Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020
Mín tilfinning er sú að Æv-ar Kjartansson, útvarps-maðurinn frá Gríms-
stöðum á Fjöllum, hafi verið
viðloðandi Ríkisútvarpið frá stofn-
un þess. Það getur þó varla verið
rétt því við nánari grennslan kem-
ur í ljós að Ævar er fæddur tals-
vert mörgum árum eftir að Rík-
isútvarpið fór í loftið árið 1930.
Tilfinningin er samt söm, svo
mikið hefur framlag hans verið til
dagskrárgerðar á liðnum áratug-
um. Og nú er hann genginn. Ekki
í bókstaflegri merkingu þess orðs
heldur óeiginlegri því hann lætur
nú af áratuga fastri þáttastjórn
hjá Ríkisútvarinu.
Síðustu árin hefur hann annast
fasta umræðuþætti á sunnudags-
morgnum sem síðan hafa verið
endurteknir á komandi dögum.
Þar hefur verið tekið fyrir allt
milli himins og jarðar - að þessu
sinni í bókstaflegri merkingu - því
tekið hefur verið á jarðbundnum
jafnt sem óræðari víddum tilver-
unnar, atvinnu-
lífi í landinu,
heimspeki, bók-
menntum og
trúmálum.
Þessi sam-
ræða, þar sem
hundruð ef þá
ekki enn fleiri
hafa verið köll-
uð að borði, hef-
ur orðið merkj-
anlegur niður í
straumi þjóð-
félagsumræð-
unnar þótt galdur hennar hafi ver-
ið látleysi og öfgaleysi.
Einstaklingar sem þekkja við-
fangsefni sín í þaula hafa sett
fram sjónarmið á upplýsandi hátt
og þannig að við höfum komist
niður úr yfirborðinu sem oftast
einkennir umræðuna hér og nú.
List Ævars hefur verið í því
fólgin að rýma fyrir öðrum og til
að tryggja að þáttastjórnandinn
færi ekki villur vegar hefur hann
iðulega fengið sér við hlið og til
aðstoðar einstaklinga sem búa yfir
reynslu og þekkingu á því efni
sem brotið skuli til mergjar hverju
sinni. En stíllinn á umræðunni er
alltaf Ævars. Viðmælandinn alltaf
í forgrunni.
Sjálfur er Ævar Kjartansson
ólíkindatól, maður mótsagna, eins
og margir menn sjálfstæðir í hugs-
un. Hann er í miklu uppáhaldi hjá
Laxá í Aðaldal en Ævar er einn af
sprengjumönnunum sem björguðu
henni fyrir réttum fimmtíu árum
þegar virkja átti þessa nátt-
úruperlu enn frekar en þegar
hafði verið gert. Eldra fólk man
hvernig virkjunardraumum í Að-
aldalnum lauk, eða öllu heldur, var
lokið – því alltaf eru gerendur –
með dágóðum skammti af dína-
míti.
Löngu seinna dúkkaði þessi rót-
tæki og óhræddi maður frá Fjöll-
um upp sem guðfræðingur. Rak þá
margan í rogastans. Ekki þó þau
sem vissu að hann var ekki ósnort-
inn af því sem hann hafði kynnst
sem farandverkamaður í Suður-
Ameríku á þeim árum æviskeiðs-
ins sem sálin er hvað móttækileg-
ust því sem sáð er. Og á þessum
slóðum mátti sjá að eldmóður bylt-
ingarmannsins og hins sem boðaði
kærleikann voru engar andstæður.
Stofnanaveldi kirkjunnar tók að
vísu ekki alltaf ofan fyrir þeim
sem töluðu máli jafnaðar en það er
önnur saga.
Óminn af þessu röddum mátti
oftar en ekki greina sem eins kon-
ar undirtón hjá útvarpsmanninum
Ævari Kjartanssyni.
Eftirfarandi
bar hann á borð
fyrir okkur vor-
ið 2006:
... bin Laden
belongs – all, all
belong. Gays,
lesbians and so
called straigths,
all are loved, all
are precious ...
Allir eiga sam-
leið. Allir. Bush
og bin Laden,
samkynhneigðir
og gagnkynhneigðir. Þetta er ein
fjölskylda og í þessari fjölskyldu
eiga að gilda lögmál fjölskyld-
unnar, þar sem hver leggur sitt
fram eftir getu og hver fær eftir
þörfum. Það er suður-afríski bisk-
upinn Desmond Tutu sem talar á
heimsþingi Alkirkjuráðsins í Bras-
ilíu í febrúar síðastliðnum. Hann
leggur áherslu á að stríð gegn
hryðjuverkum – terrorisma – verði
aldrei hægt að vinna á meðan skil-
yrði og kringumstæður í heiminum
valda fátækt, vanþekkingu og
sjúkdómum sem gera fjölskyldu
guðs barna örvilnaða.
Á þessa leið skilaði Ævar Kjart-
ansson boðskap Tutus til íslenskra
útvarpshlustenda.
Og nú er Ævar Kjartansson að
ljúka sínu dagsverki á Rík-
isútvarpinu. Hann er vonandi ekki
hættur fyrir fullt og allt. Maðurinn
enn bráðungur, rétt um sjötugt.
En föstu þættirnir eru í þann
veginn að renna sitt skeið.
Þá er boltinn hjá Ríkisútvarp-
inu. Því framhald umræðu af því
tagi sem fylgt hefur Ævari Kjart-
anssyni um langt skeið verður að
fá framhald.
Það sem ég sennilega er að
reyna að segja er að þótt Ævar sé
genginn í þeim skilningi sem hér
hefur verið lýst þá er verkefnið að
sjá til þess að hann gangi aftur –
verði afturgenginn. Slíkir reim-
leikar á útvarpsstöð geta aðeins
orðið til góðs.
Morgunblaðið/Ómar
Ævar genginn
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’ Það sem ég sennilegaer að reyna að segja erað þótt Ævar sé genginn íþeim skilningi sem hér
hefur verið lýst þá er
verkefnið að sjá til þess að
hann gangi aftur – verði
afturgenginn. Slíkir reim-
leikar á útvarpsstöð geta
aðeins orðið til góðs.
Ævar Kjartansson útvarpsmaður.
Ég man þá tíð, skömmu eftir hrun, aðorðið hagfræðingur þótti eitt versta orðíslenskrar tungu. Enginn tók mark á
þeim og þeim var kennt um allt mögulegt, að-
allega þó það að hafa ekki séð fyrir hrunið.
Þeir hefðu misskilið fræðigrein sína full-
komlega og gleymt sér í dansinum kringum
gullkálfinn. Ekki síst hefðu þeir gleymt að
hagfræði væri félagsvísindi og þeim því ætlað
að skoða mannlega hegðun, sem hefði verið
rót hrunsins en ekki bara reikna út þjóðhags-
lega hagkvæmni þess að gera Ísland að al-
þjóðlegri fjármálamiðstöð.
Svo gerist það hér, og úti um allan heim, að
það kemur faraldur. Þjóðfélagið fer á hliðina
og ótti grípur um sig. Mæta þá ekki hagfræð-
ingarnir og reikna það út að skynsamlegast
væri að loka landinu.
Nú vill svo til að sumir taka þeim eins og
hetjum. Þetta er nákvæmlega það sem ákveð-
inn hópur þjóðarinnar vill heyra. Hetjur gær-
dagsins, þríeykið okkar, reynir að benda á það
að erlendir ferðamenn séu ekki mesti áhættu-
þátturinn en það er eins og tala við vegginn.
Hagfræðingarnir eru búnir að reikna þetta út
og þá er þetta bara svona. Og svo kemur
ákallið um að stjórnmálamenn stígi fram, axli
ábyrgð og hætti að fela sig á bak við sérfræð-
inga. Reyndar frá sama fólki og fannst fyrir
skömmu síðan það besta sem gerðist hér vera
án afskipta stjórnmálamanna.
Einhvern tímann las ég grein um sálfræði-
próf sem var lagt fyrir hóp af fólki. Það sat
lengi yfir prófinu og barðist við að finna réttu
svörin, bara til að komast að því að prófið var
algjört aukaatriði og tilgangurinn var að
rannsaka hegðun fólks við mikið álag og
stress.
Mér finnst stundum eins og þessi faraldur,
sem nú gengur yfir, gæti verið rannsókn á
hegðun þjóðarinnar og hvernig hún bregst við
undir álagi. Nánast eins og þetta sé eitt risa-
stórt samfélagslegt próf sem hafi verið lagt
fyrir okkur og við séum öll að kolfalla.
Það er svo auðvelt að skammast og láta eins
og maður viti allt best sjálfur en það er í
sjálfu sér ekkert galið að staðan sé sú að eng-
inn viti neitt og allir séu að gera sitt besta. En
einmitt í þeirri stöðu er mikilvægt að hlusta á
þá sem vita þó meira en almenningur og
treysta þeim til að finna bestu leiðina í þessari
stöðu. Kannski er það eitthvert sambland
þessara heilbrigðis- og hagfræðisjónarmiða.
Og ég verð að segja að mér finnst það furðu-
legt að skammast í stjórnmálamönnum fyrir
að „fela sig bak við vísindamenn“.
Það sem blasir
við er að við eig-
um miklu betra
með að sam-
þykkja rök sem
falla vel að hags-
munum okkar og
tilfinningalífi.
Fólkið í ferða-
þjónustunni segir
að það sé ekki
hægt að loka veir-
una úti og fólkið
sem er að bugast
yfir sam-
komutakmörkunum vill skella landinu í lás og
halda sínu striki. Halda tónleika og spila fót-
boltaleiki. Og svo er náttúrulega Kári Stef-
ánsson sem er bara alltaf agalega pirraður út
af öllu.
Fræðimenn eru þátttakendur í samfélag-
inu, hafa örugglega ólíka hagsmuni og eru síð-
ast en ekki síst tilfinningaverur eins og við
hin. En þeir eru tilfinningaverur sem hafa
varið stórum hluta ævi sinnar í að greina hluti
með hinni vísindalegu aðferð og eru þess
vegna vonandi aðeins betri í að skilja kjarn-
ann frá hisminu en aðrir dauðlegir menn.
Þess vegna vil ég að lokum segja tvennt: Í
fyrsta lagi hefur landinu aldrei verið lokað í
reynd og vonandi verður það aldrei gert. Hins
vegar ættu öll viðbrögð að vera grundvölluð á
besta fræðilega mati sem völ er á. Ef í því
felst að fela sig á bak við vísindamann held ég
að það sé, eins og segir í auglýsingunni, ein-
mitt öruggur staður til að vera á.
’Fólkið í ferðaþjónustunnisegir að það sé ekki hægt aðloka veiruna úti og fólkið sem erað bugast yfir samkomutak-
mörkunum vill skella landinu í
lás og halda sínu striki. Halda
tónleika og spila fótboltaleiki.
Og svo er náttúrulega Kári Stef-
ánsson sem er bara alltaf aga-
lega pirraður út af öllu.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Upprisa hagfræðinganna
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%