Morgunblaðið - 19.10.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
AFMARKANIR
& HINDRANIR
Fjölbreyttar lausnir
til afmörkunar á
ferðamannastöðum,
göngustígum og
bílaplönum.
Dvergarnir R
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Gibbonaparnir á Hainan-eyju í Kína, sjaldgæf-
asta prímatategund á jörðinni, voru þegar í mik-
illi útrýmingarhættu árið 2014 þegar öflugasti
fellibylur sem farið hefur yfir strönd Kína skall
á eyjunni þeirra.
Búsvæði apanna hafði þá þegar verið skert
um helming vegna bygginga og skógarhöggs og
skógurinn sem eftir var hafði einnig verið grisj-
aður. Aparnir, sem eru rófulausir, hafast ein-
göngu við í trjám og fara um svæðið með því að
stökkva milli trjánna.
En fellibylnum Rammasun fylgdu miklar
aurskriður sem grófu stór skörð í skóginn þar
sem aparnir hafast við og skar um leið á sam-
gönguleiðir þeirra.
„Skógareyðing hefur mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir gibbonapa,“ sagði Bosco Pui Lok
Chan, yfirmaður Kadoorie-náttúrurannsókna-
stofunnar í Hong Kong, við AFP. „Hún skerðir
ekki aðeins möguleika þeirra til að afla sér fæðu
heldur gerir hún makaleit erfiðari og þeir verða
berskjaldaðir fyrir rándýrum.“
Hugljómun
Eftir fellibylinn tóku Chan og samstarfsmenn
hans, sem fylgdust með öpunum, eftir því að
þeir áttu í erfiðleikum með að komast yfir þessi
nýju skörð í skóginum. „Og þegar þeir reyndu
það fóru þeir áhættusamar leiðir með löngum
stökkum milli stakra trjáa sem eftir stóðu.“
Þá fékk Chan eins konar hugljómun. „Við
smíðuðum tvíþætta hengibrú yfir löskuðu skóg-
arsvæðin,“ sagði hann.
Í grein, sem Chen og samstarfsmenn hans
birtu í tímaritinu Scientific Report, kemur fram
að atvinnutrjáklifrarar strengdu tvo samsíða
kaðla milli trjáa og brúuðu þannig um 15 metra
breitt bil. Einnig var komið fyrir myndavélum
með hreyfiskynjurum svo hægt væri að fylgjast
með því hvort aparnir nýttu sér brúna.
Alls voru níu apar í hópi, sem einangraðist á
litlu svæði eftir að skriðurnar féllu. Þetta voru
eitt karldýr, tvö fullorðin kvendýr, þrír ung-
apar, tveir stálpaðir ungar og einn nýfæddur
ungi.
176 dagar liðu áður en einn þeirra hætti sér
út á kaðlana en síðan fylgdu hinir fljótlega á eft-
ir. Sumir gengu á köðlunum eins og línudans-
arar, aðrir sveifluðu sér áfram með því að grípa
í þá og enn aðrir gengu á öðrum kaðlinum en
héldu sér í hinn. Vísindamennirnir fylgdust með
brúnni í 470 daga og náðu yfir 200 ljósmyndum
og 50 myndskeiðum af öpunum fara yfir hana.
Chan segir að svona hengibrýr séu aðeins
skammtímalausn og leggja eigi áherslu á að
græða skóginn upp að nýju. Hins vegar geti
þessi tilraun haft þýðingu þegar gerðar séu
verndaráætlanir fyrir aðrar apategundir.
Alls eru 20 þekktar gibbonapategundir í Asíu
og flestar eru flokkaðar í hættu og mikilli hættu
á válista Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna,
IUCN.
Hainan-gibbonapann, Nomascus hainanus, er
aðeins að finna í Bawangling-þjóðgarðinum á
Hainan-eyju. Áætlað var að aparnir væru um
2.000 talsins á sjötta áratug síðustu aldar en
þeim fækkaði verulega á næstu aratugum og
eru nú aðeins um 30.
Fullorðnir karlapar eru kolsvartir en kven-
dýrin með gulllitan feld og svartan koll. Flestir
gibbonappar eru með sama makanum ævilangt
en á Hainan eru apafjölskyldurnar eitt karldýr,
tvö kvendýr og einn ungi. Eldri rannsóknir hafa
sýnt að aparnir syngja eins konar tvísöng á
morgnana, líklega til að merkja yfirráðasvæði
sitt og efla tengsl sín á milli.
Peking
Gibbonasvæðið
Hainan-eyja
KÍNA
Haikou
Hainan Bawangling
þjóðgarðurinn
Sanya
Gibbonaparnir á Hainan-eyju
Sú prímatategund sem er í mestri útrýmingarhættu
Um það bil
30 einstaklingar
Fjöldi
Í hættu vegna gróðureyðingar
og tvístrunar
Heimild : Nature.com/KFBG
60 km
Hainan-gibbonaparnir
Staðan
Afar sérhæfðir
trjábúar
Mynda hópa og
helga sér svæði
Nomascus hainanus
Í mikilli
útrýmingarhættu
Sjaldgæfir Tveir gibbonapar á Hainan-eyju í Kína, kvendýr og ungur api. Aðeins um 30 dýr eru eftir.
Brú bjargar öpum í útrýmingarhættu
Sjaldgæfustu prímatategund jarðar á Hainan-eyju í Kína ógnað vegna flóða og skógareyðingar
AFP/Kadoorie Farm and Botanic Garden
Línudans Aparnir notuðu ýmsar aðferðir.
Frank Jensen, borgarstjóri Kaup-
mannahafnar, nýtur áfram trausts
meirihluta flokksfélaga sinna að því
er fram kom í máli hans á blaða-
mannafundi í gær. Fjöldi fólks hefur
hvatt hann til afsagnar í kjölfar þess
að hópur kvenna hefur stigið fram og
greint frá kynferðislegri áreitni hans
gagnvart sér. Jensen hefur ekki tekið
fyrir ásakanirnar heldur beinlínis
gengist við því að hafa brotið á kon-
unum: Hann bað Mariu Gudme af-
sökunar, en hann braut á henni árið
2012. Hann bað hóp kvenna afsök-
unar sem hann braut á árið 2011. Og
hann gekkst við því að hafa hegðað
sér með ósæmilegum hætti í fögnuði
á vegum Jafnaðarmannaflokksins ár-
ið 2004. „Mér þykir ótrúlega leitt að
hafa brotið af mér í margvíslegu sam-
hengi,“ sagði Jensen í gær. Áður hef-
ur hann ítrekað verið sakaður um við-
líka hegðun en steininn tók úr þegar
enn fleiri konur stigu fram í viðtali
við Jyllands-Posten um helgina.
Jensen sagði að jafnvel þótt þessar
frásagnir fengju fjölda fólks til að líta
hann öðrum augum lofaði hann bót
og betrun. Hann hygðist ekki segja af
sér, hvorki sem borgarstjóri né sem
varaformaður flokksins, þar sem
Mette Frederiksen forsætisráðherra
er formaður. Næstu mánuðir fara að
sögn Jensens í að byggja upp traust á
nýjan leik og hann hyggst áfram vera
oddviti flokksins í sveitarstjórnar-
kosningum árið 2021.
Segja má að önnur bylgja MeToo-
hreyfingarinnar gangi nú yfir Dan-
mörku, en hún hófst í síðasta mánuði
með áhrifamikilli ræðu fjölmiðlakon-
unnar Sofie Lind. Stutt er síðan
Mette Frederiksen sagði á sam-
félagsmiðlum að hún styddi allar
konur sem stigju fram.
snorrim@mbl.is
„Mér þykir þetta
ótrúlega leitt“
Braut af sér gagnvart fjölda kvenna
Skjáskot/DR
#MeToo Frank Jensen heldur áfram
sem borgarstjóri Kaupmannahafnar.