Morgunblaðið - 19.10.2020, Page 19

Morgunblaðið - 19.10.2020, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 ✝ Sigurður Grét-ar Magnússon fæddist í Reykjavík 15. september 1964. Hann lést 28. sept- ember 2020 á heim- ili sínu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson, f. 14. janúar 1931, d. 16. september 1980, og Edda Filippus- dóttir, f. 22. mars 1934, d. 18. nóvember 1994. Systkini Sigurðar eru: Guðlaugur Ragnar, f. 20. desember 1952, maki Sigríður Ólöf Björnsdóttir, f. 12. september 1952, Nanna Krist- ín, f. 12. júní 1956, maki Smári Emilsson, f. 14. september 1956, og Berglind Jófríður, f. 21. júní þeirra eru Hayley, f. 2006, Quin- ten, f. 2011, og Alicia, f. 2013. 2) Bryndís Eva, f. 16. september 1987, maki Daníel Freyr Krist- ínarson. 3) Magnús, f. 10 júlí 1989. Svanhildur og Magnús eru bæði búsett í Belgíu. Sigurður starfaði hjá Skeljungi áður en hann flutti til Belgíu 1994. Þar starfaði hann sem bifreiða- stjóri þangað til hann flutti aftur til Íslands 2006. Þá hóf hann störf sem bifreiðastjóri hjá Bönunum ehf. og Bónus. Hann starfaði síð- ast hjá Aðföngum þangað til hann lést. Hann var lengi meðlimur í Litlu nefnd í Ferðaklúbbi 4x4. Útför Sigurðar fer fram í Há- teigskirkju í dag, 19. október 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir en athöfninni verður streymt á: https://www.facebook.com/groups/ sgmutfor Virkan hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/andlat 1960, maki Steinar Davíðsson, f. 22. október 1957. Sig- urður var yngstur. Sigurður ólst upp á Lynghaga í Vest- urbæ Reykjavíkur, þar sem hann gekk fyrst í Melaskóla og svo Hagaskóla. Hann hóf sambúð með Margréti Halldóru Brynjólfsdóttur (Grétu) árið 1981, þau skildu 2006. Foreldrar Grétu eru: Brynjólfur Jónsson, f. 14 janúar 1939, og Svanhildur Sigrún Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1939, þau skildu. Börn Sigurðar og Grétu eru: 1) Svanhildur Edda, f. 3. september 1982, maki Steven Albergs, börn Kær bróðir minn er fallinn frá eftir erfið veikindi. Hann var bjartsýnn í veikindum sínum og hélt að hann fengi lengri tíma með sínu fólki, en kallið kom óvænt. Siggi var yngstur í systkina- hópnum. Ég var átta ára þegar hann fæddist og fékk fljótlega það hlutverk að gæta hans. Það reynd- ist ekki erfitt því fljótt kom í ljós hvað hann hafði gott geðslag. Það var alltaf stutt í léttleikann og gleðina. Hann fór ekki með hávaða og látum í gegnum lífið. Við ól- umst upp í Vesturbæ Reykjavík- ur. Alltaf minntist hann æsku- áranna með hlýju og gleði. Þegar Siggi kom til Íslands eft- ir 12 ára dvöl í Belgíu 2006 flutti hann í húsið til mín og Smára, það var ómetanlegt að hafa hann svona nálægt okkur og áttum við margar góðar samverustundir hvort sem var úti í sólinni í garð- inum eða við matarborðið. Við átt- um oft gott spjall. Siggi var duglegur að ferðast um landið sitt og honum leið hvergi betur en á fjöllum hvort sem var vetur eða sumar. Ég er þakklát fyrir fjallaferðina sem við systkinin og fjölskyldur fórum í saman síðasta sumar. Ég er þakk- lát fyrir hvað Siggi var góður bróðir. Ég er þakklát fyrir hvað Siggi reyndist barnabörnunum mínum góður frændi. Ég er þakklát fyrir allar minn- ingarnar sem ég mun varðveita. Innilegar samúðar- og kærleik- skveðjur til allra vina hans og fjöl- skyldu, þá sérstaklega til barna hans, tengdabarna og barna- barna. Við kveðjum hann hinstu kveðju og þökkum samfylgdina. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði elsku bróðir. Nanna og Smári. Elsku Siggi okkar. Við trúum því ekki að þú sért farinn frá okk- ur en núna ertu farinn til englanna eftir hetjulega baráttu við veikindi þín. Þú varst í blóma lífsins og full- ur af fjöri þegar þú byrjaðir að veikjast og hélst því allt til enda. Þú varst svo sterkur og ætlaðir ekki að láta þetta buga þig heldur njóta þess sem lífið hefði upp á að bjóða. Þú varst nýbúinn að kaupa þér ferðabíl sem þú ætlaðir þér að ferðast um landið með. Það var það skemmtilegasta sem þú gerð- ir. Þrátt fyrir mikil veikindi sem tóku sinn toll kvartaðir þú aldrei. Við eigum svo margar góðar minningar um þig. Þú varst alltaf svo kátur og skemmtilegur, alltaf til í að segja skemmtilegar sögur og gera stundirnar eftirminnileg- ar. Þú hafðir einstaka nærveru og varst í raun alltaf eins og einn af krökkunum okkar, elsku Siggi bróðir eins og þú varst alltaf kall- aður. Einstaklega blíður og þægi- legur í alla staði og alltaf hægt að leita til þín ef á aðstoð þurfti að halda. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa. Þær eru ótal ferðirnar sem við fórum saman, bæði upp á fjöll og austur að Fossum, og eru þær allar jafn eftirminnilegar. Ekki síður öll matarboðin í Veg- húsum. Begga man svo vel eftir því er þú komst í heiminn, svo sæt- ur og fallegur. Þau voru ófá skipt- in sem Begga passaði þig og ekki var hún gömul þegar hún fór með þig í barnavagninum upp í bakarí að kaupa brauð. Á bakaleiðinni lét hún þig renna í vagninum niður brekkuna í Tómasarhaganum með þeim afleiðingum að hann valt á hliðina og beyglaðist. Í geðshrær- ingu leit Begga í vagninn og þar lástu svo bara brosandi yfir þessu öllu. Þú varst einstaklega rólegt og skemmtilegt barn. Elsku Siggi, við söknum þín svo mikið og þú munt alltaf eiga hlut í hjarta okkar. Það er svo skrítið að hafa þig ekki lengur til staðar. Elsku Svana, Bryndís og Maggi, guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum og innilegustu samúð- arkveðjur með bæn og huggun til ykkar. Berglind Jófríður, Steinar og fjölskylda. Elsku Siggi okkar, ég sit hér með fjölskyldu minni og reyni að finna réttu orðin fyrir hinstu kveðjuna okkar til þín. Þá rifjast upp fyrir mér hver þú varst fyrir mér í æsku. Þú varst alltaf fyndni og hressi frændinn. Alltaf til í að búa til bros. Þegar ég sagði Soffíu Sól okkar að þú værir farinn frá okkur þá sagði hún í gegnum tárin „en hann sem er svo skemmtileg- ur“. Þú varst ennþá skemmtilegi frændinn, líka í hjörtum barna minna. Takk fyrir það! Nú ertu farinn elsku frændi minn. Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn. Á himinborg blika stjörnur tvær. Hve brosi í augum þínum líkjast þær. (Svava Strandberg) Við eigum margar góðar minn- ingar um þig. Við erum öll sér- staklega þakklát fyrir frábæru jeppafjallaferðina okkar í sumar þar sem þú varst okkar farar- stjóri. Dásamlegar og dýrmætar minningar sem við sköpuðum öll saman þar sem við munum varð- veita í hjörtum okkar. Ég vil á fjöllin fara fremur en að vera í byggð, orku þar enga spara en ávallt þjóna af dyggð. Guð hefur margan glaðan dag látið mig lifa á heiðum líknandi mínum hag. (Sigvaldi skáld) Elsku Svanhildur Edda, Bryn- dís Eva, Magnús og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði elsku frændi okk- ar. Edda Ósk, Stefán, Soffía Sól og Daníel Smári. Sigurður Grétar Magnússon, Siggi Magg eða Lækarinn eins og hann var oftast kallaður, hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Ég kynntist honum í gegnum fé- lagsskap Ferðaklúbbsins 4x4 en þar var Siggi Magg tíður gestur á fundum, opnum húsum og í starfi Litlunefndarinnar, en þar var hann starfandi þegar kallið kom. Árið 2007 urðu miklar sviptingar í klúbbnum og þegar ég kom að stjórnunarstörfum í honum var Siggi Magg einn af þeim sem studdu mig og nýja stjórn dyggi- lega og var ávallt tilbúinn að koma að málum, hvort sem um var að ræða ferðir fyrir bíla á stórum dekkjum eða litlum. Hann var alltaf brosandi og fljótur að svara fyrir sig ef reynt var að skjóta á hann. Ég man eftir mörgum opnum húsum, bæði uppi á Eldshöfða og í Síðumúlanum, þar sem hann sat og spjallaði um daginn og veginn. Ég held að það hafi ekki verið margar ferðir sem Siggi Magg mætti ekki í, eða árshátíðir, þar sem hann var fljót- ur að panta miða fyrir sig og fé- lagana. Þegar stórferðin 2020 var auglýst var Siggi með þeim fyrstu að panta og staðfesta að hann ætl- aði ekki að missa af þessari ferð. Við vorum mikið í sambandi þar sem hann var að skrá fleiri í hóp- inn hjá sér sem hét Flotið. Því miður féll þessi ferð eins og marg- ar aðrar niður vegna Covid-19. Siggi Magg var mjög duglegur að vinna með Litlunefndinni og fór ófáar ferðir með henni sem farar- stjóri, þar sem hann var í essinu sínu og óþreytandi að hjálpa og aðstoða þá sem þurftu á hjálp að halda. Þar er honum best lýst; hjálpsamur og ávallt með bros á vör. Það var mikið högg að frétta að Sigurður væri fallinn frá, sérstak- lega þar sem það hafði aldrei bor- ist í tal að hann væri veikur og aldrei sá maður né heyrði að eitt- hvað væri að. Það eru forréttindi að kynnast fólki eins og Sigurði Grétari Magnússyni, fólki sem gefur mikið af sér og þiggur aldrei neitt í staðinn. Hann var mjög duglegur og atorkusamur og ekki síst góður félagi. Ég segi bara takk fyrir samfylgdina og takk fyrir allt sem þú gafst okkur í klúbbnum þínum af atorku þinni og gleði. Ég kveð Sigga Magg, Lækar- ann, með þakklæti og virðingu. Einnig votta ég aðstandendum samúð mína. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferðaklúbbsins 4x4. Sigurður Grétar Magnússon hóf störf hjá Aðföngum árið 2016 sem yfirmaður akstursdeildar. Hann féll strax inn í hópinn og reyndist starfsfélögum sínum vel frá fyrsta degi. Við sem unnum með honum minnumst þess hversu gott var að leita til hans með hvers konar beiðnir sem hann leysti ávallt með bros á vör. Siggi Magg, eins og hann var kallaður af samstarfsfólki sínu, var hjálpsam- ur, jafnlyndur, kurteis og satt best að segja, hvers manns hugljúfi. Undanfarna mánuði glímdi Siggi Magg við alvarleg veikindi en vildi þrátt fyrir það fylgjast með okkur og taka að sér þau verkefni sem hann gat sinnt. Hon- um líkaði ekki vel að vera aðgerða- laus og heimsótti okkur reglulega í hádegismat eins og hægt var. Okkur þótti gott að fá hann í heim- sókn. Það fór ekki fram hjá neinum sem Sigga Magg þekktu að hann var mikill áhugamaður um jeppa og fjallaferðir. Hann fór í margar jeppaferðir, hvort sem var að vetri eða sumri og fyrir valinu varð rauður fjallabíll, annaðhvort með númerinu LIKE eða IT. Hann vissi alveg hvar honum líkaði vel að vera – uppi á fjöllum að njóta náttúrunnar og ekki skemmdi ef ferðunum fylgdu smá áskoranir. Í lautinni, þar sem lyngið grær og lindin er hljóð og angurvær, má glataða gleði finna. Friðland á sá, sem flugi nær til fjallahlíðanna sinna. Ef ég að borginni baki sný, þá brosir við augum veröld ný, full af ódáinsangan. Þar hefjast bláfjöllin hátt við ský, með hádegissól um vangann. Kletturinn er mín konungshöll, kirkja mín tindur, þakinn mjöll, helguð heilögum anda. Þar vex og hækkar mín hugsun öll, unz himnarnir opnir standa. Hreinn er faðmur þinn, fjallablær. Fagurt er þar, sem lyngið grær. Þar get ég elskað alla. Á tíma og eilífð töfrum slær af tign hinna bláu fjalla. (Davíð Stefánsson) Við í Aðföngum sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til barna Sigurðar, fjölskyldu, ætt- ingja hans og vina. Við þökkum Sigga Magg samstarfið og vinátt- una í gegnum árin og kveðjum vin okkar með söknuði. Fyrir hönd starfsmanna Að- fanga, Hafdís Rósa Sæmundsdóttir. Elsku Siggi okkar. Takk fyrir að vinna með okkur í Litlunefnd Ferðaklúbbs 4x4, þar sem þú hef- ur lagt fram ómælda vinnu með endalausum áhuga og gleði í fjöldamörg ár. Takk fyrir að segja já við öllu sem okkur datt í hug, vera alltaf til í allt og sjá allar hindranir sem fullkomlega yfirstíganlegar, engin vandamál, bara lausnir. Takk fyrir alla þolinmæðina við að hjálpa og leiðbeina öðrum, sama hvað á bjátaði í ferðunum okkar, hvort sem var hjá nýliðum eða lengra komnum. Takk fyrir að segja allt sem þér datt í hug, vera ekkert að skafa af hlutunum og vera „one of a kind“. Takk fyrir allan húmorinn og einskæru gleðina, að vera alltaf fyndni gaurinn sem vissi alltaf hvað átti að segja og hvernig átti að svara fyrir sig. Takk fyrir brosið sem lagaði allt og prakkaraglottið sem sagði allt sem segja þurfti. Takk fyrir að gefa okkur ómælt magn af góðum minningum, sem við getum yljað okkur við um ókomna tíð og huggað okkur við á erfiðustu stundunum yfir að missa þig svona fljótt. Takk fyrir að vera þú, við mun- um sakna þín sárlega og minnast þín með þakklæti fyrir allt og allt. Takk vinur! Þínir vinir í Litlunefnd, Aron, Berglind, Björn, Guðlaugur, Ingvi, Jó- hannes og Jóhanna. Sigurður Grétar Magnússon Ástkær faðir minn, tengdafaðir, frændi og bróðir, HEIÐAR RÓBERT ÁSTVALDSSON danskennari, lést á Landspítala sunnudagsnóttina 4. október. Streymt verður frá útförinni miðvikudaginn 21. október klukkan 13 á www.facebook.com/groups/heidarastvaldsson Ástvaldur Heiðarsson Jóna María Magnúsdóttir systkini og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, MÁR B. GUNNARSSON skipstjóri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 12. október. Heiðrún Anna Björnsdóttir Jamie Lawson Vigdís Másdóttir Bergsteinn Sigurðsson Helga Rósa Másdóttir Rögnvaldur Ólafsson Anna Lilja Másdóttir Viðar Reynisson og barnabörn Indiana B. Gunnarsdóttir Stefán B. Gunnarsson Ólafur Þorri Gunnarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÞÓRHALLSSON, Hvammstanga, lést að morgni fimmtudagsins 8. október á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi. Útförin fór fram í kyrrþey hinn 16. október frá Hvammstangakirkju. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Björg Stefanía Sigurðardóttir Emilía Marta Þrándur Óðinn Ólafur Hallur Hulda barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Blikahólum 2, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 23. október kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni. Systkinin og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG GÍSLADÓTTIR bókasafnsfræðingur, lést á Landspítalanum föstudaginn 16. október. Jarðarför auglýst síðar. Guðmundur Ingason Gyða Jónsdóttir Örn Erlendur Ingason Guðbjörg Rós Sigurðardóttir Haukur Ingason Katrín Þórarinsdóttir Sólborg Erla Ingadóttir Kristinn Harðarson Þórdís Ingadóttir Snorri Þorgeir Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, afi og bróðir okkar, ÁGÚST RAFN INGÓLFSSON vélstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 23. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Beina útsendingu frá útförinni verður hægt að nálgast á mbl.is/andlát. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Agnar Jón Ágústsson Ari Daníel Agnarsson Örn Ingólfsson Einar Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.