Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 1
Garðyrkjubændurnir á Melum á Flúðum
leggja sig eftir ræktun á káli í ýmsum lita-
afbrigðum. Þar á meðal er appelsínugult og
fjólublátt blómkál, rautt grænkál og fjólu-
blátt spergilkál. Þá rækta þau toppkál sem er
afbrigði af hvítkáli en öðruvísi að lögun, eins
og heitið gefur til kynna.
„Ég geri þetta mikið fyrir búðina. Við selj-
um þetta þar en það sem er umfram það fer í
bæinn, í sérverslanir geri ég ráð fyrir,“ segir
Guðjón Birgisson á Melum.
Hann segir að yfirleitt sé svipað bragð af
litskrúðuga kálinu og grænum systkinum
þess. Þó séu sumar tegundir bragðsterkari
vegna þess að þær hafi haft lengri tíma til að
vaxa.
Uppskerustörf garðyrkjubænda í útirækt-
un standa sem hæst. Flestir eru komnir yfir
kúfinn, hafa náð að sinna markaðnum fyrir
ferskar afurðir og eru að taka upp til að setja
í kæligeymslur. Kartöflubændur eru þó sums
staðar á eftir áætlun í uppskerustörfum
vegna bleytu í görðunum.
Uppskeran er í meðallagi og sums staðar
betri en það. Kálið selst vel og í haust hafðist
varla undan að skera hausana og senda á
markað. »6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fjölbreytni Appelsínugult og fjólublátt blóm-
kál ásamt toppkálshausum.
Rækta litskrúðugt kál á Flúðum
Garðyrkjubændurnir á Melum framleiða litakálið aðallega fyrir eigin búð
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 218. tölublað 108. árgangur
VERK UM
VALD OG
VALDLEYSI
ÞURFT AÐ
LOKA
STÖÐVUM
BLIKUR SAGÐAR
Á LOFTI Í ORKU-
SÆKNUM IÐNAÐI
ÞOKAST Í RÉTTA ÁTT 9 VIÐSKIPTAMOGGINNOLEANNA FRUMSÝND 24
Útlit er fyrir að mistur vegna gróðurelda sem nú geisa á vest-
urströnd Bandaríkjanna berist yfir Atlantshafið og til norð-
urs, að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur veðurfræðings. Þar
sem lofti að vestan fylgi oftast lægð muni mistrið ekki sjást í
þurru lofti, en gæti greinst í efnamælingum. Líklega muni ryk
frá eldunum berast hingað til lands á meðan þeir loga. »11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Von á mistri vegna gróðurelda á vesturströndinni
Fólki fjölgar
hér á landi og
þjóðin er að eld-
ast. Fyrir vikið
fjölgar grein-
ingum krabba-
meins enda eykst
nýgengi krabba-
meina með aldr-
inum. Hins vegar
hefur hættan á
að fá krabba-
mein minnkað með árunum með
breyttum og betri lífsháttum; holl-
ara mataræði og minni reykingum,
auk skimunar fyrir forstigum leg-
hálskrabbameins, að sögn Lauf-
eyjar Tryggvadóttur, fram-
kvæmdastjóra Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélagsins. Dánartíðni
af völdum krabbameina heldur
áfram að lækka hér á landi. »4
Áhætta minnkar og
dánartíðni lækkar
Laufey
Tryggvadóttir
Þjóðarbúið gæti orðið af 13 til 20
milljörðum króna til ársloka, ef mið-
að er við að árstíðarleiðréttur fjöldi
ferðamanna hefði haldist óbreyttur
frá fyrri hluta ágúst og ef ekki hefði
komið til tvöfaldrar skimunar á
landamærum.
Þetta er meðal þess sem ráða má
úr nýrri skýrslu starfshóps fjármála-
ráðherra um efnahagsleg áhrif val-
kosta í sóttvarnamálum, en fyrir-
komulag tvöfaldrar skimunar og
sóttkvíar fyrir alla komufarþega til
landsins hófst 19. ágúst.
Tekið er fram í skýrslunni að þó
skuli hafa í huga að ekki sé víst að
forsenda um óbreyttan fjölda ferða-
manna hefði gengið eftir.
Vísbendingar séu um að dregið
hafi úr flugumferð samhliða vexti
faraldurs kórónuveirunnar hér á
landi og í Evrópu, áður en hertar að-
gerðir á landamærum tóku gildi.
Sóttvarnaaðgerðir innanlands eru
sagðar hafa verið lengst af mildar í
alþjóðlegum samanburði og árangur
þeirra góður, að mati starfshópsins.
Ísland skeri sig ekki úr hvað varði
samdrátt í komu ferðamanna í sum-
ar, en samkvæmt skýrslunni var
samdrátturinn svipaður hér á landi
og í mörgum öðrum löndum þar sem
ferðaþjónustan er mikilvæg, s.s. á
Spáni og í Grikklandi.
Fórn fyrir langtímaávinning
Bent er á það að árangursríkar
sóttvarnir feli í sér skammtímafórn
fyrir langtímaávinning, og tekið
fram að gagnlegt væri að útskýra
markmið sóttvarnaaðgerða betur og
auka fyrirsjáanleika um þær eftir því
sem við verði komið.
Þá beinir hópurinn því til stjórn-
valda að skoða hvort aðrar sótt-
varnaaðgerðir á landamærum séu
mögulegar án þess að taka of mikla
áhættu fyrir þróun faraldursins er-
lendis.
Leggur hópurinn einnig til að
skoðaðar verði gaumgæfilega leiðir
til að veita ferðaþjónustunni stuðn-
ing til að viðhalda reynslu, þekkingu
og viðskiptasamböndum á meðan
ástandið vari.
Peningamagn í umferð á Íslandi
jókst um 227 milljarða frá lokum jan-
úar til loka júlímánaðar.
Ísland sker sig ekki úr
Starfshópur ráðherra segir Ísland ekki hafa skorið sig úr hvað varðar samdrátt í
komu ferðamanna í sumar Aðgerðir hafi lengst af verið mildar og borið árangur
MJókst um ... »ViðskiptaMogginn