Alþýðublaðið - 08.01.1920, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 08.01.1920, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ hraustlega baráttu og óteljandi fórnir hefir heppnast aÖ taka völd- in og framkvæmdir landsins í sín- ar eigin hendur, einungis til aö tryggja hamingju sína og alþjóða- hróðerni án þess að vera öðrum þjóðum til ógnunar. (Frh.) Pjóðverjar og friðarsafflnmgamir. Khöfn 4. jan. Frá Berlin er símað, að nýir erfiðleikar séu komnir um friðar- samningana. Þýzka stjórnin vill ekki láta sér nægja óákveðin svör um afslátt á kröfunum til hafnar- tækjanna. Khöfn 7. jan. Frá París er símað, að Banda- menn hafl slegið af kröfunni um skaðabæturnar fyrir Seapaflóa- skipin, þannig að Þjóðverjar láti aðeins 300 þús. smálestir af hafn- artækjum, þar af 192 þús. strax. fisksalan i bsnutn. Síðan nokkru * fyrir jól hefir verið svo fisklítið hér í bænum, að fóik hefir verið í vandræðum með að fá í matinn. En fyr í haust barst svo mikiðj’að af fiski að hann seldist tæplega og varð þess vegna að salta ekki svo lítið, og um tíma var það svo, að jafn- vel sumir bátar drógu sig í hlé með að róa, vegna þess að þeir fengu ekki kaupendur að afla sfn- um. Hér kom það berlega í ljós, hve frámunalega afleitt lag er á fisksölunni enn sem komið er, sem von er með slíku fyrirkomulagi, sem á henni er. Hér hefðu bátar átt að afla eins og mögulegt vár, á meðan tíð var góð og það sem ekki seldist að kvöldi, átti að leggjast í kælirúm og seljast þeg- ar ógæftarkaflar koma. En það er ekki von að einstakir menn ráðist í slíkt og svo vilja íshúsin ekki taka fisk til geymslu. Hið rétta er, að bærinn taki fisksöluna í sínar hendur og það þvf fremur, sem að nú er verið að byggja skúra fyrir bæjarins fé, til að reka fisk- verzlun. Þá er annað atriði sem stendur í nánu sambandi við þetta mál og það er verðið á fiskinum. Eng- inn skal halda að verðið lækkaði þó mikið bærist að, verðið var hið sama. Útgerðarmenn fengu markað fyrir þorsk og smafisk sem var, 7—9 aurum lægra pund- ið, en þeir höfðu fengið hjá fisk- sölunum, eða 11 aura fyrir smá- fisk og 13 aura fyrir þorsk, en seldu fsu á 20 aura pundið, not- uðu sér það, að ný ýsa er eftir- sóttari en þorskur til matar. Það er gamla sagan, að selja okkur bæjarbúum dýrara en hægt er að fá fyrir afurðir landsmanne utan- lands. Hér hefði bæjarstjórnin þurft að hafa söluna í sfnum hönd- um og borga fiskinn sæmilegu verði og leggja svo hæfilega á hann í útsölu. í haust hafa 11 menn haft at- vinnu af að selja fisk. Þeir hafa auðvitað orðið að ieggja á fiskinn, svo að þeir hefðu atvinnu af söl- unni, sem er alls ekki ofmikil að séu s aurar á hvert pund. Nú var það svo, að þeir höfðu ekki nóg að gera allan daginn, 7 menn hefðu vel getað komið sölunni af. Þess vegna eru iikur mjög miklar til þess, að bæjarbúar hefðu get- að fengið fisk í allan vetur ef bærinn hefði haft söluna á hendi og þar að auki líkur til, að hann hefði orðið ódýrari en ella. Þetta er vert fyrir bæjarstjórn- ina að athuga nú þegar hún fer að láta selja fisk í fiskskúrunum nýju. Mundi það verða vel þokk- að hjá bæjarmönnum, ef þeir fengju fisk eftir þörfum, þar eð hann er þó það, sem fátækiingar eiga hægast með að kaupa, því það mun margur eiga erfitt með að kaupa kjöt til daglegs brúks. Vænti eg þess að Alþýðublaðið beitifsér íyrir þessu mah og yrði álitið að það ynn' þarft verk, ef það gæti hrundið þessu fisksölu- máli í það horf, að allir mættu vel við una. Fisksölumaðnr. Húsnæði. Tveir regiusamir menn óska eftir herbergi, eða herbergjum helzt með húsgögnum, nú strax eða 1. febr. Bréf merkt „húsnæði" sendist á atgr. Alþbl. Léttúð. (Aðsent). Á dögunum, þegar heimsenda- masið var haft að veðmálsefni og einnig spunninn út aí því lélegur rímþvættingur, auk þess sem það var haft í háðglósum á meðai skrílsins hér í bænum, var þesst staka kveðin: Heimskan sendir skakka skrá, — skekkja hendir glanna —y léttúð bendir löngum á lágar kendir manna. J„ JfýmððiRS barnaeignir. Það hefir lengi verið kunnugtr að Ameríkumenn standa á háu stigi hvað viðvíkur verklegri menn- ingu; en það hefir verið siður hér í álfu, að ypta öxlum við vísinda- legum uppgötvunum þeirra. Á síð- ari árum hefir þetta þó breyzt mikið, og amerískir vísindamenn standa nú meðal hinna fremstu í hverri grein vísindanna. Þarf ekki annað en að minna á dr. Alexin Carrel, sem reyndar er Frakki að uppruna, og hina heimsfrægu upp- götvun hans, sem hann fékk No- belsverðlaun fyrir (læknisfræði) 1912. Frá uppgötvun þessari hefir verið sagt í íslenzkum blöðum, en hún er í því fólgin, að halda lifandi einstökum frumum (Cellum) eða stærri líkamshlutum, þó þeir séu algerlega skildir frá líkama þeim, sem þeir áður tilheyrðu.. Én ekki nóg með það, að hann gæti haldið lífinu í þeim í lengri tíma, með því að láta þá liggja í þar til gerðum næringarvökvum, heldur uxu þeir vel hjá honum. Annar amerískur vísindamaður, Jacques Loeb, hafði eitthvað ö árum áður gert. þá markverðu at- hugun, að hægt er að fá kross- fisksegg og ígulkersegg til þess að þróast, þó engin frjóvgun hafi feirið frem, með því að láta ýms-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.