Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 V eistu hvar við erum staddir núna?“ spyr Grétar Baldursson leðurkaupmaður, þar sem við stöndum saman inni á miðju gólfi hjá honum. Augljósa svarið er að við séum í versluninni Kós á Laugavegi 86 en glottið á vörum Grétars bendir til þess að hann sé að fiska eftir öðru svari. Þegar hann sér að ég er við það að bræða úr mér heggur hann mig niður úr snörunni. „Í afgreiðslunni í Stjörnubíói.“ Auðvitað, hvernig læt ég; maður sá ófáar myndirnar þar í gamla daga og skyndilega líð- ur mér eins og ég sé að fara að sjá Bjarnarey eða einhvern annan hárreisandi trylli, með popp í annarri og kók í hinni. En Stjörnubíó er ekki lengur á þessum ágæta reit og senn verður verslunin Kós það ekki heldur. 31. ágúst næstkomandi skella Grétar og eiginkona hans, Kristín Ellý Egils- dóttir, endanlega í lás eftir 28 ára rekstur á fjórum stöðum á Laugaveginum, á númer 62, 41, 39 og loks 86. „Það er búið að taka okkur tvö ár að hætta. Eigum við, eigum við ekki? Þetta hefur verið ægileg togstreita,“ trúir hann mér fyrir en áð- ur en þau opnuðu Kós fyrst á Laugavegi voru hjónin búin að selja leðurvörur í tvö eða þrjú ár í Kolaportinu. Vil ekki alveg hætta Grétar varð sjötugur fyrr á árinu og fannst það gott tilefni til að hætta. Eða þannig. Í ljós kemur nefnilega að hann er ekki alveg hættur. „Ég er hjátrúarfullur að upplagi og vil ekki hætta alveg. Ég hef ekki svo mikið hobbí. Ætli sé ekki hægt að telja þau á fingrum annarrar handar fríin sem ég hef tekið síðan ég byrjaði í þessum rekstri og aldrei hafa þau verið lengri en fjórtán dagar í senn. Konan mín hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér og við unnið hérna saman.“ – Fariði þá annað með verslunina? „Já, við munum opna hana í Grindavík í september en við búum þar. Erum komin með pláss á gamla pósthúsinu við hliðina á lög- reglustöðinni. Það er mun smærra rými en þetta og við munum einbeita okkur að mót- orhjólavörum og skóm. Við verðum þó með lagerinn heima í bílskúr og hægt verður að kaupa fleiri vörur þar. Þá verður heimasíðan okkar, ledur.is, uppfærð bráðlega.“ Grétar segir þau ekki vera búin að ákveða afgreiðslutíma í Grindavík en hann verði þó styttri en á Laugaveginum. Þess má geta að allur klassískur leðurfatn- aður er á 50-70% afslætti fram að lokun á Laugaveginum. Ólst upp í bragga Spurður hvort þeirra sé betri sölumaður er Grétar snöggur til svars. „Frúin er miklu betri sölumaður en ég; hún er ekki kölluð leð- urdrottningin að ósekju. Mér hefur þó farið fram gegnum tíðina og get alveg fundið á þig flotta flík og sannfært þig. Ég er hins vegar löngu hættur að skrökva að fólki. Það gerðist eftir að maður gekk út frá mér í Kolaportinu með allt of síðar ermar. Þá fékk ég móral og hef verið alveg einlægur síðan. Fari þessi jakki þér ekki læt ég þig vita.“ Grétar fæddist árið 1950 og ólst upp í bragga, Skála 4 við Háteigsveg, sem honum þykir mjög hátíðlegt heimilisfang. Níu ára flutti hann á Skúlagötuna en var öll sumur í sveit í Þverárhlíð í Borgarfirði. Skólagangan gekk svona og svona en Grétar er bæði les- og skrifblindur. „Kennarinn sagði bara: „Þetta er allt í lagi, elskan. Þú gerir bara betur næst.“ Maður fékk enga aðstoð við þetta á þeim tíma. Í þessu ljósi sætir líklega tíðindum að ég á tvo syni sem eru íslenskufræðingar.“ Hann skellir upp úr. Ekki gekk stærðfræðin mikið betur. „Móðir mín sagði alltaf við mig: „Þú verður aldrei kaupmaður, getur ekki reiknað.““ Aftur hlær hann. Aldrei stóð til að Grétar yrði leðurkaup- maður. Sem ungur maður bjó hann í átta ár í Kaupmannahöfn, vann hjá IKEA og „leið vel á lægstu launum sem til voru“. Hann lærði garð- yrkju í Danmörku og þegar hann sneri heim stóð ekkert annað til en að búa til garða. Tregt var þó um vinnu í því ágæta fagi og Grétar fór að flaka fisk í staðinn, með meiru. Við þá iðju varð hann fyrir því óláni að rífa vöðva í baki og hefur ekki getað unnið harða vinnu síðan. Þá byrjaði hann að versla með leðurföt, upp- haflega fyrir börn. „Ég fór að þvælast til London og kaupa af heildsölum. Ég vissi ekk- ert um leður; þurfti bara að finna mér eitthvað að gera. Fyrir vikið var ekki erfitt að plata mig á þeim tíma en það er erfiðara í dag,“ segir hann sposkur. Stétt heildsala að deyja út „Ég komst snemma að því að ekki er mikið vit í því að vera bara með barnaföt, framleiðslan á þeim er næstum jafn dýr og á fötum fyrir full- orðna. Ég var svo heppinn að kaupmaður nokkur á Oxford-stræti tók mig upp á sína arma og kynnti mig vítt og breitt sem nýjan leðurkaupmann frá Íslandi. Við það opnuðust ýmsar dýr sem ég hef getað gengið inn um síð- an.“ Annars heyrir heildasalan að mestu sögunni til í dag; í hennar stað eru komnar sýningar víðs vegar um álfuna sem leiðurkaupmenn sækja. Þar er varan pöntuð með um hálfs árs fyrirvara. „Það eru fáir góðir heildsalar eftir; stéttin er að deyja út og þekkingin að hverfa,“ segir Grétar sem hefur verið duglegur að hanna flíkur sjálfur gegnum tíðina sem aðrir sjá þó um að sauma. Hann segir kúnnahópinn geipilega stóran. „Ég hef ekki mikið verið að auglýsa mig enda heldur fólk tryggð við mig vegna þess að ég gef því gott verð. Ég get til dæmis aldrei hækkað verð út af gengissveiflum og öðru slíku og hafi maður keypt af mér jakka á 35 þúsund þá fær vinur hans eins jakka á sama verði hálfum mánuði síðar jafnvel þótt hann ætti að kosta 40 þúsund. Svo er næsta kynslóð byrjuð að koma, synirnir eða dæturnar sem komu fyrst með foreldrum sínum þegar þau voru lítil.“ Margt eftirminnilegt hefur gerst í Kós gegnum árin; eins og þegar kona nokkur borð- aði pöntunina sína fyrir framan Grétar í búð- inni vegna þess að jakkinn sem hún hafði pant- að handa bónda sínum var ekki kominn á tilsettum tíma. „Sem betur fer var ég alltaf með pantanir í þríriti og manngreyið fékk jakkann sinn á endanum,“ rifjar hann upp brosandi. Svo var það maðurinn sem tjáði Grétari að hann þyrfti að fara að skipta um kennitölu. „Nú?“ spurði kaupmaðurinn. „Já, ég er búinn að versla svo mikið við þig.“ Aldrei kært þjóf Grétar segir tónlistarmenn hafa skipt mikið við sig og nefnir í því sambandi sveitaballa- kóngana í Skítamóral í leðri og Geir Ólafsson, sem láti helst ekki sjá sig nema í skóm frá hon- um. Þá dressaði hann sjálfan Eirík Hauksson upp áður en hann fór í Júróvisjón öðru sinni. Fyrir hefur komið að hnuplað hafi verið úr búðinni, eins og gengur. „Ég hef aldrei kært mann, finn það ekki hjá mér, enda hef fengið mest af þýfinu aftur. Einu sinni varið stolið af mér tölvu en ég var orðinn þannig í vextinum á þeim tíma að ég gat ekki hlaupið á eftir honum. Eins gott, sagði þá konan, sá hefði farið illa út úr því hefðirðu náð honum og lagst ofan á hann!“ Grétar gerir einnig við leðurfatnað og hefur fengið ófáa jakkana til sín sem hafa tilfinn- ingalegt gildi fyrir eigandann eða afkomendur hans. „Ég er með aðstöðu hérna fyrir innan til viðgerða. Til að byrja með var ég með sauma- konu en þegar hún hætti fékk ég mér sauma- vél og hún kenndi mér gegnum síma að stytta ermar. Það má heldur ekki gleyma Steinari Júlíussyni feldskera; hann hefur kennt mér mikið.“ Innréttingarnar í versluninni eiga sér langa sögu en Grétar keypti þær af þrotabúi Sam- bandsins snemma á tíunda áratugnum. „Ég man að ég borgaði 68 þúsund krónur fyrir þetta.“ Ekki orðið rík Fyrstu árin sem hjónin voru í leðurrekstrinum var Grétar einnig með sendiferðabíl, auk þess sem hann skúraði þvottahúsið Fönn. „Búðin gaf ekki af sér fyrr en eftir nokkur ár, þannig að þetta var nauðsynlegt til að láta enda ná saman meðan við vorum að byggja upp kúnna- hópinn. Við höfum svo sem ekki orðið rík af þessu en búðin hefur staðið undir sér.“ Eins og gengur hafa verið hæðir og lægðir í rekstrinum. „Maður veit að þetta gengur í Stutt í að Laugavegur verði draugagata Eftir 28 ár hverfur leðurverslunin Kós af Laugaveginum í lok þessa mánaðar. Grétar Baldursson, sem rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ellý Egilsdóttur, hyggst flytja hana í breyttri mynd til Grindavíkur. Hann hlakkar til að fá nú meira frí frá störfum – og þó ekki. „Hvort það á svo við mig er önnur saga.“ Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Einu sinni varið stolið af mértölvu en ég var orðinn þannigí vextinum á þeim tíma að ég gatekki hlaupið á eftir honum. Eins gott, sagði þá konan, sá hefði far- ið illa út úr því hefðirðu náð honum og lagst ofan á hann! Uppi á vegg í versluninni Kós hangir svarthvít ljósmynd af reffilegum manni í leðri frá hvirfli til ilja. „Er þetta Hilmir Snær?“ spyr ég eins og rati. „Nei, þetta er afi minn, Guðmundur J. Guðmundsson,“ svarar Grétar. „Hann á sér mjög merkilega sögu.“ Guðmundur fór ungur utan til Sas- katoon í Kanada og bjó þar í fimmtán til tuttugu ár. Fylkið var strjálbýlt á þeim tíma og Grétar telur næsta víst að afi hans hafi komist í góð kynni við indíána. Þaðan séu leðurklæðin sem hann kom í heim í kringum 1920 mjög líklega komin. Guðmundur bjó í Þverholti í Reykja- vík en dó fjórum árum áður en Grétar fæddist, 1946. „Ég kom hins vegar oft til ömmu sem lifði mun lengur.“ Lítið er vitað um líf Guðmundar í Kanada en hann kom ekki illa staddur heim. „Við höfum ekki hugmynd um hvort hann átti konu og börn fyrir vest- an en amma vildi aldrei tala um hans fyrra líf áður en þau kynntust.“ Guðmundur var mikill hestamaður og til eru ljósmyndir af honum ríðandi um götur Reykjavíkur. „Helgi Hafliða- son sagði mér margar sögur af karlin- um, þegar hann kom ríðandi niður að Hlemmi. Afi var hávaxinn og grodda- legur í útliti en sagður mikið ljúfmenni. Greinilega töffari af Guðs náð. “ Guðmundur vann lengi fyrir lögregl- una, meðal annars við að veiða dýr í Reykjavík, og síðar herinn á stríðs- árunum enda ekki margir Íslendingar sem töluðu góða ensku á þeim tíma. Brátt varð um Guðmund. Hann kenndi sér meins að kvöldi, harðneit- aði að leita læknis og var dáinn um morguninn. „Svona voru þessir jaxlar.“ Grétar segir leðurgallann sem afi hans klæðist á myndinni því miður ekki hafa varðveist. „Það mátti ekki hreyfa við fötum manna sem voru farnir og á endanum komst saggi í gallann og hann eyðilagðist. Synd og skömm.“ Myndin af Guðmundi hefur fylgt Grétari frá því hann hóf rekstur. „Ég hef aldrei viljað taka hana niður enda finnst mér hann alltaf vera á bak við mig. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég fór út í leður, hver veit nema að hann hafi hlutast til þar um.“ Töffari af Guðs náð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.