Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Íeddukvæðum ogdróttkvæðum komasmáorðin of og umoft fyrir á undan
öðrum orðum, m.a. sagn-
orðum (gat, hlaut).
ok ek drykk of gat / ins
dýra mjaðar (Hávamál
140)
hon skell um hlaut / fyr
skillinga (Þrymskviða 32)
Ekki er alveg ljóst hvaða
hlutverki þessi smáorð
gegna. Í kveðskapnum
virðast þau vera notuð til
uppfyllingar í veikri brag-
fræðilegri stöðu. Þess
vegna eru þau stundum kölluð „fylliorð“ og þá er hugmyndin að þeim sé
skotið inn til að fylla í „eyðu“ í braglínunni. En það er tæplega rétt því
að þessi smáorð birtast líka í elstu forníslensku textum í óbundnu máli,
t.d. lögbókinni Grágás (þar er eigi of tekr). Smáorðin of og um hafa
þannig lengi verið ráðgáta.
Lausnin á þessari ráðgátu er fólgin í samanburði við önnur mál. Í
þýsku eru áherslulítil forskeyti, t.d. með sögnunum gefallen ’falla (í
geð)’ og entnehmen ‘nema
(þ.e. taka)’. Þessi forskeyti
eiga sér ekki samsvörun í ís-
lensku en ef þau hefðu varð-
veist hefðum við *gefalla,
*undnema. Forskeytin voru
líka til í gotnesku og á eldri
stigum þýsku og annarra
vesturgermanskra mála (fornháþýsku, fornsaxnesku og fornensku).
Áhugavert er að of/um í forníslensku kemur fyrir einmitt þar sem búast
mætti við slíkum forskeytum á grundvelli samanburðar við skyld mál
(fornísl. of geta, sbr. gotn. bigitan, fornsaxn. bigetan, fornenska bigiet-
an).
Af þessu er dregin sú ályktun að á elsta stigi norrænna mála – í frum-
norrænu – hafi einnig verið til slík forskeyti þótt beinn vitnisburður um
þau sé raunar harla fátæklegur; aðeins fáein dæmi í elstu norrænu
rúnaristunum. Svo virðist sem germönsk forskeyti hafi í norrænu fyrst
í stað verið leyst af hólmi af of/um, sem hengdi sig á eftirfarandi orð.
Slík smáorð sem ekki geta staðið sjálfstætt eru kölluð „henglar“.
Af hverju hurfu forskeytin í norrænu? Vísbendingar eru um að sam-
spil hljóðkerfis og setningafræði hafi valdið því. Svo virðist sem
skömmu fyrir tíma elstu dróttkvæða og eddukvæða hafi orðið bylting í
setningagerð norrænu sem fólst í því að henglar eins og of/um hættu að
geta staðið yst á vinstri væng setninga. Slíkt „vinstra-óþol“ í setning-
arstöðu hengla er að finna í ýmsum málum, t.d. fornri spænsku.
Hingað til hefur verið býsna hljótt um þessa byltingu í norrænni
setningagerð en afleiðing hennar var sú að forskeytin gátu ekki lengur
komið fyrir í upphafi setningar, heldur urðu þau að standa á eftir ein-
hverju öðru orði. Þetta ankannalega ástand mála birtist, eins og áður er
nefnt, í elstu heimildum um forníslensku. Fljótlega var bundinn endi á
þessa óreglu með breytingu sem útrýmdi því sem eftir var af forskeyt-
unum í norrænu, þ.e. smáorðinu of/um.
Á seinni öldum smeygðu forskeyti sér svo raunar aftur inn í norræn
mál, t.d. með tökuorðum úr lágþýsku (t.d. bekenna, bífala), en það er
önnur saga sem ekki verður rakin hér.
Bylting á vinstri
vængnum
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Byltingar í tungumálinu geta verið afdrifaríkar.
Myndun núverandi ríkisstjórnar markaðiákveðin þáttaskil í stjórnmálasögu lýð-veldisins vegna samstarfs Sjálfstæð-isflokks og Vinstri-grænna. VG er póli-
tískur arftaki Alþýðubandalagsins, sem varð
upphaflega til sem kosningabandalag Sameining-
arflokks alþýðu – Sósíalistaflokks og vinstri arms
Alþýðuflokksins. Sósíalistaflokkurinn varð sjálfur til
með samruna Kommúnistaflokks Íslands og Héðins
Valdimarssonar og þeirra sem fylgdu honum úr
Alþýðuflokknum. Þegar Samfylkingin var stofnuð
gekk einungis hluti Alþýðubandalagsins til samstarfs
innan hennar en þeir sem eftir voru stofnuðu VG.
Samstarf Sjálfstæðisflokks og þeirra stjórnmálaafla
sem stóðu að baki stofnun VG í ríkisstjórn hafði ekki
verið til staðar frá árinu 1946, þegar nýsköpunarstjórn
Ólafs Thors féll.
Þess vegna markaði myndun núverandi ríkisstjórnar
þáttaskil í stjórnmálasögu okkar og athygli hefur vakið
hvað samstarf þessara ólíku flokka hefur gengið vel.
Öðru máli gegnir um samstarf Framsóknarflokks og
þessara sömu stjórnmálaafla á vinstri
kantinum. Frá því að Framsókn-
arflokkurinn varð til má orða það svo,
að hann hafi ýmist horft til hægri eða
vinstri og á því hefur sterk valdastaða
hans byggzt alla tíð.
Nú berst Framsóknarflokkurinn fyrir lífi sínu, eins
og sjá má af skoðanakönnunum, vegna klofnings, sem
leiddi til myndunar Miðflokksins. Að sumu leyti má
segja að sá flokkur höfði fyrst og fremst til fylgis í
hægri kanti Framsóknar (og reyndar líka Sjálfstæðis-
flokks).
Hver verða viðbrögð Framsóknarflokksins gagnvart
þessari stöðu, í aðdraganda þingkosninga að ári liðnu?
Vísbendingar eru um að einhver öfl innan Fram-
sóknarflokksins telji að þau viðbrögð eigi að verða
svipuð þeim, sem urðu í aðdraganda þingkosninga
1956, þegar drög voru lögð fyrir kosningar að myndun
vinstristjórnar eftir kosningar, sem m.a. hefði á
stefnuskrá sinni að vísa bandaríska varnarliðinu úr
landi. (Sú ríkisstjórn var mynduð en hrökklaðist frá
þegar kjörtímabilið var rúmlega hálfnað og í framhald-
inu varð til Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks, sem sat í þrjú kjörtímabil.)
Og þá jafnframt að hugsunin sé sú, að mynda
vinstristjórn að loknum kosningum á næsta ári með
aðild Framsóknarflokksins, Vinstri-grænna, Samfylk-
ingar og einhvers fjórða flokks og haga kosningabar-
áttunni í samræmi við þau áform. Sjálfstæðisflokk-
urinn yrði þá skotspónninn, sem allra augu beindust að
eins og í kosningabaráttunni 1956, sem snerist m.a. um
það, að „allt er betra en íhaldið“ skyldi „íhaldið“ kom-
ast til valda.
Þáttur í þessum bollaleggingum yrði þá væntanlega
að núverandi stjórnarsamstarf væri „baklandi“ (sem
ágreiningur er að vísu um hvort sé til) Vinstri-grænna
þungbært.
Það fer ekki á milli mála, að hugmyndir af þessu
tagi hugnast stjórnarandstöðuflokkunum vel. Í þeim
hópum er talað um að Píratar hafi lært margt hin
seinni ár og séu kannski af þeim sökum samstarfs-
hæfari en þeir voru taldir, þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð.
Öllu alvarlegri eru hugmyndir um að slík vinstri-
stjórn mundi hugsanlega endurvekja aðildarumsóknina
að ESB, sem liggur í skúffu í Brussel og hefur aldrei
verið afturkölluð með formlegum hætti.
Það eru mörg rök, sem hníga að því að frá þjóðhags-
legu sjónarmiði færi bezt á því að þeir þrír flokkar,
sem hafa starfað svo vel saman og voru við völd, þegar
heimsfaraldurinn skall á, fái umboð til að ljúka því
verki, sem hafið er. En það þýðir ekki að loka aug-
unum fyrir því, að þær vangaveltur, sem hér hefur
verið vísað til, eru til staðar.
Um leið ættu þær að verða Sjálfstæð-
isflokknum hvatning til að bregðast við.
Í ljósi þess fylgistaps, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur orðið fyrir frá hruni og
hefur bæði komið fram í kosningum og
könnunum, má ætla að eitt helzta verk-
efni næsta landsfundar flokksins verði að marka fram-
tíðarstefnu, sem höfði til kjósenda frá hægri yfir á
miðjuna. Án þess nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki fyrra
fylgi sínu. Og nái hann ekki fyrra fylgi sínu verður sá
leikur auðveldari, sem hér hefur verið fjallað um af
hálfu vinstriflokkanna og hugsanlegra samstarfsflokka
þeirra.
Á fundum einstakra málefnanefnda Sjálfstæðis-
flokksins, sem starfað hafa síðustu mánuði til und-
irbúnings landsfundi, hefur mátt merkja áhuga á að
flokkurinn leggi aukna áherzlu á ýmsa félagslega þætti
í samfélagsgerðinni, sem hinar óvenjulegu aðstæður
kalla augljóslega á. Áherzlur af því tagi mundu auð-
velda Sjálfstæðisflokknum að ná fyrra fylgi sínu meðal
kjósenda.
En jafnframt er ástæða til að minna á, að í þeirri
ríkisstjórn, sem nú situr, eiga sæti þrír flokkar, sem
allir hafa í formlegum stefnuyfirlýsingum verið andvíg-
ir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þeir flokkar
hafa meirihluta á Alþingi til þess að afturkalla með
formlegum hætti aðildarumsóknina að ESB. Slík form-
leg afturköllun mundi gera hugsanlegri vinstristjórn
að kosningum loknum erfiðara um vik að endurnýja
aðildarumsóknina.
Það er hætt við því að bæði VG og Framsóknar-
flokkurinn mundu við slíkar aðstæður segja bæði já, já
og nei, nei eins og Framsóknarflokkurinn varð einu
sinni frægur fyrir, þegar kom að viðhorfi til samstarfs
við Evrópuríkin.
Vísbendingar um að vinstristjórn kunni að vera í
farvatninu eru á þessu stigi aðeins vísbendingar,
undiröldur, sem vísa í þessa átt.
En það getur meiri alvara færst í þau mál, þegar
líða tekur að kosningum.
Vinstristjórn í farvatninu?
Vísbendingar sem
alvara getur færst í.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þegar ég var barn að aldri fyrirröskum sextíu árum gleypti ég
í mig söguna um Selinn Snorra eftir
norska teiknarann og rithöfundinn
Friðþjóf (Frithjof) Sælen. Það fór
þá auðvitað fram hjá mér, að ritið er
ekki aðeins skemmtileg myndasaga
handa börnum, heldur líka snjöll
dæmisaga um hernám Noregs.
Snorri er saklaus kópur í Íshafinu,
sem veit ekki af neinum háska, en
er trúgjarn og óvarfærinn. Vinir
hans eru aðrir selir og rostungurinn
Skeggi frændi. En hann á líka óvini.
Honum stafar hætta af ísbirninum
Voða, sem er tákn rússneskra
kommúnista, en Hitler og Stalín
voru í bandalagi frá 1939 til 1941 og
hrundu saman af stað seinni heims-
styrjöld. Mávahjónin Sultur og
Svöng eru á sveimi í kringum selina,
en þau eru fulltrúar norsku kvisl-
inganna. Þau eru með glampa í gul-
um augunum og rauð merki yfir
þeim. „Það var eins og þau væru
alltaf að bíða eftir einhverju.“
Snorri er ginntur í hættuferð á ís-
jaka, en í kringum hann er háhyrn-
ingurinn Glefsir á sveimi og hyggur
á illt. Hvalurinn er tákn þýskra nas-
ista. Sögunni lýkur vel, því að sam-
an leiða Snorri og Skeggi frændi
Glefsi í gildru, og vinnur Skeggi,
sem er tákn bresku þjóðarinnar, á
Glefsi.
Friðþjófur notar dýrasögu til að
koma boðskap sínum á framfæri
eins og George Orwell í Dýrabæ, en
sú saga er um sorgleg endalok rúss-
nesku byltingarinnar. Sjálfur er
Friðþjófur aðallega í list sinni undir
áhrifum frá bandaríska teikni-
myndahöfundinum Walt Disney.
Bókin kom út á norsku haustið 1941,
rösku ári eftir að nasistar hernámu
Noreg, og var hún bönnuð innan
mánaðar, en útgefandinn hafði verið
varaður við, og var bókin þá uppseld
frá honum. Höfundurinn barðist í
andspyrnuhreyfingunni norsku og
flýði til Bretlands árið 1944, en sneri
heim í stríðslok. Rit hans er fjörlega
skrifuð barnabók með vel gerðum
myndum, sem lesa má sem sjálf-
stætt ævintýri um dýralíf í Íshafinu,
og kom hún út á sænsku 1946 og á
ensku og íslensku 1950. Sagan hefur
notið fádæma vinsælda hér á landi
og komið út í sex útgáfum, en einnig
verið sett upp í Leikbrúðulandi.
Snorri selur er auðvitað fulltrúi
norsku þjóðarinnar, og það er engin
tilviljun, að Friðþjófur teiknari vel-
ur honum nafn hins íslenska sagn-
ritara, sem skráði sögu Norðmanna
frá öndverðu.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Selurinn Snorri
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
™
Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir
karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja
stækkunar á blöðruhálskirtli.
Einkenni vegna stækkunar blöðruhálskirtils
geta verið:
• Lítil eða slöpp þvagbuna
• Tíð þvaglát
• Næturþvaglát
• Skyndileg þvaglátaþörf
• Erfitt að hefja þvaglát
• Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát
• Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir síðasta þvaglát
• Sviði eða sársauki við þvaglát