Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Blaðsíða 29
gengur. Tilgangur þessarar greinar er að rifja nokkrar af þeim bitastæð- ustu upp og kanna hvort þið, les- endur góðir, munið enn þá eftir þeim. Og eftir atvikum fleyta þeim aftur inn í líf ykkar ef þið voruð búin að gleyma þeim. Hver skaut Joð Err? Alræmdasta aukapersónan í Dallas er án efa Kristin M. Shepard; sú sem skaut og særði Joð Err í lok þriðju seríu. Óhætt er að kalla það fræg- asta „cliffhanger“ sjónvarpssög- unnar. Hinn siðmenntaði heimur engdist um og leið vítiskvalir sumar- langt af forvitni, þar til svarið fékkst um haustið. Hér í efri byggðum vor- um við reyndar einhverjum miss- erum á eftir en það breytti litlu enda gúgglið ekki komið til sögunnar og fokdýrt að hringja vestur um haf til að spyrja frétta. Flosi Ólafsson gerði þó heiðarlega tilraun til að draga sannleikann upp úr Cliff Barnes, þegar kappinn kom hingað í boði SÁÁ, en allt kom fyrir ekki. Kristin þessi var yngri systir Sue Ellenar, eiginkonu Joð Err, og frilla hans um tíma. Hún var nemi í arki- tektúr þegar hún kom fyrst til skjal- anna en Joð Err gerði hana að ritara sínum og notaði hana óspart til að draga mögulega viðskiptamenn sína á tálar. Eftir það voru þeir að vonum eins og bráðið smjer í höndunum á hinum ósvífna olíujöfri. Næst komum við að kúrekanum knáa Dusty Farlow, ástmanni Sue Ellenar til langs tíma. Hann var skörp andhverfa Joð Err; ljúfmenni og drengur góður og Sue Ellen yfir- gaf bónda sinn um tíma fyrir hann. Skömmu síðar lenti Dusty í flug- slysi; var upphaflega talinn af en reyndist vera á lífi og lamaður. Eftir það fjaraði undan sambandi þeirra Sue Ellen fyrir þær sakir að Dusty þótti hún eiga betra skilið í þessu lífi en að annast um hann. Hann fékk að vísu fótmáttinn á ný en þá reis nýtt vandamál; Dusty var getulaus. Loks var fullreynt með samband þeirra Sue Ellenar og hún sneri aftur til Joð Err. Einhver gæti þó með rök- um haldið því fram að Dusty hafi verið stóra ástin í lífi hennar. Dusty var sem kunnugt er sonur Claytons Farlow, sem varð seinni eiginmaður Miss Ellie og flutti inn á Southfork, Joð Err til ofboðslega af- markaðrar gleði. Látum okkur nú sjá, hvað viljið þið meira? Eigum við að segja Afton Cooper? Já, endilega. Hún tengdist Ewingunum gegnum Lucy; var syst- ir eiginmanns hennar, Mitch Coo- per. Eins og svo margar kven- persónur í Dallas átti Afton til skamms tíma í ástarsambandi við Joð Err. Lengst af var hún þó heit- mey Cliff Barnes sem alla tíð átti vont með að skuldbinda sig. Upp úr sambandi þeirra flosnaði líka á end- anum eftir að Afton sló í gegn sem söngkona. Eftir sambandsslitin ól Afton Cliff dóttur sem hann vissi ekki um til að byrja með. Þegar hann fékk veður af barninu neitaði Afton á hinn bóginn að hann væri faðirinn. Nafnið kom þó illilega upp um hana en dóttirin var vatni ausin og látin heita Pamela Rebecca í höf- uðið á móður Cliffs og systur. Kenn- ir manni það, að ætli maður að fela barn fyrir föður þess þá er líklega affarasælast að skíra það ekki í höf- uðið á hans nánustu. Það vekur óhjá- kvæmilega grunsemdir. Talandi um faðernismál þá muna ugglaust hörðustu Dallas-aðdáendur að Digger Barnes var bara blóðfaðir Cliffs en ekki Pamelu. Eiginlegur faðir hennar var viðhald Rebeccu, Hutch McKinney, kaupamaður hjá Jock og Miss Ellie Ewing, sem Dig- ger drap með byssunni hans Jocks og gróf á landareign Southfork. Lík- ið fannst ekki fyrr en löngu síðar og var Jock þá tekinn höndum. Gömul samviska tók sig hins vegar upp hjá Diggernum á dánarbeðinum og hann gekkst við glæpnum. Og Jock var hólpinn. Brá meira í móðurkynið Það voru ekki bara friðlar og frillur á kantinum í Dallas. Flestir muna sjálfsagt að Joð Err og Bobby áttu bróður, Gary, sem flutti ungur að heiman enda þótti föður hans, Jock, honum bregða meira í móðurkynið og leit fyrir vikið á hann sem veikan hlekk. Gary batt sitt trúss snemma við Bakkus konung og átti erfiða ævi en eftir að faðir þeirra féll frá sá Joð Err samviskusamlega um að halda honum niðri. Hann skaut þó annað veifið upp kollinum í þáttunum og hlýtt var milli þeirra Bobbys enda sá síðarnefndi mannvinur af gamla skólanum. Frægastur er Gary þó líklega fyrir að vera faðir hinnar táp- miklu Lucyar sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Southfork. Eiginkona Garys, Valene, kom einnig annað veifið við sögu í þátt- unum. Til að byrja með voru þau skilin en náðu saman á ný. Þau skötuhjú enduðu loks í sinni eigin sápu, Knots Landing, sem vann aldrei hylli lýðsins hér um slóðir. Gary var skírður í höfuðið á móð- urbróður sínum, Garrison South- worth, einkabróður Miss Ellie, sem talið var að hefði farist í heimsstyrj- öldinni síðari. Garrison reyndist á hinn bóginn sprelllifandi sem hafði heilmiklar flækjur í för með sér, þar sem hann var eldri og gat fyrir vikið gert tilkall til Southfork. Miss Ellie, höfðinginn sem hún var, bauð bróð- ur sínum raunar búgarðinn en hann afþakkaði eftir að hafa verið móðg- aður heiftarlega af þið vitið hverjum. Garrison var á þessum tíma dauð- vona og féll frá skömmu síðar, eftir að hafa búið undir það síðasta hjá systur sinni á Southfork. Blessuð sé minning hans. 16.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 KVIKMYND Knattspyrnumað- urinn fyrrverandi Paul Gascoigne segir í samtali við breska blaðið Daily Mail að til standi að gera leikna kvikmynd um ævi hans og feril. Kveðst hann fús að aðstoða við verkið sem byggjast mun á endurminningum hans. „Ég hef ekkert að fela. Þetta hefur allt ver- ið í fjölmiðlum, bæði það góða og slæma,“ segir Gascoigne sem lifað hefur afar litríku lífi og lengi glímt við alkóhólisma. Ekki liggur fyrir hver mun leika kappann. Leikin mynd um líf Gascoignes Paul Gascoigne var snjall á velli. AFP BÓKSALA 5.-11. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þorpið Camilla Sten 2 Sumar í París Sarah Morgan 3 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl. 4 Sjáðu mig falla Mons Kallentoft 5 Handbók fyrir ofurhetjur 5 – horfin Elias/Agnes Vahlund 6 Tíbrá Ármann Jakobsson 7 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 8 Kennarinn sem hvarf sporlaust Bergrún Íris Sævarsdóttir 9 Gegnum vötn, gegnum eld Christian Unge 10 Hálft hjarta Sofia Lundberg 1 Fjallaverksmiðja Íslands Kristín Helga Gunnarsdóttir 2 Óðal óttans Einar Þorgrímsson 3 Brennan á Flugumýri Anna Dóra Antonsdóttir 4 Harry Potter og bölvun barnsins J.K. Rowling 5 Rotturnar Ragnheiður Eyjólfsdóttir 6 Hvísl hrafnanna 1 Malene Sølvsten 7 Þrettán Friðrik Erlingsson 8 Hin ódauðu Johan Egerkranz 9 Pax 1 – níðstöngin Åsa Larsson/Korsell/Jonsson 10 Sölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson Allar bækur Ungmennabækur „11. júní 1928. Ég elska sögur. Áður en ég hóf sjálf að skrifa þær, skipti ég gjarnan raunveru- leikanum út fyrir skáldskap.“ Svo hljóða síðustu línurnar sem ég las í gær áður en ég lagði bók mína á náttborðið og féll inn í arma Morfeusar. Setningin er úr Dagbók frönsku skáldkonunnar Mireille Havet (1898-1932). Ha- vet er ein þeirra merku kvenna í sögunni sem hlaut ekki verð- skuldaða athygli á meðan hún lifði og féll fljótt í gleymsku eftir stutta, en viðburðaríka og skap- andi, ævi. Áhugi á lífi hennar og list vaknaði á ný í kringum alda- mótin 2000 þegar gríðarstórt safn dagbókaskrifa Havet fannst. Ég veit ekki til þess að bæk- urnar hafi verið þýddar yfir á önn- ur tungumál, og þar sem franskan er mér enn ekki alkunn blaða ég löturhægt í bók- inni með hjálp Google Translate og Snöru. Lest- urinn er furðu ánægjulegur, mér líður eins og ég þurfi að vinna mér inn hverja einustu setningu, en það gerir þetta að eins konar leikspili sem ég spila við sjálfa mig fyrir svefn. Á náttborðinu er yfirleitt sjö til átta bókum staflað hverri of- an á aðra. Bókafjallið sam- anstendur oftast af óskálduðu efni; ritgerðum, sjálfsævisögum eða persónulegum skrifum. Nú er það Mireille Havet sem trón- ir á toppi bókafjallsins, undir henni liggur rúmenski hugsuður- inn E. M. Cioran með níhílískar ritgerðir sínar um tilvist manns- ins (The Trouble With Being Born, 1973), á eftir honum koma tveir doðr- antar sem verka sem eins konar burðarás fjallsins; annars vegar minnisbækur Simone Weil og hins vegar rit- gerðir Michel de Montaigne. Þeim ritum skipti ég sjaldnast út úr fjallinu enda toga þau í mig á nokkurs konar trúarlegan máta, verð alltaf að hafa þær í nálægð við höfuðgafl rúmsins. Við rætur bókafjallsins liggur síðan um þessar mundir ævisaga fjöllistakonunnar Evu Palmer Sikelianos (1874-1952), A Life In Ruins. Lífi sínu lifði hún sem vís- vitandi tímaskekkju. Hennar innri hugarheimur, drifkraftur og hjarta virðist hafa verið uppi einhvern tímann fyrir Krist, sömuleiðis ytri ásýndin sem ávallt var í samræmi við fag- urfræði, hugsun og hefðir Forn- Grikkja. Anakrónismi í lifanda lífi! Ég hugsa að persónuleg tímaskekkja hvers og eins hel- taki mig á sama máta og trúar- brögð og töfrar. ANNA GYÐA ER AÐ LESA Persónuleg tímaskekkja heltekur mig Anna Gyða Sigurgísladóttir er dag- skrárgerð- arkona á Rás 1.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.