Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Hægindastóll
model 7910
Leður – Verð frá 439.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Umsvif hins opinbera og inngriperu orðin afar mikil og hafa
víðtækar aukaverkanir sem oft
gleymast. Þegar hvatt er til hækk-
unar styrkja vegna húsaleigu eða
húsnæðis-
kaupa
gleymist til
að mynda
iðulega að
slíkir styrkir
hækka leigu-
verð og hús-
næðisverð. Hærri húsaleigubætur
renna þannig, í það minnsta að
hluta til, í vasa leigusalans. Hús-
næðisstyrkir af ýmsu tagi hafa
sambærileg áhrif. Þegar fjármagn
til húsnæðiskaupa er aukið, eða
það gert ódýrara með lækkun
vaxta, þá hefur það, að öðru
óbreyttu, þau áhrif að húsnæð-
isverð hækkar.
Í fyrrakvöld samþykkti Alþingifrumvarp til laga um hlutdeild-
arlán sem ætlað er að aðstoða
tekjulága við að eignast eigið hús-
næði. Þetta er eðlilegt markmið
enda æskilegt að sem flestir eigi
húsnæði, njóti með því þess öryggis
sem fylgir því að búa í eigin fast-
eign, og verði eignamenn, þó að
þeir skuldi yfirleitt talsvert í eign-
inni fyrst í stað.
Um leið og eignamyndunin erjákvæð er nauðsynlegt að
skilningur ríki á því að þessi inn-
grip hafa, að öðru óbreyttu, áhrif á
eignaverð. Þetta er sérstaklega
umhugsunarvert þegar borgaryf-
irvöld hafa haldið eignaverði uppi
með þéttingarstefnu sinni.
Eins og fram hefur komið á aðreyna að koma í veg fyrir
þessi hækkunaráhrif með því að
auka framboð. Það breytir því þó
ekki að hlutdeildarlánin hafa, líkt
og aðrar slíkar aðgerðir og að
öðru óbreyttu, þau áhrif að hækka
húsnæðisverð.
Opinber afskipti
hafa alltaf áhrif
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýtt hjólastæði Reykjavíkurborgar, sem finna
má við stoppistöð strætó við Miklubraut, virðist
heldur betur hafa slegið í gegn hjá viðskipta-
vinum Kringlunnar því það er oftar en ekki
yfirfullt af verslunarkerrum og -körfum. Minna
fer þó fyrir reiðhjólum í hjólastæðinu.
Búið er að setja upp samskonar hjólastæði
við minnst fimmtán strætóstoppistöðvar í
Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá borg-
inni eiga stæðin að tengja saman strætó og
hjólreiðar og mun greining hafa verið unnin til
að finna hvar helst væri þörf á svona stæðum.
khj@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kerrur og körfur
fylla hjólastæðin
Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa
fært sig í nýtt og glæsilegt húsnæði í
Dynskálum 49 á Hellu. Húsið er 400
fermetrar að stærð og leysir af
hólmi 120 fermetra húsnæði sem
Brunavarnir hafa haft til afnota frá
árinu 1969.
„Þetta er bylting í aðstöðu fyrir
slökkviliðið. Starfsemin var fyrir
löngu búin að sprengja utan af sér
gamla húsnæðið. Það var auk þess í
íbúðargötu sem er alls ekki gott þeg-
ar farið er í útköll,“ segir Hjalti
Tómasson sem sæti á í stjórn Bruna-
varna Rangárvallasýslu. Brunavarn-
ir eru í eigu þriggja sveitarfélaga og
eru með aðra slökkvistöð á Hvols-
velli.
Nýja aðstaðan uppfyllir allar kröf-
ur sem nú eru gerðar til slökkvi-
stöðvar. Þar er meðal annars góð
búningsaðstaða, salur til námskeiða-
halds og stórt útisvæði sem notað
verður við umfangsminni æfingar.
Nýja slökkvistöðin er í útjaðri
Hellu. Hjalti segir að hún auki mjög
öryggi íbúa og gesta Rangárvalla-
sýslu. Þá telur hann að hún verði
lyftistöng fyrir slökkviliðið.
Húsið hefur verið tekið í notkun
en formleg opnun verður látin bíða
betri tíma. helgi@mbl.is
Framfarir Nýja slökkvistöðin er í húsi sem keypt var á Hellu og innréttað
fyrir slökkvilið. Aðstaða slökkviliðsins stórbatnar við flutning þangað.
Ný slökkvistöð í
notkun á Hellu