Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Blaðsíða 2
Hafa vinsældirnar komið þér á óvart?
Já, þær hafa gert það. Ég bjóst ekki við svona miklum vinsældum.
Frank sem vinnur þetta með mér hafði mikla trú á þessu en ég
passaði mig að búast ekki við of miklu. En svo fór þetta bara miklu
lengra en við bjuggumst við.
Hvernig kom samstarfið við Bubba til?
Frank átti þessa hugmynd. Hann var búinn að skrifa niður hjá sér fyrir
löngu að sampla Bubba. Svo vorum við á leiðinni upp í stúdíó og vorum
að hlusta á Bubba. Þá ákváðum við að kýla á þetta og þetta kom svona
út. Við vorum eiginlega vissir um að fá nei frá Bubba þegar við mynd-
um spyrja hann hvort við mættum gefa þetta út. Svo vorum við uppi í
Öldu [Music] og vorum að sýna þeim lög á plötu sem við erum að vinna í.
Þetta lag er þar og Sölvi [Blöndal] hjá Öldu hoppaði bara á þetta og
hringdi í Bubba samdægurs og hann var mjög til í þetta.
Hvernig er samstarf ykkar Franks?
Á Flýg þá gerir hann taktinn en ég geri líka takta. Á nýju plötunni gerir
hann flesta taktana og ég syng og rappa. En svo er þetta bara svolítil
samvinna. Ég kem með punkta fyrir taktana og hann með punkta fyrir
textana.
Hvenær kemur nýja platan út?
Planið var að gefa hana út áður en busaböllin í menntaskóla fara af
stað. En það er líklega ekki að fara að gerast strax. Við erum að klára
plötuna en hún kemur ekki út alveg strax. Það er ekkert of langt í það
samt.
Hefurðu eitthvað náð að spila lagið í sumar?
Ég er búinn að vera að spila mikið en aðallega í útskriftarveislum
og partíum. Það hafa engin festivöl verið í gangi en fólk hefur
haldið partí. Það er smá pirrandi að einmitt þegar við gefum út
stórt lag þá er einhvern veginn ekkert í gangi. En þetta fer í
gang á endanum.
Morgunblaðið/Eggert
HAKI
SITUR FYRIR SVÖRUM
Vissir um nei
frá Bubba
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020
Hamingja? Hverju hefur hún skilað í listum? Heldurðu að Picasso,Hemingway og Hendrix hafi verið hamingjusamir? Þetta voru alltniðurdregnir fávitar. Öll alvöru list sprettur af þjáningu og eymd!“
Eitthvað á þessa leið kemst karakter Eds Harris að orði í kvikmynd sem
ég sá nýlega. Harris leikur dauðvona ljósmyndara sem notið hefur gríðar-
legrar velgengni í starfi en átt í basli í einkalífinu. Á lokametrunum freistar
hann þess að friðmælast við stálpaðan son sinn sem hann hefur ekkert sinnt
gegnum tíðina en það var einmitt sonurinn sem fékk spekina hér að ofan
beint í æð. Ákveðin réttlæting af
hálfu föðurins sem alla tíð hefur tek-
ið vinnuna og sjálfan sig fram yfir
fjölskylduna.
Annars er þjáning ekki efni þessa
pistils né heldur forgangsröðun
þessa ágæta ljósmyndara sem er
skálduð persóna. Hitt er miklu
áhugaverðara, þríeykið sem hann
nefnir í sömu andrá hér í upphafi.
Þegar ég var að vaxa úr grasi hefðu
það verið helgispjöll að setja Hend-
rix í samhengi við Hemingway og Pi-
casso. Dópaður gæruhippi við hlið
Nóbelsskálds og eins fremsta listmálara sögunnar.
Þegar ég var ungur og uppreisnargjarn blaðamaður hér á Morgunblaðinu
setti ég einu sinni ljósmynd af Frank Zappa, sem gjarnan var í svampfrakka,
á forsíðu Menningarblaðsins (ekki rugla því saman við Lesbókina, en bæði
blöð fylgdu Mogganum á laugardögum). Zappa var að vísu ekki í svamp-
frakka á myndinni en hún var listræn og hugguleg. Sé hana fyrir mér. Nema
hvað aumingja útlitshönnuðurinn sem ég gerði samsekan var með böggum
hildar yfir þessu galna uppátæki. Ég meina, Frank Zappa á forsíðu Menn-
ingarblaðs Morgunblaðsins! Hann þráspurði hvort mér væri alvara og þegar
hann kvaddi mig um kvöldið hafði hann á orði að við þyrftum ekki að mæta í
vinnuna næsta virkan dag. Og meinti það. Við sluppum þó báðir undan fallöx-
inni; ég man ekki einu sinni eftir að hafa verið spjaldaður.
Ég skildi svo sem alveg hvað útlitshönnuðurinn var að fara; á þessum tíma
var óhugsandi að tefla Sálinni hans Jóns míns og Luciano Pavarotti fram á
sömu opnunni í Morgunblaðinu. Þeir múrar milli hámenningar og popp-
menningar féllu með berlínskum hvelli nokkrum árum síðar; verkefni sem
óhemjugaman var að taka þátt í.
Þetta hljómar sjálfsagt undarlega í dag enda eru Picasso og Hemingway
löngu búnir að hleypa Hendrix inn í samkvæmið og þeim fer óðum fækkandi
sem bregður við að sjá þá félaga saman. Niðurdregna en iðandi af sköpun.
Zappa á forsíðu
Menningarblaðsins
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Nema hvað aumingjaútlitshönnuðurinnsem ég gerði samsekanvar með böggum hildar
yfir þessu galna uppátæki
Inga Eiríksdóttir
Mér finnst þetta bara fínt eins og
þetta hefur verið.
SPURNING
DAGSINS
Hvernig
finnst þér
að ætti að
haga mál-
um á
landamær-
unum?
Ingólfur Daníelsson
Ég held það sé allt í lagi í að sjá til
aðeins áfram.
Kristín Hákonardóttir
Mér sýnist þetta vera mjög fínt
hjá þeim. Ekki gera minna en alls
ekki loka.
Eyvindur Bjarnason
Ég held að það mætti vera heldur
meiri skimun.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina er frá
Colorbox
Hinn 18 ára Haki gaf í júní út lagið Flýg í samvinnu við Bubba Mort-
hens og Viktor Frank Þórarinsson. Lagið notar laglínur úr lagi
Bubba, Velkomin, og var lengi efst á vinsældalista Spotify hér á landi.
úr silki
LEIKFÖNG
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Ný og endurbætt
netverslun
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is