Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Ingó Rjúpur Skotvís er ósátt við vinnu- brögð Umhverfisstofnunar. Stjórn Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, sendi í gær frá sér ályktun vegna fyrirkomulags rjúpnaveiða í haust. Þar mót- mælir félagið þeirri ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins að engar breytingar verði gerðar á veiðitíma rjúpu þetta árið, en í ályktuninni segir að full ástæða hafi verið til að endurskoða ársgamla ákvörðun í þeim efnum. Þá segir í ályktuninni að félagið hafi sóst eftir samráðs- fundi með Umhverfisstofnun í rúman mánuð, eða frá 7. september, til að ræða fyrirkomulag rjúpnaveiða líkt og venja hafi verið, en ekki fengið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, og þrátt fyrir að forsendur hafi breyst verulega frá því að síðasti slíki samráðsfundur fór fram. „Í ráðleggingum Umhverfisstofnunar til ráðuneytis er vísað í samráð sem haft var fyrir rúmlega ári, árið 2019. Og þrátt fyrir að nýjar og betri upplýsingar liggi fyrir um veiðistjórnun er það ákvörðun stofnunarinnar, og ráð- herra í kjölfarið, að gera ekki neitt,“ segir í ályktuninni. „Með þessari framgöngu hefur Umhverfisstofnun sýnt félaginu lítilsvirðingu, hafnað samstarfi á ómálefnalegum forsendum og ekki farið eftir vísindagögnum,“ segir í ályktuninni og gagnrýnir félagið ennfremur umhverfis- ráðherra, sem hafi kosið að gera engar athugasemdir við feril málsins þrátt fyrir skort á samráði og ráðgjöf sem er í hrópandi ósamræmi við gögn málsins. Segja UST sýna sér lítilsvirðingu  Skotvís sendir frá sér ályktun um veiðitíma rjúpu  Gagnrýna skort á samráði 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Eftir að Stjórnarskrárfélagiðbirti myndskeið af fundi sín- um þar sem félagsmenn strjúka ís- mola og kyrja saman um leið vissi fólk að þetta var ekki hefðbundinn félagsskapur held- ur fremur einhvers konar sértrúarsöfn- uður.    Málið er þóflóknara en svo.    Eins og mbl.is greindi frá umhelgina birti Stjórnarskrár- félagið færslu á Facebook þar sem auglýst var eftir fjárframlögum og svo sagði: „Við munum nota pen- ingana til að fjármagna efni fyrir listamenn sem vilja tjá skoðanir sínar um stjórnarskrármálið, hvort sem þær verða afmáðar af valdhöfum jafnóðum eða ekki.“    Engum blandast hugur umhvað þetta þýðir. Stjórnar- skrárfélagið er ekki aðeins að hvetja til eignaspjalla heldur hyggst beinlínis fjármagna ósóm- ann.    Spurð út í þetta svaraði KatrínOddsdóttir, formaður félags- ins, að félagið mundi „aldrei hvetja fólk til að stunda eigna- spjöll eða slíkt“ en jafnframt að fé- lagið hefði ekki gert athugasemd- ir við gjörninga sem almenningur hafi gripið til í nafni baráttunnar. Hún segir líka að það sé mjög leitt ef fólk vinni „skemmdarverk á einkaeigum“ í baráttunni.    Svör formannsins eru í mikluósamræmi við hvatningu til eignaspjalla og fjármögnun þeirra. Þessi baráttuaðferð er sem betur fer nýlunda hér á landi en út af fyrir sig má segja að hún sé í góðu samræmi við innihaldið. Katrín Oddsdóttir Ný vinnubrögð í stjórnmálabaráttu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og formað- ur Íslandsdeildar NATO-þingsins, sat fjarfund með kollegum sínum frá öðrum aðildarríkjum bandalagsins þar sem þeim var kynnt staðan í milliríkjadeilu Aserbaídsjan og Armeníu. Ríkin berjast um yfirráð yfir héraðinu Nagornó-Karabak, sem nú er undir stjórn Asera. Njáll segir í samtali við Morgunblaðið að það sé ljóst að fundarmenn líti stöðu mála alvarlegum augum. „Þessi átök hafa verið að stig- magnast undanfarnar þrjár til fjórar vikur og það er gríðarlega mikilvægt að það finnist einhver lausn. Á þess- um fundi voru fundarmenn að reyna að þróa samtalið í rétta átt og það komu sérfróðir gestir á þennan fund til þess að fara ítarlega yfir stöðuna.“ Hundruð hafa látist síðan átökin brutust út, margir þeirra óbreyttir borgarar. Vopnahlé sem tók gildi á miðnætti á laugardagskvöld entist aðeins í um fjórar mínútur. Hvorki Armenía né Aserbaídsjan eru aðildarríki NATO en Tyrkir eru það hins vegar. Tyrkir eru nánir bandamenn Asera og segir Njáll að það sé vel þekkt að upp komi við- kvæm staða milli aðildarríkja NATO og bandamanna þeirra. „Nú eru aðildarríkin orðin þrjátíu og í þeim býr um milljarður manns. Eins koma um 50% allrar fram- leiðslu heimsins frá aðildarríkjum NATO þannig að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að friður og sátt sé sem mest milli aðildarríkj- anna.“ Ræddu stöðuna í Nagornó-Karabak  Vopnahlé entist í fjórar mínútur  Hundruð eru látin AFP Armenía Hermenn sérlegrar hersveitar Karabak-héraðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.