Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Qupperneq 13
2.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 staðið sig svo vel. Að ógleymdu samfélaginu öllu sem tók höndum saman og fór eftir leiðbein- ingum um sóttvarnir sem skiptu sköpum í að hefta útbreiðslu veirunnar.“ Það hefur þó ekki allt verið vandræðalaust, eins og t.d. samskiptin við Kára Stefánsson? „Ekkert af þessu hefur verið vandræðalaust, en framlag Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einstakt og ómet- anlegt. En það gustar auðvitað um Kára, eins og hann hefur nafn til.“ Nú óttast margir að önnur bylgja heimsfar- aldursins sé að skella á Íslands ströndum og á fimmtudag kynntu stjórnvöld að nýju marg- víslegar ráðstafanir í sóttvarnaskyni. Þær eru ekki óumdeildar, sumir telja þær ganga lengra en nauðsynlegt er en aðrir að þær séu of naum- ar. Heldurðu að þær dugi? „Þegar við afléttum samkomutakmörkunum í vor sögðum við það algjörlega skýrt að ef veir- an næði aftur flugi yrði gripið inn í með afger- andi hætti. Aðgerðirnar sem við kynntum nú undir lok vikunnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og eru vissulega mjög afger- andi. Lagt er til að þær gildi í tvær vikur því að við teljum mikilvægt að ná yfirsýn yfir umfang veirunnar í samfélaginu og ná stjórn á að- stæðum. Það kann vel að vera að við þurfum að herða aðgerðir enn frekar en í þessu máli hefur leiðarljós okkar allan tímann verið skýrt; að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar.“ Efnahagsendurreisnin brýn Margir hafa áhyggjur af efnahagsafleiðingum heimsfaraldursins, nánast óháð því hvernig til tekst að ráða niðurlögum hans. Þú minntist áð- an á málefnaleg markmið og árangur Vinstri grænna, en blasir ekki við að fyrir utan heims- faraldurinn verða efnahagsmálin eina viðfangs- efni ríkisstjórnarinnar, það sem eftir lifir kjör- tímabils? „Það er alveg rétt að efnahagsendurreisnin verður helsta verkefni okkar. Ég tel að okkur hafi tekist vel upp við að verja viðkvæmt at- vinnulíf þegar faraldurinn gekk yfir í vor og um leið að afstýra viðvarandi fjöldaatvinnuleysi. Við höfum kynnt fjölþættar aðgerðir í framhaldinu og þær verða vafalaust fleiri. En það þýðir ekki að allt annað sitji á hak- anum. Við munum að sjálfsögðu áfram sinna öðrum verkefnum ríkisstjórnarinnar og þar á meðal þeim málum sem við settum á oddinn í málefnasamningnum. Það er hins vegar ekki hægt að líta hjá því að veiran hefur áhrif á ótal sviðum og hefur sett margt úr lagi, svo eitthvað mun taka lengri tíma en að var stefnt. Svo má ekki gleyma því að okkur hafði orðið vel úr verki á kjörtímabilinu áður en faraldurinn fór að ganga yfir heimsbyggðina. Ég get t.d. nefnt tvennt sem við vinstri græn höfum alla tíð lagt mikla áherslu á, sem eru heilbrigðismál og loftslagsmál. Í báðum þessum málaflokkum höf- um við náð gríðarlegum árangri á þessu kjör- tímabili og ekki aðeins með því að verja meiri fjármunum í þá eða tala mikið um málin, heldur með raunverulegum og varanlegum breyt- ingum sem hafa mikið að segja nú þegar og munu skipta enn meira máli þegar fram í sækir. Við höfum hamrað á loftslagsmálunum allt frá stofnun flokksins, sem sumum fannst mjög sérviskulegt þá. Það er því sérstaklega gleðilegt að finna þá almennu vitundarvakningu sem hef- ur orðið hjá þjóðinni. Flestum þykja þessar að- gerðir sjálfsagðar og vilja síst ganga skemur fram. Það er árangur sem við erum stolt af. Þá hlýt ég að nefna önnur mál sem við höfum lengi barist fyrir, lengingu fæðingarorlofs, skattkerfisbreytingar sem stuðla að auknum jöfnuði og mannréttindamál á borð við kynrænt sjálfræði.“ Ekki í vinsældakapphlaupi Samt er það nú svo að flokknum hefur gengið mjög upp og ofan í skoðanakönnunum að und- anförnu. Sögulega hafa Vinstri græn oft farið á flug en einatt þurft að þola mun lakari kosningu. Er það þér ekki áhyggjuefni? „Auðvitað er gaman að fá byr í seglin í skoð- anakönnunum, en við höfum aldrei verið flokkur sem hagar seglum eftir þeim vindum. Við höfum alltaf staðið á sannfæringu okkar og verið óhrædd að kannast við hana. Jafnvel þótt það hafi stundum verið óvinsælar skoðanir þá stundina. Hver man ekki eftir deilunni um Kárahnjúka? Tíminn hefur hins vegar oftar en ekki leitt í ljós að sjónarmið okkar voru fullgild og aðrir gert skoðanir okkar að sínum. En við erum líka óhrædd við að horfast í augu við raunveruleikann og gera það sem þarf að gera, jafnvel þótt það sé ekki alltaf til vinsælda fallið. Heldurðu t.d. að mér hafi þótt gaman að verða menntamálaráðherra á sínum tíma og þurfa að standa í mesta niðurskurði í sögu ráðu- neytisins?“ Nei, en það getur ekki heldur verið gaman fyrir þig að sjá hvernig Samfylkingin skýst upp í könnunum í hvert sinn sem þið farið niður? Sérstaklega þegar haft er í huga að mestöll gagnrýni úr þeirri átt beinist að ykkur, svona nánast eins og Samfylkingin sé að sækja að ykkur frá vinstri. „Ég held það þjóni takmörkuðum tilgangi að velta slíkum fylgishreyfingum sem ganga upp og niður til skiptis mikið fyrir sér, hvað þá að setja þær í samhengi við pólitísk dægurmál. Báðir þessir flokkar eru til vinstri og á ekki að koma neinum á óvart þótt fylgi færist á milli þeirra. Það er hins vegar auðvitað þannig að við sem vinstriflokkur höfum á stefnu okkar að breyta ríkjandi ástandi og þess vegna er það kannski svolítið ríkt í okkur að vera tilbúin til andófs því sem okkur finnst miður fara, sérstaklega auð- vitað í stjórnarandstöðu. Í ríkisstjórn höfum við raunveruleg áhrif til þess að breyta hlutunum með virkum hætti, en erum okkur auðvitað meðvituð um að valdinu eru takmörk sett og að við verðum að fara fram af ábyrgð. Stjórn- arandstaðan er laus við þær takmarkanir.“ Órólega deildin Samt heyrir maður stundum, þegar hitnar í hin- um pólitísku kolum, nú eða jafnvel þegar til ágreinings kemur innan ríkisstjórnarinnar, að þá er sérstaklega vísað til óróa innan þingflokks vinstri grænna. En hverjir eiga það að vera? Þið voruð 11 kjörin inn á þing, en tvö studdu ekki ríkisstjórnina, af hinum níu eruð þið tvær ráð- herrar, ein formaður þingflokks og annar vara- formaður og síðan forseti þingsins. „Ég veit ekki hvort það er hægt að nota orðið órói í þessu samhengi, en jú, það kemur oft fyrir í okkar þingflokki, eins og öðrum, að skoðanir geta verið skiptar. En þá þarf fólk líka að muna úr hvaða jarðvegi Vinstrihreyfingin – grænt framboð er sprottin. Eins og ég nefndi erum við fólk sem er óhrætt við að hafa skoðanir og þær eru stundum ólíkar og þá þarf að ræða málin. Þar eru oft stórar hugsjónir og heitar tilfinn- ingar í spilinu, en það virðum við líka hvert við annað og ræðum málin út. Við skulum heldur ekki gleyma að innan þingflokksins hefur áður verið harkalega deilt, jafnvel mjög harkalega eins og í tíð rík- isstjórnar okkar og Samfylkingarinnar árin 2009-2013. Þá gekk stundum mikið á, með hurðaskellum og köldum kveðjum. Ég held enda að við höfum af því lært. Ég efast hins vegar um að það sé meira um óróa innan þingflokks vinstri grænna en ann- arra flokka. Þar er ekki endilega allt með friði og spekt alla daga, eins og á við um allt stjórn- málastarf. En ef menn vilja tala um óróa innan tiltekins þingflokks, er þá ekki alveg eins hægt að benda á órólegu deildina í þingflokki sjálf- stæðismanna, sem okkur er sagt að þurfi að taka sérstakt tillit til?“ Fáum ekki allt sem við viljum Hefur þá kastast í kekki í stjórnarsamstarfinu? „Við erum ólíkir flokkar og ósammála um margt, þó að við höfum einbeitt okkur að hinu sem við erum sammála um. En jú, það hafa komið upp stöku mál, þar sem skoðanir hafa verið svo skiptar að einhver flokkanna hefur sagst ekki getað unað tiltekinni niðurstöðu. Og þá höfum við sæst á annað.“ Þá reynir væntanlega á liðsstjórann? „Jú, það getur gert það, en það reynir auðvit- að á okkur öll að finna slíkar málamiðlanir. En það er bara eins og í öllu ríkisstjórnarsamstarfi og pólitík yfirleitt. Við fáum ekki alltaf allt sem við viljum, en yfirleitt það besta sem við getum lifað við.“ „Það kann vel að vera að við þurfum að herða aðgerðir enn frekar en í þessu máli hefur leiðarljós okkar allan tímann verið skýrt; að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.