Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell loft- hreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 59.100 Verð kr. 37.560 Verð kr. 16.890 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sex ný innanlandssmit kórónuveir- unnar greindust á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfða- greiningar á fimmtudag. Ekkert smit greindist við landamærin. Þrír þeirra sem greindust innan- lands voru í sóttkví. Alls eru nú 96 í einangrun og 579 í sóttkví. Fram kemur á covid.is að alls voru tekin 549 einkennasýni, 906 sýni við landa- mærin og 8 sýni úr annarri skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra hefur staðfest tillögur sóttvarnalæknis um rýmri sam- komutakmarkanir og var reglugerð þess efnis birt í gær en nýjar reglur um breytingarnar taka gildi næst- komandi mánudag 7. september. Nálægðarreglu verður breytt úr tveimur metrum í einn metra og há- marksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýju reglurnar um takmarkanir á samkomum taka gildi. Aðrar breytingar fela það í sér að hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum fer úr helmingi af leyfilegum hámarks- fjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í 75%. Íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi getur farið fram þrátt fyrir eins metra reglu, þ.e. snertingar eru þar heimilar. Þá kemur fram að um áhorfendur fer eftir almennum reglum um einn metra og 200 manns í rými. Afgreiðslutími vínveitingastaða verður áfram til kl. 23. Sex ný smit innanlands og greindust þrjú í sóttkví Morgunblaðið/Eggert Skimun 579 manns eru nú í sóttkví.  Rýmri reglur í gildi á mánudag Baldur Arnarson baldura@mbl.is Runólfur Oddsson, ræðismaður Ís- lands í Slóvakíu og umboðsmaður Jessenius-læknaskólans, segir 60 Ís- lendinga munu hefja nám við skól- ann í haust. Það er metfjöldi. Fyrra metið var sett í fyrra en þá hófu 53 Íslend- ingar nám. Skólinn er deild innan Comenius-- háskóla, helsta háskóla Slóvakíu. Með því verða um 200 Íslend- ingar í námi við Jessenius- læknaskólann sem er í borginni Martin. Fjórði hver nemandi við skólann er frá Íslandi en þar eru alls um 800 erlendir nemendur. Um 120 íslenskir þreyttu inntökupróf á net- inu 13. júní og 15. ágúst og mun fleiri spurðust fyrir um námið, að sögn Runólfs. Fleiri en frá Noregi „Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með fleiri læknanema en Norðmenn, en íslensku nemend- urnir stóðu sig betur á netprófinu,“ segir Runólfur. Nú muni 46 nýnem- ar frá Noregi hefja nám við Jesse- nius-læknaskólann en 60 frá Íslandi. Eftir sem áður verða tvöfalt fleiri Norðmenn í námi við skólann en Ís- lendingar, eða alls um 400. Runólfur segir áhyggjuefni hvað kynjahlutföllin séu orðin ójöfn. Nærri 70% íslenskra nýnema við skólann séu konur. „Strákarnir sitja eftir í íslenska skólakerfinu. Það veit ekki á gott,“ segir Runólfur. Gaman að sjá drauma rætast Það var árið 2012 sem Runólfur gerðist umboðsmaður Jessenius- læknaskólans á Íslandi. Störf hans hafa vakið athygli ytra og hefur hann meðal annars verið gerður að heiðursborgara í háskólaborginni Martin. Síðan hafa 60 Íslendingar útskrifast sem læknar frá skólanum. Runólfur segir umboðsstarfið út- heimta fjölda vinnustunda. Það sé þó vel þess virði. „Ég hef gaman af því að sjá fólki vegna vel og sjá drauma þess rætast,“ segir Runólfur. Ásamt því að vera umboðsmaður Jessenius-læknaskólans er Runólfur umboðsmaður fyrir tvo aðra skóla: dýralæknaskólann í Košice í Slóvak- íu og Palacký-háskóla í Olomouc í Tékklandi, vegna náms í tannlækn- ingum og læknisfræði. Kostar frá 8.000 evrum Námsárið í Jessenius-læknaskól- anum kostar 10.900 evrur. Dýra- læknanámið í Košice kostar 8.000 evrur á ári og læknanámið í Palacký- háskóla 10.900 evrur og tannlækna- námið þar 11.800 evrur á ári. Átta íslenskir nemendur hefja nám við dýralæknaskólann í í Košice í haust og verða þá 24 Íslendingar í skólanum. Ekki hafa verið birtar niðurstöður inntökuprófs við Pal- acký-háskóla hinn 28. ágúst sl. Runólfur segir greinilegt að nám- ið ytra hafi spurst út á Íslandi. „Það er gaman að segja frá því að Sigrún Ása Jónasdóttir hefur nám í læknisfræði í Martin í haust og syst- ir hennar Sandra Rós hefur nám við dýralæknaskólann í Košice, sem er líka í Slóvakíu,“ segir Runólfur. Metaðsókn í læknanámið  60 Íslendingar til Martin í haust Ljósmynd/Runólfur Oddsson Rannsóknir Íslenskar stúlkur við Jessenius-læknaskólann. Runólfur Oddsson Pétur Magnússon petur@mbl.is Alþingi samþykkti í gærkvöldi þrjú frumvörp sem öll sneru að því að rík- ið muni ábyrgjast lánalínur til Ice- landair. Samþykkt voru fjáraukalög, þar sem ríkinu er gefin heimild til að veita ábyrgðina, auk laga um ríkis- ábyrgðina sjálfa og laga um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða, til að ganga úr skugga um að þeir geti tekið þátt í hlutabréfaútboði félagsins. Fjár- aukalögin voru samþykkt með 41 at- kvæði gegn sex. Lög um ríkisábyrgð og lögin sem lúta að lífeyris- sjóðunum voru hvor tveggja sam- þykkt með 39 atkvæðum gegn átta. Með samþykkt frumvarpanna rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi lauk þingfundinum og um leið hinum svo- kallaða þingstubbi. Líflegar umræð- ur höfðu þá verið á þingi. Lágmarki áhættu ríkissjóðs Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði að mikilvægt væri að velja þá leið sem lágmarkaði áhættu ríkissjóðs og hámarkaði samfélags- legan ávinning. „Ég tel að þetta mál þjóni þessum markmiðum,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði að ekki væri sjálfsagt að þingið gæti afgreitt mál á borð við þetta, á eins stuttum tíma og raun bæri vitni. Væri það merki um styrk Alþingis að þetta hefði náðst, þrátt fyrir að andstæð sjónarmið hefðu ríkt á þinginu. Benti hann á að það væri ekki rík- isins að fella dóma um rekstraráætl- anir fyrirtækisins. „Markaðurinn sjálfur verður að fella þann dóm í hlutafjárútboðinu sem nú stendur fyrir dyrum,“ sagði Bjarni. Tapið ríkisvætt Píratar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Á þingfundi sagði Þór- hildur Sunna Ævarsdóttir, þingmað- ur þeirra, að ríkisábyrgðin væri „klassískt dæmi í að einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið“. Frum- varpið væri fjárhættuspil með fé al- mennings og ynni á móti heilbrigðri samkeppni á flugmarkaði. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fimm þing- menn voru fjarverandi. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Logi Ein- arsson, formaður Samfylkingarinn- ar, greiddu bæði atkvæði með fjár- aukalögunum en gegn hinum tveimur frumvörpunum. Sigríður sagði að hluta þess ástands sem nú ríkti mætti rekja til aðgerða stjórnvalda sjálfra, sem hafi verið langt umfram tilefni. Lokun landamæra síðustu vikur hafi kippt fótum undan Icelandair, og í stað ríkisábyrgðar ætti að aflétta lokun- um á landamærum og renna stoðum undir rekstur flugfélaga. „Það er ekki hlutverk ríkisins að velja hvaða flugfélög lifa hér eða hvaða flugfélög komast á legg,“ sagði Sigríður. Vanbúin og vanhugsuð Logi sagði sinn þingflokk hafa vilj- að skoða fleiri leiðir, en fyrst þessi var valin hafi hann viljað sjá fleiri skilyrði. „Ríkari veð, ákvæði gegn bónusum og ofurlaunum, farið sé að íslenskum vinnurétti, og mörkuð verði loftslagsstefna fyrirtækisins,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði ríkis- ábyrgðina vanbúna og vanhugsaða. Ríkisstjórnin hefði undirbúið þetta mál án samráðs við stjórnarandstöð- una eða aðra í samfélaginu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði fráleitt að ríkis- ábyrgðin væri til Icelandair Group, en ekki flugfélagsins Icelandair. Morgunblaðið/Eggert Þing Líflegar umræður voru á síðasta degi þingstubbsins svokallaða. Þingfundi lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Tókust á um ábyrgð  Þingmaður Sjálfstæðisflokks kaus gegn ríkisábyrgðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.