Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 1
Sultað ogsaftað
6. SEPTEMBER 2020SUNNUDAGUR
Vegir
stjarnanna
Á eyðislóðÁrni Sæberg ljósmyndari var áslóðum drauga á Vestfjörðum í sumar. 12
Haustlægðirnarnálgast og SiggaKling dregurfram spáspilin. 8
Í Hússtjórnar-skólanum erunemendur íóðaönn aðsulta og saftaeftir velheppnaðanberjamó. 20
L A U G A R D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 209. tölublað 108. árgangur
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
Nýr 100% rafmagnaður Volkswagen ID.3
Komdu og skoðaðu
www.volkswagen.is/id3#NúGeturÞú
EINS OG
DÝR Í LEIT
AÐ BRÁÐ HINSTA FERÐ BALDURS
STÓRLEIKARI Í ÞORSKASTRÍÐINU 20ḾARGRÉT SÝNIR 42
Framkvæmdir hefjast á næstunni
við 600 fermetra stækkun Hótels
Grímsborga í Grímsnesi þar sem
verða alls 10 hótelsvítur. Í dag er
rúm fyrir 240 gesti á hótelinu, sem
er fimm stjörnu staður og þægindin
í fyrirrúmi, rétt eins og gestir kalla
eftir. „Við erum vel sett alveg út ár-
ið,“ segir Ólafur Laufdal veitinga-
maður í Grímsborgum. Þétt er bók-
að á hótelinu alveg út líðandi ár og
margt spennandi á döfinni. Bakslag
í ferðaþjónustunni er því ekki algilt
og þar minnir Ólafur á að Gríms-
borgir hafi skýra sérstöðu. Þangað
sæki til dæmis gjarnan fólk á
miðjum aldri og þaðan af eldra,
Íslendingar sem vilji skapa góðar
minningar. »18
Morgunblaðið/Eggert
Grímsborgir Vel sett, segir Ólafur Laufdal,
hér með Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra.
Fjölgar hótelsvítum
í Grímsborgum
Neytenda-
samtökin telja
skilmála og
framkvæmd
lána viðskipta-
bankanna
þriggja með
breytilegum
vöxtum ekki
standast lög.
Breki Karls-
son, formaður
Neytendasamtakanna, segir að
heildarverðmæti húsnæðislána
bankanna þriggja sé um eitt þús-
und milljarðar króna.
„Ef við gefum okkur að hlutfall
lána með breytilegum vöxtum sé
helmingurinn, eða um 500 millj-
arðar króna. Og ef við gefum
okkur jafnframt að misræmið,
eða það sem bankarnir hafa of-
tekið í sinni gjaldtöku, sé hálft
prósent, þá standa þarna 2,5
milljarðar króna út af borðinu.
Við viljum að bankarnir skili
þeim fjármunum til sinna við-
skiptavina.“ »22
Vilja að milljarðar
verði endurgreiddir
Bankar Hópmálsókn
er sögð möguleg.
Sóttvarnaaðgerða vegna faraldursins gætir á Al-
þingi eins og víða annars staðar og þurfa þing-
menn að fylgja ýmsum merkingum til að komast
leiðar sinnar inn og út úr þingsalnum við Austur-
völl. Alþingi samþykkti í gærkvöldi þrjú frum-
vörp sem öll sneru að því að ríkið muni ábyrgjast
lánalínur til Icelandair. Þingfundi lauk á níunda
tímanum í gærkvöldi og þar með þingstubbnum
svokallaða, en áður hafði þingið meðal annars
samþykkt að framlengja hlutabótaleiðina til árs-
loka. Líflegar umræður urðu á þingi um hvort
veita ætti Icelandair ríkisábyrgðina. »2 og 24
Morgunblaðið/Eggert
Samþykktu að ábyrgjast lánalínur Icelandair
„Einkenni á ME er meðal annars
ofsaþreyta og minnkandi orkustig,
þannig að fólk getur ekki unnið.
Miðað við það sem við vitum og vit-
um ekki um ME, þá veltum við því
fyrir okkur hvort Covid sé einn af
þeim þáttum sem setja ME-
sjúkdóminn í gang,“ segir Már
Kristjánsson, yfirlæknir smit-
sjúkdómalækninga, í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins um helgina.
„Það veit í raun enginn nóg um
þennan sjúkdóm,“ segir Már og seg-
ir lækna erlendis vera að skoða
hvort tengsl geti verið þar á milli.
Már segir ekki að undra að fólk ótt-
ist það í kjölfar veirusýkingar að að
fá ME-sjúkdóminn, sem stundum
hefur verið kallaður síþreyta á ís-
lensku, þó síþreyta sé í raun aðeins
eitt einkenna sjúkdómsins. Engin
lækning hefur fundist við sjúkdómn-
um þótt margt sé gert til að lina
þjáningar og minnka einkenni.
„En það er einnig til fyrirbæri
sem nefnist Post Viral Fatigue og
má ekki rugla saman við ME. Þá er
oft miðað við að einkennin vari allt
að sex mánuðum eftir veirusýk-
inguna. En ef einkennin fara um-
fram þann tíma, þá uppfylla þau skil-
yrði á skilgreiningu ME,“ segir Már
og nefnir að þegar lengri tími er lið-
inn verði hægt að skilja betur afleið-
ingar kórónuveirunnar og hvort hún
valdi ME-sjúkdóminum.
Annað sem veldur læknum nokkr-
um heilabrotum er heilaþoka sem
fólk telur upp sem eitt af einkennum
Covid; jafnvel hálfu ári síðar.
„Við erum öll að hrörna alveg frá
tvítugu,“ segir Már og bætir við að
kórónuveirusýking geti í raun hrað-
að þessari heilahnignun, sem sé þá
hugsanlega óafturkræf.
Ofsaþreyta og orkuleysi
Eftirköst veirunnar vara lengi hjá sumum Læknar skoða tengsl Covid og ME
Morgunblaðið/Ásdís
Faraldur Már Kristjánsson er yfir-
læknir smitsjúkdómalækninga.