Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Heimavinna er hin nýja heims-
mynd,“ segir Ólafur Gauti Hilm-
arsson kerfisfræðingur. Hann
lauk á dögunum námi í verk-
efnastjórnun og lokaverkefni
hans var að kanna áhrif Covid-19
á störf og vinnulag stjórnenda og
starfsfólks fyrirtækja á Íslandi. Á
mörgu er tæpt í ritgerð um málið
og niðurstaða Ólafs er að vinnu-
markaðurinn muni breytast var-
anlega eftir reynslu síðustu mán-
aða. Sveigjanleiki í starfi verði
meiri og hefðbundnar tímaskrán-
ingar verði ekki jafn mikilvægar
og áður. Fjarvinna, fjarvinnu-
lausnir og fjarfundir verði al-
gengari. Góður tæknibúnaður
þurfi þó að vera til staðar. Ein-
kenni yfirstandandi ástands er þó,
að mati viðmælenda Ólafs, aðlög-
unarhæfni og samstaða fólks sem
margt hefur verið í langvarandi
einangrun sé mikil.
Skref inn í nýjan veruleika
„Að fenginni reynslu af kór-
ónuveirunni í ár tel ég fjarvinnu
þurfa lengri tíma til að ná al-
mennri útbreiðslu eða viðurkenn-
ingu. Framan af leit fólk á þetta
sem tímabundið ástand og eftir
fyrstu bylgjuna var líf margra
komið í sama gír og var. Samt er
öruggt að vinnuveitendur og sam-
félagið í heild hafi tekið mörg
skref inn í nýjan veruleika,“ segir
Ólafur.
Þá muni reynslan af faraldr-
inum koma fram á mörgum svið-
um. „Breytt mynstur hversdags-
ins færast smám saman inn í alla
kima þjóðfélagsins. Kjarasamn-
ingar þurfa að taka tillit til þessa,
áherslum í samgöngumálum verð-
ur vafalítið breytt og svo þarf
pólitíkin að bregðast við með nýj-
um leikreglum. Margar varan-
legar breytingar eru nú þegar
komnar fram svo sem heimsend-
ingarþjónusta verslana. Vinnu-
veitendur munu í framtíðinni taka
meira tillit til þess að ráða fólk
sem getur að hluta til unnið óháð
staðsetningu. Þetta verður án efa
stór þáttur í skipulagi atvinnulífs-
ins í framtiðinni. Sjálfur vinn ég
mikið heima um þessar mundir og
bensínreikningur heimilisins hef-
ur klárlega lækkað.“
Úr námi sínu í tölvunarfræði
í Kaupmannahöfn árið 1994 minn-
ist Ólafur Gauti þess hve mikil
upplifun sér og skólafélögum sín-
um hafi fundist „… þegar okkur
tókst að senda texta á milli
tveggja tölva á innraneti skól-
ans“, eins og hann kemst að orði.
Nú, rúmum aldarfjórðungi síðar,
sé fólk nánast með heiminn í
hendi sér í snjalltækjum og mögu-
leikarnir séu endalausir.
„Mín reynsla af fjarfundum
er mjög góð, þeir eru gjarnan
markvissir og tíminn nýttur vel. Á
móti kemur að suma fundi virðist
nánast ekki hægt að halda nema
augliti til auglitis. Tæknin breytir
mörgu, en mannleg samskipti og
þörf fyrir að hittast verður áfram
til staðar. Aðstæður hvetja okkur
og kenna að fara lengra en hinar
viðteknu venjur bjóða. Það er vel
hægt að komast ansi nálægt upp-
lifun og nánd með tækninni virki
hún vel,“ segir Ólafur Gauti sem í
verkefni sínu ræddi meðal annars
við stjórnendur ríkisstofnanna
um reynslu þeirra af því að halda
rekstri gangandi á þeim óvissu-
tímum sem nú eru.
Aðlögunarhæfnin er
aðdáunarverð
„Viðmælendur mínir dáðust
að aðlögunarhæfni starfsfólks og
hve vel hlutirnir hafi gengið þrátt
fyrir breytingar. Jákvætt hug-
arfar hafi þar ráðið miklu. Lít-
ilfjörlegar breytingar mæti oft
meiri mótstöðu. Þá hafi komið
þeim mjög á óvart hve margir
gátu með skömmum fyrirvara
komið sér upp starfsaðstöðu á
heimilum sínum og sumir með
börnin í kringum sig, enda skóla-
starf í uppnámi. Þá segja stjórn-
endurnir sem ég ræddi við að
stuðningur þeirra hafi skipt
starfsfólk miklu máli. Spjall um
daginn og veginn hafi oft verið
nauðsyn til að skapa öryggi svo
hver gæti sinnt sínu vel,“ segir
Ólafur Gauti að síðustu.
Mynstur hversdagsins tekur miklum breytingum á tímum COVID 19
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heima Vinnuveitendur munu taka meira tillit til að ráða fólk sem getur
að hluta til unnið óháð staðsetningu, segir Ólafur Gauti Hilmarsson.
Heimavinna er okkar
nýja heimsmynd
Ólafur Gauti Hilmarsson er
Hafnfirðingur og fæddist 1967.
Er kerfisfræðingur að mennt
frá Kaupmannahöfn og nam
markaðsfræði og alþjóða-
viðskipti til diplómanáms við
HR. Lauk svo nýlega meist-
araprófi í verkefnastjórnun
(MPM) frá HR.
Hefur unnið í upplýsinga-
tæknigeiranum í fjármála-
fyrirtækjum frá 1998, meðal
annars um sex ára skeið
í Lúxemborg. Er nú sérfræð-
ingur og verkefnastjóri hjá
Seðlabanka Íslands.
Hver er hann?
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Hallgrímur Helgason skáld er stadd-
ur í Berlín í Þýskalandi í miðri bóka-
reisu þar sem komið er við í helstu
borgum sambandslýðveldisins,
München, Kiel, Hamborg, Koblenz og
svo endað í Zürich, allt saman á krít-
ískum tímapunkti í ferli veirunnar á
þessum slóðum. Meginland Evrópu
er með haustbylgjum sínum orðið að
miðpunkti heimsfaraldursins og
Þýskaland er síst undanskilið þeirri
þróun, þar sem útgöngubann hefur
komið til tals, en hálfgerð ferðabönn
og samkomutakmarkanir hafa verið
látin duga.
Bókmenntum er þó ekki aflýst eins
og öðru sem fólki er kært. „Góðu
fréttirnar í þessu ástandi eru að bók-
sala hefur ekki dregist saman, þannig
að bókin virðist vera ónæm fyrir veir-
unni,“ segir Hallgrímur í samtali við
Morgunblaðið. Hann er að kynna 60
Kilo Sonnenschein, sem fyrir sitt leyti
fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin
árið 2019. Og Þjóðverjar eru hæst-
ánægðir með bókina af dómum að
dæma, sem verður að teljast gott fyr-
ir Hallgrím sem hefur ekki háleitari
væntingar en svo að hann segist ein-
faldlega undrandi á að Þjóðverjar
skuli hafa áhuga á atvinnumálum
Siglfirðinga í byrjun síðustu aldar en
auðvitað ánægður að „einhver nenni
að lesa þetta“.
Staddur á sögulegum tímum
Hallgrímur sýndi fram á nýlega
neikvæða niðurstöðu í Covid-skimun
við komuna til Þýskalands, sem var
tekin gild. Sóttvarnir eru síðan hvar-
vetna í hávegum hafðar og hafa að
sögn Hallgríms að vissu leyti kallað
fram kunnuglega takta í Þjóðverjan-
um. „Allir í þjónustustörfum eru eðli-
lega nett taugaveiklaðir og þetta
minnir næstum því á gamla Þýska-
land á síðustu öld. Þá kom ég til
München og hún var full af fólki sem
hafði lifað stríðið og var þjakað af
krónískum pirringi. Þetta minnir mig
svolítið á það og svo virðist sem þýski
strangleikinn sé kominn aftur og segi
nú: Upp með grímuna,“ segir Hall-
grímur.
Grímur eru skylda í Þýskalandi alls
staðar þar sem þú hreyfir þig um,
segir Hallgrímur. „En um leið og þú
sest inn á til dæmis veitingastað þá
fella allir grímuna og tveir metrarnir
skreppa niður í 20 sentímetra. Menn
spjalla eins og ekkert hafi gerst, sem
er svolítið skrýtið,“ segir hann. Sem
vonlegt er eru fáir á ferli í Berlín eins
og annars staðar. „Það er mjög skrýt-
ið að ferðast núna og maður finnur að
maður er staddur á sögulegum tím-
um. Keflavíkurflugvöllur var eins og
Reykjavíkurflugvöllur og Kastrup
líka. Síðan er nóg pláss í lestunum,“
segir Hallgrímur.
Það er vika fram undan af ferðalagi
með bókina, sem á þýsku lengdist enn
og er um 550 blaðsíður. Þá er eins
gott að sýna fram á hve spennandi
hún er, á upplestrarkvöldum þar sem
færri komast að en vilja. Þar sem áttu
að vera 200 gátu aðeins verið 50 og
þar sem áttu að vera 60 gátu aðeins
verið 15. Síðan tekur við vikulöng
sóttkví á Íslandi og smám saman ætti
að skýrast hvort halda megi upplestra
í aðdraganda jóla hér á landi. Ef svo
fer má gera ráð fyrir að Hallgrímur
láti sjá sig með nýja ljóðabók sína, Við
skjótum títuprjónum.
Ljósmynd/Aðsend
Bækur í Berlín Þjóðverjum veitir ekki af sínum Sextíu kílóum af sólskini.
Þýskalandsreisa
í miðjum faraldri
Bókin blessunarlega ónæm fyrir Covid
Njáll Trausti
Friðbertsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks,
hefur lagt fram
þingsályktun-
artillögu þess
efnis að framtíð
Reykjavíkur-
flugvallar verði
borin undir þjóð-
ina með þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Njáll hefur fjórum sinnum áður
lagt fram tillögu um málið en í öll-
um tilfellum hefur hún verið felld.
Hann segir þó að í þetta skipti hafi
hann meiri trú en nokkru sinni fyrr
á að málið nái í gegn. Skilningur
þingmanna og almennings á mikil-
vægu öryggishlutverki flugvall-
arins hafi aukist að undanförnu.
Hann segir það lýsandi fyrir hversu
ósamvinnuþýð borgaryfirvöld séu
að halda flugvellinum ekki á aðal-
skipulagi borgarinnar þangað til
önnur staðsetning finnst.
Vilja flugvöllinn
í þjóðaratkvæði
Njáll Trausti
Friðbertsson