Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jarðgasleiðsl-an NordStream 2 frá Rússlandi til Þýskalands hefur verið umdeild frá upphafi. Þótt þýsk stjórnvöld hafi víða legið und- ir ámæli vegna verkefnisins hefur því ávallt verið hafnað að láta það hafa áhrif á lagn- ingu hennar og þau hafa hald- ið henni fyrir utan sviga þegar þrýsta hefur átt á Rússa. Eft- ir tilræðið við Aleksei Navalní hefur þrýstingur hins vegar aukist á Angelu Merkel kansl- ara um að láta Rússa finna til tevatnsins og er bent á að fátt yrði áhrifaríkara í þeim efnum en að slá Nord Stream 2 af. Þjóðverjar skárust með af- gerandi hætti í leikinn þegar Navalní hné niður í Rússlandi og grunur vaknaði um að eitr- að hefði verið fyrir honum. Flogið var með Navalní á Charité-sjúkrahúsið í Berlín. Í þessari viku voru niðurstöður rannsóknarstofu á vegum þýska hersins kynntar. Þær voru á þann veg að enginn vafi væri á að eitrað hefði ver- ið fyrir Navalní. Eitrið til- heyrði flokki efna sem nefnast Novitsjok og herja á tauga- kerfið. Eiturefni þessi voru þróuð í Rússlandi í kalda stríðinu og þykir sérstakur kostur við þau að hægt er að flytja þau í tvennu lagi án þess að því fylgi nokkur hætta, en um leið og þeim er blandað saman verða þau ban- eitruð. Tilkynnt var að eiturefnið hefði fundist í blóði, þvagi og húðsýnum úr Navalní og að auki á flösku, sem hann hefði drukkið af á ferðalagi sínu. Víst þykir að þessu eitri hefði ekki verið beitt gegn Navalní, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar í Rússlandi, án vitundar og vilja helstu ráða- manna landsins, þar á meðal Vladimírs Pútíns. Merkel lýsti því samstundis yfir að við þetta hefðu vaknað spuningar, sem aðeins rúss- nesk stjórnvöld gætu svarað og þeim yrðu þau að svara. En þá vaknar spurningin hvernig beita eigi Rússa þrýstingi og þar kemur gas- leiðslan inn í myndina. Innan Evrópusambandsins hefur leiðslan verið gagnrýnd á þeirri forsendu að hún geri það háð Rússum. Þessi gagn- rýni hefur verið háværust í Póllandi og Eystrasaltsríkj- unum, sem telja að það hafi verið strategísk mistök að ganga til samninga um leiðsl- una. Þar er mikil tortryggni í garð Rússa og kalda stríðið í fersku minni, svo ekki sé leit- að lengra aftur. Þegar samkomulagið um lagningu leiðsl- unnar var gert í kanslaratíð Ger- hards Schröders árið 2005 sagði Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, að það minnti sig á griðasáttmála Hitlers og Stal- íns fyrir síðari heimsstyrjöld. Þessi viðhorf hafa ekki náð að hreyfa við stjórnvöldum í Berlín, en hins vegar kom babb í bátinn þegar þrýst- ingur hófst vestan hafs. Leiðslan liggur 1.230 km leið frá Rússlandi, undir Eystrasaltið til Lubmin skammt frá Greifswald í Þýskalandi. Aðeins á eftir að leggja 150 kílómetra af leiðsl- unni. Bandaríkjamenn hafa haft í hótunum um að virkja lög frá 2017 um refsiaðgerðir gegn andstæðingum Bandaríkjanna og þeim sem við þá eiga við- skipti. Lögin voru sett til höf- uðs ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu, en nú er Þýskaland í sigtinu. Fram- kvæmdir við leiðsluna hafa því legið niðri undanfarið af ótta við refsiaðgerðir. Mike Pompeo, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hef- ur sagt að leiðslan falli undir ramma laganna og bandarísk- ir öldungadeildarþingmenn hafa hótað fyrirtækjum og hafnarstjórnum sem koma ná- lægt lagningu hennar. Þýsk stjórnvöld hafa sagt að þetta sé fáheyrð framkoma bandamanna sinna. Þýskaland sé eigin herra. Þessi umræða um hverju skuli fórna til að þrýsta á Rússa er sérstaklega áhuga- verð hér á landi. Rússar svör- uðu á sínum tíma refsiaðgerð- um vegna innlimunar Krím- skaga með því að loka á ýmis viðskipti við ESB og EES, þar á meðal kaup á fiski frá Ís- landi, og var það þungt högg fyrir íslenskan sjávarútveg. Ekki stunduðu Íslendingar þar hagsmunagæslu í líkingu við varnir Þjóðverja vegna leiðslunnar. Þar var þó mun alvarlegra mál á ferðinni og mikið til í þeirri gagnrýni að vafasamt gæti verið að láta Rússa ná slíku tangarhaldi á atkvæðamesta ríki Evrópu- sambandsins í orkumálum. Merkel vill beita Rússa hörðu. Hún vill líka verja leiðsluna og ekki láta líta út fyrir að hún sé að lyppast nið- ur gagnvart Bandaríkjamönn- um. Þegar opnað yrði fyrir leiðsluna og gasið tæki að streyma til Þýskalands myndu peningar flæða til baka í hirslur Pútíns. Honum veitti ekki af slíkum búhnykk. Það væri vægt til orða tekið að segja að Merkel sé í klemmu. Geta Þjóðverjar haldið jarðgasleiðsl- unni frá Rússlandi til streitu?} Merkel í klemmu K yn einstaklinga hefur mikil áhrif á heilsu. Samkvæmt Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO) er heilsa kvenna og stúlkna í mörgum löndum verri en heilsa karla, og það er mat stofnunarinnar að ástæður þess megi rekja til mismununar á grundvelli kyns sem á rætur að rekja til fé- lagslegra, efnahagslegra og menningarlegra þátta. Atriði sem geta haft sérstök áhrif á heilsu og það hvernig heilbrigðisþjónustu konur fá eru til dæmis lægra menntunarstig kvenna en karla í mörgum löndum heims, launamunur kynjanna og kynbundið ofbeldi. Ég er fullviss um að það er mikilvægt að skoða áhrifaþætti heilsu út frá kynja- og jafn- réttissjónarmiðum og hef því ákveðið að láta gera rannsókn um heilsufar landsmanna út frá því sjón- arhorni, og gera mat á því hvort heilbrigðisþjónustan hérlendis taki mið af ólíkum þörfum kynjanna. Að sjálf- sögðu er brýnt að skoða þessa þætti með ýmsa við- kvæma hópa í huga, en þessi vinna er fyrsta skrefið í því verkefni. Byggt verður á fyrirliggjandi gögnum úr heil- brigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu og nið- urstöðum kannana sem tengjast málefninu. Fyrirmynd að verkefninu er sótt í niðurstöður nefndar heilbrigð- isráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Heil- brigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Há- skóla Íslands um gerð rannsóknarinnar sem Finnborg S. Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði mun annast. Niðurstöður nefndarinnar um heilsufar kvenna frá árinu 2000 bentu til þess að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustu meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oft- ar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávís- að lyfjum í meira mæli en körlum. Á þeim tíma sem nefndin starfaði skorti mjög á að upplýsingar um heilsufar landsmanna væru sundurliðaðar eftir kyni og aldri. Ætla má að mikið hafi áunnist í öflun kyngreindra gagna og upplýsinga og því er að mínu mati tilefni til þess að ráðast í sambærilega vinnu við skoðun á þessu efni og gert var fyrir tuttugu árum. Markmiðið er hið sama og áður, þ.e. að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigð- iskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna verkefnisins er þegar hafin en gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í skýrslu fyrir lok þessa árs. Byggt á niðurstöðum verkefnisins verða lagð- ar fram tillögur til úrbóta. Þættir sem verða skoðaðir eru til dæmis fjölskyldugerð, menntun, neysluvenjur, lyfja- notkun, sjúkdómar, örorka, efnahagur og bólusetningar. Ég er sannfærð um að þetta er mikilvæg vinna og hlakka til að sjá niðurstöður rannsóknarinnar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilsufar út frá jafnréttissjónarmiðun Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Lög um breytingu á ýmsumlögum til að mæta efna-hagslegum áhrifumheimsfaraldurs kór- ónuveiru voru samþykkt á Alþingi í gær með 57 samhljóða atkvæðum. Með því liggur fyrir að tímabil um launagreiðslur í sóttkví verður framlengt út næsta ár, atvinnuleit- endum verði gert kleift að stunda nám samhliða því að fá greiddar at- vinnuleysisbætur og ákvæði eru um atvinnutengda starfsendurhæfingu. Tímabil tekjutengdra atvinnuleys- isbóta er lengt úr þremur mánuðum í sex. Þá er hlutabótaleiðin svokallaða framlengd til ársloka rétt eins og heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta til sjálfstætt starfandi einstaklinga vegna verulegs samdráttar í rekstri. Gengið er út frá því að flestar þess- ara breytinga séu tímabundnar enda séu þær til að bregðast við aðstæðum á vinnumarkaði vegna heimsfarald- urs kórónuveirunnar. Upphaflega var gert ráð fyrir því að hlutabótaleiðin yrði aðeins framlengd til 31. október en ákveðið var að hafa úrræðið til áramóta hið minnsta eftir umfjöllun í velferð- arnefnd. Í áliti meirihluta nefnd- arinnar segir að samhljómur hafi verið meðal umsagnaraðila um ágæti úrræðisins. Gefur svigrúm til endurmats „Hlutabótaleiðin hefur sem úr- ræði náð að vernda ráðning- arsamband þúsunda launamanna við vinnuveitendur. Þrátt fyrir að veru- lega hafi dregið úr ásókn í úrræðið er enn nokkur fjöldi launamanna sem fær hluta framfærslu sinnar vegna úrræðisins og heldur ráðning- arsambandi. Fyrir nefndinni komu fram þau sjónarmið að það geti reynst torvelt að reka saman til langs tíma tvö mismunandi kerfi, þ.e. hefð- bundið atvinnuleysistryggingakerfi og hlutabætur, og bent á það mis- vægi sem gæti skapast milli réttinda þeirra sem væru annars vegar á hlutabótum og þeirra sem væru hins vegar atvinnuleitendur og á atvinnu- leysisbótum. Í ljósi þess telur meiri- hlutinn því ekki skynsamlegt að lengja gildistíma úrræðisins til lang- frama. Sanngirnisrök hnígi hins veg- ar að því að lengja gildistímann meira en í tvo mánuði. Þar kemur til að aðdragandinn að því að afnema úrræðið endanlega hafi verið full- stuttur, og það að framlengja í tvo mánuði muni ekki breyta miklu í stöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skoða möguleika sína á að halda áfram ráðningarsambandi. Þá mun lengri frestur gefa stjórnvöldum meira svigrúm til að endurmeta vinnumarkaðsúrræði, og skoða í samhengi við þá endurskoðun sem nú fer fram á lögum um atvinnuleys- istryggingar. Að því sögðu leggur meirihlutinn til að hlutabótaleiðin verði framlengd til 31. desember 2020. Auk þess leggur meirihlutinn áherslu á að fjármögnun úrræðisins verði tryggð í fjáraukalögum síðar á þessu ári,“ segir í áliti meirihluta vel- ferðarnefndar. Í áliti Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingar, kom fram sú afstaða að boðaðar framlengingar væru ófullnægjandi. Var þar lagt til að tekjutengt tímabil atvinnuleys- isbóta yrði lengt enn frekar og að hlutabótaleiðin yrði framlengd til 1. júní á næsta ári. Mikilvægt væri að gera allt til að halda ráðning- arsambandi þeirra sem enn nýta sér úrræðið. „2. minnihluti vonast til þess að hagir í íslensku samfélagi hafi vænkast þegar líður á vorið 2021 og leggur því til fram- lengingu úrræðisins til 31. maí 2021.“ Hlutabótaleiðin framlengd til loka árs Vilhjálmur Árnason, fulltrúi í velferðarnefnd Alþingis, lýsir ánægju með að hlutabótaleiðin hafi verið framlengd til áramóta í stað tveggja mánaða eins og lagt var upp með „Nú höfum við allt haustið til að bregðast við því sem kemur upp. Við vitum ekkert hvað gerist næstu mán- uði og því verður hægt að fram- lengja úrræðið enn frekar eða koma með önnur úrræði ef á þarf að halda,“ segir hann. Vilhjálmur segir að framleng- ing til áramóta skapi betra um- hverfi fyrir fyrirtæki. Eftir því hafi atvinnulífið og ferða- þjónustan kallað. „Það er hins vegar ekki gott að festa þetta úrræði of lengi í sessi því þá ertu farinn að byggja upp tvö bóta- kerfi.“ Skapar betra umhverfi HÆGT AÐ BREGÐAST VIÐ Vilhjálmur Árnason Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Hlutabótaleiðin verður í boði til áramóta hið minnsta og tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta er lengt úr þremur mánuðum í sex.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.