Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Page 8
Útvarpið hefur aldrei staðið frammi fyrir meiri samkeppni sem miðill, eigi að síður hefur gróskan líklega aldrei verið meiri, alltént ef marka má fjölda útvarpsstöðva á Íslandi. Í úttekt Sunnudagsblaðsins kemur meðal annars fram að þetta helgist ekki síst af því hversu þægi- legur og persónulegur miðill útvarpið sé, auk þess sem það á gott með að bregðast hratt við þegar vá ber að dyrum eða ná þarf eyrum almennings af öðrum ástæðum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Á ðan, í útvarpinu heyrði ég lag, sagði skáldið. Haldiði að ég hafi ekki lent í því sama á dög- unum? Í mínu tilviki var lagið Video Killed the Radio Star með svuntupoppurunum í The Buggles frá árinu 1979. Ár og dagur síðan ég heyrði þetta ágæta lag og án nokkurs fyrirvara fór hug- urinn á flug. Vídeóið gekk af útvarpsstjörn- unni dauðri. Hverslags dómadagsþvæla er það eiginlega? hugsaði ég með mér um leið og ég skimaði í kringum mig í örvæntingarfullri leit að vídeótæki á heimilinu. Fann ekkert. Nóg var hins vegar af útvörpum – lagið ómaði úr einu slíku – auk þess sem sjónvarpið mitt og tölvan eru líka útvarp. Meira að segja sím- inn. Hver hefði trúað því á því herrans ári 1979? 41 ári síðar er óhætt að fella þann dóm að útvarpið hafi lifað vídeóið af. Síðarnefnda græjan er á hinn bóginn svo gott sem horfin, fyrir utan einn og einn sérvitring, eins og Að- al-Reyni Maríuson á Klapparstígnum, sem hermt var af hér í blaðinu á vordögum. DVD- tækið leysti vídeóið af hólmi og nú sjá hinar og þessar efnisveitur um að svala þörf al- mennings fyrir gláp utan línulegrar dagskrár. En hefur það haft einhver áhrif á útvarpið? Stutta svarið er nei og nægir í því sambandi að horfa til fjölda útvarpsstöðva á Íslandi. Þegar Video Killed the Radio Star kom út var ein útvarpsstöð starfandi í landinu. Gamla góða Gufan. Nú eru þær um tuttugu talsins, ef allt er talið. Farsæll og stöðugur miðill „Já, já, gamli Buggles-slagarinn,“ segir dr. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræð- ingur og aðjunkt við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, og skellir upp úr þegar ég ber þessa Video Killed the Radio Star-pælingu undir hann. „Þetta voru ákveðnir umbrota- tímar;“ segir hann, „byrjað að hilla undir að tónlistarfólk færi í stórum stíl að gera mynd- bönd við lög sín. MTV kom svo til sögunnar 1981 og upp frá því varð til mikill myndbands- kúltúr sem hefur verið viðloðandi allar götur síðan. Mín kynslóð ólst því upp við að sjá bæði Michael Jackson og Madonnu en ekki bara heyra í þeim.“ Arnar Eggert segir marga hafa spáð því að þessi þróun ætti eftir að reynast útvarpinu, ekki síst tónlistarstöðvunum, þung í skauti en annað hafi komið á daginn. „Útvarpið hefur verið alveg ótrúlega stöðugur miðill allar göt- ur síðan og raunar gott betur. Á Íslandi höf- um við aldrei upplifað dauðan tíma í útvarpi, eins og hefur til dæmis gerst í bókaútgáfu eða kvikmyndagerð. Ástæðan fyrir því að útvarp- ið lifir enn þá svona góðu lífi er öðru fremur sú að það er svo einfalt. Að kveikja á útvarpi er bara eins og að skrúfa frá krana. Þú ýtir bara á einn takka og útvarpið streymir fram. Það hentar mannskepnunni ákaflega vel, þar sem hún hefur tilhneigingu til að hafa hlutina þægilega og auðvelda.“ Til samanburðar bendir hann á, að það hafi kostað mun fleiri skref að horfa á vídeó enda þurfti að fara úr húsi til að leigja spólu – og jafnvel tækið líka. Ef það var þá á annað borð inni. Það kostaði líka smá fyrirhöfn að hlusta á plötu; sækja þurfti plötuna, setja hana á grammófóninn og jafnvel strjúka af henni mesta rykið áður en nálin var sett á. Þægilegur bakgrunnur Arnar Eggert hefur sjálfur starfað við útvarp og segir kollega sína á Rás 2 sammála um að flestir hlustendur kveiki á viðtækinu meðan þeir séu að gera eitthvað allt annað. Í stað þess að setjast beinlínis niður klukkan 16.15 og hlusta á tiltekinn þátt þá séu menn líklegri Anna Marsibil Clausen, dagskrárgerðarkona á Rás 1, kolféll fyrir undraheimi hlaðvarpsins. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjunkt við Há- skóla Íslands, er bjartsýnn á framtíð útvarps. Útvarp tifar létt um máða steina Buggles gerði garðinn frægan með Video Killed the Radio Star. Og gerir enn. Colorbox 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020 ÚTTEKT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.