Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Mikill eldur kom upp í olíuflutn-
ingaskipi undan ströndum Srí
Lanka í fyrradag. Slökkviliðsmenn
börðust enn við eldinn í gær, föstu-
dag. Ekki var þó talin mjög mikil
hætta á að olía færi að leka úr tönk-
um skipsins, en hátt í 300 þúsund
tonn af hráolíu, eða um tvær millj-
ónir olíutunna, eru um borð auk
nærri tvö þúsund tonna af dísilolíu.
Fréttaveita Reuters greinir frá því
að eins sé saknað úr áhöfninni og
einn til viðbótar hafi slasast. Hann
mun þó ekki vera með lífshættulega
áverka.
Af myndbandsupptökum að
dæma var mikill eldur laus á dekki
skipsins í skut og við brú. Tals-
maður sjóhers Sri Lanka sagði í
gær ekkert benda til þess að
skemmdir hefðu orðið á geymslu-
tönkum skipsins og því væru ekki
miklar líkur á að olía færi í sjóinn.
Þykkan og svartan reyk lagði frá ol-
íuflutningaskipinu og teygði hann
sig hátt til lofts.
Skipið sem um ræðir nefnist New
Diamond og var á leið frá Kúveit til
Indlands þegar sprenging varð í
vélarrúmi skipsins. Í kjölfarið
braust út eldur og virtist hann í gær
hafa náð að teygja sig inn í brúna.
Alls voru 23 skipverjar um borð, 18
með ríkisfang á Filippseyjum og
fimm á Grikklandi, og er einn þeirra
talinn af. Sá var inni í vélarrúminu
þegar sprengingin varð.
Að slökkvi- og björgunarstarfi
hafa komið þrír dráttarbátar, fimm
herskip frá Srí Lanka, tvö skip frá
rússneska sjóhernum og þrjú frá
sjóher Indlands. Að auki hafa þyrl-
ur og flugvélar tekið þátt í verkefn-
inu.
Sprenging
í olíuskipi
Einn er talinn af og annar særður
eftir eld um borð í New Diamond
AFP
Hættuástand Mikill eldur kom upp í olíuflutningaskipi á Indlandshafi eftir sprengingu í vélarrúmi.
Mannlíf í Beirút, höfuðborg Líb-
anons, er smám saman að taka á
sig eðlilega mynd eftir spreng-
inguna miklu fyrir rúmum mán-
uði.
Eldur komst þá í stóran lager
ammóníumnítrats sem hafði verið
geymdur í mörg ár í vöruhúsi við
höfn borgarinnar. Sú atburðarás
leiddi að lokum til sprenging-
arinnar, með þeim afleiðingum að
að minnsta kosti 191 lét lífið og
gífurlegar skemmdir urðu á hús-
um og mannvirkjum. Á sjöunda
þúsund manns slösuðust.
Margir mánuðir og ár
Daglega starfar fólk við hreins-
anir og uppbyggingu í þeim borg-
arhlutum þar sem áhrif spreng-
ingarinnar urðu mest.
Ljóst er að verkefnið mun taka
marga mánuði og ár. Unnið er að
saksókn gegn þeim sem taldir eru
bera ábyrgð á vanrækslunni sem
leiddi til sprengingarinnar. AFP
Mannlíf í
Beirút að
komast í
eðlilegt horf
Rúmur mánuður frá sprengingunni miklu fyrir botni Miðjarðarhafs
Kröfur um að stöðva lagningu gas-
leiðslunnar Nord Stream 2, sem
liggja mun á milli Rússlands og
Þýskalands, hafa orðið háværari
eftir að staðfest var að eitrað var
fyrir rússneska stjórnarandstæð-
ingnum Alexei Navalní með eitur-
efninu novitsjok. Í gær bættust
Græningjar, sem eru áhrifamiklir
á þýska þinginu, í hópinn.
„Einfeldningsleg afstaða stjórn-
arinnar að horfa í hina áttina
gagnvart grimmilegri stefnu Pút-
íns verður að taka enda,“ segir
Agnieszka Brugger, talsmaður
Græningja í varnarmálum, í nýj-
asta tölublaði vikuritsins Der Spie-
gel. Að hennar hyggju þarf harka-
legt, skýrt og sameiginlegt
evrópskt svar. „Endalok Nord
Stream 2 væri það minnsta í þeim
efnum,“ sagði hún.
ÞÝSKALAND
Græningjar vilja
stöðva Nord Stream