Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 15
2.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 bylgjum og lærir að leggja fyrir þegar vel gengur til að geta mætt samdrætti í sölu.“ Mörgum þótti hann djarfur að færa sig upp á Laugaveg 86 fyrir rúmum átta árum. „Menn sögðu að þetta væri vitleysa en við höfum hald- ið þetta út.“ Grétar man þá tíð að verslanir voru fleiri á Laugaveginum en í dag og ríkti þá góð vinátta milli kaupmanna. „Þegar ég var á Laugavegi 39 var Levı́s við hliðina á mér og þá fékk ég ófáa kúnna sem keyptu af mér belti við galla- buxurnar. Eftir að Levı́s færði sig dró verulega úr beltasölu hjá mér. Ég hef áhyggjur af þró- uninni. Fasteignaverð og húsaleiga og önnur gjöld eru alltaf að hækka og ekki langt í að Laugavegurinn verði draugagata. Það hafa margir reynt að hífa hann upp á umliðnum ár- um en það gengur erfiðlega þegar borgin togar alltaf á móti. Þessi herferð gegn einkabílnum er algjör tímaskekkja enda menga bílar ekki nálægt því eins mikið og þeir gerðu. Það er engin sótmengnun hér á Laugaveginum leng- ur. Mér líst heldur ekki á borgarlínuna, hverfin okkar eru ekki byggð til að taka á móti henni.“ Alltaf þótt gaman í vinnunni Grétar hefur ekki fundið mikið fyrir kórónu- veirufaraldrinum enda segir hann á bilinu 85- 90% viðskiptavina sinna vera Íslendinga. „Auð- vitað kemur hér einn og einn túristi en það hefur ekki aukist svo neinu nemi á síðustu árum.“ Hann kveður Laugaveginn sáttur. „Mér hef- ur alltaf þótt gaman í vinnunni; mæti glaður og fer heim glaður. Ég get því ekki talað um kuln- un í starfi. Auðvitað er eftirsjá í Laugaveg- inum en á móti kemur að nú get ég komið á Menningarnótt eða Þorláksmessu og gengið í rólegheitum niður götuna. Það hefur svo sem aldrei verið neitt mikil verslun þessi kvöld en við höfum þó alltaf haft opið fyrir kúnnana okkar sem vilja koma við og segja hæ.“ Framhaldið í Grindavík leggst vel í hann. „Þetta munar því að núna mun ég fá frí annað slagið. Hvort það á svo við mig er önnur saga ...“Kós leggur mikið upp úr skóm og mun selja þá áfram. Grétar við afgreiðslu í Kós.Hann mætir alltaf glaður til vinnu og fer glaður heim. Grétar Baldursson með myndina af afa sínum, leðurtöffaranum Guð- mundi J. Guðmundssyni. Grétar er þakklátur öllum sem verslað hafa við þau hjónin seinustu 28 árin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.