Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
MÖGNUÐ MYND SEM
GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :
★★★★★
★★★★★
★★★★★
Roger Ebert.com
San Fransisco Cronicle
The Playlist
88%
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
FRUMSÝND Á FÖSTUDAG
Lesendur sem hafa hrifistaf skrifum KristínarMarju Baldursdóttur umheim kvenna og stöðu
geta glaðst því í nýrri skáldsögu
sinni Götu mæðranna fjallar hún
enn á ný um líf áhugaverðrar kven-
persónu.
The Rolling Stones eru á fón-
inum og pilsin farin að styttast.
Marín er nýlega
flutt til Reykja-
víkur eftir að
hafa misst báða
foreldra sína með
stuttu millibili.
Hún býr hjá
systur sinni og
manni hennar
meðan hún lýkur
síðasta árinu í
menntaskóla,
vinnur í miðasölu bíóhúss og teikn-
ar í frístundum. Þegar skólanum
líkur tekur framtíðin við, eins og
óskrifað blað, og Marín verður að
fullorðnast hratt.
Marín er ein þessara söguper-
sóna sem manni þykir umsvifalaust
vænt um og heldur með bókina á
enda. Saga hennar er grípandi og
skautar fimlega fram hjá þeim
klisjugryfjum sem uppvaxtarsögur
af þessu tagi eiga á hættu að hrapa
í.
Önnur aðalpersóna verksins er
gatan sem Marín býr við. Götu-
myndin sem Kristín Marja dregur
upp er í senn bráðskemmtileg og
raunsæ. Gatan stendur ljóslifandi
fyrir lesendum, bæði þegar hún ið-
ar af lífi um hábjartan dag og þegar
dimma tekur og kyrrð færist yfir.
Kristín Marja fangar samband
nágranna afar vel. Við götuna býr
hópur fólks, lifandi massi, sem
vaknar saman og gengur til náða
saman, lifir og hrærist á sama
blettinum. Þar býr fólk sem mætir
hvert öðru á hverjum degi, njósnar
hvert um annað í felum bak við
gluggatjöldin en kemur annars
hvert öðru lítið við. Í götunni
þekkjast allir en þó þekkir enginn
neinn.
Gatan er svo sannarlega gata
mæðranna. Það er gata þar sem
eiginmenn og feður eru fjarverandi
og húsmæðurnar ráða ríkjum.
Kristín Marja bregður á það ráð að
hafa húsmæðurnar flestar nafn-
lausar og saman mynda þær eins-
leitan hóp kvenna sem allar sinna
sömu heimilisstörfunum. Flestar
eru einungis kenndar við eiginmenn
sína eða börn en þó eru einhverjar
sem skera sig úr hópnum.
„Hún taldi upp á fingrum sér
dönsku systurnar, flatkökukonuna,
konu smiðsins, konu geðvonda
karlsins, ungu konuna í risinu,
skrýtnu konuna niðri hjá Ingu en
komst ekki lengra, hann greip fram
í fyrir henni, já, þú meinar heim-
spekinginn.
Heimspekinginn?
Amma sagði að hún hefði lært
heimspeki í útlöndum sautján
hundruð og súrkál eða eitthvað, og
hefði lengst af búið þar. Hún fórn-
aði víst öllu fyrir þessa heimspeki.
Fórnaði öllu hverju?
Nú, bara, heimili og börnum.
En hún á heimili.“ (Bls. 119)
Saga Marínar speglast í sögum
kvennanna sem við götuna búa.
Glíma þeirra við væntingar sam-
félagsins eru áberandi þegar höf-
undurinn dregur fram ýmsar hliðar
á móður- og húsmóðurhlutverkinu.
Við fyrstu sýn virðist ákveðin
tímaskekkja felast í því að deila á
húsmóðurhlutverkið nú þegar flest-
ar konur eru úti á vinnumarkaðnum
til jafns við karlmenn. Því verður
þó ekki neitað að það að sjá um að
heimilislífið gangi smurt fyrir sig
liggur enn að miklu leyti á herðum
kvenna. Saga húsmæðranna í göt-
unni á því erindi nú þótt samfélagið
hafi að mörgu leyti breyst til batn-
aðar á þeim áratugum sem liðnir
eru frá því Marín spókaði sig um
götur Reykjavíkur.
Stíll Kristínar er þægilegur og
auðlesinn og maður flýgur í gegn-
um verkið á skotstundu. Það sem
fær lesandann helst til að staldra
við eru lýsingar á teikningum og
ímyndunarafli Marínar, þar sem
hún tekst á við móðurmissinn. Þær
brjóta upp annars raunsæislegan
texta á forvitnilegan hátt. Ef til vill
hefði mátt kanna betur þá mögu-
leika sem felast í þessum draum-
kenndu brotum og styrkja þau.
Gata mæðranna er saga ungrar
konu sem þarf að fóta sig í heimi
þar sem flestar konur enda í hlut-
verki húsmóðurinnar. Vandað verk
Kristínar Marju um Marín og (hús)
móðurhlutverkið lætur lítið yfir sér
framan af en kemur sífellt á óvart
og gæti auðveldlega orðið í uppá-
haldi hjá mörgum.
Þar sem húsmæðurnar ráða ríkjum
Morgunblaðið/Kristinn
Höfundurinn „Vandað verk Kristínar Marju um Marín og (hús)móðurhlutverkið lætur lítið yfir sér framan af en
kemur sífellt á óvart og gæti auðveldlega orðið í uppáhaldi hjá mörgum.“
Skáldsaga
Gata mæðranna bbbbn
Eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
JPV, 2020. Innbundin, 243 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Pace-galleríið sýnir um þessar
mundir á netinu og býður til sölu
teikningar sem hinn fjölhæfi tón-
listarmaður David Byrne gerði
meðan hann var í einangrun í íbúð
sinni í New York eftir að veiru-
faraldurinn skall á. Byrne hefur
bakgrunn í myndlist en hann nam
við listaskóla þegar hann stofnaði
ásamt félögum hljómsveitina Talk-
ing Heads sem hann er oftast
kenndur við.
Teikningarnar, sem Byrne kallar
„dingbats“, einkennast af nokkuð
kaldhæðnislegri sýn á mannlega til-
veru en samkvæmt The Guardian
verða 50 teikningar seldar. And-
virðið rennur til stofnunar Byrnes,
Arbutus Foundation, sem reynir að
brúa hugmyndafræðilegar brýr
fyrir forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum.
Veiruviðbrögð Ein teikninga Davids Byrn-
es, „A balanced life“. Verðið er 3.000 dalir.
Einangrunarteikn-
ingar Byrnes seldar
Gunnar Gränz sýnir um þessar
mundir málverk sín í Listagjánni á
Bókasafni Árborgar. Gunnar fædd-
ist í Vestmannaeyjum árið 1932 en
flutti á Selfoss árið 1942. Gunnar er
ómenntaður í listinni en í tilkynn-
ingu segir að hann líti á sig „sem al-
þýðulistamann sem lært hefur í
skóla lífsins og sótt menntun til ís-
lenskrar náttúru og annarra lista-
manna í landinu. Hann málar sér til
ánægju og hefur haldið fjölda sýn-
inga“. Sýningin er opin á af-
greiðslutíma bókasafnsins.
Gunnar Gränz
sýnir í Listagjánni