Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS HJÓLALÁSAR FRÁ TRELOCK Sjáðu úrvalið og veldu lásinn sem hentar þér á www.lykillausnir.is Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS í Tallinn keypti skipið 2004 og gerði út til rækjuveiða á Flæmska hatt- inum, Barentshafi og við Austur- Grænland fram til 2013. Frá þeim tíma hefur skipið legið í Hafn- arfjarðarhöfn, en Reyktal er m.a. með starfsemi í Eistlandi og á Ís- landi. Nú er síðasta siglingin fram und- an, en nýlega var skipið notað til upptöku á atriði í nýjum sjónvarps- þáttum af Ófærð, sem eru í vinnslu. Reyndar hefur nokkur umferð kvik- myndagerðarfólks verið um Hafnar- fjörð undanfarið því atriði í aðra sjónvarpsþætti voru tekin upp í bát í höfninni í vikunni. Grettir sterki og Togarinn Grettir sterki dregur Eldborg yfir hafið til Belgíu, en það er öflugur dráttarbátur í eigu Icetug, systur- fyrirtækis Skipaþjónustu Íslands. Fyrir nokkru var fiskiskipið Páll Jónsson úr Grindavík dregið sömu leið til niðurrifs í Belgíu, en skipa- þjónustan eignaðist það fyrir ári og nýtti m.a. ýmsan búnað úr skipinu. Það var dráttarskipið Togarinn sem dró Pál til Belgíu, en Togarinn kem- ur heldur ekki heim því skipið hefur verið selt og afhent nýjum eigendum í Amsterdam. Ægir Örn Valgeirsson, stjórnar- formaður Icetug og framkvæmda- stjóri Skipaþjónustu Íslands, segir, spurður um ástæður sölu Togarans, að öll fyrirtæki í rekstri finni fyrir kórónufaraldrinum. „Dregið hefur úr umferð stærri skipa síðustu mán- uði og svo erum við í samkeppni við borgina. Þeir keyptu nýlega drátt- arbát fyrir um milljarð og við erum að laga okkur að því. Það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við op- inberan rekstur,“ segir Ægir. Beittur Baldur fer í brotajárn  Skuttogari sem kom til Dalvíkur 1974  Varðskip í þorskastríðinu þegar landhelgin var færð í 200 mílur  Lengi rækjutogari á Ísafirði  Í eigu Reyktal frá 2003, en hefur legið í Hafnarfirði síðustu ár Þorskastríð Þannig sá teiknarinn Halldór Pétursson fyrir sér afleiðingar af ásiglingu Diomede á Baldur 1976. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Reyndist vel Varðskipið Baldur á siglingu í þriðja þorskastríðinu. Skipið tók þátt í harðvítugum átökum og var stærri skipum skeinuhætt. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Einn af stórleikurunum í 200 mílna þorskastríðinu 1975-76, varðskipið Baldur, fer í sína síðustu ferð á næst- unni. Þá verður skipið dregið til Belg- íu þar sem það fer í niðurrif. Á sínum tæplega 50 árum hefur það borið nöfnin Baldur, Hafþór, Skutull og Eldborg og auk gæslustarfa má nefna rækjuveiðar og hafrannsóknir. Sem varðskip tók það þátt í harðvít- ugum átökum og þurftu þrjár freigát- ur breska sjóhersins að halda lask- aðar heim á leið eftir að hafa lent í Baldri, sem var þó miklu minna skip. Kantaður skutur togarans og gálg- arnir reyndust mun stærri skipum skeinuhætt verkfæri og gátu rist göt á síður þeirra. Skuttogarinn Baldur var smíðaður í Póllandi fyrir Aðalstein Loftsson, útgerðarmann á Dalvík, og kom til heimahafnar í júní 1974, um 60 metra langt og 11 metrar á breidd. Skipið var þó ekki lengi gert út til fiskveiða frá Dalvík því rúmu ári síðar var það orðið varðskip og gegndi veigamiklu hlutverki í þriðja þorskastríðinu 1975-76 þegar landhelgin var færð út í 200 mílur. Baldur fer í stríð Í grein Jóhanns Antonssonar í Norðurslóð fyrir fjórum árum kemur fram að aðstæður hafi breyst hjá út- gerðinni á Dalvík og úr hafi orðið að selja togarann. Ríkissjóður var kaup- andi og mun tilgangur ríkisins með kaupunum að nota skipið til hafrann- sókna. Fyrst fékk Landhelgisgæslan það þó til afnota og var Baldur því orðinn varðskip og kominn í stríð, eins og Jóhann skrifar. Á árunum 1980-1983 var Baldur gerður út af Hafrannsóknastofnun. Skipið fékk þá nafnið Hafþór og kom í stað eldra skips með sama nafni. Samvinnufyrirtæki nokkurra rækjuverksmiðja á Ísafirði leigði þá skipið til veiða á rækju og 1984 var skipinu beytt í frystiskip. Haustið 1990 keypti Togaraútgerð Ísafjarðar hf. Hafþór og fékk hann þá nafnið Skutull ÍS 180. Þegar Básafell hf. varð til síðla árs 1996 var Togara- útgerð Ísafjarðar meðal þeirra sjáv- arútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum sem sameinuðust undir nafni Básafells. Vorið 1999 kom Skutull úr breytingum í Póllandi sem fólust m.a í lengingu um ellefu metra auk breytinga á skut. Um tíma var skipið í eigu Útgerð- arfélags Reykjavíkur og hafði þá fengið nafnið Eldborg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Hafnarfirði Skipið hefur víða kom- ið við, en er nú á leið í brotajárn. „Það sem gerði Baldur að öflugu skipi í þorskastríðinu 1975-76 var hversu lipur hann var. Hann gekk tæplega 18 mílur, var listagott sjó- skip, og það var hægt að snúa hon- um mun hraðar heldur en hinum varðskipunum,“ segir Pálmi Hlöð- versson, sem var um tíma stýri- maður á Baldri með Höskuldi Skarphéðinssyni skipherra, og síð- ar sjálfur skipherra. Pálmi leit um borð í skipið nýlega með félaga sín- um Júlíusi Helgasyni, sem starfaði m.a. sem bátsmaður og háseti á Baldri, en ekki var margt að sjá, sem minnti þá á gamla tíma. „Við lentum í ýmsu á Baldri og stundum stóð þetta tæpt þegar verið var að atast í herskipunum og þeir í okkur,“ segir Pálmi. Það er varla ofsögum sagt að stundum hafi staðið tæpt í orrustum varð- skipanna við breskar freigátur. Í frásögn Morgunblaðsins 30. mars 1976 er sagt frá harðvítugri glímu Baldurs 27. mars við freigátuna Diomede og fleiri bresk skip undir fyrirsögninni „Baldur hefur sent 2 freigátur í slipp“. Áður hafði Baldur gert Yarmouth óvígfæra, eins og það var orðað, og síðar átti Merma- id eftir að bætast við. Í Morgunblaðinu segir meðal annars: „Freigátan Diomede lask- aðist mikið er hún sigldi á varð- skipið Baldur á Vopnafirði eftir há- degi á laugardag. Freigátan gerði 27 ásiglingartilraunir á varðskipið og heppnuðust þrjár þeirra. Í síð- ustu ásiglingunni laskaðist freigát- an það mikið, að hún varð að halda heim á leið. Eftir áreksturinn kom freigátan Galatea á vettvang og beindi hún byssum og eldflaugum að Baldri og hótaði skipherra frei- gátunnar, að nota vopnin ef Bald- ursmenn „hættu ekki áreitni við freigáturnar“. Þegar atburðurinn átti sér stað var Baldur á leið að brezkum tog- urum á Vopnafjarðargrunni, um 52 sjómílur austur af Langanesi. Eftir áreksturinn hélt Baldur til Seyðis- fjarðar, þar sem gert var við skemmdir skipsins.“ Ein ósvífnasta árásin Lúðvík Jósepsson, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi, 30. mars, í kjölfar þessa atburðar: „Til- efnið er fyrst og fremst atburðirnir sem gerðust á miðunum fyrir aust- an land sl. föstudag þegar tvær breskar freigátur og einn drátt- arbátur gerðu þar sérstaklega ósvífna árás á íslenskt varðskip, varðskipið Baldur, sem telja má hiklaust að hafi verið ein ósvífnasta árás sem gerð hefur verið á ís- lenskt löggæsluskip í þeirri deilu sem nú stendur yfir við Breta út af fiskveiðimálum,“ sagði Lúðvík meðal annars. Gerðu 27 tilraunir til ásiglingar BALDUR GERÐI ÞRJÁR BRESKAR FREIGÁTUR ÓVÍGFÆRAR Morgunblaðið/Árni Sæberg Upprifjun Pálmi Hlöðversson og Júlíus Helgason voru skipsfélagar á Baldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.