Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Page 19
16.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
samstarf síðustu 5 ár sem okkur þyk-
ir alveg einstaklega vænt um báðum
þá erum við líka að fá að njóta þess
að starfa aftur hvor í sínu lagi við
okkar fög. Þess má einnig geta að
Krista Design er hvergi nærri hætt
og held ég áfram að selja vörur frá
systu í búðinni þótt það sé í aðeins
minni mæli en áður,“ segir Katla.
Hefur kórónuveiran haft einhver
áhrif á fyrirtækj-
arekstur þinn?
„Já, við lokuðum
um tíma og sam-
hliða saumastofu
og verslunar-
rekstrinum held
ég úti veislusal og
leigi út sumar-
bústað. Þetta hafði
þónokkur áhrif á
allar útleigur og
auðvitað fundum við mun í versl-
uninni. Það var þó með mikilli hjálp
minna starfsmanna sem við náðum
að auka sölu á netverslun og skutl-
uðum mikið pöntunum heim til fólks
á höfuðborgarsvæðinu. Eins erfiður
og dramatískur sem þessi tími hefur
verið fyrir marga tel ég margt gott
hafa fylgt í kjölfarið. Mér finnst ég
finna fyrir meiri náungakærleik, fólk
einbeitir sér að því að eyða betri
gæðastundum með sínum nánustu og
sýnir almennt meiri skilning og hug-
ulsemi. Ég hef ekki heyrt eina mann-
eskju kvarta yfir því að komast ekki í
frí eða ferðir erlendis heldur fókusar
á það sem skiptir máli núna, nýtur
þess að skoða landið okkar, styrkja
staðbundnar verslanir og það er á
tímum sem þessum sem maður verð-
ur meir og stoltur af því að vera Ís-
lendingur. „Þetta reddast“ eins og
eru einkunnarorð okkar eru orð að
sönnu í mörgu sem tengist afleið-
ingum svona ástands, ég fann það
alla vega í mínum rekstri að bæði
starfsmenn og kúnnar stóðu svo
sannarlega saman
og fyrir það verð
ég ávallt þakklát
og auðmjúk!“
Hvernig leggst
veturinn í þig?
„Í einu orði:
guðdómlega! Það
eru svakalega
spennandi tímar
fram undan hjá
mér og mínum!
Núðlan er áætluð í heiminn 14. októ-
ber sem er mikið tilhlökkunarefni.
Það er allt á milljón í versluninni og
nýjar vörur fæðast þar nánast dag-
lega sem og við eigum von á tæplega
einu og hálfu tonni af efnum til lands-
ins svo það er nóg að gera þar og sal-
an eykst jafnt og þétt! Einnig erum
við Haukur, kærastinn minn, að taka
í gegn nýja heimilið okkar í hjarta
Hafnarfjarðar, en þar er að mörgu að
huga enda ófá handtökin fram und-
an. Ég hef fulla trú á að við snúum
vörn í sókn og komumst yfir þetta
ástand saman og ég horfi bjartsýn og
jákvæð til framtíðar, þýðir nokkuð
annað?
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Katla hefur gaman að
því að klæða sig fallega.
Hún er mikið í kjólum.
’ Ég er ansi stolt afþessu litla krafta-verki okkar sem ég áttihreint ekki von á, svo
það er voða gaman að
rölta um sposk með
bumbuna út í loftið. Æi
má maður aðeins?“
Von er á barninu í
október og segist Katla
vera mjög spennt.