Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 ✝ Sigurður G.Emilsson fædd- ist í Hafnarfirði 22. september 1931. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 4. september 2020. Foreldrar Sig- urðar voru Emil Jónsson, fv. ráð- herra, f. 27. októ- ber 1902, d. 30. nóvember 1986, og Guðfinna Sigurðardóttir, hús- freyja, f. 18. febrúar 1894, d. 6. október 1981. Systkini hans voru: Ragnar, f. 1923, d. 1990, Vilborg, f. 1928, d. 2013, Jón, f. 1929, d. 2010, Sig- hvatur Birgir, f. 1933, d. 2005, og Guðrún, f. 1936. Sigurður giftist 26. nóvember 1960 Guðfinnu Björgvinsdóttur, f. 5. júlí 1937, d. 15. september 2014. Foreldrar Guðfinnu voru Björgvin Helgason sjómaður, f. 10. júlí 1904, d. 20. júlí 1967, og Þorbjörg Eyjólfsdóttir hús- freyja, f. 18. nóvember 1904, d. 2. ágúst 2007. Systkini hennar voru: Sól- veig, f. 1929, d. 2017, og Eyjólf- Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu í nærri hálfa öld. Árið 2007 fluttu þau síðan að Drekavöllum 18 í Hafn- arfirði. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1952 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1956. Hann starfaði lengst af eða í yfir fjörutíu ár hjá Bæjarfógetanum, síðar Sýslumanninum í Hafn- arfirði. Sigurður sinnti um ára- bil kennslu við Iðnskólann í Hafnarfirði og sat í stjórn Spari- sjóðs Hafnarfjarðar auk nokk- urra annarra félaga. Hann starfaði mikið fyrir Alþýðu- flokkinn og var um tíma ritstjóri Alþýðublaðs Hafnarfjarðar ásamt því að sitja í nefndum og ráðum fyrir flokkinn á vegum bæjarins. Sigurður var í mörg- um félögum, t.d. Badminton- félagi Hafnarfjarðar, golf- klúbbnum Keili og Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Hann lék í nokk- ur skipti með öldungalandsliði Íslands í golfi. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. september 2020, kl. 13. Vegna aðstæðna í samfélag- inu verður athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Öðrum sem hafa áhuga á að vera viðstaddir athöfnina er vel- komið að hafa samband við að- standendur. ur, f. 1933, d. 2013. Börn Sigurðar og Guðfinnu eru: 1) Emil Sigurðsson, f. 31. júlí 1959, stýri- maður, í sambúð með Gerði Guðjóns- dóttir, f. 12. maí 1958. Dóttir Gerðar er Bergdís Norð- dahl, f. 1989. 2) Björgvin Sig- urðsson, f. 17. ágúst 1963, skipstjóri, kvæntur Sigurbjörgu M. Sigurðardóttur, f. 12. janúar 1965. Börn þeirra eru Sigurður Gunnar, f. 1989, kvæntur Heena Baniya, f. 1997, Finnur Emil, f. 1991, Aldís Helga, f. 1997, og Matthildur Veiga, f. 2006. 3) Ingvar Þór Sigurðsson, f. 4. febrúar 1971, lögfræðingur, kvæntur Rósu Dögg Flosadótt- ur, f. 26. nóvember 1975. Börn þeirra eru Eva Dís, f. 2005, og Flosi Freyr, f. 2011. Sigurður ólst upp á Aust- urgötu 37 og síðar Kirkjuvegi 7 í Hafnarfirði. Hann og Guð- finna, eiginkona hans, byggðu sér síðar hús á Þúfubarði 3 á Lífsglaður, fróður og skemmtilegur eru á meðal þeirra orða sem fyrst koma upp í hugann þegar ég sest niður og skrifa þessar línur og minnist elskulegs föður míns. Pabbi hefði orðið níræður á næsta ári og samfylgd okkar því orðin nokkuð löng. Maður er samt aldrei tilbúinn að kveðja. Á svona stundu saknar maður pabba síns, verður lítill og minningarnar streyma fram. Pabbi var alltaf til staðar tilbú- inn að hlusta, leiðbeina og gefa góð ráð. Pabbi var fæddur og uppal- inn í Hafnarfirði. Bjó lengi við Austurgötuna og síðar á Kirkjuveginum í miðbænum. Skólagangan hófst í Lækjar- skóla og síðan lá leiðin í Flens- borg. Hann fór ungur í sveit á sumrin hjá móðurbróður sínum, séra Ingvari Sigurðssyni á bænum Desjamýri á Borgar- firði eystri. Síðar vann hann á sumrin við viðhald vita og dýpkun hafna umhverfis landið. Pabbi varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1952. Hann útskrifaðist síðan sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1956. Pabbi starfaði lengst af eða í yfir fjörutíu ár hjá Bæjarfóg- etanum, síðar Sýslumanninum í Hafnarfirði. Þar annaðist hann umboðið fyrir almannatrygg- ingarnar. Pabbi sinnti störfum sínum við embættið af alúð og samviskusemi. Hann leiðbeindi og aðstoðaði þá sem til hans leituðu jafnvel umfram það sem starfsskyldur hans buðu hon- um. Auk starfa við sýslumanns- embættið sinnti pabbi m.a. kennslu í Iðnskólanum í Hafn- arfirði og sat t.d. um tíma í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar auk annarra fyrirtækja. Pabbi og mamma byggðu sér heimili á Hvaleyrarholti í Hafn- arfirði og bjuggu þar í nærri hálfa öld. Pabbi lét til sín taka við húsbygginguna. Hann lagði mikið á sig til að koma húsinu upp og oft var vinnudagurinn langur. Það var gaman að alast upp á holtinu. Hverfið var að mótast og þar var mikið af ungu fólki og börnum. Heimilið á Þúfubarðinu var fallegt og með stórum garði sem pabbi hafði yndi af að rækta. Við vor- um þrír bræðurnir og nær und- antekningalaust mikið líf og fjör á heimilinu. Pabbi var dug- legur að eyða tíma með okkur bræðrunum, m.a. fara með okk- ur á skíði og í veiði. Áhugamál pabba voru mörg, má þar nefna bridds sem hann stundaði lengi með Bridgefélagi Hafnarfjarðar og badminton sem hann stundaði árum saman með Badmintonfélagi Hafnar- fjarðar. Hann hóf síðan að leika golf eftir miðjan aldur en það aftraði honum ekki frá því að komast í öldungalandslið Ís- lands sem hann lék með í nokk- ur skipti á erlendri grundu. Pabba fannst golfið svo skemmtilegt að hann vann í nokkur sumur hjá golfklúbbn- um Keili eftir að hann varð sjö- tugur og var hættur störfum hjá sýslumannsembættinu. Pabbi gat verið ákveðinn og hafði gríðarlegt keppnisskap. Það skilaði honum mörgum sigrum og titlum á badminton- vellinum, við spilaborðið og eins úti á golfvelli. Pabbi var alla tíð harður FH-ingur. Gott gengi íþróttafólks úr FH gladdi hann alltaf jafn mikið. Pabbi hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og hafði oft sterkar skoðanir á hlutum. Hann var jafnaðarmaður og starfaði um tíma mikið fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði, var m.a. ritstjóri Alþýðublaðs Hafnarfjarðar um skeið og sat jafnframt í nefnd- um og ráðum fyrir flokkinn á vegum bæjarins. Þegar mamma lést fyrir nokkrum árum höfðu þau pabbi flutt í fallega íbúð á Drekavöll- um í Hafnarfirði. Pabbi bjó þar áfram þar til nú síðsumars þeg- ar hann flutti inn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Síðustu ár hefur hann líka notið þjónustu Hrafn- istu því þangað hefur hann m.a. sótt dagvistun og nokkrar hvíldarinnlagnir. Það sem einkenndi pabba þó alltaf mest var lífsgleðin og bjartsýnin sem hann bjó yfir. Hann var mikill sögumaður og grínisti af guðs náð og það var því alltaf gaman að vera í kringum hann. Pabbi var góður afi og fátt gladdi hann meira en að fá barnabörnin í heimsókn eða heyra tíðindi af þeim. Að leiðarlokum þökkum við pabba fyrir allan þann góða tíma sem við höfum átt saman og allt það sem hann hefur kennt okkur. Blessuð sé minn- ing hans. Ingvar Sigurðsson. Elsku pabbi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Eftir sitja fallegar minningar með ykkur mömmu sem kvaddi okkur allt of fljótt, af holtinu, völlunum, á ferðalögum og í veiðitúrum svo ekki sé minnst á golfið. Þær voru ófáar ferðirnar á golfvöllinn, þar sem þú varst á heimavelli. Þú sagðir það oft við mig að þú vildir hafa byrjað mikið fyrr að stunda þessa íþrótt því þú fannst þig vel þar. Þú varst öllum stundum á vell- inum hjá golfklúbbnum Keili. Engan óraði fyrir því að þú af- rekaðir að fara holu í höggi og vera svo valinn í golflandsliðið. Eftir að starfsævi þinni lauk varst þú orðinn starfsmaður á golfvellinum. Við fórum oft saman á golfmót hjá Keili og öðrum klúbbum og oftast hafðir þú vinninginn úr þeim ferðum. Einnig fórum við saman til út- landa að spila. Maður heyrði að menn kepptust um að spila með þér í holli því þú hafðir mikið keppnisskap. En að leiðarlok- um að sinni vil ég, elsku pabbi, þakka þér og mömmu fyrir allt það sem þið gáfuð mér og mín- um. Þar til næst að við hittumst aftur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Blessuð sé minning þín, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Emil, Gerður og Bergdís. Það var gott að alast upp á Þúfubarðinu hjá pabba og mömmu enda voru þau mjög samstiga í uppeldi okkar bræðra. Aldrei man ég eftir því að okkur hafi skort neitt og það var alltaf nóg að bíta og brenna þökk sé eljusemi ykkar mömmu, enda voruð þið sam- rýnd á flestum sviðum og mamma alveg einstök húsmóðir og hugsaði afar vel um þig og okkur strákana. Pabbi var mikill íþróttamað- ur og tók sjaldnast þátt í ein- hverjum leik án þess að það yrði að keppni, má þar nefna bridge, badminton, fótbolta, skíði og síðast golfið sem átti hug hans síðustu árin sem hann gat spilað heilsunnar vegna. Til marks um keppnisskapið hans þá byrjaði hann í golfi á miðjum aldri og komst í lands- lið öldunga. Svo átti hann líka drauma- höggið í golfi – hola í höggi. Pabbi fylgdi okkur bræðrum vel úr hlaði og fylgdist alltaf vel með öllu sem við vorum að gera alveg til dauðadags. Ég var í siglingum hjá Eimskip í nokkur ár hér áður fyrr og þá var pabbi með sjókort af Norður- Atlantshafinu til að fylgjast með hvar við vorum því á þeim tíma sendu fragtskip alltaf veð- urskeyti sem lesin voru upp í veðurfréttum í útvarpinu og eftir að ég fór aftur á fiskiskip þá fylgdist hann alltaf vel með aflabrögðum. Það var pabba og okkur bræðrum afar þungbært þegar mamma féll frá árið 2014 eftir erfið veikindi, en pabbi spjaraði sig ótrúlega vel eftir það og fór að taka þátt í félagsstarfi aldr- aðra á Hrafnistu í Hafnarfirði og líkaði afar vel og má starfs- fólkið í dagvistinni hafa þökk fyrir því hann var afskaplega Sigurður G. Emilsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Hulduhlíð 44, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. september klukkan 13. Jón Jónsson Trausti Jónsson Gísli Jónsson Jóhann Jónsson Jakobína V. Guðmundsdóttir Jón Guðmundur Jónsson Ingibjörg Hólm Einarsdóttir og fjölskyldur þeirra Elsku afi okkar, tengdafaðir og langafi, HÁKON GUÐMUNDUR TORFASON, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi sunnudaginn 13. september. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 21. september klukkan 13. Hákon Hallgrímsson Hrefna Guðmundsdóttir Unnur Hallgrímsdóttir Þór Hallgrímsson Sandra Heimisdóttir Hallgrímur Þór Ingólfsson og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDLEIFUR ÞORSTEINSSON bóndi, Haukholtum, Hrunamannahreppi lést að kvöldi fimmtudagsins 10. september Útförin fer fram frá Skálholtskirkju þriðjudaginn 22. september klukkan 13. Jarðsett verður í Hrunakirkjugarði. Elín Kristmundsdóttir Ásta Oddleifsdóttir Ólafur Stefánsson Elín Oddleifsdóttir Eiríkur Egilsson Jón Þorsteinn Oddleifsson Helga Margrét Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ JÚLÍUSDÓTTIR, Árhvammi, Öxnadal, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 9. september. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. september klukkan 10.30. Vegna aðstæðna verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni en athöfninni verður streymt á facebook, jarðarfarir í Akureyrarkirkju-beinar útsendingar. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu á Akureyri, reikningur 162-05-62158, kt. 570397-2819. Guðmundur Heiðmann Heiðar Karl Unnur Elva Hlíf Jón Þórir Þórarinn Heiðmann Sigríður Jóna Ingvi Rúnar Rannveig Björg Ólöf Sveinbjörn Júlíus Geir Selma Guðmundur Arnar Ingibjörg ömmubörn og langömmubörn Elskulegi faðir minn og afi, HREINN BJARNASON bóndi, Stakkhömrum 12, áður til heimilis á Berserkseyri í Eyrarsveit, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 13. september. Útförin verður auglýst síðar. Ástrós Geirlaug Hreinsdóttir Agnes Rós Egilsdóttir Guðmundur Viktor Egilsson Ehdeb Aref Jasmin Afra Hjörtur Hreinn Hjartarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.