Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 14
óháð útliti og þjóðfélagsstöðu.
Það virkar því einkennilega að
kirkjan skuli vera að auglýsa útlits-
mynd af Jesú, sem dregur athygli
að útlitinu fremur en boðskapnum.
Það særði marga múslima þegar
skrípamyndir af Múhameð voru
birtar og hafði það miklar hörm-
ungar í för með sér. Það eru því
mjög eðlileg viðbrögð hjá kristnu
fólki að mislíka þessi framsetning
kirkjunnar.
Það verður manni æ erfiðara að
fylgja trúarjátningunni sem segir
manni að trúa á almenna kirkju.
til með að hafa þveröfug áhrif og
særa marga.
Það eru örugglega margar mynd-
ir sem fólk gerir sér í hugarlund um
sinn kæra meistara. Samkvæmt
heimildum Nýja testamentisins
rúmaði boðskapur Krists alla menn
» Það virkar því ein-
kennilega að kirkjan
skuli vera að auglýsa
útlitsmynd af Jesú sem
dregur athygli að
útlitinu fremur en
boðskapnum.
Það virðist ein-
kennileg nálgun hjá
þjóðkirkjunni til að
auka vinsældir kirkj-
unnar að auglýsa Jesú
Krist með brjóst.
Eins og útlit frels-
arans sé aðalatriðið. Og
leggja áherslu á að
Frelsarinn hafi verið
„allskonar“. Þessi mál-
flutningur dregur at-
hyglina að útliti
meira en manngild-
inu og þeim yfirburð-
um er Kristur hafði
sem höfundur trúar-
bragða hins vest-
ræna heims.
Það er mín skoðun
að þessi nálgun
kirkjunnar til vin-
sælda sé ekki vel fall-
in til þess að ná
árangri heldur komi
Einkennileg nálgun
Eftir Kristján
Baldursson
Kristján Baldursson
Höfundur er eldri borgari.
kribald@gmail.com
Það er kunnara en frá
þurfi að segja að stór-
felld ásókn í alþjóðlega
vernd á Íslandi er að
hluta til skipulögð, en að
hluta til afleiðing víð-
kunnrar vitneskju um
barnalega afstöðu Ís-
lendinga til umsækjenda
um alþjóðlega vernd.
Hver telst
flóttamaður?
Samkvæmt alþjóðlegri skilgrein-
ingu er flóttamaður útlendingur sem
hefur ástæðuríkan ótta um að verða
ofsóttur vegna kynþáttar, trúar-
bragða, þjóðernis, aðildar að til-
teknum þjóðfélagshópi eða vegna
stjórnmálaskoðana. Einnig ef ástæða
er til að ætla að hann eigi á hættu að
sæta dauðarefsingu, pyndingum eða
annarri ómannúðlegri eða vanvirð-
andi meðferð eða refsingu eða að
hann verði fyrir alvarlegum skaða af
völdum handahófskennds ofbeldis
vegna vopnaðra átaka. Þeir sem ekki
uppfylla þessi skilyrði og þykjast
vera ofsóttir eru ólöglega í landinu.
Eru að notfæra sér aðstoð sem öðrum
er ætluð.
Ólöglegir umsækjendur
um alþjóðlega vernd og
lögmenn þeirra
Á Íslandi er það svo sem annars
staðar í Evrópu að víðtækt stuðnings-
net ýmissa aðila stendur að ólögleg-
um innflutningi fólks. Og reyndar í
fáeinum tilfellum við aðstoð að lögleg-
um innflutningi. Að mér telst til eru
um 30 manns í fullu starfi hjá Rauða
krossinum varðandi umsækjendur
um vernd, flestir lögfræðingar. Er þá
ótalinn fjöldi annarra lögfræðinga. Í
Danmörku myndi það þýða 500 slíkir
starfsmenn hjá Rauða krossinum!
Í flestum tilfellum blasir við hvorn
flokkinn umsækjendur fylla, þann
löglega eða ólöglega. Fólk frá Sýr-
landi og fáeinum öðrum löndum þann
fyrri, en t.d. frá Egyptalandi þann
síðari. Samt er það svo að í mörgum
tilfellum er lagt í langa og dýra veg-
ferð til að misnota aðstoð ætlaða
flóttafólki. Lögmenn mega auðvitað
ekki taka þátt í slíku atferli. Siða-
reglur lögmanna, sbr.
lög um lögmenn, segja
beinlínis að lögmaður
skuli svo til allra mála
leggja, sem hann veit
sannast eftir lögum.
Lögmaður skal ætíð
gefa skjólstæðingi
hlutlægt álit á málum
hans. Það leiðir af
framangreindu að það
að skipuleggja og taka
þátt í langri tafataktík
til að koma í veg fyrir
augljóslega lögmæta
brottvísun er andstætt
siðareglum. – En lög og siðareglur
eru víst bara bindandi þegar útkom-
an hentar öfgasinnuðu vinstrafólki.
Bræðralag múslima
Upphaf pólitískra öfga og hryðju-
verka í nafni íslams á 20. öld má rekja
til Bræðralags múslima. Stofnandinn
sagði: „Það er eðli íslams að drottna,
ekki láta stjórnast, setja lög sín yfir
allar þjóðir og útvíkka vald sitt til
allrar jarðarinnar.“ Þannig voru sam-
verkamenn bin-Laden, hryðjuverka-
mennirnir Ayman al-Zawahiri og
Khalid Sheikh Mohammed, upp-
fræddir í Bræðralagi múslima.
Skammur valdatími bræðralagsins í
Egyptalandi var blóði drifinn, kirkjur
kopta brenndar, þeir ofsóttir og
drepnir. Nú er bræðralagið eða hluti
þess hrein hryðjuverkasamtök. Í
Egyptalandi eru einungis fangelsaðir
þeir sem hafa tengsl við hryðjuverka-
samtök. – Hvaða viðtökur skyldi tal-
ibani sem sækti um alþjóðlega vernd
á Íslandi fá? Hæli eftir hæfilegar tafir
vegna þess að börnin væru orðin hag-
vön hjá manni sem er allt í senn;
skólastjóri, frambjóðandi Samfylk-
ingar og sérfræðingur fjölmiðlanna í
alþjóðalögum?
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
» Að skipuleggja og
taka þátt í langri
tafataktík til að koma í
veg fyrir augljóslega
lögmæta brottvísun er
andstætt siðareglum og
lögum um lögmenn.
Einar S.
Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Egyptum vísað úr landi
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Erna Solberg, for-
sætisráðherra Nor-
egs, var aðalræðu-
maður á fundi um
líffræðilega fjöl-
breytni sjávar sem
Norðurlandaráð stóð
fyrir 14. september sl.
Líffræðileg fjölbreytni
er eitt af þremur
áherslumálum for-
mennsku Íslands í
Norðurlandaráði á
þessu ári. Árið 2018 setti Solberg
á laggirnar alþjóðlega leiðtoga-
nefnd um sjálfbært sjávarhagkerfi.
Forsætisráðherrann stýrir nefnd-
inni en í henni sitja leiðtogar fjór-
tán strandþjóða. Markmiðið er að
skapa alþjóðlegan skilning á sjálf-
bærri nýtingu hafsins og góðu
ástandi á lífríki þess sem skilar sér
í mikilli verðmætasköpun.
Alþjóðlega leiðtoganefndin um
sjálfbært sjávarhagkerfi var stofn-
uð að frumkvæði Norðmanna.
Nefndin vill skapa sóknarfæri fyrir
sjálfbært sjávarhagkerfi þar sem
árangursrík vernd, sjálfbær fram-
leiðsla og sanngjörn velmegun
haldast í hendur. Með því að
styrkja samband mannsins og
hafsins, tengja heilbrigði og auðæfi
sjávar, starfa með ýmsum hags-
munaaðilum og nýta sér nýjustu
þekkingu vill nefndin stuðla að
betri og traustari framtíð fyrir
mennina og móður jörð. Nefndin
starfar með stjórnvöldum, atvinnu-
lífi, fjármálastofnunum, vísinda-
samfélaginu og borgaralegu sam-
félagi.
Í formennskutíð Íslendinga í
Norðurlandaráði í ár er ætlunin að
beina sjónum að tveimur þáttum
sem tengjast líffræðilegri fjöl-
breytni. Annars vegar er fyrir-
hugað að virkja ungt fólk á Norð-
urlöndum þannig að það geti haft
áhrif á mótun nýrra alþjóðlegra
markmiða um líffræðilega fjöl-
breytni á árinu 2020. Hinn þátt-
urinn snýr að líffræðilegri fjöl-
breytni í hafi sem hefur mikið gildi
fyrir Ísland og önnur norræn ríki
sem eru mjög háð auðlindum hafs-
ins.
Hlustum á unga fólkið
Markmiðið með sameiginlega
fundinum var að ræða hlutverk
Norðurlanda í vinnunni að sjálf-
bærri stjórnun sjávarauðlinda og
við að tryggja sjálfbært sjávar-
hagkerfi í framtíðinni á Norð-
urlöndum og um heim allan. Góð
stjórnun hafsins á Norðurlöndum
og alþjóðlega er ofarlega á dag-
skrá Norðurlandaráðs. For-
mennskulandið Ísland leggur í
áætlun sinni áherslu á líffræðilega
fjölbreytni hafsins og undirstrikar
að hnignun líffræðilegrar fjöl-
breytni hafi djúpstæð áhrif á þjóð-
ir Norðurlanda sem
eru afar háðar auð-
lindum sjávar.
Í opnunarræðu
fundarins greindi ég
frá áherslum for-
mennskulandsins Ís-
lands á hafið og líf-
fræðilega fjölbreytni
sjávar ásamt hlutverki
ungs fólks í að standa
vörð um hana. Unga
fólkið hefur mjög látið
í sér heyra undanfarin
ár og krafist þess af
valdhöfum – og af
okkur öllum – að við breytum
hegðun okkar þannig að komandi
kynslóðir geti áfram notið þess að
búa á jörðinni og notið auðlinda
hennar jafnt í hafi sem á landi.
Við, í íslensku formennskunni, og
félagar okkar í Norðurlandaráði
viljum að hlustað verði á þessar
raddir, að ákvarðanir verði teknar
í samráði við unga fólkið og með
gagnsæjum hætti.
Framfarir í verndun
fiskistofna
Nú reynir enn meira en áður á
sjávarútveginn sem grunnstoð
samfélagsins. Hann hefur ekki og
hann má ekki bregðast okkur. En
við þurfum að gæta að þeirri auð-
lind sem hann byggist á. Fyrr á
öldum héldu menn að fiskistofnar
hafsins væru ótæmandi. Þegar er-
lendir togarar fóru að sækja á Ís-
landsmið í lok 19. aldar með stór-
virkum veiðarfærum sínum
áttuðum við Íslendingar okkur á
því að svo er ekki.
Miklar framfarir hafa orðið í
verndun fiskistofna við Ísland síð-
an þá. Við höfum líka unnið að því
að nýta aflann betur og við erum
farin að sækja í fleiri tegundir. Ég
gaf nýlega út, ásamt fleirum, bók
um íslenska matþörunga. Það er
dæmi um fæðu úr hafinu sem
mætti nota mun meira en nú er
gert. Ofveiði í höfum er enn víða
vandamál en á síðustu árum og
áratugum höfum við líka orðið
meðvituð um aðrar og enn alvar-
legri ógnir: Loftslagsbreytingar
sem meðal annars valda súrnun
sjávar, mengun af ýmsu tagi og
eyðilegging búsvæða. Allt hefur
þetta áhrif á líffræðilega fjöl-
breytni.
Breyta ríkjandi hugsun og
háttsemi
Norðurlandaráð leggur á ár-
unum 2018-2020 sérstaka áherslu á
heimsmarkmið Sameinuðu þjóð-
anna númer 14: Líf í vatni, þar
sem eftirfarandi þættir eru í for-
grunni: kolefnislosun frá sjávar-
útvegi, hlýnun sjávar, súrnun sjáv-
ar og öflun frekari þekkingar á
þessu sviði, sameiginleg stefnu-
mörkun Norðurlanda um plast-
úrgang, aðgerðir gegn ofauðgun
Eystrasaltsins, samnorrænan
gagnagrunn um lífríki sjávar og
þátttöku ungs fólks við mótun
nýrra markmiða fyrir nýjan samn-
ing Sameinuðu þjóðanna um líf-
fræðilega fjölbreytni.
Það er von mín að markmiðin
með starfsemi Alþjóðlegu leiðtoga-
nefndarinnar um sjálfbært sjáv-
arhagkerfi verði að veruleika svo
sem að hvetja til, þróa og styðja
lausnir í þágu heilbrigðis hafsins
og auðæfa sjávar og að efla rödd
viðkvæmra sjávar- og eyjabyggða
svo fátt eitt sé nefnt. Fyrsta skref
nefndarinnar er þó það að geta
breytt ríkjandi hugsun og háttsemi
í heiminum með því að vera hátt-
settum leiðtogum hvatning til að
móta stefnu og aðgerðir í þessum
efnum. Þegar það er stigið getum
við öll hafist handa við sjálfbæra
stjórnun hafsins og sjávarauðlinda.
Sjálfbært sjávarhagkerfi –
ávinningur fyrir alla
Eftir Silju Dögg
Gunnarsdóttur »Erna Solberg, for-
sætisráðherra Nor-
egs, var aðalræðumaður
á fundi um líffræðilega
fjölbreytni sjávar sem
Norðurlandaráð stóð
fyrir 14. september sl.
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Höfundur er forseti Norður-
landaráðs.