Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Missið ekki af áhugaverðum þætti um sögu og starfsemi Steinullar hf og viðtali við framkvæmdastjóra og helstu lykilstjórnendur fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Árið 1980 var tekist á á Alþingi um stofnun og staðsetningu steinullar- verksmiðju • Traust landsbyggðarfyrirtæki með öflugan eigendahóp • Mikilvægi steinullar sem einangrunarefnis í húsbyggingum • Sérstæð hráefnisöflun og sérhæfð framleiðslutækni í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld Steinull hf – Sauðárkróki Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er augljóslega ótímabært og andstætt markmiðum samkomulags ríkis og borgar að fjárfesta í flutn- ingi kennslu- og einkaflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgar- svæðisins á meðan rannsóknir standa yfir á mögulegu flugvallar- stæði í Hvassahrauni. Þetta segir Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra í bréfi til Dags B. Eggertssonar borgar- stjóra, sem dagsett er 16. september sl. Er ráðherra hér að svara bréfi sem borgarstjóri ritaði honum 8. júlí sl. þar sem hann krefst þess að ríkið efni samkomulag og finni „án tafar“ nýjan stað fyrir einka- og kennslu- flug utan Reykjavíkurflugvallar. Niðurstaða fyrir árslok 2024 Samgönguráðherra áréttar í bréf- inu að það sé skýr sameiginlegur vilji ríkis og borgar með samkomulagi frá 2019 að stefna að því að flytja nú- verandi flugstarfsemi af Reykjavík- urflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur, þar með talið æfinga-, kennslu- og einkaflug. Stefnt sé að því að fyrir árslok 2024 liggi fyrir niðurstöður rannsókna og þá verði hægt að taka afstöðu til þess hvort byggður verði völlur þar. Loks áréttar samgönguráðherra í bréfi sínu að samkvæmt samkomu- lagi ríkis og borgar frá 2019 skuld- bindi borgin sig til að tryggja rekstr- aröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan á undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur. Ekki verði farið í frekari styttingar og lokanir á flug- brautum vallarins. Samkomulagið sem Dagur B. Eggertsson vísar til var undirritað í Hörpu 25. október 2013 og það gerðu Hanna Birna Kristjánsdóttir þáver- andi innanríkisráðherra og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri. Þar sagði m.a: „Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einka- flugi verði fundinn nýr staður í ná- grenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endur- byggingar vallarins um síðustu alda- mót og skal stefnt að því að fram- kvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má.“ Síðan þetta samkomulag var und- irritað fyrir réttum sjö árum hefur ekkert breyst og kennslu- og einka- flugið hefur verið áfram á Reykja- víkurflugvelli. Borgarstjóri lagði svarbréf sam- gönguráðherra fram til kynningar á borgarráðsfundi sl. fimmtudag og varð það tilefni til bókana í ráðinu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir, lögðu fram svohljóð- andi bókun: „Kjarni málsins er skýr. Í bréfi samgönguráðherra segir orð- rétt að það sé „augljóslega ótíma- bært og andstætt markmiðum sam- komulagsins að fjárfesta í flutningi kennslu- og einkaflugs frá Reykja- víkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á meðan rannsóknir standa yfir“. Borgarráðsfulltrúar meirihluta- flokkanna, Þórdís Lóa Þórhallsdótt- ir, Skúli Helgason, Dóra Björt Guð- jónsdóttir og Líf Magneudóttir, lögðu fram svohljóðandi gagnbókun: „Kjarni málsins er frekar sá að sam- gönguráðuneytið svarar spurningu um hvert eigi að flytja æfinga-, kennslu- og einkaflug með því að vísa til Hvassahrauns og vill að nið- urstöður veðurathugana sem standa yfir í vetur liggi fyrir áður en form- legar ákvarðanir eru teknar. Það er eðlilegt og mikilvægt að nú liggi skýr stefna í málinu fyrir.“ „Magalending borgarstjóra“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, lagði fram svo- hljóðandi bókun: „Borgarstjóri legg- ur hér fram matreitt minnisblað til að túlka svarbréf samgönguráðherra til borgarinnar varðandi nýjan stað fyrir kennslu- og einkaflug. Tilvist þessa bréfs sprettur af magalend- ingu borgarstjóra frá því fyrr í sum- ar þar sem hann rauk í það að senda ráðherra bréf og krafðist þess að án tafar yrði fundinn nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykja- víkurflugvallar. Borgarstjóri taldi að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Þarna endanlega sannaðist að borg- arstjóri er ekki á sömu blaðsíðu og meginþorri landsmanna. Samgöngu- ráðherra henti grín að borgarstjóra og sagði í fjölmiðlum að þetta verk- efni væri nú ekki í forgangi í erfiðu árferði ríkisins.“ Ótímabært að byggja flugvöll  Kennslu- og einkaflug áfram í Reykjavík  Beðið verður eftir niðurstöðum varðandi Hvassahraun Morgunblaðið/Haraldur Guðjónsson Kennsluflug Reykjavíkurflugvöllur verður áfram notaður en Sandskeið, þar sem myndin er tekin, hefur einnig nýst. Dagur B. Eggertsson Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.