Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Utanríkisráðherra
lagði fram síðasta vor
frumvarp um breyt-
ingar á utanríkisþjón-
ustunni. Yfirlýst
markmið var m.a. að
fækka sendiherrum.
Frumvarpið kallaði
fram óvenjuleg við-
brögð frá grandvörum
starfsmönnum utan-
ríkisþjónustunnar sem
á kurteisan hátt segja
frumvarpið vart til bóta. Hags-
munaráð starfsmanna utanríkisþjón-
ustunnar gerir fjölmargar at-
hugasemdir við málið, bæði
efnislegar og almennar.
Að mínu mati er þetta frumvarp
síst til þess fallið að efla utanrík-
isþjónustu Íslands og alls ekki til
þess fallið að fækka sendiherrum ef
það var raunverulegt markmið,
þvert á móti. Frumvarpið eykur á
óvissu og óskýrleika og setur í raun
starfsmenn í flóknari og erfiðari
stöðu en áður.
Einn reynslumesti sendiherra
þjóðarinnar, Gunnar Pálsson, hefur
tjáð sig um frumvarpið. Í umsögn
sinni segir Gunnar m.a. „Megintil-
gangur frumvarpsins er sagður í því
fólginn að setja nýjar reglur um
skipun sendiherra og þá einkum að
fækka sendiherrum,
en í skýringum með
frumvarpinu sem birt-
ust í formi blaðagrein-
ar 2. mars 2020, er
fullyrt að sendiherrum
hafi „fjölgað jafnt og
þétt hin síðustu ár“ . Í
frumvarpsdrögunum
og skýringum með
þeim kemur ekki fram
hvaða málefnalegu
ástæður eru fyrir því
að fækka þarf sendi-
herrum sérstaklega en
ekki öðrum starfs-
mönnum Stjórnarráðsins, þ.á m.
fulltrúum, deildarstjórum, skrif-
stofustjórum eða aðstoðarmönnum.
Að óbreyttu er frumvarpið því til
þess fallið að gera störf þeirra sem
mesta reynslu hafa af störfum í ut-
anríkisþjónustunni tortryggileg og
kynda undir sérstökum efasemdum
og jafnvel ranghugmyndum í þeirra
garð.“
Fjöldi sendiherra er ekki vanda-
mál. Sendiherrar geta verið 10 eða
50 því fjöldi þeirra á að ráðast af
verkefnum, utanríkisstefnu Íslands
og pólitískum áherslum rík-
isstjórnar hvers tíma. Það er alger
skammsýni að telja að það þjóni
hagsmunum Íslands að þrengja að
möguleikum á því að skipa fólki til
ákveðinna verkefna nema ráð-
herrann líti svo á að verkefni fram-
tíðarinnar séu ljós og þessi þurfi
ekki.
Það er óvenjulegt að starfsmenn
utanríkisþjónustunnar stígi fram
með þeim hætti sem þeir hafa gert
hvort sem það er félagsskapur
þeirra eða einstakir starfsmenn.
Það segir meira en mörg orð um
gæði frumvarpsins því þótt eðlilega
verji starfsmenn sín störf og starfs-
umhverfi þá veit ég að starfsmenn
utanríkisþjónustunnar setja al-
mennt metnað sinn fyrir góðri
þjónustu fyrir land og þjóð ofar
öðru.
Gunnar Pálsson hefur starfað
innan utanríkisþjónustunnar í 36 ár
og hefur því mikla reynslu og yf-
irsýn yfir starfsemina. Segir hann
m.a. í grein sem hann ritaði í
Morgunblaðið 12. ágúst sl.: „Breyt-
ingar á lögum um stofnanir rík-
isins, þ.á m. utanríkisþjónustuna,
útheimta að jafnaði að um þær ríki
víðtæk samstaða, m.a. svo komist
verði hjá því að grafa undan stöð-
ugleika í stjórnsýslunni“.
Þetta er hárrétt hjá Gunnari.
Um utanríkisþjónustuna hefur í
gegnum tíðina að mestu ríkt þver-
pólitísk sátt. Það ætti því að vera
ráðherranum tilefni til umhugsunar
að um þingmál hans ekki er nokkur
pólitísk sátt né sátt meðal starfs-
manna í ráðuneyti hans.
Utanríkisþjónustan (ráðuneytið)
er á mjög margan hátt ekki lík
annarri þjónustu ráðuneyta lands-
ins. Ástæðan er sú að starfsemin er
alþjóðleg og þarf því að falla að al-
þjóðlegum samningum, við-
urkenndum samskiptaleiðum og
stjórnskipulagi sem mörgum okkar
er mjög framandi þar til við áttum
okkur á nauðsyn þess.
Þótt okkur finnist undarlegt að
titill skipti einhverju máli þá gildir
allt annað í mörgum öðrum sam-
félögum. Þar sem nánast öll starf-
semi utanríkisþjónustunnar fer
fram erlendis, í samstarfi við er-
lenda aðila eða að veita Íslend-
ingum þjónustu erlendis tekur
starfsemin mið af því. Í umsögn
Hagsmunaráðs starfsmanna utan-
ríkisþjónustunnar er bent á tengsl
starfsheita við íslenska lagasetn-
ingu, m.a. lög um aðild Íslands að
alþjóðasamningum nr. 16/1971 og
aðild að alþjóðasamningi um ræð-
issamband nr. 4/1978.
Þessi alþjóðlegi vettvangur er í
eðli sínu íhaldssamur og þróast
hægt en þróast samt. Því kann að
vera skynsamlegt að leggjast í
heildarendurskoðun á lögum um ut-
anríkisþjónustu Íslands. Það er
a.m.k. ekki rétt að fara í sýnd-
arbreytingar líkt og frumvarp ráð-
herra gerir ráð fyrir en Gunnar
segir enn fremur í grein sinni:
„Þess í stað sé látið líta svo út sem
það sé liður í umbótastarfi að
„fækka sendiherrum“, þrátt fyrir
að ráðherra hafi sjálfur fjölgað
sendiherrastöðum og vilji lána titil
sendiherra til annarra en þeirra
sem hlotið hafi skipun í embættið.
Engin trygging sé fyrir því að að-
ilum sem beri sendiherratitil muni
ekki fjölga. Þá sé frumvarpið, frá
jafnræðissjónarmiði, skref til baka
til úrelts starfsumhverfis fyrir op-
inbera starfsmenn.“
Ekki er ljóst hvort ráðherra
muni leggja frumvarpið fram aftur
óbreytt á næsta þingi en verður
það að teljast ólíklegt miðað við þá
miklu gagnrýni sem málið hefur
fengið og andstöðu eða efasemdir
innan stjórnmálaflokka á þingi.
Hins vegar er tækifæri fyrir ráð-
herra að setja af stað heildarend-
urskoðun á lögum um utanrík-
isþjónustu Íslands í samstarfi við
starfsmenn og alla stjórn-
málaflokka en það er verk sem full
þörf er á að fara í.
Eftir Gunnar Braga
Sveinsson » Frumvarpið eykur á
óvissu og óskýrleika
og setur í raun starfs-
menn í flóknari og erf-
iðari stöðu en áður.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Höfundur er þingmaður
Suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins.
Frumvarp um breytingar á utanríkisþjónustunni
Á dögunum var
sagt frá því í fréttum
að „gömul lyf“ hefðu
reynst vel í meðferð
við Covid-19. Ekki er
ólíklegt að Samtök
atvinnulífsins hafi
fundið sinn inn-
blástur í þeim tíð-
indum þegar þau
settu saman umsögn
sína um breytingar á
fjármálastefnu stjórnvalda. Um-
sögnin er uppfull af gömlum úr-
ræðum en ekki raunhæfum hug-
myndum til að takast á við
viðfangsefni samtímans. Vandinn
er sá að ekkert bendir til þess að
gömul lyf virki gegn
efnahagslegum afleið-
ingum Covid, jafnvel
þótt þau nái að vinna
gegn heilsufarslegum
einkennum sjúkdóms-
ins á meðan beðið er
eftir bóluefni.
Meðal þess sem SA
leggur nú fram í op-
inberri umræðu er að
Covid-kreppan kalli á
skattalækkanir til
fjármagnseigenda og
fyrirtækja, að nú sé
rétti tíminn til að saxa niður hið
opinbera (sem á nýmáli er kallað
„tiltekt í opinberum rekstri“) og
að hærri atvinnuleysistryggingar
verði aðeins til þess að fólk nenni
ekki að vinna. Með öðrum orðum
þá vill SA „nýta“ kreppuna til að
hanna samfélagið eftir þröngri
hugmyndafræðilegri línu.
Hugmyndafræðin sem SA vill
styrkja í sessi er ekki aðeins full
af mótsögnum heldur hefur hún
valdið ómældum skaða á hag-
kerfum og samfélögum um allan
heim. Þannig að álitamál er hvort
þessi lyf hafi nokkurn tímann
virkað. Þau ríki sem fylgdu þeirri
línu í kjölfar fjármálahrunsins að
skera stórlega niður við hið op-
inbera, ívilna fjármagnseigendum
og veikja öryggisnet samfélagsins
eru þau ríki sem koma hvað verst
út úr Covid, bæði heilsufarslega
og efnahagslega. Þær alþjóða-
stofnanir sem hafa fremur þjónað
fjármagni en fólki eru í hrönnum
að snúa frá þessari línu. Nú hvet-
ur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til
ríkisútgjalda í þágu velferðar og
þess að verja afkomu fólks. OECD
talar í sömu átt og meira að segja
hin árlega samkoma hinna ríku og
vel megandi í Davos er farin að
kalla eftir aðgerðum gegn ójöfn-
uði.
En einhvern veginn virðist þessi
stefnubreyting á alþjóðavettvangi
ekki eiga upp á pallborðið hjá SA,
þrátt fyrir að vera studd bæði
rannsóknum og reynslu. Þvert á
móti hefur SA forherst í gömlu
lyfjaræðunni, sem vinnur bæði
gegn almannahag og þörfum stórs
hluta atvinnulífsins.
Þær ákvarðanir sem nú eru
teknar í ríkisfjármálum munu hafa
mikil áhrif til framtíðar. Sam-
félagsskipulag næstu ára og jafn-
vel áratuga mun ráðast af þeim
ákvörðunum. Hlutverk stjórnvalda
á að vera að gæta almannahags-
muna á slíkum tímum sem á öllum
tímum. Ætli ríkisstjórnin að
standa sig í því hlutverki væri ráð
að lækka í heyrnartækinu þegar
SA hefur upp raust sína en hækka
í því þegar samtök launafólks og
almannasamtök koma sínum sjón-
armiðum á framfæri.
SA og gömlu lyfin
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
Halla Gunnarsdóttir
» SA vill „nýta“ krepp-
una til að hanna sam-
félagið eftir þröngri hug-
myndafræðilegri línu.
Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ.
Fjárfestingarnar í inn-
viðum eru arðbærar og
bæta upp samdrátt í
hagkerfinu. Skýrt
dæmi um slík áform
ríkisstjórnarinnar eru í
nýsamþykktri sam-
gönguáætlun. Aldrei
áður hefur eins miklum
fjármunum verið varið
til arðbærra verkefna
og er hlutfall framlaga
af landsframleiðsluspá
fyrir 2020 komið upp í
1,4%. Ávinningurinn
mun skila sér strax, ný
störf verða til og samfélagið verður
mun betur í stakk búið þegar tíma-
bundið veiruástand er yfirstaðið og
ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
8.700 störf
Nýsamþykkt samgönguáætlun
gerir ráð fyrir rúmlega 640 millj-
arða ríkisframlagi en heildarumfang
allra samgönguframkvæmda með
samvinnuverkefnum nemur um 900
milljörðum króna. Áætlunin er ein
sú umfangsmesta sem samþykkt
hefur verið og felur í sér mikilvæga
uppbyggingu á eignum ríkisins.
Áætlunin, sem er ein stærsta fram-
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson » Áætlunin, sem er ein
stærsta framtíðar-
sýn ríkisstjórnarinnar,
felur í sér 70% hækkun
á framlagi til nýfram-
kvæmda á þessu ári.
Höfundur er samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
Fordæmalausar samgönguframkvæmdir
mynda hagvöxt og skapa atvinnu
tíðarsýn ríkisstjórnarinnar, felur í
sér 70% hækkun á framlagi til ný-
framkvæmda á þessu ári. Verk-
efnum er flýtt og fjölgað en við það
skapast fjölmörg ný störf. Alls
verða til 8.700 fjölbreytt störf á
næstu fimm árum, frá hönnun til
beinna framkvæmda.
Viðhaldsþörfin er mest í vegagerð
sem á eftir að skila sér í greiðari og
öruggari umferð og enn betri teng-
ingum á milli byggða. Vegalengdir
styttast, möguleikar fólks til að
velja sér búsetu aukast og atvinnu-
svæði eflast. Meðal verkefna er að
einbreiðum brúm á hringveginum
verður fækkað úr 36 í 22 á næstu
fimm árum. Til viðbótar þessu var í
ár 6,5 milljörðum króna varið auka-
lega í samgönguframkvæmdir úr
fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar
vegna kórónuveirunnar.
Hafnir og innanlandsflugvellir fá
umtalsvert meira fjármagn en hing-
að til svo hægt sé að mæta eðlileg-
um kröfum samfélagsins um grunn-
þjónustu og koma á móts við
flutning aðfanga innan og milli
landa. Aukin framlög eru til innan-
landsflugvalla með áherslu á vara-
flugvelli. Þá eru mikil tækifæri í út-
flutningshöfnum norðan- og
sunnanlands sem efla atvinnusvæð-
in og skapa störf.
Samvinnuverkefni
Forgangsröðun fjárfestingar í
samgönguáætlun er skýr með
áherslu á umferðaröryggi sem styð-
ur við arðsemi og efnahagslegan
grænan vöxt. Hæfileg blanda af
einka- og ríkisreknum verkefnum
skilar sér til samfélagsins ef tilgang-
urinn er skýr. Sú hugmyndafræði
var tekin lengra með samþykkt Al-
þingis á frumvarpi um samvinnu-
verkefni í vegaframkvæmdum
(PPP). Nýju lögin heimila samvinnu
á milli einkaaðila og ríkis að fara í
tiltekin samgöngumannvirki. Ábat-
inn er aukin skilvirkni í vegagerð og
býr til aukið svigrúm ríkisins til að
sinna nauðsynlegri grunnþjónustu
samfélagsins. Samgönguverkefni
henta vel til samvinnuverkefna og
þegar áhugi innlendra fjárfesta er
til staðar er óskynsamlegt annað en
að velja þessa leið.
Verkefnin eru sem fyrr vel skil-
greind og fyrirfram ákveðin og er
brú yfir Hornafjarðarfljót full-
hönnuð og að verða klár fyrir útboð.
Ný brú yfir Ölfusá, nýr vegur yfir
Öxi, láglendisvegur og göng í gegn-
um Reynisfjall, önnur göng undir
Hvalfjörð og hin langþráða Sunda-
braut eru þar næst á dagskrá.
Mikilvæg þekking og reynsla bygg-
ist upp í þessum verkefnum þar sem
þverfagleg þekking verður til í
hönnun, hjá fjárfestum, verktökum
og hinu opinbera.
Fullyrða má að aukning í nýfram-
kvæmdum á næstu árum í sam-
göngum sé fordæmalaus – svo að
notað sé orðið sem hefur verið á
allra vörum í ár. Það grundvallast
annars vegar á metnaðarfullri fram-
tíðarsýn í fimmtán ára samgöngu-
áætlun og á viðbótarfjármagni sem
lagt var í samgönguframkvæmdir
úr fjárfestingaátaki ríkisstjórn-
arinnar.
Ríkisstjórnin hefur
mætt niðursveiflunni
sem heimsfaraldur
kórónuveiru hefur
valdið með nauðsyn-
legum og markvissum
aðgerðum sem styðja
við fólk og fyrirtæki.
Stefnan er skýr; að
skapa samfélag sem er
í eins miklu jafnvægi
og hægt er miðað við
ytri aðstæður hverju
sinni.
Baráttan við veiruna hefur óhjá-
kvæmilega reynt á þolrif og seiglu
allra en með góðri samvinnu hefur
árangurinn skilað sér í fækkun inn-
anlandssmita. Stöðugt endurmat á
aðgerðum er nauðsynlegt í þeirri
von að ekki verði verulegt bakslag.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að
því að samfélagið geti verið í eins
eðlilegu horfi og kostur er.
Arðbærar fjárfestingar
Til lengri tíma er stóra myndin að
efla fjárfestingar sem mynda hag-
vöxt til framtíðar og skapa atvinnu.
Sigurður Ingi
Jóhannsson