Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Page 32
SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2020
„Við stóðum í flutningum og þar sem ég er fjórði
ættliður bókavarða og með ákveðna tilhneigingu
til að safna og flokka; hvort sem það eru bækur,
frímerki, blöð eða annað, þá stóð ég frammi fyrir
því að taka með býsna marga kassa og krafan um
að grisja var skýr,“ segir Pétur Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Samáls.
Hann kveðst hafa verið svo heppinn að hafa
haft umsjón með SunnudagsMogganum sáluga
allan lífaldur þess blaðs frá 2009 til 2012 og átti
eintak af hverju einasta tölublaði. „Eftir að hafa
velt vöngum yfir því hvað ég ætti að gera við þessi
blöð var niðurstaðan sú að veggfóðra gestabaðið á
nýja heimilinu, veggina, loftið og hurðina, og mér
til mikillar undrunar féllst Anna Sigga [eiginkona
Péturs] á þau áform. Það tók sig því upp gamall
ritstjóri og ég ritstýrði baðherberginu.“
Að sögn Péturs var það ekki lítil vinna; að pauf-
ast gegnum blöðin og velja efni sem tæki sig vel
út á baðinu en það hafðist á endanum. Aldrei er
þó að vita nema hann eigi eftir að skipta um efni
er fram líða stundir enda af nógu að taka. „Þarna
er margvíslegt efni eftir blaðamenn og ljósmynd-
ara Morgunblaðsins, meðal annars fastir þættir
sem halda gildi sínu enn þá. Nefni ég í því sam-
bandi þættina Sagan bak við myndina eftir RAX
og Stígið í vænginn eftir Kristínu Heiðu Krist-
insdóttur.“
Spurður hvort „sýningin“ standi almenningi op-
in skellir Pétur upp úr og svarar: „Hafi fólk áhuga
er því alveg frjálst að hringja bjöllunni.“
Moggfóðraði gestabaðið
Ekki mun skorta lesefni fyrir gesti á baðherbergi Péturs.
Gallerí SunnudagsMoggi
opnað á gestabaðinu heima
hjá Pétri Blöndal.
„Annars er ekki hægt að segja
annað, þegar maður lítur til
baka yfir ys og þys síldaráranna,
en að allt hafi gengið snurðu-
laust fyrir sig. Menn fengu sér að
vísu stundum í staupinu þegar
þeir voru í landi, en það voru af-
ar sjaldan nein vandræði.“
Þetta sagði Sigurjón Scheving,
eini lögreglumaðurinn á Reyðar-
firði, í þættinum „Blaðamenn
Morgunblaðsins á ferð um land-
ið“ á þessum degi 1970. Í sam-
talinu kom fram að fjör síldarár-
anna væri úti en þegar mest var
voru yfir 100 bátar í höfn í einu.
Sigurjón var beðinn um að
rifja upp sögur frá þessum líflega
tíma og kom þá þessi um hávaða
að næturlagi:
„Ég fór að aðgæta þetta og sá
að nokkuð frá húsinu voru um
10 menn sem áttu greinilega í
útistöðum hver við annan. Mér
var um og ó að fara að skipta
mér af þessu, en lét mig þó hafa
það. Reyndust þá mennirnir
vera skipsfélagar sem höfðu orð-
ið ósáttir. Bað ég þá að hafa
nokkru lægra, og ef þeir þyrftu
að gera einhver mál upp sín á
milli þá væri ágætt að þeir færðu
sig dálítið neðar í götuna, þar
sem fólk væri farið að sofa. Vék
einn þeirra félaga sér þá að mér
og var sá stór og mikill rumur.
Lýsti sá því yfir, að það mundi
auðvelt að berja mig. Ég sagði
honum að það væri sennilega
ekkert gaman að slá mig, því
sennilega lægi ég strax. Honum
fannst þetta nú ekki sem verst
röksemd og fórum við að ræða
málið í bróðerni. Endaði þetta
með því að við gengum allir nið-
ur á bryggjuna og þá sagði sá er
hafði áhuga á að berja mig, að
sennilega væri ég ágæt lögga og
ég skyldi bara kalla á sig, ef ég
þyrfti á aðstoð að halda í fram-
tíðinni. Til þess kom nú ekki, en
ég býst við því að þessi ágæti
maður hefði staðið við orð sín.“
GAMLA FRÉTTIN
Sennilega ekkert gaman að slá mig
Sigurjón Scheving lögreglumaður.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Einar Þorsteinsson
fréttamaður
Tómas Guðni Eggertsson
organisti
David Beckham
knattspyrnumaður