Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 38

Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert vinsæll og nóg er um að velja í félagsstarfinu. Leggðu þig fram við vinnu þína í dag og þá muntu ná árangri á morg- un. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er dýrmætt að geta haldið sér í takti við umhverfi sitt og unnið úr jákvæðu straumunum sem leika um líf okkar. Vertu óhræddur við að hrinda áætlunum í fram- kvæmd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það kann ekki góðri lukku að stýra ef þú hefur ekki samráð við þína nán- ustu um hluti, sem snerta ykkur öll. Ekki ana að hlutunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ný kynni gætu tekist í dag fyrir milligöngu fjölskyldunnar. Farðu þér hægt í fjárfestingum og ferðalögum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er rétti tíminn til að taka hem- ilishaldið föstum tökum, ganga frá og gera nauðsynlegar úrbætur. Fáðu vini þína og fjölskyldu til þess að taka þátt í því með þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þitt góða skap smitar út frá sér í all- ar áttir og fólk laðast að þér fyrir vikið. Áætlun sem þú vinnur að mun ganga upp og árangurinn verða góður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ýmislegt á seyði í kringum þig, en þolinmæðin þrautir vinnur allar. Dag- urinn í dag hentar sérstaklega vel til að hefjast handa við nýtt verkefni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt lík- ama þinn. Ræktaðu sambönd við vini þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur unnið skipulega og nú er komið að næsta stigi málsins. Fólk sem hefur breytt sárum tilfinningum í eitthvað fallegt snertir þig auðveldlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum á maður að taka eitt- hvað til bragðs og stundum er best að gera ekki neitt. Sýndu bara þolinmæði og þá munu allir hlutir leysast að lokum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hugsar mikið um sameig- inlegar eigur og hvernig hægt er að deila með öðrum í dag. Búðu þig undir óvænta gestakomu, birgðu þig upp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt óvenju auðvelt með að tjá maka þínum og vinum tilfinningar þínar. Samtal við vin mun sýna fram á þetta. Þegar Guðný var komin fast að fimmtugu fór hún í Háskólann á Akureyri og stundaði nám samfara vinnu. „Þetta var heilmikil vinna en ég fór í stjórnunarnám sem tengdist beint stjórnun sveitarfélaga og lauk seinni fjögur árin, og því fylgdi seta í ýmsum ráðum og nefndum, s.s Hér- aðsnefnd Þingeyinga og einnig var hún varformaður Eyþings, sam- bands sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. G uðný fæddist 5. sept- ember 1950 í Austur- görðum í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp til sex ára aldurs en þá flutti fjölskyldan í Hrútafjörð þar sem faðir hennar kenndi við Reykjaskóla næstu þrjú árin. „Þetta var tveggja daga ferða- lag, farið upp Hólasand í gegnum Mývatnssveit og þaðan til Akureyr- ar. Þar var svo gist og síðan keyrt þaðan daginn eftir í Hrútafjörðinn. Það er ótrúlegt hvað maður er búinn að lifa miklar breytingar. Fjöl- skyldan fluttist aftur í Austurgarð og bjó þar alla tíð síðan að frátöldum einum vetri þegar Björn var skóla- stjóri í Núpasveitarskóla. „Það er alveg sama þótt ég hafi flust til Reykjavíkur, ég er alltaf sveitastelpa inn við beinið.“ Árin liðu við þá hefðbundnu skólagöngu sem þá var í boði og síðar fór Guðný í menntaskóla í fjarnámi. Guðný og maður hennar Jónas stofnuðu nýbýlið Austurgarða 2 og bjuggu þar fjárbúi í 15 ár með börn og buru. „Það var alveg nóg að gera með börnin og búskapinn, svo allar hugmyndir um frekara nám varð ég að leggja á hilluna.“ Hún segir að það hafi verið afar gott að ala upp börnin í sveitinni. „Þau alast upp við svo mikið frjálsræði og eins verða þau mjög sjálfstæð, því þau þurfa að fara snemma í skóla og læra að standa á eigin fótum og verða sterk- ari fyrir vikið, þótt vissulega henti það ekki öllum.“ Eftir 15 ár ákváðu Guðný og Jónas að bregða búi þegar það þurfti að skera niður allan fjár- stofninn vegna riðuveiki. Það var þung ákvörðun, en með viljann að vopni ákváðu hjónin að venda sínu kvæði í kross og hefja störf á nýjum vettvangi. Þá tók við vinna við fiskeldi í Ár- laxi hf. þar til fyrirtækið hætti störf- um og var Guðný stöðvarstjóri síð- asta timabilið. Einnig áttu þau hjónin litla fiskeldisstöð á Húsavík auk þess að vera með smábátaútgerð þaðan. Allan tímann var Guðný mjög virk í félagsmálum í sveitinni. Hún sat í sveitarstjórn í átta ár, þar af oddviti diplómuprófi í stjórnun og rekstri. Þegar Öxarfjarðardeild Rauða krossins var stofnuð í kjölfar Kröflu- elda árið 1976 gekk Guðný til liðs við deildina og eftir það varð ekki aftur snúið. Starf Rauða krossins heillaði hana frá fyrstu stundu og var hún sjálfboðaliði í deildinni en síðar tók hún við formennsku svæðisráðs deilda á Norðurlandi. Það var svo árið 2001 sem hún réðst sem starfsmaður Rauða kross- ins og vann þar þar til að hún hætti nú í vor. Árið 2010 ákvað Guðný að mennta sig meðfram vinnunni og lauk diplómuprófi í verkfærastjórn- un, sem nýttist mjög vel í starfi. Fyrstu árin sem starfsmaður var Guðný svæðisfulltrúi á Norðurlandi þar til hún flutti sig í höfuðstöðvar Rauða krossins þar sem hún tók við sviðsstjórastöðu og seinna sem erindreki stjórnarinnar. „Ég varð strax heilluð af hugmyndafræði Rauða krossins og sérstaklega þeirri hugmynd að þeir sem höllum fæti Guðný Halldóra Björnsdóttir, fv. sviðsstjóri og erindreki Rauða krossins – 70 ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Rauði krossinn Guðný naut þess að leggja sitt af mörkum við að hjálpa þeim sem minna mega sín. Mikilvægt að allir eigi sér málsvara Fjölskyldan Það jafnast fátt á við að koma saman úti í sveit. 40 ára Stefán Logi ólst upp í Reykjavík en býr núna í Kópavogi. Hann er verslunarstjóri hjá Sportvörum og markmannsþjálfari hjá Selfossi. Hann spilaði í Þýskalandi, Englandi og á Norðurlöndunum, en hér heima lengst af hjá KR. Maki: Elsa Rut Óðinsdóttir, f. 1986, grunnskólakennari. Börn: Isabella Ósk, f. 2006, Emelía Björk, f. 2011, og Alexander Þór, f. 2015. Foreldar: Magnús Gestsson, f. 1959, sölumaður í Hafnarfirði, og Hafdís Karls- dóttir, f. 1959, sem rekur fyrirtæki í Sví- þjóð. Stefán Logi Magnússon 40 ára Jón Björgvin ólst upp í Möðrudal á Fjöllum á Norðurlandi eystraen býr núna á Teigaseli 2 í Jökuldal í Fljótsdalshéraði. Jón er bóndi og verk- taki. Maki: Linda Björk Kjartansdóttir, f. 1987, bóndi. Börn: Heiðdís Jökla, f. 2011, Snærún Hrafna, f. 2013, og Fannar Tindur, f. 2015. Foreldrar: Vernharður Vilhjálms- son, f. 1939, var bóndi á Möðrudal, og Anna Birna Snæþórsdóttir, f. 1948, bóndi og húsfreyja. Þau búa núna á Egils- stöðum. Jón Björgvin Vernharðsson OPIÐ HÚS þriðjudaginn 8. september kl. 18.00-18.30 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Snorrabraut 40, 105 RVK Verð 34,5 m. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Falleg og vel skipulögð tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í miðborg Reykjavíkur. Stofa og herbergi með parketi á gólfi. Eldhúsið er með hvítri háglans innréttinginu, gert ráð fyrir barstólum í eldhúsi. Baðherbergið er með hvítri innréttingu, flísalagt með ljósgráum flísum, sturta, steinn á gólfi. Upp í risi er aukaherbergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. Íbúð - Stærð 55,6 m2 Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.