Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 England Everton – Liverpool ................................ 2:2  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá Everton á 73. mínútu. Manchester City – Arsenal..................... 1:0  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Arsenal. Chelsea – Southampton........................... 3:3 Newcastle – Manchester United ............ 1:4 Sheffield United – Fulham...................... 1:1 Crystal Palace – Brighton ....................... 1:1 Tottenham – West Ham .......................... 3:3 Leicester – Aston Villa ............................ 0:1 Staðan: Everton 5 4 1 0 14:7 13 Aston Villa 4 4 0 0 12:2 12 Liverpool 5 3 1 1 13:13 10 Leicester 5 3 0 2 12:8 9 Arsenal 5 3 0 2 8:6 9 Tottenham 5 2 2 1 15:8 8 Chelsea 5 2 2 1 13:9 8 West Ham 5 2 1 2 11:7 7 Leeds 4 2 1 1 9:8 7 Manch.City 4 2 1 1 7:7 7 Southampton 5 2 1 2 8:9 7 Newcastle 5 2 1 2 7:9 7 Crystal Palace 5 2 1 2 6:8 7 Manch.Utd 4 2 0 2 9:12 6 Wolves 4 2 0 2 4:7 6 Brighton 5 1 1 3 9:11 4 Sheffield Utd 5 0 1 4 2:7 1 WBA 4 0 1 3 5:13 1 Fulham 5 0 1 4 4:12 1 Burnley 3 0 0 3 3:8 0 Þýskaland Essen – Leverkusen ................................ 0:0  Sandra María Jessen lék fyrstu 78 mín- úturnar með Leverkusen. Ítalía C-deild: Padova – Legnago Salus......................... 1:1  Emil Hallfreðsson lék fyrri hálfleikinn með Padova. Frakkland Dijon – Le Havre...................................... 2:1  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Le Havre en hún og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn. Belgía B-deild: Lierse – Royal Union St. Gilloise........... 0:2  Aron Sigurðarson lék í 70 mínútur með Royal Union og lagði upp mark. Pólland Jagiellonia – Lech Poznan...................... 2:1  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia. Grikkland AEK Aþena – PAOK ............................... 1:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Hvíta-Rússland Isloch – BATE Borisov............................ 2:2  Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE og lagði upp mark. Danmörk Midtjylland – OB...................................... 3:1  Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB á 75. mínútu en Mikael Anderson var á varamannabekk Midtjylland allan tímann. AGF – Horsens......................................... 3:0  Jón Dagur Þorsteinsson lék í 80 mínútur með AGF og lagði upp fyrsta mark leiksins.  Kjartan Henry Finnbogason kom inn á sem varamaður á 57. mínútu hjá Horsens. B-deild: Kolding – Esbjerg.................................... 1:1  Andri Rúnar Bjarnason lék í 70 mínútur með Esbjerg. Ólafur H. Kristjánsson þjálf- ar liðið. Svíþjóð AIK – Gautaborg ..................................... 2:0  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá AIK í uppbótartíma. Varberg – Norrköping............................ 1:3  Ísak B. Jóhannesson lék tæpar 90 mín- útur með Norrköping og átti þátt í tveimur markanna. Vittsjö – Rosengård................................. 1:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Djurgården – Linköping ........................ 0:3  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. B-deild: Kalmar – Sandviken................................ 5:3  Andrea Thorisson kom inn á hjá Kalmar á 62. mínútu. Mallbacken – Brommapojkarna ............ 3:0  Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan leik- inn með Mallbacken. Noregur Stabæk – Aalesund.................................. 4:0  Davíð Kristján Ólafsson lék fyrri hálf- leikinn með Aalesund. Mjöndalen – Brann .................................. 2:0  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Brann. Kristiansund – Rosenborg...................... 0:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. Vålerenga – Rosenborg .......................... 1:1  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga.  FRJÁLSAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hlynur Andrésson langhlaupari frá Vestmannaeyjum er orðinn handhafi sex Íslandsmeta utanhúss eftir að hann sló metið í hálfu maraþoni á heimsmeistaramótinu í þeirri grein, 21 km hlaupi, í Póllandi á laugardag- inn. Hlynur hefur þar með á þremur árum hreinsað upp Íslandsmetin á öllum vegalengdum frá 3.000 metr- um og upp í 21 kílómetra. Hann hljóp á einni klukkustund, 02,47 mínútum á laugardaginn, varð í 52. sæti af 122 keppendum og bætti fimm ára gamalt met Kára Steins Karlssonar um rúmar tvær mínútur. Þetta er þriðja metið sem Hlynur tekur af Kára Steini. Fyrst voru það 5.000 metrarnir árið 2017, þá 10.000 metrarnir árið 2018 og nú hálfa maraþonið. Á sama tíma hefur Hlynur tekið tvö met af Jóni Diðrikssyni sem sá síðarnefndi setti árið 1983. Hlynur sló met Jóns í 10 km götuhlaupi á síðasta ári og í 3.000 metra hlaupi í ágústbyrjun á þessu ári. Loks á Hlynur Íslandsmetið í 3.000 metra hindrunarhlaupi en hann sló þar fimmtán ára gamalt met Sveins Margeirssonar árið 2018. Til viðbótar þessu er Hlynur handhafi þriggja Íslandsmeta innan- húss, í 1.500, 3.000 og 5.000 metra hlaupum þar sem hann deilir reynd- ar tveimur með Jóni og Kára vegna mismunandi aðstæðna. Andrea orðin næstbest Þrír aðrir Íslendingar kepptu á mótinu og Andrea Kolbeinsdóttir náði næstbesta árangri Íslendings í kvennaflokki. Hún varð í 82. sæti af 105 keppendum og hljóp á einni klukkustund, 17,52 mínútum. Ís- landsmet Mörthu Ernstsdóttur í greininni er ein klukkustund, 11,40 mínútur en það setti hún árið 1996. Andrea, sem er 21 árs gömul, á sjálf eitt Íslandsmet utanhúss en það er í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Elín Edda Sigurðardóttir meidd- ist í hlaupinu en lauk keppni í 101. sæti á 1:24,20 og var fimm mínútum frá sínum besta árangri. Arnar Pét- ursson keppti ásamt Hlyni í karla- flokki en varð að hætta vegna maga- verks. Enn hreinsar Hlynur upp Íslandsmetin  Sló met Kára í Póllandi og er handhafi sex Íslandsmeta utanhúss Ljósmynd/Bjorn Parée Metaregn Hlynur Andrésson hefur fest sig rækilega í sessi sem fremsti langhlaupari Íslands á undanförnum þremur árum. Þótt Aron Jóhannsson hafi ekki skorað í fyrstu þrettán umferðum sænsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu á þessu tímabili er hann orðinn fimmti markahæsti leik- maður hennar. Aron skoraði í gær sitt níunda mark í síðustu ellefu leikjum Hammarby þegar liðið sigraði Mjällby á heimavelli, 4:2. Hann lék fyrstu 73 mínútur leiksins og kom Stokkhólmsliðinu í 2:0 á fimmtu mínútu. Hammarby er í fimmta sæti þegar sex umferðir eru eftir og er í hörðum slag um Evr- ópusæti. Níunda markið í ellefu leikjum Ljósmynd/Hammarby Skorar Aron Jóhannsson raðar inn mörkum fyrir Hammarby. Eftir aðeins fimm leiki er Viðar Örn Kjartansson orðinn næstmarka- hæsti leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á þessu tímabili. Hann skor- aði tvö mörk í gærkvöld í 3:0- útisigri á Sandefjord, og brenndi auk þess af vítaspyrnu. Viðar hefur þar með skorað sex mörk síðan hann sneri aftur til félagsins í haust eftir sex ára fjarveru. Matthías Vil- hjálmsson kom inná fyrir Viðar Örn á 80. mínútu en Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 56 mínúturnar með Sandefjord í leiknum. Næsthæstur eftir fimm leiki Morgunblaðið/Eggert Skorar Viðar Örn Kjartansson er með sex mörk í fimm leikjum. Landsliðsmennirnir Viggó Krist- jánsson og Bjarki Már Elísson settu svip sinn á hörkuleik Stuttgart og Lemgo í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær og eru í öðru og þriðja sæti yfir markahæstu menn í þessari sterkustu deild heims. Stuttgart og Lemgo skildu jöfn, 26:26, þar sem Viggó skoraði sex mörk fyrir Stuttgart og Bjarki Már sjö mörk fyrir Lemgo. Viggó er nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 29 mörk fyrir Stuttgart í fyrstu fjórum umferðunum og Bjarki Már er á hælum hans með 28 mörk í þriðja sætinu. Bjarki varð markakóngur deildarinnar á síðasta tímabili. Nic- las Ekberg leikmaður Kiel er markahæstur með 31 mark. Lið beggja hafa byrjað ágætlega en Lemgo og Stuttgart eru í átt- unda og níunda sætinu með fimm stig hvort að fjórum umferðum loknum. Kiel lagði Flensburg á sannfær- andi hátt í gær, 29:21, og þar með hafa öll liðin í deildinni tapað stig- um. Leipzig hefur komið á óvart og er efst með sjö stig en Magdeburg, Wetzlar, Rhein-Neckar Löwen, Bergischer, Kiel og Flensburg eru með sex stig hvert. Ásamt Stuttgart og Lemgo eru Füchse Berlín og Melsungen, lið Guðmundar Þ. Guðmundssonar, með fimm stig í næstu sætum. Balingen, Ludwigshafen og Co- burg eru hinsvegar stigalaus á botninum. Oddur Gretarsson, sem fyrir helgi var valinn í landsliðið á ný eftir langa fjarveru, skoraði þrjú mörk fyrir Balingen í ósigri gegn Essen í gær, 33:27. vs@mbl.is Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Annar Viggó Kristjánsson er næstmarkahæsti leikmaðurinn í Þýskalandi með 29 mörk fyrir Stuttgart eftir fjórar umferðir. Viggó og Bjarki fara vel af stað  Tveir af þremur markahæstu í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.