Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 2
Svona var útsýnið þegar horft var af Seltjarnarnesi út í Gróttu um há- degisbil í fyrradag en hefði myndin verið tekin nokkrum klukkustund- um síðar hefði þegar verið búið að flæða að og orðið ófært út í eyna. Þá hefði verið óheppilegra að vera fastur á listsýningu Guðrúnar Ein- arsdóttur í Vitavarðarhúsinu sem var opnuð á laugardaginn og verð- ur opin út vikuna. Sem betur fer lenti enginn í því af þeim tiltölulega mikla fjölda gesta sem þó gerði sér ferð út í vitann um helgina. Guðrún segir í samtali við Morg- unblaðið að það séu forréttindi að fá að vera með sýningu á staðnum. „Hér er ekkert nema orka og líf og fjaran er aldrei eins, hún er alltaf ný á hverjum degi,“ segir Guðrún. Hún segir bara skemmtilegt að há- fjara sé forsenda þess að fólk kom- ist á sýninguna hennar. Flóðin eru enda útreiknanlegri en margur myndi ætla. Sýningin trekkir síðan gesti að, jafnvel Seltjarnarnesbúa sem aldrei hafa gert sér ferð út í Gróttu fyrr en nú. snorrim@mbl.is Tiltölulega góð aðsókn að listsýningu í Vitavarðarhúsinu í Gróttu List þegar sjávarguðum sýnist svo Morgunblaðið/HJ 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Rammaborð frá 320.000.- Kollur 37.800.- fasteignaverdmat.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra segir að Íslendingar fylgist grannt með þróun samningavið- ræðna milli Breta og Evrópusam- bandsins. Útlit er fyrir að samningur náist ekki um útgöngu Breta fyrir áramót en í upphafi þessa árs gáfu Bretar og ESB sér frest til ársloka til þess að undirrita fríverslunar- samning. Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði fyrir helgi að hann teldi að samningar væru úti- lokaðir ef ESB sýndi ekki ríkari vilja til að ná saman og að Bretar yrðu að búa sig undir útgöngu án samnings. „Hvað okkar viðræður varðar halda þær áfram jafnvel þótt frí- verslunarviðræð- ur Bretlands og Evrópusam- bandsins skili ekki árangri. Við höfum frá upphafi verið meðvituð um það að þessi staða gæti komið upp og hagað und- irbúningi okkar í samræmi við það,“ segir Guðlaugur Þór í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Hann segist þó vona að Bretar og Evrópusambandið reyni til þrautar að ná samningi. Það sé fleirum í hag en þeim sjálfum. Í samfloti við önnur ríki Hann segir jafnframt að Ísland sé í fríverslunarviðræðum við Breta í samstarfi við Noreg og Liechten- stein og segir hann það samstarf hafa gengið mjög vel. Markmiðið sé að ljúka samningaviðræðum fyrir lok árs. Guðlaugur segir að ákjósanlegra hefði verið ef Bretar og ESB hefðu náð saman fyrst á ákveðnum sviðum og Ísland síðan fylgt í kjölfarið. Það eigi til dæmis við um heilbrigðisregl- ur og landamæraeftirlit í tengslum við það. Ferskur fiskur verði að kom- ast hindrunarlaust frá Íslandi til Bretlands. „Til þess að auðvelda flutning á matvælum innan EES- svæðisins höfum við einfaldað þær reglur í samvinnu við ESB og hin EFTA-ríkin innan EES. Ef veita á Bretum aðgang að þessu kerfi gerist það ekki án aðkomu allra sem að því koma, þ.m.t. Evrópusambandsins.“ Spurður um afdrif enska boltans sagði Guðlaugur að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að tryggja sjónvörpun hans hér á landi. „Að öllu gamni slepptu þá er hér um að ræða lögfræðilegt álitaefni um að breskar sjónvarpsstöðvar hafi ekki lengur sjálfkrafa heimild til að miðla efni hér á landi. Það þýðir þó ekki að það verði bannað.“ Hafa búið sig undir þessa stöðu  Viðræður Íslands við Breta munu halda áfram þótt samningur náist ekki við ESB  Ferskur fiskur verður að komast hindrunarlaust til Bretlands  Viðræður með Noregi og Liechtenstein gengið mjög vel Breytingar á sambandi Íslands og Bretlands » Evrópska sjúkratrygginga- kortið fellur úr gildi í Bretlandi. » Íslendingar sem vilja flytja til Bretlands munu ekki njóta neinna sérréttinda eftir næstu áramót. » Áfram verður heimilt að heimsækja Bretland sem ferðamaður án vegabréfsárit- unar. Guðlaugur Þór Þórðarson Snorri Másson snorrim@mbl.is Hrina af vopnuðum ránum gekk yfir Reykjavík um helgina, sem hófst með vopnuðu ráni á skyndibitastaðn- um Chido í Vesturbænum um miðjan dag á föstudaginn. Þar er sökudólgs- ins enn leitað, enda myndavélarlaust á staðnum. Hann hafði á brott með sér það litla sem var af reiðufé í kass- anum, en hótaði afgreiðslufólki með hníf, eftir að hafa reyndar sprittað sig samviskusamlega. Á laugardaginn var síðan átján ára drengur, sem á að sögn lögreglu greinilega við mikinn vanda að etja, handtekinn fyrir að ræna Euro Market við Hlemm með því að hóta afgreiðslumanni með eggvopni. Drengurinn var svo yfirheyrður í gærmorgun en síðan sleppt úr haldi. Þá virðist hann hafa farið beinustu leið í Hlíðahverfið þar sem hann framdi annað vopnað rán í Krambúð- inni. Á meðan hans var leitað vegna þess brots framdi hann síðan enn annað vopnað rán á Pylsuvagninum í miðbænum. Lögregla náði honum þá og fór með hann niður á stöð, eftir þessa lygilegu atburðarás, eins og Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfir- lögregluþjónn lýsir henni. „En við tökum málið mjög alvarlega enda ekkert grín þegar menn eru að ógna saklausum borgurum með egg- vopni,“ segir Jóhann. Sérsveitin kom að handtökunni Drengurinn gistir fangaklefa í nótt og á morgun verður tekin af honum skýrsla, ásamt því sem metið verður hvort fara þurfi fram á gæsluvarðhald yfir honum. Höfuð- málið er að sögn Jóhanns að koma honum til hjálpar, enda ljóst að hann á bágt. Í bæði skiptin sem hann var hand- tekinn kom sérsveitin að aðgerðum þar sem viðkomandi var vopnaður og talinn hættulegur. Ræningjans á Chido er enn leitað þrátt fyrir myndefnisleysi. Lýsingin á honum passar að sögn Jóhanns við lýsingu á nokkrum aðilum sem lög- reglan þekkir til og reynt verður að leysa það mál í vikunni. Hrina af vopnuðum ránum í Reykjavík um helgina  Fjögur frá föstudegi  Einn ábyrgur fyrir þremur þeirra Morgunblaðið/Hari Lögregla Verið er að meta hvort fara þurfi fram á gæsluvarðhald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.