Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting
minningargreina
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að
útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á
minningargreinum.
Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast
ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir
í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og
útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða
gerð í kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem
hafa spurningar um ritun minningargreina eða hvernig skuli senda þær til
blaðsins.
✝ Stefán Gunn-arsson vöru-
bílstjóri og verk-
taki á Djúpavogi
fæddist 25. maí
1958 í Hnaukum í
Álftafirði. Hann
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á líkn-
ardeild Landspít-
alans 10. október
2020.
Foreldrar hans
voru Gunnar Guðlaugsson, f.
8.1. 1927, d. 12.1. 2004, og
Anna Ingólfsdóttir, f. 13.1.
1932, d. 6.4. 2017. Systkini
Stefáns eru Reynir, f. 23.6.
Gunnar, f. 4.10. 1980, í sam-
búð með Gemmu Ayu Tirta
Nandha, f. 10.5. 1992. 3) Ant-
on, f. 13.12. 1983, í sambúð
með Ölmu Rún Pálmadóttur,
f. 30.10. 1985. Börn þeirra
eru: Aníta Dögg, f. 15.10.
2006, Arnar Emil, f. 30.12.
2012, og Anna Emilía, f. 21.8.
2015.
Stefán ólst upp í Hnaukum
í Álftafirði. Hann flutti á
Djúpavog árið 1977 þar sem
hann bjó og starfaði sem
vörubílstjóri og verktaki til
síðasta dags.
Vegna aðstæðna voru að-
eins nánustu aðstandendur
og vinir viðstaddir útförina,
sem fór fram 18. október
2020. Stefán verður jarð-
settur í Garðakirkjugarði.
1952, Guðlaug, f.
7.5. 1062, Gunnar
Rúnar, f. 31.3.
1967, og Snjólfur,
f. 22.1. 1973.
Eftirlifandi eig-
inkona Stefáns er
Nína Sigríður
Jónsdóttir, f.
13.10. 1957. Börn
Stefáns og Nínu
eru: 1) Halla, f.
30.4. 1978, gift
Sigurði Erni Magnússyni, f.
5.7. 1976. Börn þeirra eru:
Nína Lind, f. 11.2. 2011, Stef-
án Breki, f. 27.12. 2013, og
Brynjar Atli, f. 29.8. 2016. 2)
Minn allra besti félagi er fall-
inn frá langt fyrir aldur fram. Mig
setur hljóðan og ég finn til í hjart-
anu að hugsa til þess að þetta sé
raunveruleikinn. Okkar leiðir
lágu fyrst saman þegar Stebbi
var að vinna í Bræðslunni og var á
skellinöðru eins og ég. Okkar
samgangur varð svo meiri þegar
við hófum atvinnurekstur, Stebbi
með vörubíl og ég með rútu. Það
var ósjaldan sem við skokkuðum
á milli húsa með víxileyðublöð.
Stebbi keypti sinn fyrsta vörubíl
árið 1979 og byrjaði fljótlega í
snjómokstri fyrir Vegagerðina
milli Djúpavogs og Hafnar. Það
kom sér afar vel fyrir mig þar
sem ég var með sérleyfið á sömu
leið. Oft hringdi Stebbi í mig þeg-
ar ég var í áætlun ef tvísýnt var
með veður og beið þá eftir mér og
var viss um að ég kæmist örugg-
lega til baka, því er ég ævinlega
þakklátur. Síðar stofnuðu Stebbi
og Nína SG vélar. Eftir Stebba og
hans frábæra starfsfólk liggja
margir flottir vegir og hafnar-
mannvirki. Þar má nefna vegi á
Tjörnesi, við Bakkaflugvöll, í Suð-
ursveit, hafnargerð á Vopnafirði,
Fossárvík í Berufirði, gatnagerð
á Djúpavogi, Öxi og margt fleira.
Þessir vegir bera vott um snyrti-
mennsku og flottan frágang.
Undanfarin ár hefur fyrirtækið
stækkað ört og við bættist flutn-
ingur á laxi og fleiru ásamt því að
gera út tvo strandveiðibáta.
Við eigum börn á sama aldri og
var mikill samgangur á milli okk-
ar. Mér er minnisstætt þegar við
fórum öll til Mallorca fyrir rúm-
um 30 árum, allar útilegurnar og
íþróttamótin með börnin okkar.
Við keyptum okkur vélsleða og
skíði og settum upp skíðalyftu
fyrir ofan æskuheimili Stebba á
Hnaukum og kölluðum það svæði
Álftfirsku alpana. Það var mikið á
sig lagt við þá uppsetningu,
sprengd hola fyrir staur, dráttar-
vél dregin upp með jarðýtu og
ýmislegt annað brallað. Síðan
drógum við krakkana á skíðunum
upp að lyftu.
Við fórum víða um dalina í
kringum Djúpavog á vélsleðunum
og inn að Snæfelli. Minnisstætt er
þegar við fórum öll inn að Innstigi
og vorum að draga krakkana á
sleðunum og stálumst inn í hús
kvenfélagsins á Djúpavogi,
kveiktum upp og fengum okkur
kaffi. Eftir miðnætti það sama
kvöld hringir Stebbi í mig og spyr
hvort ég hafi slökkt á gasinu í
húsinu, ég sagðist ekki muna eftir
því. Við hentum okkur í föt og fór-
um á vörubílnum með sleðana inn
í dal og þegar við komum að hús-
inu var mjög notalegt þar inni og
mátti engu muna að kviknað hefði
í kofanum! Stebbi var þeim eig-
inleika gæddur að skipta aldrei
skapi, sama hvað gekk á.
Mikið er ég fegin að hafa getað
verið Stebba innan handar þegar
hann þurfti þess við. Ég á eftir að
sakna þess að geta ekki hringt í
þig og spjallað eins og við gerðum
svo oft. Innilega er ég þakklátur
fyrir daginn sem við áttum saman
fyrir stuttu þegar við fórum að
skoða nýju gröfuna, þá varst þú
ekkert á því að fara að kveðja.
Elsku Nína, Halla, Gunnar,
Anton og fjölskyldur, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð styrkja ykkur á þess-
um sorgartímum og minningin
um dásamlegan eiginmann, föð-
ur, tengdaföður og afa lifa.
Við kveðjum þig með söknuði
elsku Stebbi.
Hjörtur og Bríet.
Að búa í litlu samfélagi úti á
landi eru ákveðin forréttindi. Það
skiptir hver einstaklingur máli,
við þekkjumst öll og getum leitað
hvert til annars ef eitthvað bjátar
á. Við deilum gleði og sorg, reyn-
um að vera til staðar ef höggvið er
skarð í okkar samfélag. Einn af
okkar mætu mönnum, Stefán
Gunnarsson frá Hnaukum,
kvaddi okkur fyrir aldur fram.
Stebbi Gunnars eins og við köll-
uðum hann var einn af lykilmönn-
um samfélagsins okkar hér á
Djúpavogi. Rak fyrirtæki sitt
S.G. Vélar, fyrirtæki í verktaka-
starfsemi sem gerði út vinnuvélar
ásamt vöru- og flutningabílum.
Fyrirtæki sem hann byggði upp
út frá einum vörubíl. Fyrirtæki
sem skapar atvinnu og hefur haft
jákvæð áhrif á alla þætti sam-
félagsins.
Ég átti þess kost að vinna mik-
ið með Stefáni í starfi mínu sem
sveitarstjóri Djúpavogshrepps í
þau sextán ár sem ég gegndi því.
Þegar litið er til baka er minn-
ingin um þennan góða dreng á
einn veg; duglegur, úrræðagóður,
góður í umgengni og með létta
lund. Þegar ég tók við sem sveit-
arstjóri á Djúpavogi árið 1986 lá
fyrir að skipta þurfti um vatns-
leiðslu frá vatnsbólinu á Búlands-
dal til Djúpavogs, um 7,5 km leið.
Um var að ræða framkvæmd sem
ekki gat beðið sökum þess að
eldri leiðslan var algjörlega búin
að sinna sínu hlutverki. Ég leitaði
meðal annars til Stefáns um að-
komu að verkinu, sem tók því vel
og gekk í verkið ásamt þeim
mæta manni Ásgeiri Hjálmars-
syni. Verkið kláruðu þeir á tilsett-
um tíma, enda ekkert að víla það
fyrir sér þótt hönnun fram-
kvæmdarinnar lægi ekki fyrir. Í
lok framkvæmdar var fenginn
verkfræðingur til að koma verk-
inu á pappír enda mikilvægt að
hafa slíkt skjalfest. Verkefnin
sem Stefán kom að þessi ár mín á
Djúpavogi voru mörg, það var
nánast ekki velt við steini nema
hann kæmi þar að verki, enda
maður sem ekki þekkti vandamál,
heldur hugsaði í lausnum. Það
komu að vissu leyti upp efasemdir
hjá Stefáni stundum þegar ég
leitaði til hans um lausn á
ákveðnum verkefnum. Þá átti
hann það til að slá á lærið og
skella upp úr og segja: „Óli, þetta
er ekki hægt að framkvæma.“ Í
framhaldinu fór hann á vettvang,
gekk til verks og leysti það eins
og honum var einum lagið.
Á kveðjustundu fer í gegnum
hugann hversu mikilvægur hver
hlekkur er í litlu byggðarlagi.
Framlag Stefáns og hans ein-
stöku fjölskyldu hefur verið sam-
félaginu á Djúpavogi ómetanlegt.
Dugnaður hans og verkkunnátta
hefur hjálpað þessu samfélagi í
uppbyggingu innviða. Þá hefur
fjölskylda hans í Ösp einnig lagt
samfélaginu lið. Nína konan hans,
þessi einstaka, hæverska lista-
kona, hefur auðgað samfélagið
með sínu framlagi svo og börnin
þeirra þrjú. Það eru algjör for-
réttindi að hafa átt þess kost að
starfa með þeim á árum mínum
hjá sveitarfélaginu.
Kæra fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur Áki Ragnarsson.
Stefán Gunnarsson
✝ Auður Gúst-afsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 9.
mars 1948. Hún
lést 10. október
2020 á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi. For-
eldrar hennar voru
Gústaf Lárusson, f.
4.12. 1917, d. 12.2.
2012, ættaður af
Barðaströnd, og
Þórhildur Magnúsdóttir, f.
22.12. 1917, ættuð úr Bisk-
upstungum. Systkini Auðar
voru Ásta Vigdís, f. 8.3. 1942,
Hildur, f. 9.4. 1943, Hulda, f.
19.4. 1944, Mar-
grét, f. 29.4. 1949,
og Guðrún, f. 18.9.
1950.
Auður giftist
Fred Durham hinn
13.6. 1970 og flutt-
ist með honum til
Bandaríkjanna en
þau skildu síðar.
Þeirra börn eru
Natacha, f. 11.10.
1971, og Dustin, f.
8.6. 1975. Auður fluttist með
börnin heim til Íslands 1987. Ár-
ið 1998 giftist hún Konráði Júl-
íussyni, f. 17.4. 1939, og átti
hann fyrir fimm börn og saman
áttu þau fjölda barnabarna. Þau
skildu síðar.
Þegar hún flutti heim til Ís-
lands fór hún að vinna hjá Iðn-
aðarbankanum sem síðar varð
Íslandsbanki. Svo vann hún hjá
Spron verðbréfum og endaði
starfsferil sinn hjá Seðlabank-
anum.
Auður var mikið fyrir útivist
og almenna hreyfingu og hafði
gaman af að spila golf.
Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 19. októ-
ber 2020. Vegna aðstæðna verða
aðeins nánustu aðstandendur og
vinir viðstaddir. Athöfninni
verður streymt á slóðinni:
https://tinyurl.com/y4382m3u
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku fallega systir mín er dáin.
Það er svo ótrúlegt að þessi
glaðværa og káta systir mín sé
horfin yfir móðuna miklu. Það eru
svo margar góðar minningar sem
sitja eftir. Eins og sú hefð að hitt-
ast flestar helgar heima á gamla
æskuheimilinu okkar og setjast að
kaffihlaðborði hjá mömmu. Þá var
mikið spjallað og mikið hlegið. Við
áttum það sameiginlegt að hafa
gaman af útilegum og við ferðuð-
umst um landið þvert og endi-
langt. Þá var alltaf glatt á hjalla,
Konni og Eyi að grilla og við að
horfa á og leggja á borð. Og oftast
á kvöldin var spilaður kani og hélt
Auður bókhald yfir spilamennsk-
una. Svona gæti ég haldið enda-
laust áfram. Það er sárara en tár-
um taki að kveðja systur mína sem
öllum vildi gott gera og alltaf boðin
og búin að hjálpa öðrum. Og hvað
hún var góð og hjálpleg með
mömmu okkar sem sýnir hve góð
manneskja hún var.
Elsku Natacha og Dustin og
ykkar fjölskyldur, okkar bestu
samúðarkveðjur. Megi algóður
guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ásta og Eyjólfur (Eyi).
Fallinn er frá góður samstarfs-
félagi okkar, Auður Gústafsdóttir,
eftir baráttu við illvígan sjúkdóm.
Auður hóf störf í deild lánamála
ríkisins í Seðlabanka Íslands
snemma árs 2010 og starfaði þar
uns hún fór á eftirlaun átta árum
síðar, þá sjötug að aldri. Það eru
einungis rúm tvö ár síðan haldin
var kveðjuveisla henni til heiðurs
og þar eð hún var alltaf heilsu-
hraust til vinnu héldum við að hún
ætti mörg góð ár eftir til að sinna
hugðarefnum sínum, sem voru
m.a. að ferðast, sinna gólfíþrótt-
inni og njóta þess að vera með
barnabörnum sínum. Sá tími sem
hún hafði til þess að njóta efri ár-
anna var hins vegar stuttur og
sannast því hið fornkveðna að eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er.
Auður bjó yfir mikilli banka-
reynslu en áður hafði hún unnið
hjá SPRON í 10 ár, og þar áður
hjá gamla Íslandsbanka og Iðnað-
arbankanum í ýmsum störfum,
bæði sem sérfræðingur og yfir-
maður. Það var engin tilviljun að
Auður, þá 62 ára að aldri, var valin
hæfust af þeim 49 umsækjendum
sem sóttu um starfið hjá lánamál-
um í Seðlabankanum. Oft heyrist
að þegar fólk er komið um eða yfir
miðjan aldur hafi það ekkert fram
að færa á vinnumarkaðinum. Það
hafi ekki lengur hæfileika til að til-
einka sér nýja hluti og taka breyt-
ingum. Auður afsannaði þá kenn-
ingu rækilega í Seðlabankanum.
Hún var alltaf tilbúin að bæta við
sig þekkingu til að sinna nýjum
verkefnum sem hún fékk í hend-
urnar.
Auður var reiðubúin að skoða
nýjar leiðir að lausnum og nýttist
þar örugglega gömul yfirmanns-
reynsla frá SPRON. Hún var sam-
viskusöm og nákvæm í öllum verk-
efnum sem hún stýrði. Jafnframt
var hún þægilegur og jákvæður
samstarfsmaður sem gott var að
umgangast. Starfsmenn með
þessa eiginleika eru eftirsóttir og
bankinn var heppinn að fá að njóta
starfskrafta hennar og starfs-
reynslu. Fjölskyldu hennar og ást-
vinum færum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
F.h. samstarfsfólks í Seðla-
bankanum,
Björgvin
Sighvatsson.
Auður Gústafsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar