Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 48
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skjöldur til minningar um Hjálmar Kristin Aðalsteinsson, íþróttakenn- ara og Íslandsmeistara í borðtennis, sem andaðist 25. janúar síðastliðinn, var afhjúpaður við íþróttahús Haga- skóla síðdegis í gær. Við sama tæki- færi var nafn nýlegs tennisvallar þar gert opinbert, og heitir hann Hjalla- völlur. Hjálmar, eða Hjalli eins og hann var gjarnan nefndur, sérhæfði sig í borðtennis og tennis. Hann æfði og keppti fyrir KR á sínum yngri árum, var landsliðsmaður og landsliðsþjálf- ari í borðtennis auk þess sem hann æfði og þjálfaði tennis í mörg ár. Vinum hans þótti því við hæfi að heiðra minningu hans með fyrr- nefndum hætti. Samtakamáttur Þórhallur Ólafsson lagði til við Reykjavíkurborg 2018 að bílastæði við enda íþróttahúss Hagaskóla yrði aftur gert að tennisvelli. Hugmyndin fór í hverfisval sama ár, var valin áfram og úr varð tennisvöllur. Í apríl sem leið reifaði hann við Ólaf Jó- hannsson, föður sinn og vin Hjalla, hvort ekki væri við hæfi að nefna völlinn Hjalla- eða Hjálmarsvöll. „Ég greip hugmyndina á lofti, hafði samband við nokkra félaga og spurði hvað þeim fyndist um að setja nokkrar krónur í að láta útbúa fal- legan og látlausan minningarskjöld og festa til dæmis á vegg íþrótta- hússins við völlinn,“ segir Ólafur. „Allir voru samþykkir og því var hafist handa við að útfæra hug- myndina.“ Í undirbúningsnefndinni voru auk Ólafs Ingibjörg Halldórsdóttir, Elín Mjöll Jónasdóttir, Hafdís Guð- mundsdóttir, Guðrún Þóra Hjalta- dóttir, Margrét Ásgeirsdóttir og Erna Valsdóttir. Margrét Björns- dóttir, ekkja Hjálmars, var höfð með í ráðum auk þess sem Stefán Örn Sigurðsson, æskuvinur hans, var fenginn til liðs við hópinn. Leyfi til framkvæmdarinnar fékkst hjá borginni og stjórnendum Hagaskóla. Formaður KR veitti samþykki fyrir því að KR-merkið yrði á skildinum og í kjölfarið var hann gerður. Starfsmenn borgar- innar sáu um að hreinsa beð á svæð- inu, fjarlægja illgresi og gróðursetja nýjar plöntur auk þess sem málað var yfir veggjakrot og völlurinn girt- ur af. Þetta er eini almennings- tennisvöllurinn í Vesturbænum og Ólafur segir að vel fari á því að hann sé á svæðinu. Mikill tennisáhugi sé fyrir vestan læk og enn sé í minnum haft þegar Boris Spasskí lék tennis á Melaskólalóðinni meðan heims- meistaraeinvígið við Bobby Fischer í skák stóð yfir 1972. „Íþróttin á allt gott skilið og ánægjulegt er að minn- ast Hjalla með þessum hætti,“ segir Ólafur. Margrét Ásgeirsdóttir, sem býr á horni Neshaga og Furumels, tekur í sama streng. „Völlurinn hefur verið nánast í notkun allan daginn og fram á kvöld í vor og sumar, jafnt virka daga sem um helgar,“ segir hún. Bætir við að völlurinn hafi verið lyftistöng fyrir hreyfiþörf íbúa á tíma samkomubanns. „Stálpaðir krakkar og ungt fólk er í meirihluta iðkenda og miðaldra fólk virðist vera að uppgötva völlinn. Mér finnst ánægjulegt að fylgjast með ungling- um leika sér í tennis á laugardags- kvöldum. Ég hef aldrei orðið vör við hávaða og læti frá vellinum og um- gengni er til fyrirmyndar.“ Hjallavöllur og minningarskjöldur Morgunblaðið/Eggert Íþróttir Hjálmar var síbrosandi og fór flestra sinna ferða á hjóli.  Tennisvöllur nefndur eftir Hjálmari Kristni Aðalsteinssyni Sómi Margrét Björnsdóttir, ekkja Hjálmars, afhjúpaði minningarskjöldinn. ... stærsti uppskriftarvefur landsins! LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta vann í gær af- ar huggulegan 1:0-sigur á Svíþjóð í undankeppni EM á Víkingsvelli. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sig- urmarkið er hann negldi boltanum í netið með enninu eftir hornspyrnu frá Ísak Bergmann Jóhannessyni. Svíþjóð vann leik liðanna á heimavelli sínum fyrir ári síðan 5:0 og var sigurinn því sérstaklega sætur. Ísland er í þriðja sæti riðilsins, fjórum stigum á eftir Írlandi sem er í toppsætinu og á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM. »41 Glæsilegur sigur íslensku strákanna á Svíum í Fossvogi ÍÞRÓTTIR MENNING Fiðluleikarinn Nicolas Lolli, sellóleikarinn Halla Bryndís Gylfadóttir og píanóleikarinn Mathias Susaas Hal- vorsen koma saman í fyrsta sinn í Hannesarholti sem tríóið Reykjavik Mozart Ensemble á hádegistónleikum á morgun, sunnudaginn 6. september, kl. 12.15. Í þessu fyrsta verkefni sínu sem tríó takast þau á við tvö stór- verk fyrir píanótríó eftir Smetana og Schubert. Frá fyrstu æfingu smullu þau saman í leikgleði án þess að þurfa að tala, segir í tilkynningu um tónleikana. Öll eru þau sammála um að kammertónlist skuli vera frjáls, sjálfsprottin, sveigjanleg og full af gleði. Reykjavík Mozart Ensemble leikur verk eftir Smetana og Schubert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.