Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 »Félag íslenskra bókaútgef- enda (Fíbút) opnaði nýverið Bókamarkað sinn í Hörpu. Bókamarkaðurinn var fyrst haldinn í Listamannaskálanum við Austurvöll árið 1952 og var um langt skeið rekinn í Perl- unni. Síðustu árin hefur heima- völlur hans verið í stúkubygg- ingu Laugardalsvallar, sem þjónar á þessum tíma árs fót- boltanum, en Fíbút stefnir að því að opna árlegan vetrar- markað sinn í Laugardalnum í lok febrúar á næsta ári. Um 60 útgefendur eru með bækur sín- ar í Hörpu og verða til sölu ríf- lega 5.100 titlar í þremur flokk- um. Í flokki barnabóka eru um 1.785 titlar, í flokki skáldverka eru samtals tæplega 1.740 titl- ar og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis um 1.590 titlar. Bókamarkaðurinn í Hörpu mælist vel fyrir hjá almenningi Morgunblaðið/Árni Sæberg Lesefni Barnabókaflokkurinn er sá stærsti í ár með 1.785 titla. Allir geta því fundið eitthvað við sitt hæfi. Áhugasamur lesandi Bókvitið verður ekki í askana látið. Rit Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis kennir ýmissa grasa. Staða rannsóknarlektors við Há- skóla Íslands, í nafni Stephans G. Stephanssonar, hefur verið sett á fót og verður Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur fyrst til að gegna þessu starfi. „Ásamt því að efla samstarf um alþjóðlegar rann- sóknir á landnámi innflytjenda í nú- tímabókmenntum, mun rannsókn- arlektorinn hafa umsjón með og efla samstarf Háskóla Íslands og Manitóbaháskóla á sviði rannsókna og kennslu. Íslensk stjórnvöld munu styðja með beinum hætti við kennsluþáttinn,“ segir í tilkynningu vegna starfsins. Rannsóknarlektor- inn mun líka hafa umsjón með áframhaldandi fjáröflun í styrktar- sjóð Stephans G. Stephanssonar sem er í vörslu Háskóla Íslands en tilurð rannsóknastöðunnar má rekja til sjóðsins. Rannsóknarlektor í nafni Stephans G. Lektor Birna Bjarnadóttir. Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hef- ur verið stofnuð og er markmiðið að byggja upp grundvöll fyrir starf- semi klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi. Hugmyndasmiður verkefnisins er Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri sem starfaði að uppbyggingu Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands frá stofn- un hennar í 23 ár og byggir hann starfið á þeirri reynslu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrsta verkefni hljómsveit- arinnar eru skólatónleikar sem haldnir verða í dag, 16. september, á þremur stöðum, þ.e. í Þorláks- höfn, Hveragerði og á Flúðum fyrir nemendur úr uppsveitum Árnes- sýslu. Fjórtán manna klassísk hljómsveit undir stjórn Guð- mundar Óla mun heimsækja skólana með sögumanni og flytja nemendum 40 mínútna dag- skrá en á henni er tónverkið Lyk- illinn eftir Tryggva M. Bald- vinsson við sögu Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Einnig flytur hljóm- sveitin þekkt lög og hljóðfæri hljómsveitarinnar verða kynnt. Tónleikunum lýkur með því að börnin taka lagið við undirleik hljómsveitarinnar. Fyrstu tónleikar sinfóníuhljómsveitar Guðmundur Óli Gunnarsson Harpa Dögg Kjartansdóttir opnaði einkasýninguna Myndmál í SÍM- salnum, Hafnarstræti 16, 4. sept- ember og lýkur sýningunni 23. september. Á sýningunni vinnur Harpa með samspil milli tvívíðra og þrívíðra verka sem skapa ljóðræna heild, að því er fram kemur í tilkynningu, „vinnur með þau ótal kerfi sem um- lykja tilvist okkar og við notum til að skilja betur umheiminn“, eins og segir þar. Hversdagslegir hlutir mætast í myndmáli þar sem skoðuð eru tungumál, kerfi, umbreytingar, eiginleikar og gildi hluta. Á sýning- unni má sjá skúlptúra og myndverk unnin með blandaðri tækni og not- ast Harpa við fundið efni sem er sett saman á óvæntan og ljóðrænan hátt, eins og því er lýst. Harpa Dögg sýnir Myndmál í sal SÍM Sýnir Harpa Dögg Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.