Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 34

Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 ✝ Sigfús FannarStefánsson fæddist 24. maí 1969. Hann lést á heimili sínu hinn 19. ágúst 2020. For- eldrar hans eru Anna Sigfúsdóttir, f. 21. júní 1951, og Stefán Pétur Jóns- son, f. 3. maí 1951. Systkini Sigfúsar samfeðra eru Berg- þór Máni, Harpa Hrönn og Sig- urður Sindri. Móðir þeirra er Ár- dís Sigurðardóttir. Sigfús var ókvæntur og barnlaus. Sigfús eða Fúsi Fannar, eins og hann var gjarnan kallaður, var alinn upp á Selási 23 á Egils- stöðum hjá móðurforeldrum sín- um þeim Sigfúsi Gunnlaugssyni og Láru Guðmundsdóttur. Fúsi lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum árið 1991 og flutti í kjölfarið til Reykjavíkur til að stunda nám í kerfisfræði. Í framhaldinu hóf hann störf hjá hugbúnaðardeild Tæknivals. Eftir samruna nokkurra fyrirtækja endaði Fúsi sem starfs- maður Advania og starfað þar til árs- ins 2016 þegar hann flutti sig til Rarik. Fúsi hafi mikinn áhuga á íþróttum. Stærstu hlutverki gegndi fótboltinn en á seinni árum fór hann að stunda golf í góðra vina hópi. Tónlist átt einnig stóran sess í lífi Fúsa, sérstaklega á unglingsárunum en þá stofnuðu þeir félagarnir hljómsveitina Ýmsir flytjendur. Þeir töldu gjarnan í vinirnir ef þeir voru all- ir staddir fyrir austan. Útför Sigfúsar Fannars verð- ur gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, 5. september 2020, klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni streymt á egilsstaðakirkja.is. Virkan hlekk má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat. Elsku vinur – bróðir minn. Það hefur verið gríðarlega erf- itt að byrja á þessum skrifum. Ég held að ég sé búin að byrja og hætta við oftar en ég kæri mig um að muna. Ég er ekki gömul í fyrstu minningunum sem ég á um þig. Þær tengjast heimsóknum á Sel- ásinn korter í jól og bakkelsinu hennar Láru ömmu þinnar sem var svo yndisleg. Ég skildi ekki hvernig hún gat verið amma þín en ekki mín því þú varst jú bróðir minn. Og það sem þú varst nú glæsi- legur bróðir í augum lítillar stúlku sem slóst linnulaust við hina bræður sína tvo. Ég vona að hinir tveir fyrirgefi mér saman- burðinn en mér fannst ekki alltaf sanngjarnt að eiga svona lúxus- bróður (sem var alltaf góður við mig, stríddi ekki og gaf í ofanálag flottustu jólagjafir í heimi) sem ég gat ekki bara hitt þegar mér hentaði. En krakkar skilja ekki hvað svona mál geta verið flókin, þó bæði ég og þú vitum núna að allir voru að gera sitt besta miðað við aðstæður. Eitt skiptið sem það tókst að lokka þig í heimsókn niður á Seyðisfjörð situr vel í minning- unni. Eftir á að hyggja er ég eig- inlega hissa á að það hafi tekist oftar en einu sinni því þar fékkstu þrjú yngri systkini á einu bretti sem slógust eins og villidýr allan tímann um athygli þína og gáfu þér ekki augnabliksfrið. Rólegheitamaðurinn þú vissir auðvitað ekkert hvernig þú áttir að tækla svona brjálæðinga en gerðir það engu að síður svo vel að aðdáun mín á stóra bróður varð enn meiri, þó ég sé nú ekki endilega sannfærð um að sú að- dáun hafi verið gagnkvæm akk- úrat þá. Þegar við „brjálæðingarnir“ vorum orðin nokkuð skynsamt, ungt fólk og hætt að slást náðum við að byggja upp gott samband við þig og það er ég óendanlega þakklát fyrir. Á móti kom að ég uppgötvaði fyrst á fullorðinsárum hvað þú varst ferlega stríðinn, en þú bætt- ir nú upp fyrir það á svo margan annan hátt að ég gat alveg fyr- irgefið það. Til dæmis varstu börnunum okkar ákaflega góður „Fúsi frændi“ og þau litu öll upp til þín. Ein jólin sendirðu sonum okk- ar Sigga rosalega flotta bíla sem þeir stóðu á öndinni yfir – og við líka – alveg þangað til við upp- götvuðum hávaðann sem þeir gáfu frá sér. Þó jókst aðdáun barnanna enn meir á meðan við foreldrarnir hugsuðum þér þegj- andi þörfina. Og það sem þú hlóst þegar við höfðum orð á þessu – þá var markmiðinu augljóslega náð. Tengslin milli þín og bæði for- eldra minna og bræðra voru orðin sterk og landflótta lýðurinn ég var eðlilega talsverður eftirbátur þar. Þú varst nefnilega ekki mikið fyrir einhverjar „spontant“ hug- myndir, eins og að hoppa upp í flugvél í óskilgreinda heimsókn. Það hentaði þér illa. Ég var samt alveg að verða búin að tala þig inn á að koma til Köben þegar við fyndum einhverja góða tónleika – og búa hjá mér á meðan. Úr þeirri ferð verður ekki úr þessu og ég þarf að sætta mig við að fá ekki að dekra við þig, eins og þú hefur dekrað við mig þegar ég hef kom- ið til Íslands. Sofðu vel elsku bróðir. Þín systir, Harpa. Kæri frændi. Fréttirnar af skyndilegu frá- falli þínu voru mikið og óvænt áfall, það er einhvern veginn óskiljanlegt að þú sért farinn. Síðan ég var polli þá hef ég ávallt litið upp til Fúsa frænda, þessa hávaxna bassaleikara sem fannst ekkert skemmtilegra en að horfa á fótbolta eða spila golf með vin- um sínum. Einhver jólin gafstu mér forláta Man Utd-húfu og þar með var það ákveðið fyrir lífstíð, ég skyldi styðja Man Utd eins og Fúsi frændi, það var engin spurn- ing um það. Ég spurði þig ein- hvern tímann að því hvort þú hefðir gefið mér þessa húfu til þess að ég myndi örugglega styðja rétt lið, að sjálfsögðu, svar- aðir þú og hlóst dátt. Þegar þú varst fluttur til Reykjavíkur tók ég við því hlut- verki þínu að horfa á enska bolt- ann með afa og skammast yfir klaufagangi leikmanna. Síðar þegar ég var einnig fluttur til Reykjavíkur þá horfðum við ósjaldan á okkar menn í Man Utd spila. Við frændurnir höfðum það meira að segja af að fara á leik saman og sjá frækinn sigur okkar manna á Barcelona í undanúrslit- um Meistaradeildarinnar árið 2007. Þessi einstaka ferð okkar er ljóslifandi í minni mér þegar ég rita þessi orð. Ég minnist þess samt fyrst og fremst hversu þolinmóður, hjálp- samur og einstaklega góður ein- staklingur þú varst. Það stóð aldrei á þér að hjálpa til ef á þurfti að halda. Eitt var það þó sem þú tókst ekki í mál, að skutla frænda þínum í flug til Keflavíkur um miðja nótt, það var ekki um það að ræða, svo snemma vakn- aðir þú ekki ótilneyddur. Síðasta sumar ferðaðist þú með fjölskyld- unni til Svíþjóðar í brúðkaupið okkar, tókst meira að segja að þér að fararstjórn fyrir allan hóp- inn á leiðinni út. Þegar til Sví- þjóðar var komið þá varstu sjálf- um þér líkur, alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef eftir því var leitað, sama hvert verkefnið var. Það var okkur ákaflega mikils virði að þú skyldir koma og verja þessari viku með okkur. Kæri frændi, þín verður sárt saknað, hvíl í friði, í síðasta skipt- ið segi ég, vertu blessaður. Hafþór Húni Guðmundsson. Það er erfitt að hugsa til þess að Fúsi frændi minn sé fallinn frá, að hugsa að við eigum aldrei eftir að hlæja með honum aftur. Það er þó óhjákvæmilegt að brosa í gegnum tárin þegar farið er í gegnum minningabankann enda alltaf stutt í grínið og hlát- urinn hjá Fúsa. Fúsi var alinn upp hjá ömmu og afa á Selásnum. Sem barn furðaði ég mig lengi vel á því hversu lengi hann gæti eiginlega sofið og hversu mikið kók hann gæti eiginlega drukkið. Seinna meir tengdi ég þó vel við það. Svefnfrið unglingsins um helgar var þó iðulega raskað þegar frændsystkin hans ruddust í sunnudagskaffi til ömmu og afa. Leikurinn fór yfirleitt fram á sama veg. Við læddumst inn, hann þóttist vera sofandi alveg þangað til við vorum komin að rúminu og þá hrekkti hann okkur svo að við hlupum rakleiðis út með ómandi hlátur hans að baki. Eftir að Fúsi flutti suður bauð hann okkur alltaf í mat þegar við mættum í bæinn og bauð alltaf upp á það sama; fötu af KFC- kjúklingi. Jafnvel eftir að hann flutti af Vífilsgötunni var hann yf- irleitt snöggur að mæta með föt- una þegar við birtumst. Fúsi var mikill grínisti og ein- staklega yfirvegaður maður. Það voru sjálfsagt fáir sófar sem urðu á hans vegi sem hann ekki kastaði sér aðeins í enda sat hann aldrei uppréttur ef hann mögulega gat legið. Hann var með eindæmum varkár og anaði aldrei út í neitt nema að vel athuguðu máli. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa alist upp með þennan góða frænda mér við hlið og að dóttir mín hafi fengið að kynnast góð- vild og Andrésar andar-eftir- hermum hans. Takk fyrir samveruna og allar minningarnar elsku frændi. Það var rétt hjá þér eins og þú hélst statt og stöðugt fram: Fúsi frændi er bestur. Lára Guðmundsdóttir. Ég kynntist Fúsa á fyrsta ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1985. Þar urðum við ágætisk- unningjar en síðan skildu leiðir. Þegar ég byrjaði að vinna í Ax hugbúnaðarhúsi var Fúsi fyrsti maður sem ég hitti og þar urðum við góðir vinir. Báðir einhleypir og stunduðum gjarnan bæjar- ferðir um helgar og þá var mikið grínast og mikið hlegið. Og ekki var nú leiðinlegt í Ax-starfs- mannaferðinni til Barcelona þar sem við kynntum okkur menn- ingu Spánar heila helgi og fórum á árshátíð. Frá þessum tíma höf- um við alltaf haldið góðu sam- bandi. Við gengum í Golfklúbb Mosfellsbæjar og spiluðum þar saman fjórir félagar í nokkur ár. Í golfinu áttum við langa og skemmtilega tíma enda Fúsi sér- staklega áhugasamur um golf og golfreglur. Það var alveg von- laust að hagræða höggfjölda á einstaka braut ef illa gekk, því Fúsi dæmdi það strax samkvæmt golfbókinni. Fúsi var alltaf með þrist-súkkulaði og koníak í pok- anum og gaf öllum í hollinu verð- laun ef menn voru undir pari. En Fúsi var góður golfari og stund- aði það mikið á sumrin. Fúsi var alltaf léttur og skemmtilegur. Þegar ég hitti hann eða heyrði í honum í síma þá byrjaði hann oft með hávaða og gerði stöðugt grín að mér og gjarnan um hvað hann væri stór miðað við mig, en róaðist svo eftir tvær mínútur og hefðbundið spjall um daginn og veginn tók við. Fúsi hafði sérstaka hæfileika á að senda fyndin skilaboð á net- miðlum og í tölvupósti og ekki voru þau öll hæf til frekari birt- ingar. En fyrst og fremst var Fúsi góður drengur, heiðarlegur og samviskusamur. Hann var góð- mennskan í gegn og vildi öllum gera vel. Fúsi var maður sem öll- um þótti vænt um og ég efast um að nokkurn tímann hafi hann eignast óvin á sinni ævi. Frá því að yngsta dóttir mín fæddist hef- ur Fúsi mætt á hverju Þorláks- messukvöldi að skoða hjá okkur jólin og gefa Birtu jólapakka. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Sorgin og söknuð- urinn er mikill, þetta er alltof snemmt. Mig langar að þakka fyrir það að hafa fengið að kynn- ast þér, Fúsi minn, og eyða með þér tíma. Ég mun sakna þess að þær stundir verða ekki fleiri. Óli Pétur. Það er undarlegt að skrifa kveðjuorð til félaga og vinar sem maður reiknaði með að eiga að svo miklu lengur. Svona er lífið hverfult. Í minningunni hef ég fylgst með og átt samleið með Sigfúsi Fannari frá því að hann var smá peyi. Þá þegar voru hann og Jónatan bróðir minn orðnir miklir vinir. Vinátta þeirra var alla tíð einstök. Ég á myndir af þeim í huga mínum við leik og stúss fyrir framan Selásinn, á lóð- inni á Laufás, á horninu hjá Orm- ari eða við bílskúrinn hans Ingi- mars. Stundum er stubba með á mynd. Líklega Björg Petru og Björns. Það var samt ekki fyrr en þeir stubbar voru orðnir fullorðn- ir sem ég naut vináttu þeirra og við Fúsi kynntumst betur. Í fjölda ára ferðuðumst við yfir veturinn nær vikulega úr Vest- urbæ upp í Ártún og aftur til baka. Erindið var bumbubolti, karfa. Oftar en ekki var áður hringt og Fúsi í símanum: „Jæja, á ekki drífa sig?“ Ég: „Jú er það ekki. Annars nenni ég nú varla.“ Hann: „Blessaður þú kemur, verð fyrir utan eftir þrjár.“ Ég svara: „Ok. Ég geri þá ekkert annað en rífa kjaft.“ Áður en símtali lauk fékk ég að heyra: „Þú gerir það nú hvort sem er,“ og hlátur. Úr körfunni á ég í huga mér mynd- bönd þar sem farið er að síga í kall. Upp úr því birtist „Kareem Abdul Jabbar“ og var óstöðvandi. Stundirnar notuðum við mikið í að rifja upp okkar sögusvið í þorpinu fyrir austan. Þorpinu sem kúrir undir ásunum fögru á Héraði. Austan megin fljóts. Sameiginlegt var að þykja vænt um þorpið og fólkið sem þar bjó og býr. Oftar en ekki blandaðist inn í þá umræðu afi hans og nafni sem báðir virtu og þótti vænt um. Sigfús Fannar var ljúfur mað- ur og skemmtilegur, ráðagóður, kankvís og stríðinn. Stríðnin allt- af góðlátleg. Aldrei talaði hann illa um nokkurn mann. Allt of snemma er góður maður genginn. Glettin tilsvörin eru þögnuð. Góð- leg hæverskan og ekki síst gef- andi samveran nú minningin ein. Minningin lifir. Fjölskyldu hans og vinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Emil Thoroddsen. Því segi ég það, ef þú átt vin í raun, fyrir þína hönd, guði sé laun. (Jóhann G. Jóhannsson) Fúsi var þessi gjöf til mín og margra annarra. Við Fúsi bund- umst vinaböndum sem strákpoll- ar á Egilsstöðum og þau bönd slitnuðu aldrei. Við vorum reynd- ar ákaflega ólíklegir til að mynda svona gott vinasamband. Hann rólyndisdrengur, hávaxinn eins og ofvaxin ösp en ég dvergvaxinn, hávaðasamur og sírífandi kjaft. Einhvern veginn smullum við samt saman og náðum að skapa mörg ógleymanleg ævintýri. Fúsa þótti einstaklega vænt um æskuslóðir sínar og sótti mikið í að komast til Egilsstaða til að hitta vini og ættingja. Rólegt yf- irbragð bæjarins og fólksins auk nálægðar við náttúruna hentaði jarðtengingu hans vel. Við Fúsi brölluðum margt saman á alltof stuttri ævi hans og okkur tókst býsna vel að skemmta okkur. Þær minningar á ég í hjarta mínu og mun rifja upp til huggunar og til að reyna að fylla upp í tómarúmið í hjart- anu. Fúsi var yfirvegaður en samt svo fjörmikill að hann gæddi allt gleði þótt aðstæður gæfu ekki alltaf tilefni til þess. Það var meira að segja fantagaman að vinna í fiski á Djúpavogi og gista í skítkaldri verbúð að vetrarlagi á verkfallstímum á menntaskólaár- unum. Þá fann hann alltaf tilefni til að hlæja að einhverju þótt hann væri ósofinn flestar nætur sökum þess hvað ég hraut mikið. Við hlógum saman að því síðar. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á limaburð Fúsa því ein- stakar hreyfingar hvort sem var í íþróttum eða við gleðskap eru mér ógleymanlegar. Hann var nautsterkur en samt svo fimur með fótboltann á vinstri fæti og hafði alla burði til að verða af- reksmaður í íþróttum á sínum tíma. Danssporum Fúsa gleymir enginn sem varð vitni að þeim og gleðinni sem fylgdi þeim. Það var sko pottþétt stuð og ógleyman- legt kvöld fram undan þegar Fúsi spretti úr spori á dansgólfinu. Fúsi var einstaklega heiðar- legur maður og sannur vinur vina sinna. Hann stóð alltaf þétt við bakið á mér á erfiðum stundum í mínu lífi og var ávallt reiðubúinn að hjálpa ef til hans var leitað. Nærvera hans fyllti mig örygg- iskennd og fældi í burtu kvíða og aðrar slæmar tilfinningar. Vin- átta er dýrmæt og Fúsi var mín perla, tærasta uppspretta góðra stunda og allra besti vinur og því verð ég að þakka æðri máttar- völdum fyrir þann dýrmæta tíma sem ég fékk með þessum gæða- vini mínum. Ég vona svo innilega að allir fái að njóta vinar eins og Fúsa á lífsleiðinni. Fjölskyldu Fúsa vil ég votta mínu dýpstu samúð og ég veit að missir ykkar er mikill. Ég veit að hann elskaði ykkur og óskaði ykkur alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Einnig vona ég að gleðin, umhyggjan og kær- leikurinn sem Fúsi gaf okkur öll- um verði ykkur leiðarljós á þess- ari sorgarstundu. Þakka þér Fúsi fyrir að vera vinur minn. Þú gæddir líf mitt lit og hamingju. Ég mun sakna þín öllum stundum, alveg þangað til við hittumst aftur. Megi æðri máttarvöld taka á móti þér með góðsemi og hlýju eins og þeirri sem þú gafst okkur sem kveðjum þig nú. Þinn vinur, Jónatan Fjalar Vilhjálmsson. Við kveðjum nú með söknuði samstarfsmann okkar og félaga, Sigfús Fannar Stefánsson, eða Fúsa eins og hann var yfirleitt kallaður, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu. Fréttir af andláti hans komu eins og þruma úr heið- skíru lofti. Fúsi varð starfsmaður RARIK vorið 2016 og hafði því verið starfsmaður fyrirtækisins í rúm fjögur ár. Hann hafði hins vegar unnið fyrir okkur mun lengur, eða í um tvo áratugi, við þjónustu og þróun hugbúnaðar- lausna, fyrst hjá Tæknivali, síðan Ax hugbúnaðarhúsi, þá HugurAx og loks Advania. Hann átti stóran þátt í þróun hugbúnaðar fyrir mælakerfi og reikningagerð fyrirtækisins og var í miklum og góðum samskiptum við starfs- menn RARIK sem leiddi til þess að hann kom að lokum til starfa hjá fyrirtækinu við áframhald- andi þróun og undirbúning að endurnýjun þeirra kerfa sem hann hafði áður unnið við. Það má segja að það sem ein- kenndi Fúsa hafi verið heiðarleiki og þrautseigja. Hann var léttur í skapi og grínið ætíð skammt und- an og eignaðist hann því marga vini sem hann ræktaði vel. Hann var félagslyndur maður og innan RARIK var hann hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir og notaði ýmis skemmtileg orðatil- tæki sem fékk fólk til að brosa. En vinnuna lét hann ætíð ganga fyrir og til hans mátti leita hve- nær sem var. Hann var meðvit- aður um þá ábyrgð sem fylgdi starfinu og naut þess að leysa við- fangsefnin. Þá var ekki spurt um hvað klukkan væri og ósjaldan tók hann verkefnin með sér heim. Fúsi var íhaldssamur og ekki fljótur að taka ákvarðanir, en sá húmorinn í því sjálfur og gerði óspart grín að því. Kíkti kannski á fasteignauglýsingarnar, fór í vettvangsskoðanir og fann jafn- vel frábærar íbúðir, en missti af þeim öllum. Eins var það með bílamálin – alltaf við það að skipta, en lítið gerðist. Svo gerði hann mest grín að þessu sjálfur. Egilsstaðir voru hans heimabær. Þar ólst hann upp og eignaðist góða vini fyrir lífstíð. Hann var duglegur að skreppa austur og tók þá oft „gigg“ með hljómsveit- arfélögum sínum, fór á leiki Hatt- ar í körfu eða fótbolta, auk þess að heimsækja bræður sína og föð- ur sem búa fyrir austan. Hann var golfari og naut þess að stunda golfið bæði innanlands og utan. En liðin hans voru Höttur og ManUtd, þótt hann hafi einnig verið orðinn svolítill KR-ingur. Andlát Fúsa bar fyrirvaralaust að og erfitt er að meðtaka að hann sé ekki lengur hluti af hópn- um. Og það verður erfitt að fylla skarð hans. Nú getum við ekki annað en syrgt góðan félaga, þakkað fyrir vináttu hans, það traust og trúnað sem hann sýndi starfi sínu og öllum vinnufélögum og þá alúð sem hann sýndi í öllum sínum verkum. Fjölskyldu hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Sigfús Fannar Stefánsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.