Morgunblaðið - 24.10.2020, Side 20

Morgunblaðið - 24.10.2020, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is V iðtökurnar fyrstu mánuðina eftir opnun Fiskbúðar Reykjaness sýna að Kefl- víkinga sárvantaði góða fiskbúð. Sigurður Magnússon er eigandi búðarinnar og segir tölu- vert meiri umferð þar en í fiskbúð- inni sem móðir hans rak á sínum tíma á öðrum stað í bænum en lok- aði 2015. „Þar var önnur samsetning á við- skiptavinahópnum, önnur umgjörð og vöruúrval. Hér getur gamla fólk- ið í bænum fundið hefðbundna fisk- inn en við erum líka með tilbúna rétti sem tekur enga stund að mat- búa og bjóðum upp á heitan mat í hádeginu – að minnsta kosti alltaf plokkfisk og steiktan fisk. Við lögð- um líka ríka á herslu á það að versl- unin væri heimilisleg og undirstrik- uðum það m.a. með parketi á gólfum og með því að klæða vegg- ina með brenndum viðarplötum.“ Mamma þekkt fyrir plokkfiskinn Sigurður, sem er ekki nema 27 ára gamall, hóf snemma að vinna hin ýmsu störf tengd sjávarútvegi. „Pabbi var með nokkra báta og ég ólst upp við veiðar og fiskvinnslu. Sautján ára gamall fór ég í fisk- tækniskólann og hef unnið við flest það sem hægt er að gera tengt fiski.“ Vitaskuld fékk Sigurður líka að hlaupa undir bagga í fiskbúð móður sinnar Hrafnhildar Gunnarsdóttur og gaman að sjá að hún kemur hon- um núna til hjálpar við nýja rekst- urinn. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og ég þræla mínum nánustu út,“ segir Sigurður glettinn. „Systir mín sér um eldhúsið og matreiðir heitu réttina, og maðurinn hennar stend- ur vaktina í afgreiðslunni. Ég er sjálfur á þeytingi við að redda fiski, snyrta og flaka eftir atvikum, og mamma – sem er fræg fyrir plokk- fiskinn sinn – hjálpar okkur við að koma búðinni í gang á morgnana. Hún heldur líka uppi vissum aga og greinilegt að minni er um fíflalæti í fiskbúðinni þegar mamma er á svæðinu.“ Vildi vera sinn eigin herra Sigurður segir heimamenn sýna versluninni mikinn áhuga og sumir venji komur sínar í búðina til þess eins að spjalla og sjá hvernig geng- ur, án þess endilega að vanta fisk þá stundina. „Í fimm ár hafa íbúar Reykjaness ekki haft um annað að velja en að ýmist aka til Reykjavík- ur til að kaupa ferskan fisk eða þurfa að sætta sig við það sem stór- markaðirnir á svæðinu hafa upp á að bjóða.“ Spurður hvers vegna maður á þrítugsaldri ákveður að opna fisk- búð segir Sigurður að hann hafi fengið sig fullsaddan af því að strita fyrir aðra. Loks fyllti það mælinn þegar hann var að aka vörubíls- farmi við einstaklega erfiðar að- stæður í janúar síðastliðnum. „Þetta var ótrúlega leiðinleg ferð og varð til þess að ég gerði það upp við mig að opna fiskbúðina sem allra fyrst,“ segir hann en heppilegt hús- næði reyndist vera laust á Brekku- stíg, steinsnar frá Vínbúðinni og Hamborgarabúllu Tómasar. „Við þurftum að taka rýmið rækilega í gegn og verslunarhúsnæðið var í rauninni bara stór geymur þegar við fengum það í hendurnar. Þarna athöfnuðum við okkur í þrjá mánuði og vorum alveg óvanir smiðir en lærðum heilmikið í leiðinni.“ Vilja eiga nóg af fiski í faraldri Salan gengur prýðilega en Sigurður segir greinilegt að kórónuveiru- faraldurinn hefur veruleg áhrif. Sigurður segir samdráttinn mestan hjá mötuneytunum sem versla við fiskbúðina en neytendur hafi líka dregið úr fiskkaupunum í þeirri bylgju smita sem núna gengur yfir. „Salan hefur dregist saman um 20- 30% á síðustu 2-3 vikum. Ekki er að greina það að fólk sé að færa sig frá dýrari tegundum yfir í ódýrari, en aftur á móti sáum við það þegar fréttir bárust af fjölgun smita að margir gripu til þess ráðs að birgja sig upp af fiski til að geyma í frysti og eiga þá örugglega eitthvað gott í matinn sama hvað dynur á.“ Til að koma enn betur til móts við viðskiptavini sína í faraldrinum er Sigurður duglegur við að færa þeim fiskinn heim að dyrum og þrátt fyrir mikið streð sér hann alls ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast fisksali. „Það er auðvitað alltaf mik- ið fyrir því haft að koma fyrirtæki á laggirnar en ef maður leggur sig fram við reksturinn þá er ekki von á öðru en að takist að láta þetta verkefni lifa mjög lengi.“ Með vöruúrval sem höfðar til ólíkra kynslóða Nóg hefur verið að gera í nýrri fiskbúð í Reykja- nesbæ en kórónuveiru- faraldurinn haft nei- kvæð áhrif á söluna undanfarnar vikur. Þó að heimsending sé í boði þykir mörgum gaman að koma við í búðinni og spjalla við fisksalann. Stoltur fisksali á bak við afgreiðsluborðið. Búðin var opnuð í byrjun sumars. Víkurfréttir/Páll Ketilsson Fiskborðið er bæði fjölbreytt og litríkt og finna þar allir eitthvað við sitt hæfi. Fiskbúðin hefur verið innréttuð með þeim hætti að þar hefur skapast notalegt andrúmsloft.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.