Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Undanfarið hafa
spurningar vaknað um
aðgengi sjúkraflugs á
Suðausturlandi eftir
röð slysa á svæðinu síð-
ustu vikur og mánuði
þar sem enginn þjón-
ustaður flugvöllur er á
450 kílómetra aksturs-
leið á milli Reykjavíkur
og Hafnar í Hornafirði.
Þessar spurningar og
áhyggjur eru þó ekki eingöngu
bundnar við Suðurlandið því einungis
nokkrir dagar eru síðan bílvelta varð í
Austur-Húnavatnssýslu þar sem hin-
um slasaða var ekið með sjúkra-
bifreið nærri 60 km leið yfir Þver-
árfjall og inn á Sauðárkrók og þaðan
með sjúkraflugi á Landspítalann,
þrátt fyrir að slysið hafi átt sér stað
einungis 11 km frá flugvellinum á
Blönduósi. Í viðtali við Leif Hall-
grímsson, flugrekstrarstjóra Mý-
flugs, sem birtist í Morgunblaðinu 1.
september sl., kom fram að þrátt fyr-
ir að þyrlur séu mikilvirk tæki í
sjúkraflutningum verði ekki öll verk-
efni leyst með þeim. Flugvélar séu á
sinn hátt afkastameiri og fljúgi t.d. á
meiri hraða og við aðrar aðstæður.
En eitt sjúkraflutningstæki kemur
ekki í staðinn fyrir annað heldur
styrkja þau öll öryggisviðbragðið og
styðja hvert við annað. En óháð því
hversu öflugan flugflota við munum
búa við koma tækin ekki að gagni
nema aðgengi sé tryggt að góðum og
öruggum lendingarstöðum.
Torveld svæði í sjúkraflugi
Í samgöngu- og innviðaáætlun
Norðurlands vestra, sem stjórn Sam-
taka sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra samþykkti í júní 2019, er lögð
áhersla á að Blönduósflugvöllur verði
skilgreindur fyrir sjúkraflug og tryggt
að hann geti þjónað flugi með við-
unandi hætti. Hið sama á við um Alex-
andersflugvöll á Sauðárkróki en svæðið
getur verið torvelt, sérstaklega á vetr-
um, og því er mikilvægt að flugvellirnir
geti þjónað sjúkraflugi með viðunandi
hætti.
Við vinnslu nýsamþykktrar sam-
gönguáætlunar gerði umhverfis- og
samgöngunefnd það að tillögu sinni að
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytið hefði forystu um samstarf
við önnur ráðuneyti og hagaðila um
flokkun flugvalla, að teknu tilliti til
hlutverks þeirra; endurskoðaði og setti
reglugerð um lágmarksskilyrði fyrir
hvern flokk hvað varðar útlit, búnað og
flugtæknileg atriði. Jafnframt yrði
horft til þess markmiðs í flugstefnu um
öruggar flugsamgöngur sem meðal
annars kveður á um að lagt sé mat á
lendingarstaði með hliðsjón af öryggis-
hlutverki þeirra.
Alþjóðaflugvellir og áætlunar-
flugvellir innanlands nýtast vissulega
vel fyrir öryggis- og sjúkraflug. Það er
hins vegar mikilvægt í upphafi slíkrar
vinnu að skilgreina hvaða flugvellir eru
hafðir til reiðu fyrir sjúkraflug og flug
sem tengist þjóðaröryggi og náttúruvá,
en eru ekki nýttir fyrir reglubundið
farþegaflug í grunnnetinu. Dæmi um
slíka flugvelli eru fyrrnefndur Blöndu-
ósflugvöllur, Norðfjarðarflugvöllur og
ýmsir valkostir á Suðausturlandi, og þá
sérstaklega í Skaftafelli þar sem allur
búnaður er til staðar og því lítill kostn-
aður að koma vellinum í það horf að
hann geti þjónað sem neyðar- og
sjúkraflugvöllur á þessu víðfeðma
svæði sem Suðurlandið er.
Flugið og almannavarnir
Flugför sem nýtt eru til almanna-
varna, svo sem þyrlur og flugvél Land-
helgisgæslunnar, þurfa að hafa greiðan
aðgang að þessum flugvöllum, eink-
anlega við erfiðar aðstæður. Kortleggja
þarf viðbragðstíma og skilgreina þessa
flugvelli með aðstoð heilbrigðisráðu-
neytisins, flugrekenda sem sinna
sjúkraflugi, Landhelgisgæslunnar og
almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra. Við þingmennirnir sem
höfum látið okkur þessi málefni varða
teljum að með því að styrkja öryggis-
viðbragðið styðjum við hvert við annað
og gerum öllum kleift að nýta sér þá
opinberu þjónustu sem fyrir hendi er,
óháð því hvar slys ber að höndum.
Þegar hver mínúta skiptir máli
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson og
Vilhjálm Árnason
» Óháð því hversu öfl-
ugan flota við mun-
um búa við koma tækin
ekki að gagni nema
aðgengi sé tryggt að
góðum og öruggum
lendingarstöðum.
Njáll Trausti
Friðbertsson
Höfundar eru þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins. Njáll Trausti er 6. þing-
maður Norðausturkjördæmis og situr
í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd.
Vilhjálmur er 9. þingmaður Suður-
kjördæmis og situr í umhverfis- og
samgöngunefnd og velferðarnefnd.
Vilhjálmur
Árnason
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
820 6511
Kristján
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
691 4252
Halla
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Lögg. fast.
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
B
irt
m
eð
fyrirvara
um
verð-
og
m
yndabrengl.
Verð á sjálfskiptum Korando DLX: 4.990.00 kr.
Nú 4.740.000 kr.
Fimm ára
ábyrgð
+ 178 hestöfl, 400 Nm
+ 2ja tonna dráttargeta
+ Fjórhjóladrif með læsingu
+ Ótrúlega rúmgóður
+ Gott aðgengi
+ Fimm ára ábyrgð
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
ÖRFÁIR SÝNINGARBÍLAR Á LAGER!
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020
Opið í dag!
25
0.0
00
kr.
afs
lát
tur
benni.is
Nánari upplýsingar um búnað á
Í haust verða göng
milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar vígð. Þar
eygjum við gríðarlega
samgöngubót á Vest-
fjörðum. Heils-
árssamgöngur milli
norður- og suð-
ursvæðis eru að verða
að veruleika. Vega-
gerðin hefur boðið út
tvo fyrstu kaflana í
endurnýjun vegarins
um Dynjandisheiði, samtals um tíu
kílómetra langa. Vegur var lagður yf-
ir heiðina fyrir 61 ári og hefur það
verið þrekvirki á sínum tíma, veg-
urinn hefur líka notið friðhelgi síðan.
Það má líka kalla það þrekvirki Vest-
firðinga að mega bíða eftir sam-
göngubótum á þessu svæði í svo lang-
an tíma, svo ekki sé talað um
samgöngubætur á suðurfjörðum og
suður í Dali. Dynjandisheiðin er löng
en fremur snjólétt miðað við vest-
firskar heiðar og með bættum vegi
ætti ekki að vera erfitt að þjónusta
heiðina yfir vetrartímann á vestfirsk-
an mælikvarða.
Nú hefur Vegagerðin sett í útboð
10 km kafla á Dynjandisheiðinni sem
eru tveir kaflar við heiðarsporð hvor-
um megin; annars vegar fyrir Með-
alnesið og svo upp frá Vatnsfirði upp
á heiðina að sunnanverðu. Verkin
hæfust í haust og ætti að vera lokið
fyrir lok næsta árs og verður unnið
svo áfram með uppbyggingu heið-
arinnar sem skipulag og hönnun veg-
arins leyfir. Hver áfangi er mik-
ilvægur og þótt við vildum sjá hraðari
framvindu þá er verkið hafið og það
er fyrir mestu. Uppbygging vegarins
bætir einnig aðstæður til vetrarþjón-
ustu og því mikilvægt að
leiðinni frá heiðinni nið-
ur Arnarfjörðinn til
Bíldudals verði hraðað
enda miklir flutningar
frá Bíldudal og suður
vegna fiskeldisins.
Vetrarþjónusta fimm
daga vikunnar
Vetrarþjónusta á
Dynjandisheiði hefur
fylgt G-reglu Vegagerð-
arinnar. Þessi regla
endurspeglar þá órjúf-
anlegu leið sem þær systur Dynj-
andis- og Hrafnseyrarheiðar byggðu.
Aðstæður á Hrafnseyrarheiðinni
hafa stýrt þessari reglu, eðlilega. Nú
skilur leiðir þessara fjallvega og hinn
erfiði fjallvegur yfir Hrafnseyrar-
heiðina verður ekki til staðar eftir
opnun ganga. Vegagerðin hefur þeg-
ar ráðgert að halda uppi þjónustu
fimm daga vikunnar í vetur eins og
mögulegt er. Vetrarþjónusta er nauð-
synleg og auka þarf þjónustuna strax
til að fá reynslu af því hvernig eigi að
festa hana í sessi í framtíðinni. Ör-
yggi vegfarenda er höfð að leiðarljósi
við framkvæmdir og þjónustu á veg-
um landsins, því er góð vetrarþjón-
usta lykilatriði fyrir þá samfélags-
mynd sem ríkir.
Friðhelgi Dynjand-
isheiðar rofin
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
»Dýrafjarðargöng
verða vígð núna í
haust. Þar eygjum við
mikla samgöngubót og
heilsárssamgöngur
verða að veruleika.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð-
velt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðs-
ins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig
sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda grein-
ar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.