Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 17
eftir götunum. Og loks vissu allir að þegar pöbbarnir opnuðu á ný væri flest að sigla í sinn gamla farveg og veiran á bullandi undanhaldi. Og þeir sungu loks: Rule, Britannia! Britannia, rule the waves! Britons never, never, never shall be slaves. When Britain first, at heaven’s command, Arose from out the azure main, This was the charter of the land, And Guardian Angels sang this strain: Rule, Britannia! Britannia, rule the waves! Britons never, never, never shall be slaves. Daufari undirtektir Kaflaskil forsætisráðherrans verða ekki auðveldlega aftur tekin. Tveggja metra reglu er hægt að fylgja vegna þess að hún er skiljanleg og lýsir sér sjálf. Þegar fjar- lægðin á milli fólks er komin niður í einn metra þá er það svo nálægt hinni óskráðu fjarlægð, sem gilt hef- ur í þúsundir ára, á meðal allra annarra en yfir sig ástfangins fólks, að það er tómt mál að fylgja slíku, nema að venja sig á að ganga með tommustokk, eins og húsasmiður, og bregða honum á loft á 30 sek- úndna fresti. Flestar reglurnar sem varða umgengni við kórónuveiru ganga eingöngu upp á meðan allur fjöldinn er með á nótunum og með stjórnvöldum í baráttunni. Þessi 1 metra regla er ekki fyrirmæli sem lög- reglan getur fylgt eftir nema í ríkjum sem við hana eru kennd. Lögreglan lætur sig ekki einu sinni hafa það að úr- skurða um að nú séu aðeins 90 cm á milli fólks og reyna að tryggja 10 cm til viðbótar með handafli. Hefur enn ekki jafnað sig Það er augljóst að hinn ágæti forsætisráðherra Breta, fílhraustur eins og rúgbýleikarinn sem hann er, varð fyrir meiri háttar áfalli þegar að hann fékk sjálfur veiruna og hún greip hann slíku taki að engu mátti muna. Almennar vanhæfisreglur gilda ekki um hann í þessu tilviki. En vinsamlegir menn ættu að benda honum á að hans eðlilega hugarástand gerði það að verkum að betra væri að allra næstu misseri véluðu aðrir um þætti af framangreinu tagi. Það er ágætt að Boris fari sjálfur í megrun af þessu tilefni og hjóli um stíga sveitasetursins, en hann ætti að láta fólkið sitt, 70 milljónir Breta, í friði í þessum efnum. Hann mætti hugsa til þess sem hann metur mestan allra landa sinna, fyrr og síðar. Sá át ekki, hann skóflaði upp í sig. Það var helst í svefni sem hann náði óreykmettuðum andardrætti ofan í sig í 70 ár. Og hann drakk af þeirri elju og samviskusemi að óþarft er að rifja það upp. Þá gegndi hann allan sinn aldur störfum sem kölluðu á spennu og stress í þeim mæli að einungis brot af því stangaðist á við lág- marksreglur um hollustu. Og ef einhvern daginn vantaði eitthvað upp á þetta stress þá ýtti hann undir það af öllum kröftum, svo menn í kringum hann misstu unnvörpum svefn og jafnvel heilsu. En öfugt við Boris hóf sá karl aldrei herferð fyrir þessum lifnaðarháttum sem höfðu reynst honum svona vel. Karlinn hafði fyrlitningu á fyllibyttum, sem hann taldi sjálfan sig ekki neins staðar nærri því að vera og honum var sama hvað aðrir létu ofan í sig og í hvaða magni á meðan hans máltíðir væru ekki truflaðar. En þó tortryggði hann hið óskiljanlega mataræði Adolfs Hitlers, sem var með fyrstu og frægustu grænmetisætum veraldar, hvað mann- dýrategundina varðar. Ekki varð séð að sá kostur gerði Adolf eða þegnum hans og fórnarlömbum nokkuð gott. Skipað gæti ég..... Boris Johnson hefur beint því til lögreglunnar að fylgja því eftir með sínu afli og aðferðum að almenn- ingur setji nú upp grisjurnar á ný þar sem endunýj- aðri 2ja metra reglu hafi verið komið á, en sé illfram- kvæmanleg. Lögreglunni er ekki rótt. Hún þekkir þau gömlu algildu sannindi sem felast í orðum kapp- ans: „Skipað gæti ég væri mér hlýtt.“ Það er nefni- lega galdur góðrar stjórnunar að fyrirmæli yfirvalda, og þá einkum laga- og reglusetningamanna, séu glögg, skiljanleg, sanngjörn og í góðu samræmi við réttarvitund og innsæi borgaranna. Sé slíks gætt þarf miklu minna vald til að tryggja að skipunum sem lúta að þeim sé hlýtt. Það væri betra kannski að hafa það í huga. En að lokum þetta: Bréfritari rakst í vikunni á gamlan flokksbróður sem lengi hefur ekið leigubifreið. Eftir góðkunn- ingjaspjall var ákveðið að demba á hann spurning- unni sem bréfritari hafði oft innt hann eftir fyrir kosningar forðum: Um hvað er fólkið að tala í bílnum, félagi? „Ég keyri með veiru upp í eyru,“ var svarið. Morgunblaðið/Árni Sæberg 2.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.