Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík
Ýmsar stærðir kælikerfa
í allar stærðir sendi- og
flutningabíla, fyrir kældar
og frystar vörur. Vottuð
kerfi fyrir lyfjaflutninga.
Við ráðleggjum þér með
stærð og gerð búnaðarins
eftir því sem hentar
aðstæðum hverju sinni.
ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING
FÆRANLEG KÆLITÆKI
Í SENDIBÍLA
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Akureyrarflugvöllur er til vara á eftir Keflavíkurflugvelli og því eru aðflugsæfingar þar mikilvægar.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Íbúar á Akureyri kvörtuðu sáran ný-
verið undan hávaða vegna aðflugs-
æfinga NATO á Akureyrarflugvelli.
Bandarískar F-15-orrustuþotur
flugu í liðinni viku inn til lendingar á
Akureyrarflugvelli og notuðu meðal
annars afturbrennara vélanna, með
tilheyrandi látum.
Njáll Trausti Friðbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks og formað-
ur Íslandsdeildar NATO-þingsins,
sagði við Morgunblaðið að þetta væri
liður í loftrýmisgæslu NATO í kring-
um Ísland. Akureyraflugvöllur væri
hafður til vara á eftir Keflavík-
urflugvelli og því þyrfti að æfa þar
aðflug.
„NATO sinnir loftrýmisgæslu í
kringum Ísland fjórum til sex sinn-
um á ári og alltaf einhverjar vikur í
senn. Núna eru það Bandaríkjamenn
sem sinna loftrýmisgæslu og þeim
fylgir gjarnan fjölmennara starfslið.
Oft eru það þó aðrar þjóðir sem sinna
þessari loftrýmisgæslu hér á landi.“
NATO gæti sín betur
Hann segir að aðflugsæfingum af
þessu tagi eigi helst ekki að fylgja
nein hávaðamengun og segist hann
hafa bent fulltrúum Landhelgisgæsl-
unnar á það. „Þeir notuðu þarna
afturbrennara vélanna og því fylgdi
þessu hávaði sem fólk tók eftir. Ég
fór þess á leit við gæsluna að þeir
notuðu ekki afturbrennarana nema í
ýtrustu neyð.“
Hann segir jafnframt að margir
hafi misskilið æfingar NATO. „Þetta
voru ekki heræfingar eins og margir
héldu. Þetta eru aðflugsæfingar en
ekki heræfingar. Akureyr-
arflugvöllur er hafður til vara fyrir
lendingar og því er mjög brýnt að
þeir sem koma til með að þurfa að
lenda á vellinum í einhverju neyð-
artilfelli kunni það og hafi reynslu af
því.“
Akureyrarvöllur er til vara
Gerði athugasemd við notkun afturbrennara yfir byggð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur ekki tekið til skoðunar áletr-
anir talsmanna nýrrar stjórnar-
skrár, sem gerðar hafa verið undan-
farið á veggi í miðbæ Reykjavíkur.
„Hvar er ný stjórnarskrá?“ stendur
enn skrifað á trégrindverki við Sölv-
hólsgötu en það var málað á hann eft-
ir að veggur með sömu skilaboðum
steinsnar frá við Skúlagötu var þveg-
inn að beiðni rekstrarfélags Stjórn-
arráðsins.
Í færslu frá Stjórnarskrárfélaginu
á Facebook síðasta mánudag var lýst
eftir frjálsum framlögum til félags-
ins, sem yrðu notuð til að „fjármagna
efni fyrir listamenn sem vilja tjá
skoðanir sínar um stjórnarskrármál-
ið, hvort sem þær verða afmáðar af
valdhöfum jafnóðum eða ekki“. Katr-
ín Oddsdóttir, formaður félagsins,
sagði við mbl.is um helgina að félagið
væri ekki með þessu að hvetja til
skemmdarverka. Þvert á móti væri
slíkt slæmt fyrir baráttuna. Lögregl-
an hefur að sögn Jóhanns Karls Þór-
issonar aðstoðaryfirlögregluþjóns
heldur ekki tekið til skoðunar hvort
hvatning til eignaspjalla felist í skila-
boðum félagsins, enda hafi lögregl-
unni ekki borist kæra um slíkt. Borg-
aryfirvöld og ríkið annist það yfir-
leitt sjálf að þrífa veggjakrot á
eignum sínum, án aðkomu lögreglu.
Stjórnarskrárkrot
ekki lögreglumál
Stofnanir þrífa án aðkomu lögreglu
Stjórnarskrárfélagið safnar framlögum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ekki til skoðunar Umræða um veggjakrot hefur verið áberandi und-
anfarna daga, en málið hefur ekki verið til skoðunar hjá lögreglunni.