Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Blaðsíða 11
Rás 2 hefur mesta hlutdeild meðal
þeirra útvarpsstöðva á Íslandi sem
mældar eru í rafrænum ljósvakamæl-
ingum Gallup. Samkvæmt nýjustu mæl-
ingunni, fyrir vikuna 27. júlí til 2. ágúst
2020, er hún með 32,9% hlutdeild í ald-
urshópnum 12 til 80 ára. Bylgjan kemur
næst með 28,3%, Rás 1 með 20,2% og
þá K100 með 9,5%. Aðrar stöðvar eru
með mun minni hlustun í þessum
breiða aldurshópi.
K100, sem Árvakur, útgáfufélag
Morgunblaðsins, á og rekur, hefur sótt
mjög í sig veðrið á þessu ári en um síð-
ustu áramót var hlutdeild stöðvarinnar
6,2%. Í ársbyrjun 2019 var K100 með
3,9% hlutdeild.
Markhópurinn 12 til 49 ára er mæld-
ur sérstaklega og þar hefur Bylgjan
vinninginn, er með 31,1% hlutdeild.
K100 hefur á hinn bóginn verið á mikilli
siglingu í þeim markhópi; farið úr 13,9%
um síðustu áramót í 23,6% nú sem er
sama hlutdeild og Rás 2. FM957 er í
fjórða sæti með 8,3% hlustun.
Ekki kemur á óvart að Rás 1 er með
mun meiri hlustun í eldri aldurs-
hópnum en hlutdeild hennar í mark-
hópnum 12 til 49 ára er aðeins 3,7%.
Í ársbyrjun 2019 var Bylgjan með
mesta hlutdeild í báðum markhópum,
33,3% í 12 til 80 ára og 37,8% í 12 til 49
ára. Hún hefur því tapað á bilinu 5 til 6,7
prósentustigum á liðlega einu og hálfu
ári. Hlutfallsleg hlustun á Rás 1 hefur
líka minnkað um tæp 3 prósentustig á
sama tíma en Rás 2 hefur á hinn bóginn
um 3 prósentustiga meiri hlustun nú en
í ársbyrjun 2019. Var með 29,8% þá.
K100 á mikilli
siglingu
fyrir útvarp og rödd fyrir Morgunblaðið,“
segir hún hlæjandi og greinarhöfundur tengir
óþægilega vel við mál hennar.
Sjálf ætlaði Anna Marsibil ekki að vinna við
útvarp; hafði ung spreytt sig á blaðamennsku
og þegar hún hélt til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám í faginu, hugðist hún einbeita sér að
skrifum með áherslu á rannsóknarblaða-
mennsku. „Strax í fyrsta tíma var okkur hins
vegar kennt hvernig gera á hlaðvarp og eftir
það var ekki aftur snúið; ég heillaðist gjör-
samlega af hljóðmiðlum. Sjálf var ég nýbyrj-
uð að hlusta á hlaðvarp á þessum tíma en
hafði ekki áttað mig á þessum miklu mögu-
leikum sem miðillinn býr yfir,“ segir Anna
Marsibil en fyrsta verkefni hennar var að
hljóðrita heimilislausan mann sem var að
selja dagblöð á götum úti.
Mín köllun að segja sögur
„Mín köllun í fjölmiðlun er að segja sögur og
þarna gerði ég mér grein fyrir því hversu vel
hlaðvarp hentar til þess. Sama máli gegnir
um útvarp enda er hlaðvarpið í raun og veru
bara framhald af því. Fram að þessu var út-
varp í mínum huga aðallega spjall í beinni út-
sendingu en ekki fyrirframunnið efni sem er
meira mín gerð af útvarpi.“
Þegar hún sneri heim úr námi var enginn
staður betur viðeigandi fyrir dagskrárgerð af
þessu tagi en Rás 1 enda var eina skrifaða
hlaðvarpið að koma þaðan á þeim tíma. Og
þar fékk Anna Marsibil vinnu.
„Annars er það svo skemmtilegt við hlað-
varpið að hvaða Jón og Jóna sem er getur
haslað sér þar völl. Yfirbyggingin er svo lítil.
Hitt er annað mál að fólk þarf að búa yfir
hæfileikum og geta höfðað til hlustenda til að
halda uppi dagskrárgerð til lengdar; sam-
keppnin er mikil og ef hlustendur tengja ekki
við það sem maður er að gera þá leita þeir
bara eitthvað annað. Það er ekki eins auðvelt
og margir halda að vera sífellt sniðugur; jafn-
vel þótt maður sé bara að spjalla við vini
sína.“
Íþróttahlaðvörp hafa náð miklum hæðum
hér á landi, ekki síst þau sem hverfast um
knattspyrnu. „Ég er svo sem ekki manna
fróðust um íþróttir en get ekki annað en
dáðst að þessu. Menn virðast hreinlega ekki
verða saddir af fótboltahlaðvörpum. Fyrst
horfa þeir á níutíu mínútna leik og hlusta svo
strax á eftir á þrjá sextíu mínútna hlaðvarps-
þætti, þar sem leikurinn er krufinn til mergj-
ar. Fyrir vikið stýra hlaðvarpsþættir eins og
Dr. Football umræðunni í landinu mun meira
en stærri íþróttamiðlarnir, hvort sem það er
útvarp, sjónvarp eða blöðin. Þetta segir okkur
að það er heilmikið gildi í því að hlusta á fólk
spjalla saman, þótt það sé ekki mín nálgun.“
Styður hvort við annað
Hlaðvarpið er í tísku en að sögn Önnu Marsi-
bilar mun það ekki ganga af útvarpinu dauðu.
Ekkert frekar en efnisveitur á borð við Net-
flix hafi drepið línulega dagskrá í sjónvarpi.
„Þetta styður klárlega hvort við annað, á því
leikur enginn vafi, og hlaðvarpsstjörnur eins
og Joe Rogan hafa dregið glænýjan hóp að
miðlinum.“
Að áliti Önnu Marsibilar er styrkur út-
varpsins öðru fremur fólginn í þrennu.
Í fyrsta lagi hvað það er persónulegur mið-
ill. „Persónulegri miðill er ekki til, að mínu
mati. Þegar við hlustum á útvarp líður okkur
gjarnan eins og að við séum að hlusta á vini
okkar tala saman; þeir gætu þess vegna verið
í sófanum við hliðina á okkur.“
Í öðru lagi hvað útvarpið er þægilegur mið-
ill og einfaldur í notkun, sem gerir okkur
mjög auðveldlega kleift að gera eitthvað allt
annað á meðan við erum að hlusta; keyra bíl,
vaska upp og annað þess háttar. „Eigi að síð-
ur er áhugavert að útvarp getur haft mikil
áhrif á okkur, koma skoðanamyndandi áhrif
Útvarps Sögu til dæmis upp í hugann í því
sambandi. Skoðanir sem eru oft og tíðum á
skjön við meginstrauminn en hlustendur
tengja við og upplifa sem staðreyndir þótt öll
vísindi bendi til hins gagnstæða. Nægir að
nefna loftslagmálin í því sambandi.“
Þriðja atriðið sem Anna Marsibil nefnir er
hversu sjónrænn miðill útvarpið er. „Það hef-
ur allt annars konar aðgengi að ímyndunar-
aflinu en sjónvarpið og blöðin. Miklar lýs-
ingar geta kallað fram heljarstóra mynd í
huga hlustenda. Fyrstu línurnar í laginu
Rómeó og Júlía eftir Bubba Morthens eru
gott dæmi um þetta.
Uppi í risinu sérðu lítið ljós
Heit hjörtu, fölnuð rós.
Matarleifar, bogin skeið
Undan oddinum samviskan sveið.
Þarna er lítið sagt en skýr mynd dregin
upp. Margir telja sig til dæmis vita nákvæm-
lega hvar þetta ris er.“
Mun lifa okkur öll
Án þess að gera það í svo mörgum orðum er
Anna Marsbil auðvitað löngu búin að svara
spurningunni um það hvort vídeóið hafi orðið
útvarpsstjörnunni að fjörtjóni. „Það er hrein-
lega ekki satt. Það er löngu ljóst. Útvarpið lif-
ir enn þá mjög góðu lífi. Það á ekki síst við
um sögur og fróðleik, eins og rásin sem ég
vinn hjá sérhæfir sig í. Sumir eru viðkvæmir
fyrir því að kalla Rás 1 gömlu Gufuna en mér
finnst alltaf svolítil hlýja í því. Manni þykir
alltaf vænt um gömlu góðu Gufuna sína, þótt
ég hafi ekki byrjað að hlusta á hana að neinu
gagni fyrr en fyrir nokkrum árum. Mikil og
góð vinna hefur verið unnin í dagskránni á
síðustu árum og sóknarfærin mörg. Frásögn-
in á sér hvergi lengri sögu og betri hefð en á
Rás 1, hlustendahópurinn er dyggur og ég er
ekki í nokkrum vafa um að þessi tegund af
dagskrárgerð hefur enn mikið gildi.“
– Verður útvarpið enn þá eins vinsælt eftir
fjörutíu ár?
„Já, það myndi ég ætla. Útvarpið á eftir að
lifa okkur öll.“
Fréttaflutningur í útvarpi stendur býsna styrkum fót-um, jafnvel þótt samkeppnin hafi aldrei verið meiri.Þetta er skoðun Valgerðar Jóhannsdóttur, sem hefur
umsjón með meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við
Háskóla Íslands.
„Útvarpið hefur alltaf haft þá sérstöðu að það getur
brugðist strax við. Um leið og stórtíðindi verða, nátt-
úruhamfarir eða annað, þá er hægt að ganga út frá því að
umfjöllun sé hafin í útvarpinu,“ segir hún.
Auðvitað á þetta einnig við um sjónvarp og vefmiðla en
það sem útvarpið hefur fram yfir þá er að hægt er að gera
sitthvað annað á meðan tekið er á móti upplýsingum. Til
dæmis er hægt að kveikja á útvarpinu meðan maður er und-
ir stýri, þegar útilokað er að horfa á sjónvarpið eða bruna
um netið. „Þegar hamfarir eiga sér stað eða önnur stórkost-
leg tíðindi hefur fólk enn þá tilhneigingu til að leita á náðir
útvarpsins, ekki síst eldra fólkið,“ segir Valgerður.
Sjónvarpið frekara á athyglina
Með bættri tækni og aukinni þekkingu er minna fyrir
beinni útsendingu í sjónvarpi haft, svo sem fundir almanna-
varna vegna heimsfaraldursins eru gott dæmi um, og enda
þótt það að sjá það sem fram fer hafi alltaf aðdráttarafl þá
bendir Valgerður á að sjónvarpið sé í eðli sínu mun frekara
á athygli fólks en útvarpið. „Það fer minna fyrir útvarpinu;
það er ekki eins ágengt. Þess vegna er útvarpið enn þá mest
notaði miðillinn í heiminum. Það er svo einfalt og þægilegt;
allt sem þú þarft er viðtæki og sendir og að ýta á einn
takka.“
Valgerður segir útvarpið hafa gengið í endurnýjun líf-
daga gegnum hlaðvarpið. Það sé framlenging á útvarpinu
og njóti vaxandi vinsælda; ekki síst fréttatengt efni, þar
sem menn velta vöngum yfir málefnum líðandi stundar.
„Það er líka áhugavert hversu vel hlaðvarpið er að ná til
yngri hlustenda og um leið að opna heim hljóðvarpsins fyrir
þeim.“
Ýmsar íslenskar útvarpsstöðvar eru með fasta frétta-
tíma, má þar nefna Rás 1 og Rás 2, Bylgjuna og K100. Val-
gerður segir þessa fréttatíma enn þá hafa prýðilega
hlustun, þrátt fyrir að línuleg dagskrá eigi almennt séð
undir högg að sækja, bæði í útvarpi og sjónvarpi.
Hvað stutta fréttatíma á heila og jafnvel hálfa tímanum
varðar telur Valgerður líklegra að þeir nái fyrst og fremst
til fólks sem er þegar að hlusta á útvarpið. Fáir rjúki til og
hendi öllu frá sér til að kveikja á fréttum klukkan tvö. Öðru
máli gegni um hádegis- og kvöldfréttir sem margir geri sér
enn þá far um að heyra og kveikja á sérstaklega. „Þetta á
ekki síst við um eldri kynslóðina. Hún ýmist kveikir eða
hækkar í útvarpinu þegar fréttatíminn byrjar. Þannig að
útvarpið hefur enn þá hlutverki að gegna þegar kemur að
miðlun frétta og fréttatengds efnis.“
Getur
brugðist
strax við
Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands.
Morgunblaðið/Hari
Morgunblaðið/RAX
Eldgos er afbragðs-
gott útvarpsefni.
16.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
’ Í huga margra er útvarpþægilegur bakgrunnur oghverfist meira um hljóð eninnihald. Útvarpið er eins og
notalegur lækur sem streymir
áreynslulaust fram.