Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Síða 13
16.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
inn alvarlega frá upphafi. Ég var spurður, ég
var látinn dæma og meta. Ég var mjög heppinn
að hafa lent í Landakoti, hvað þetta snertir,
bæði að hafa lent hjá Vigdísi og líka að hafa
fengið skilningsríka kennara.“
Svo að við förum nú áfram í tímanum, þá mun
það vera árið 1966 sem Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra hefur samband við þig og
óskar eftir því að þú komir heim til Íslands til
þess að vega og meta og endurnýja hvorki
meira né minna en íslenska grunnskólakerfið.
Hvernig atvikaðist það?
„Gylfi rakst upphaflega á mig á Íslandi þegar
ég var að vinna fyrir Jónas B. Jónsson fræðslu-
stjóra og spurði mig um ákveðna hluti. Ég þótti
fróður um skólamál eftir Odenwald-skólann,
auk þess sem ég var með klassíska skóla-
menntun, latínuna, sem er annars vegar runnin
upp úr áhuga mínum á málanámi, eða gerð
mála. Ég hafði lært nokkur tungumál og ein-
hvern veginn hafði Gylfi haft veður af mér á
námsárunum, þegar ég var heima. Við hittumst
svo einhvern tímann og hann bauð mér til sam-
tals. Ég var náttúrulega mjög hrifinn af að
kynnast honum. Svo fæ ég bréf frá Gylfa ein-
hvern tíma seinna, þegar ég er á ferðalagi í Am-
eríku, þar sem hann biður mig að koma á fund.
Mér fannst þetta merkilegt, því hann var ráð-
herra, þannig að ég bregð á það ráð að taka
flugvél heim, ekki til Þýskalands, ekki til Frakk-
lands, heldur til Íslands. Ég flýg til Íslands og
hitti Gylfa þar. Gylfi tekur upp samtal við mig
um skálamál á Íslandi og segir að hann vanti
upplýsandi starfsmann til ráðagerða. Gylfi var
þýskmenntaður og mjög frjálslyndur maður.
Mér fannst þetta alveg furðulegt að þessi maður
skyldi vera þátttakandi í pólitík á Íslandi. Þetta
var bara björgunarmaður! Ég hafði verið
kommi á menntaskólaárunum og ekki haft
neina sérstaka tiltrú á krata í þessu embætti.
Nú, svo er sett á stofn þessi skólarann-
sóknadeild í menntamálaráðuneytinu, sem ég
held að hafi sprottið úr hugmyndum sem ég bar
upp og mun hafa stungið upp á við Gylfa, þannig
að ég átti vissan þátt í „móderniseringu“ eða nú-
tímavæðingu ráðuneytisins. Ég segi ekki að það
sé mitt verk en ég átti vissan þátt í því. Ráð-
herrann hafði mikið álit á minni ráðgjöf og það
má því segja að ég sé þarna frumkvöðull sem er
„akzepteraður“, viðurkenndur. Gylfi lagði eyru
við öllu sem ég sagði og tók fullt mark á mér.“
Þiggjandi jákvæðra skólahátta
Þú sagðir einhvern tíma í viðtali að sú endurnýj-
un á íslenska skólakerfinu sem þú stóðst fyrir,
ásamt Andra Ísaksssyni og fleirum sem voru
með þér í þessu, hafi verið ein heppnaðasta
námsefnisendurskoðun sem gerð hefur verið í
heiminum. Í hverju var þessi endurskoðun fólg-
in og hvað var það sem heppnaðist svona vel?
„Ég bar þetta saman við þær skólabætur sem
voru í gangi í öðrum Evrópulöndum eftir stríð
og náði í einhvers konar hugmynd um hvað ég
myndi gera þegar ég væri kominn í þessi tengsl
við menntamálaráðuneytið á Íslandi. Svo var ég
náttúrulega sjálfur þiggjandi jákvæðra skóla-
hátta í Landakoti og í Odenwald-skólanum sér-
staklega, og ég þóttist viss um að því yrði vel
tekið ef ég reyndi að hafa einhver ráð með
skólabætur á Íslandi. Ég held að ég hafi nú
reyndar ekki verið orðinn mikill pólitískur um-
bótamaður á þessum tíma, en ég hafði einhvern
skilning á því, eða einhvern ávæning af því að
nemendur ættu að hafa annað hlutverk en það
hlutverk sem þeir höfðu erft, sem var dugnaðar-
og hlýðnihlutverk. Nemendur í Odenwald-
skólanum höfðu þetta frumkvæði. Í íslenska
menntaskólanum, eins og ég upplifði hann,
höfðu nemendur ekkert frumkvæði. Þessu
þurfti að breyta. Í grunnskólanum var hug-
myndin sú að gera nemendur að þáttakendum í
skipulagi grunnskólans. Tillögur þeirra um
framkvæmd kennslunnar ættu að vera við-
urkenndar og teknar alvarlega. Það ætti að gefa
nemendum jákvæð ummæli um góðar tillögur.
Þetta átti að vera „demókratískt“, lýðræðislegt
innlegg í grunnskólann. Þáttur nemenda átti
ekki bara að vera hlýðni, heldur þátttaka og
virkni.“
Höggdofa yfir vinsemdinni
Þú vinnur sem sagt að því að nútímavæða náms-
efni grunnskólanna og átt drjúgan þátt í nýju
skólalöggjöfinni sem er samþykkt 1974. Svo
gerist það í byrjun níunda áratugarins að það
upphefst mikil rimma sem hefur seinna verið
kölluð „sögukennsluskammdegið“.
Hvað var það í þessum nýju hugmyndum og
þessu umbótastarfi þínu og þinna fjölmörgu
samstarfsmanna sem fór svona fyrir brjóstið á
vissum aðilum, einkum stjórnmálamönnum?
„Það sem fór aðallega fyrir brjóstið á mönn-
um var að það átti að hætta að kenna atburða-
sögu og það átti ekki að gera öllum þáttum Ís-
landssögunnar jafn ítarleg skil og gert hafði
verið. Ég var sjálfur reyndar alltaf svolítið und-
irgefinn. Maður hafði kynnst pólitík í Þýska-
landi þar sem einstaklingurinn hafði ekkert að
segja. Maður reyndi að koma að nokkrum góð-
um hugmyndum, þannig að þessir ráðamenn og
kennarar gætu skilið það. Þetta réðst alltaf af
því að það var ráðgjöf undirgefinna meðlima
sem kannski var tekið á móti, eða ekki. Þetta
var það viðhorf sem maður tók með sér til Ís-
lands sem breytingasinni og ég varð reyndar
höggdofa yfir vinsemd kennaranna. Jú, sögðu
þeir, þetta er vel athugandi. Það átti t.d. við um
Gunnar Norland, sem var mjög gott að tala við.
Það var ósköp lítil mótstaða við þessar nýju
hugmyndir fyrstu árin, eða þar til menn fóru að
deila um sögukennsluna. Og þá fóru líka ýmsir
að taka eftir hugmyndum sem þeim þóttu fram-
andi, svo sem að kenna íslenskum börnum um
líf Ínúíta á Grænlandi og fleira í þeim dúr.“
Ég man að löngu seinna skrifaði ágætur
skólamaður að þessar hugmyndir sem þú og
þessi stóri samstarfshópur sem með þér vann
voruð að koma á framfæri, hafi í raun verið hug-
myndir sem nú þykja nánast sjálfsagðar í
kennslu. Var þetta ekki einmitt þannig?
„Jú, um miðan áttunda áratuginn fannst
mönnum þetta mikil og mjög umdeilanleg
breyting. En þetta var náttúrlega einskorðað
við það þroskastig sem slík umræða gat verið á
á Íslandi á þessum tíma. En sá möguleiki að
nemendur og kennarar gætu talað saman og
deilt með sér hugmyndum um breytingar, þetta
var nýjung.“
Reyndu að finna einkennin
1976 byrjar þú á mikilli langtímarannsókn á
þroskaferli íslenskra skólabarna, þ.e. uppruna
vitsmuna, siðgæðis og persónuþroska. Þá
varstu reyndar farinn að starfa fyrir Max-
Planck-stofnunina í Þýskalandi. Er þessari
rannsókn lokið, eða er hún enn í gangi?
„Nei, hún hætti fyrr heldur en hún hefði átt
að hætta. Ég man nú ekki svo nákvæmlega
lengur, af hverju við hættum, en það var skipu-
lagslega séð mjög örðugt að halda uppi svona
langtímarannsókn, sem hvíldi á herðum tveggja
eða þriggja manna í tiltölulega nýrri stofnun
hér úti. Þessi vinna mun hafa tekið um það bil 10
ár.“
1981 verður þú svo forstöðumaður hjá Max-
Planck-stofnuninni og tekur þar við stjórn þró-
unar- og félagssálfræðisviðs, þannig að þessi
rannsókn er unnin á vegum stofnunarinnar. Þú
sagðir einhvern tíma í viðtali að þegar farið var
að rannsaka þetta unga fólk á Íslandi hefði kom-
ið í ljós að það hefði verið mikið um krakka inn-
an um sem voru fullir af
kvíða og depurð.
„Það sem við vorum að
gera í þessari rannsókn
var að greina á milli dóma
um kynslóðina og mats á
erfiðum börnum innan
þessarar kynslóðar. Við
reyndum alltaf að finna
einkenni þeirra sem áttu í
vanda og líta á þau ein-
kenni sem runnin upp úr
samfélaginu, án þess að við litum á það sem mat
á kynslóðinni. Það voru ákveðnir aðrir hlutir
sem réðu mati á kynslóðinni. Það sem var sjálf-
sagt áhugaverðast í þessu var að við bárum líf
íslensku ungmennanna saman við líf jafnaldra
þeirra í öðrum löndum, svo sem í Bandaríkj-
unum, Japan og Þýskalandi.“
Svo að við víkjum að öðru, þá væri gaman að
heyra, hvað þér sem reyndum skólamanni og
uppeldisfræðingi finnst um þá áráttu yfirvalda á
Íslandi og reyndar víðar, að stytta framhalds-
skólanámið um eitt ár?
„Það er ekki skynsamlegt að setja alla undir
sama hatt í þessu efni. Þarfir einstaklinganna
eru misjafnar innan hverrar kynslóðar. Ég var
reyndar aldrei hrifinn af hraðbrautarkerfinu,
því mér fannst rangt að gera ákveðna nem-
endur að einhvers konar „elítu“. Ég haf alltaf
aðhyllst sterk „and-elítu-viðhorf“. Ég vildi að
nemendur fengju meira val og meira sjálfræði, í
samræmi við getu sína, og kennslan færi meira
eftir þörfum þeirra, en það væru ekki teknar
ákvarðanir sem gæfu í skyn að við hefðum yfir
að ráða réttu mati á öllum.“
Ákveðin vandamál uppi
Nú átt þú langan og farsælan feril að baki hjá
Max-Planck-stofnuninni. Þú varst um langt ára-
bil líka í forsvari fyrir annarri „stofnun“ sem
kallar sig „Deutsche Gesesllschaft für
Demokratiepädagogik“ eða „félag um lýðræð-
islegt uppeldi“.
„Já, ég bjó þessa stofnun til. Markmið hennar
var í upphafi annað en það sem seinna varð. Ég
stofnaði þetta félag sem eins konar framhald af
fimm ára vinnu fyrir ráðstefnur menningar- og
menntamálráðherra þýsku fylkjanna um sam-
ræmdar aðgerðir við skólastjórnun í Þýska-
landi. Hvert fylki heldur utan um sín skólamál.
Ráðherrarnir hittast hins vegar nokkrum sinn-
um á ári. Það höfðu verið ákveðin vandamál
uppi um síðustu aldamót sem mennta-
málaráðherrarunum fannst ganga nærri skól-
unum og skólahaldi, þannig að þeir settu af stað
sameiginlega tilraun fylkjanna um eflingu lýð-
ræðis í skólum. Ég var beðinn um að taka að
mér að samhæfa slíkar aðgerðir á milli þeirra
fylkja sem vildu taka þátt í þessari tilraun og
koma á samráðsfundum um aukið lýðræði í
þýskum skólum. Þetta áttu að vera námsefn-
istilraunir í samstarfi við skólastjórnendur og
kennara sem hefðu áhuga og væru sannfærðir
um að þetta þyrfti að gera. Verkefnið átti sem
sagt að fræða nemendur um lýðræðið og efla
skilning þeirra á mikilvægi þess og kenna nem-
endum lýðræðislega þátttöku í samfélaginu.
Þeir áttu sem sagt að verða læsir á lýðræðið og
temja sér umburðarlyndi og mótstöðu við of-
beldi af öllu tagi. Það átti bæði að gera nem-
endur virkari í skólastarfinu sem og að virkja þá
til lýðræðislegrar þátttöku á öllum sviðum sam-
félagsins. Þetta var töluvert bardagamál, fimm
ára átak og maður þurfti að berjast gegn nei-
kvæðum og afturhaldssinnuðum stjórn-
málamönnum. Þetta var reyndar eina stóra að-
gerðin í skólamálum sem ég hef fengið að stýra
annars staðar en á Íslandi. Ég bjó náttúrulega
yfir reynslunni frá Íslandi og það var einmitt
vegna hennar sem ég var beðinn um að stýra
þessu verkefni. Þetta verkefni stóð sem sagt í
fimm ár og hafði töluverð áhrif á þróun skóla-
starfs í nokkrum þýskum fylkjum. Svo kom upp
fjármálavandi eins og alltaf gerist í samskiptum
fylkjanna í Þýskalandi, þ.e.a.s. deilur um hver á
að borga hvað, þannig að þegar þessu verkefni,
sem nokkuð margir tóku þátt í, lauk árið 2007,
þá stofnaði ég „félag um lýðræðismenntun“ til
að halda lífi í þessari hugmynd, svo að hún logn-
aðist ekki út af. Ég stofnaði þennan félagsskap í
fylkinu sem hafði sýnt verkefninu mesta velvild,
í Berlín. Þetta átti að verða eins konar lýðræð-
isangi sem gæti dreifst um Þýskaland og það
gekk eftir. Við fengum
fjárstyrk í félagið frá
fjármálastofnun sem var
undir stjórn gamals nem-
enda míns úr Odenwald-
skólanum. Þegar styrk-
urinn frá mennta-
málaráðherrum
fylkjanna brást þá kom
hann sem sagt til mín og
sagðist vilja að þessu
starfi yrði haldið áfram.
Félagið hafði það hlutverk að móta og mynda
skoðanir á lýðræðinu og koma þeim á framfæri
á lýðræðislegan máta í þeim skólum sem við
fengum til að taka þátt í verkefninu. Þetta varð
samráðsfélag sem gekk mjög vel. Félagið hefur
aðsetur sitt í Berlín og hefur m.a. byggt upp
mikla bókaskrá, sent frá sér ritað efni og staðið
fyrir verkefnum í einum sex eða sjö fylkjum og
lifir enn góðu lífi.“
Áttu enga forsögu
Það má því segja að lífshugsjón þín hafi alla tíð
verið sú að efla og treysta lýðræði og jafnræði í
kennslu og skólum.
„Já, þó að það hafi auðvitað gengið misjafn-
lega. Þjóðverjar áttu enga forsögu á þessu sviði,
en á Íslandi hefur þetta lengi verið þekkt að ein-
hverju leyti og þar var hefðin fundin upp. Og
þegar ég kem fram með þessar hugmyndir hér í
Þýskalandi, höfðaði ég til þess að þetta hefði áð-
ur verið gert í einu landi í Evrópu, á Íslandi.
Þannig varð Ísland fyrirmynd fyrir Þýskaland,
sem fyrir árið 2000 var ekki beinlínis opið fyrir
því að gera neinar umbætur í skólamálum, eða
þangað til þetta verkefni fór af stað með styrk
af opinberu fé.“
Það er farið að halla degi þegar ég kveð lýð-
ræðisvininn og menntafrömuðinn Wolfgang
Edelstein á tröppunum fyrir utan hús hans í
Dahlem. Á þeirri stundu órar mig ekki fyrir því
að ég muni aldrei framar hitta þennan geð-
þekka og merka fræðimann, sem varði hluta
starfsævi sinnar í að leggja grunn að því grunn-
skólakerfi sem börnin okkar búa við. Og gerði
síðan reynsluna frá Íslandi að fyrirmynd lýð-
ræðislegra umbóta á skólastarfi víðs vegar um
heimaland sitt, Þýskaland.
Morgunblaðið/ÞÖK
’ Svo var ég náttúrulegasjálfur þiggjandi jákvæðraskólahátta í Landakoti og íOdenwald-skólanum sér-
staklega, og ég þóttist viss um
að því yrði vel tekið ef ég
reyndi að hafa einhver ráð
með skólabætur á Íslandi.