Morgunblaðið - 19.10.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Löngun þín til að auka tekjur þín-
ar er komin út í öfgar. Þú getur byrjað á
einu, jú eyða minna.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vilt halda þínu fyrir þig, sér-
staklega þegar sköpun er annars vegar.
Gerðu ráð fyrir samræðum um framtíð-
arvonir og drauma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú setur markið hátt á hverjum
degi. Vinasambönd munu hugsanlega
breytast í ástarsambönd,
21. júní - 22. júlí
Krabbi Við höfum öll gott af því að
staldra við og líta yfir farinn veg. Þér
finnst þú stundum fastur í daglegri rút-
inu. Gerðu eitthvað til að brjóta upp dag-
inn..
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Augu þeirra, sem eru í kring um
þig, eru að opnast fyrir þeim hæfileikum
sem þú ert gædd/ur. Hlustaðu á innsæi
þitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er út í hött að þú hafir ekki
sett þér nein markmið í lífinu. Haltu þig
við það sem þú gerir vel og fáðu alla þá í
lið með þér sem þú mögulega getur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að endurmeta tengsl þín
við vini og vandamenn. Gakktu vasklega
til verks í tiltektinni og hentu því sem
þvælist fyrir þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Geta þín til þess að þefa
uppi vandamál er með mesta móti í dag.
Þér líkar ekki smjaður.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Forðastu rifrildi við stjórn-
endur og valdhafa í dag. Teldu upp fimm
kosti sem þú hefur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú kemur svo sannarlega
miklu í verk þessa dagana. Hafðu þitt á
hreinu áður en þú hefur upp raust þína
um menn og málefni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Treystu dulrænum hæfi-
leikum þínum fyrir alla muni. Nú hefurðu
ákveðið að láta af gömlum slæmum vana
eða byrja á einhverju nýju sem bætir líf
þitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki ummæli annarra í þinn
garð skemma fyrir þér daginn. Stundum
þarf eitthvað furðulegt til að vekja mann
af værum blundi.
minnkað kulnun í starfi, sem hefur
verið mikið vandamál undanfarin ár.
„Ég hitti í mínu starfi oft fólk sem
hefur staðið lengi við sömu síldar-
tunnuna og þarf virkilega að endur-
hugsa líf sitt. Það er alltaf gaman að
geta hjálpað við að finna lausnir, en
ég er þannig gerð að ég sé frekar
tækifærin en hindranirnar.“
Lára fékk fyrstu verðlaun í Ljóða-
samkeppni Háskóla Íslands á degi ís-
lenskrar tungu 16. nóvember 2007.
„Ég var hjá Þórði Helgasyni há-
skólaprófessor í tímum og hann hvatti
mig mikið til að taka þátt í keppninni.
Það var mjög skemmtilegt fyrir mig
vilji lifa. Sú spurning gæti alveg
breytt niðurstöðunni og markþjálfar
geta hjálpað fólki við þetta ferli og
hvernig best sé að ná markmiðunum.
„Þjóðfélagið er á svo miklum spretti
að við gleymum stundum að draga
andann og tengjast okkur sjálfum.“
Hildur vinnur núna sem markþjálfi
fyrir Virk starfsendurhæfingarsjóð
og segir það mjög gefandi að aðstoða
fólk til að finna sína leið og hjálpa við
að byggja þessa brú frá stöðunni í
dag til þess áfangastaðar sem það
hefur augastað á. Hún segir að það sé
örugglega gott fyrir marga að skipta
um vettvang í lífinu og það geti
L
ára Óskarsdóttir fæddist
í Reykjavík 19. október
1960 og ólst upp í smá-
íbúðahverfinu. „Ég ólst
eiginlega bara upp við
Elliðaárnar, úti í náttúrunni, og var
oft upp við Fák og svo fórum við
krakkarnir á skíði í Ártúnsbrekkunni
á veturna.“ Lára gekk í Breiðagerð-
isskóla og Réttarholtsskóla þar sem
var oft mikið fjör, enda árgangarnir
stórir.
Eins og mörg börn á þessum tíma
var Lára send í sveit á sumrin, í Eyja-
fjörðinn og Bárðardalinn, og sem
unglingur var hún á Hrepphólum í
Hrunamannahreppi þar sem hún
vann ýmis störf. „Ég var að taka upp
rófur í stórum stíl og vann við allt
sem til féll. Meira að segja var ég
hænsnahirðir,“ segir hún kímin.
„Svo fór ég líka á síld á Eskifirði
þegar ég var tvítug og má segja að ég
hafi haldið upp á afmælið við síld-
artunnuna. Það var gaman að kynn-
ast þessu lífi og þótt þetta hafi nú
ekki verið eins og maður hefur heyrt
af síldarárunum á Siglufirði í gamla
daga voru þetta samt miklar tarnir.
Þegar það kom skip inn var ekkert
farið heim heldur vaktin staðin.“
Lára nam hárgreiðslu við Iðnskól-
ann í Reykjavík og er með meistara-
gráðu í faginu. „Ég, systir mín og
mamma erum allar hárgreiðslukonur
og við rákum hárgreiðslustofuna
Permu í smáíbúðahverfinu.“ Um tíma
voru hárgreiðslustofurnar þrjár og
mikið að gera. Það átti þó fyrir Láru
að liggja að breyta um starfsvett-
vang, en hún hefur alltaf verið listræn
og fann að hún vildi prófa nýja hluti.
Upp úr fertugu fór hún í Háskóla Ís-
lands og lauk þaðan prófi sem ís-
lensku- og myndmenntakennari. Auk
þess hefur hún lokið diplómanámi í
starfsmannastjórnun og er með
PCC-gráðu sem markþjálfi.
„Ég hef alltaf haft áhuga á árangri
og þetta er svolítið skemmtileg leið í
því ferli. Ekki þessi ofboðslega
keppnishugsun, heldur mannúðlegri
leið til þess að ná settum mark-
miðum.“ Lára segir að oft sé fólk að
eltast við hluti sem það telur sig eiga
að vilja, án þess að líta í eigin barm og
spyrja sig heiðarlega hvernig lífi það
að vinna keppnina og svo ætlaði ég að
gefa út ljóðabók, en það hefur dregist
vegna anna, en hún kemur þegar hún
á að koma.“
Lára er ekki bara hagmælt heldur
hefur hún einnig gott lag á prósa.
Núna í vikunni er að koma út hennar
fyrsta skáldsaga, Litli garðurinn, sem
hún hefur unnið að í talsverðan tíma
og Lára er mjög spennt að fá við-
brögð við frumrauninni í skáldsagna-
gerð.
„Nafnið á bókinni er vísun í lítinn
garð í Barcelona, en sögusvið bók-
arinnar er bæði þar og hér á Íslandi
og fjallar um atburð sem veldur
straumhvörfum hjá einni fjölskyldu,
en ég vil ekki segja of mikið frá at-
burðarásinni.“
Lára hefur alltaf verið virk í fé-
lagsmálum og hún tók þátt í starf-
semi Hugleiks áhugaleikfélags um
tíma, var félagsmaður í FKA og sat
sem varaborgarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn um skeið, en hefur nú
sagt skilið við stjórnmálin. „Ég hafði
mjög gaman af því að vera í pólitík-
inni, en sé núna að þetta var ekki al-
veg mín hilla í lífinu. Ég á samt
marga góða vini í Sjálfstæðis-
flokknum og það breytist ekkert.“
Fjölskylda
Eiginmaður Láru er Elís Reyn-
arsson fjármálastjóri, f. 20.1. 1958.
Foreldrar hans eru hjónin Reynar
Lára Óskarsdóttir kennari og markþjálfi – 60 ára
Börnin Arnór Gíslason heldur á Frímanni Galdri Ólafssyni, Lára heldur á Eddu Láru Ólafsdóttur, Erla Gísladóttir
og Óskar Gísli Kvaran, Kristján Helgi Gíslason, Erpur Arnórsson, Friðrik Þór Ólafsson og Birta Líf Arnórsdóttir.
Fyrsta skáldsagan komin í hús
Brúðkaup Elís og Lára á
brúðkaupsdaginn 19. maí 2019.
Rithöfundurinn Lára er spennt
fyrir viðtökum Litla garðsins.
Til hamingju með daginn
39
50 ára Jón Einar
ólst upp í Keflavík
og býr núna í
Reykjanesbæ. Hann
er löggiltur fast-
eignasali. Jón Einar
er virkur félagi í
Oddfellowreglunni á
Íslandi. Svo er hann mikill áhugamað-
ur um stangveiði.
Maki: Bryndís Garðarsdóttir, f. 1974,
íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja.
Dætur: Camilla, f. 2005, Auður, f.
2007, og tvíburarnir Hrönn og Rann-
veig, f. 2009.
Foreldrar: Auður Jónsdóttir, f. 1936,
hjúkrunarfræðingur og Sverrir Ein-
arsson, f. 1929, d. 1977, bifreiðastjóri.
Jón Einar Sverrisson
30 ára Stefán Atli ólst
upp á Akranesi og í
Danmörku og býr núna
á Akranesi. Hann er
rennismiður hjá Össuri
í Reykjavík. Helsta
áhugamál Stefáns Atla
er stangveiði, helst
með flugu, og hann fer eins oft að veiða
á sumrin og hann kemst, í vatni, ám og
sjó.
Maki: Elísa Valdís Einarsdóttir, f. 1993, er
í fæðingarorlofi sem stendur.
Synir: Úlfar Ingvi, f. 2014, og Drengur, f.
2020.
Foreldrar: Óli Páll Engilbertsson, f. 1961,
prentsmiður og bókbindari, og Sigríður
Einarsdóttir, f. 1961, fóta-
aðgerðafræðingur. Þau búa í Danmörku.
Stefán Atli Ólason
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is