegar stór deilumál eða álitaefni koma upp og látið standa fyrir máli sínu, jafnvel með kappræðu- sniði.“ Breytt landslag á þingi Er það kannski afleiðing þess hve margir flokk- ar eru á þingi? Þar ber ekki síður á stöku þing- mönnum með „sín mál“ en að flokkarnir séu að beita sér sem slíkir. Í fjölmiðlum ber oftar við að einn og einn sé tekinn í viðtal en að forystufólkið sé fengið til þess að takast á. „Jú, kannski … en ekki þar fyrir, ég hef ekki haft það að reglu að koma einungis ein í viðtöl og hef einnig mætt í viðtöl með formönnum ann- arra flokka. En það fer auðvitað líka eftir mál- efnum, á hvaða vettvangi þau eru sett fram, um þau rætt og tekist á, ef því er að skipta. En Alþingi er hinn eðlilegi völlur stjórnmál- anna og þar á stjórnmálaumræðan sér helst stað. Hins vegar er alveg rétt að flokkarnir á þingi eru orðnir margir og stjórnmálaumræðan ber þess óneitanlega nokkur merki. Við bætist að stjórnarmynstrið nú er frekar óvenjulegt og af sama leiðir að stjórnarandstaðan er einnig óvenjuleg um margt, svona í samanburði við það sem við höfum lengst vanist. Þess vegna er þetta talsvert öðru vísi en áður, þar sem við völd var hægristjórn eða vinstristjórn og stjórn- arandstaðan raðaði sér á hinn vænginn. Þá gerðist það meira af sjálfu sér að úr urðu afger- andi flokkadrættir og átök í þingsal, þar sem stjórnarandstaðan var sameinuð gegn rík- isstjórninni og hennar málum. Það er auðvitað ekki staðan nú. Nú kemur það iðulega fyrir að það eru mál til umfjöllunar þar sem það er kannski aðeins einn stjórnarandstöðuflokkur sem hefur sig í frammi og átökin jafnvel aðeins við tiltekinn eða til- tekna flokka. Það er gerbreytt umræðuhefð í þinginu.“ En þegar stjórnin er sterk og stjórnarand- staðan klofin, er þá ekki hætta á að stjórnarand- staðan verði of veik? „Það getur vel gerst. Mikil og sterk stjórn- arandstaða er mjög mikilvæg fyrir lýðræðið. Það er bara þannig.“ Mótaðist af misheppnaðri stjórnarmyndun Ræðum þá um stjórnarsamstarfið. Nú höfðu áð- ur komið fram hugmyndir um svipað stjórnar- mynstur án þess að þær rættust, fyrr en þarna hjá ykkur. En það voru alls ekki allir bjartsýnir á að það myndi lukkast vel; flokkarnir væru of ólíkir, stefnur þeirra ósamrýmanlegar og sumir hefðu sagt eitthvað í fyrndinni sem ekki yrði aft- ur tekið. En það verður nú varla séð að stjórn- arsamstarfið hafi reynst mjög stirt, er það? „Nei … en það er nú svolítið gaman að rifja þetta upp. Ég veit ekki hvað fólk mun halda um mig, en þar sem ég hef verið fótlama í sumar og ekki getað verið að ganga hálendið, þá sat ég heima hjá mér og var að blaða í gömlum úr- klippum – ég safna dóti – og var þá að lesa um- ræðu, vangaveltur og spádóma um stjórn- armyndun, bæði 2016 og 2017. Það hefur satt best að segja fjarskalítið gengið eftir af því sem þar var sagt. Eiginlega merkilega lítið. Þar var ekki aðeins talað um ólíka flokka og ólíkar stefn- ur, heldur að tiltekið fólk væri of ólíkt, væri sumu lífsins ómögulegt að vinna saman. Mér finnst þetta áhugavert af því að þetta stímabrak við stjórnarmyndun mótaði mig tals- vert. Að ganga í gegnum langar, ítarlegar og flóknar viðræður 2016, sem áttu sér stað í fimm atrennum og lyktaði loks með þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það var sú reynsla sem gerði það að verkum að ég ákvað að láta vaða á þetta samtal 2017. Mér fannst ég hafa lært mikið af viðræðunum árið áður og vildi ekki festast í sama fari. 2016 vorum við nánast í beinni útsendingu með allt sem sagt var og hvert einasta símtal var komið í fréttir áður en maður vissi af. En kannski hafði maður ekki síður lært hvernig ætti að haga árangursríkum viðræðum, að hugsa um það áður en sest er niður hvað það sé í raun sem þurfi að ræða. Að setja erfiðu mál- in strax á borðið og sjá hvernig unnt er að ná saman um þau. Þegar þau eru frá er eftirleik- urinn auðveldur.“ En það má ekki gleyma því að áður en kom til viðræðna um núverandi ríkisstjórn reyndum við að mynda fjögurra flokka stjórn, þótt það tæk- ist nú ekki. Það var fyrsti kostur okkar, þannig að núverandi samstarf lá ekki beint við. En það er nú svo að mér finnst ég hafa lært það af öllu þessu að maður verður að treysta tilfinningu sinni í svona málum. Hún er besti leiðarvís- irinn.“ Og finnst þér það hafa gengið eftir sem til- finningin sagði þér? „Já.“ Ánægð í skemmtilegu starfi Ertu ánægð með samstarfið? „Já. Það er auðvitað aldrei neitt auðvelt að vera í ríkisstjórn. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta var hér áður fyrr, en nú hef ég setið í tveimur ríkisstjórnum. – Kannski þetta hafi verið öðru vísi í fortíðinni þegar það var meiri stöðugleiki í stjórnmálum, engir samfélags- miðlar og ekki krafa um að bregðast við um- ræðunni á sömu sekúndu og mál koma upp. – En það er erfitt að vera í ríkisstjórn, þannig er það nú bara. Það er erfitt að halda liðinu saman, alveg óháð því hverjir eru saman í stjórn, held ég …“ Ertu mikið í því? „Að halda liðinu saman? – Já, það er nú ein- faldlega starf forsætisráðherra, að leiða ríkis- stjórnina og sjá til þess að hún starfi sem ein heild. Að gæta þess að finna sameiginlegar lausnir á málum, sem allir geta fellt sig við, þótt auðvitað sé ánægjan mismikil eins og gengur hjá stjórnarflokkum með ólík viðhorf til ýmissa mála. Það gerir líka að verkum að við erum að leysa alls kyns mál við ríkisstjórnarborðið, sem áður hefðu farið í ágreining inni í þingsal og hugs- anlega verið fundnar einhverjar málamiðlanir þar. Nú erum við að ná ýmsum málamiðlunum fyrr, inni í ríkisstjórn, og þar er tekist á um margt, án þess að það verði að einhverjum há- værum eða langvinnum deilum úti í þjóðfélag- inu.“ Lýjandi? „Stundum, en sjaldnast um of. Þetta er bara starfið sem mér hefur verið treyst fyrir. Og flest störf eru lýjandi á köflum.“ Og þér líður vel í því? „Já. Þetta er krefjandi starf og maður er aldrei búinn í vinnunni, en það er bæði skemmtilegt og gefandi líka.“ Stjórnin hefur náð meginmarkmiðum Nú var stjórnarsáttmálinn fremur ítarlegur og í lengra lagi … „Já, hann var mjög í mínum anda,“ segir Katrín og hlær. „Að segja meira en minna. Það sem ég hugsaði mest um við stjórn- armyndunina 2017 var aðallega tvennt. Í fyrsta lagi var verulegt ákall almennings eftir stöð- ugleika í stjórnarfari, sem við stjórnmálamenn urðum að svara. Og til þess að ná því fram þurftum við sem að stjórninni stóðum að hafa trú á því að við gætum leyst málin við ríkis- stjórnarborðið með fólkinu sem við vorum að vinna með, með öllum þess kostum og göllum. Það auðveldar það mikið – sérstaklega er fram í sækir – að hafa lagt línurnar með skýrum hætti, sett niður það sem við erum sammála um, hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um helstu markmið, sem þar standa þá svart á hvítu. Í öðru lagi var það mikilvægt fyrir mig sem stjórnmálamann að vera ánægð með þann mál- efnalega árangur sem við náðum í stjórn- armyndunarviðræðunum, svo ég gæti staðið og sagt með sanni: Þetta verður gott. Gott fyrir pólitíkina sem ég og minn flokkur stöndum fyr- ir, gott fyrir land og þjóð.“ Finnst þér það hafa gengið eftir eins og þú vonaðir? „Núna erum við að sigla inn í síðasta vetur kjörtímabilsins og ég tel að okkur hafi auðnast að ná fram meginmarkmiði okkar um stöðugleika í stjórnarfari. Eins horfi ég á þau stefnumál sem við höfum lagt mesta áherslu á og get ekki verið annað en ánægð með árangurinn. Loks má nefna að ríkisstjórnin þurfti fyrirvaralaust að takast á við tröllaukið og algerlega óvænt verkefni en ég er ekki í nokkrum vafa um að þá kom sér vel að við höfðum vandað til verka við ríkisstjórn- armyndunina og náð saman sem manneskjur.“ Baráttan við kórónuveiruna Þú nefnir heimsfaraldurinn. Finnst þér stjórn- völdum hafa tekist vel upp við að fást við þann óvænta vágest? „Það er því miður of snemmt að leggja dóm á það, en ég get ekki verið annað en ánægð með hvernig til hefur tekist til þessa. Þar hafa allir lagst á eitt og náð ótrúlegum árangri við að hemja nýjan og nánast óþekktan sjúkdóm. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni það, heldur öllu okkar frábæra fólki í framlínunni sem hefur Mótaðist mikið af mis- heppnaðri stjórnarmyndun Það líður að lokum þessa kjörtímabils, eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnti þjóðina á í liðinni viku þegar hún boðaði til kosninga að hausti á næsta ári. Þvert á spádóma hefur ríkisstjórnarsamstarfið gengið áfallalaust fyrir sig þótt vissulega hafi stundum kastast í kekki, en svo tók heimsfaraldurinn hina pólitísku dagskrá í sínar hendur. Allt verður gert til að halda veirunni í skefjum en við blasir að efnahagsendurreisnin verður efst á blaði það sem eftir lifir kjörtímabils. Andrés Magnússon andres@mbl.is ’ Ég tel að okkur hafi tekist vel upp við að verja við-kvæmt atvinnulíf þegar faraldurinn gekk yfir í vorog um leið að afstýra viðvarandi fjöldaatvinnuleysi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.