Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Qupperneq 17
Menn hafa verið svo miklar félagsverur að þeir hafa
komist hjá því að sitja uppi með sjálfan sig nema ör-
skamma stund hvers dags, svo sem á snyrtingunni. En
þar hjálpaði að í mörgu var að snúast sem hentaði ekki
fyrir fjölmenni. Nú er sagt að veiran vonda nái til
þeirra sem hún smitar ekki með því að koma í þá
ósýnilegum þræði þunglyndis úr órafjarlægð. Þeir,
sem næmastir eru fyrir, geta jafnvel farið verr út úr
þessum ve(i)ruleika en hinir sem smitast beint, en þá
er ekki verið að tala um öndunarvélar og þaðan af
meiri átök.
Við þetta afbrigði veirunnar hafa menn ríka þrá og
sterkan vilja til að lyfta sér upp. Og þegar flest
skemmtilegt er lokað og hálfbjálfalegt að fara um eins
og bankaræningi og með bláa hanska vikum saman, er
fátt eftir nema skjárinn. „Auðvitað opnar maður ekki
tölvupóst frá Kína“ er þreyttasti brandarinn á netinu
og hinir eru skammt undan. En þá bregður svo við að á
skjánum er ekkert nema endurtekið efni, svo eins
mætti sitja undir endurvarpi á útsendingum þríeyk-
isins og reyndar er hver þeirra funda nú orðinn með
þeim brag og ekki gott við að gera. Tölur um smit, töl-
ur um einangrun, tölur um sóttkví og fæstir muna hver
er munurinn á þessu tvennu, og rakin smit og ekki
rakin smit. Menn voru mældir hundruðum saman eða
þúsundum og reyndust sumir neikvæðir, sem auðvitað
var jákvætt. En því miður mældust sumir jákvæðir
sem var auðvitað neikvætt. En um 9% höfðu fengið
bullandi veiru og fengið smitið staðfest og veikin var
vond og eftirköstin mikil, en samt voru þessir menn nú
mældir neikvæðir sem var auðvitað fjarri því að vera
jákvætt og jafnvel allt að því að vera ósvífið. Allt þetta
tal er auðvitað ekki hjálplegt fyrir þá sem fengu þung-
lyndisveiruafbrigðið sem engin sóttkví eða einangrun
virkar gegn.
Endurtekið efni endurtekið
Það er einmitt þá sem þarf að fá létta dagskrá á skerm-
inn. En þar er ekkert nema endurtekið efni. Hercule
Poirot er auðvitað frábær, en þegar hver þáttur með
honum hefur verið endursýndur 10 sinnum þurfa menn
ekki að vera illa haldnir af þunglyndisveirunni til að
fara að trúa því að dagskrárstjórar sjónvarpanna séu
morðingjar sem starfa í hóp og minnir óþægilega á
hópsmit þríeykisins.
Hinn síþreytti Wallander, misheppnaður kvenna-
bósi, með kulnun í starfi og að minnsta kosti forstig
öldrunarsýki og að auki keyrandi fullur, þolir illa tíu
endursýningar eða meir. Það myndu jafnvel þeir, sem
eru betur fyrir kallaðir, ekki gera heldur. Og sama
gildir um fleiri slíka.
En það leiðir hugann að því að þeir eru til sem telja
fínt að líta niður á þá sem skrifa bækur, sem „lýðurinn“
kaupir af ákefð. Þetta minnir dálítið á stjórnmálamenn
og handbendi þeirra innan háskólagirðinganna, sem
tala um „popúlistana“. Það er svo sérkennilegt að
vinstrisinnaðir fræðimenn háskólanna, sem eru þar í
kippum, á meðan aðrar tegundir eru fágætar þar (hví
er ekki skrifuð doktorsritgerð um það?) tala mest um
popúlista og lýðskrumara. (Komist menn í ham þá
endar formúlan undra fljótt óþægilega nærri Adolf,
þótt gasofnum sé enn sleppt).
Allir íslenskir stjórnmálaflokkar sem eitthvað geta
reiða sig algjörlega á spunameistara í aðdraganda
kosninga og reyndar sumir árið um kring. En allir
þræta þeir fyrir að vera popúlistar, svo ekki sé minnst
á skætingsorðið lýðskrumarar. En almennt séð er
varla hægt að hugsa sér þrálátari lýðskrum (og þá
popúlisma) en þeirra sem telja sér og öðrum trú um að
ríkisvaldið geti leyst allra vanda og fé frá því getið
komið í staðinn fyrir það sem atvinnulífið skaffar.
Auðvitað er það svo að ríkisvaldið getur með láns-
trausti sínu og aðkomu seðlabanka „búið til fé“ sem
um skamma hríð kemur í veg fyrir að almenningur
finni fyrir tekjufalli þjóðarinnar. En tekjurnar hurfu.
Það er ekki plat. Nú er reynt að dreifa áfallinu yfir á
lengri tíma. Það þýðir, að afkoma þjóðarinnar verður
verri sem því nemur eftir að áhrif veiru og veirulokana
verða úr sögunni.
Vinstri menn trúa (sem er auðvitað dapurlegt) og
segja það (sem er í samræmi við meinlokuna) að þeir
myndu nota opinbert fé til að bæta öllum allt það sem
tapast við það að öllu sé meira eða minna lokað með til-
skipunum.
Á engum tíma á Íslandi hafa verið á ferðinni aðrir
eins popúlistar og lýðskrumarar og þessir og það í
orðsins fylltu merkingu.
Heimskan er vissulega skýringin.
En hún afsakar ekkert.
Ekkert.
Morgunblaðið/Eggert
16.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17