Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 11
unni hjá mér dæmið um þorskinn sem
er kominn í yfir 90% nýtingu og gæti
farið hærra, meðal annars nýtingu
slógs í lýsisframleiðslu, en Íslend-
ingar eru að gera vel á þessu sviði og
við getum flutt þá þekkingu betur út.“
Ásta Dís bendir á að talið er að um
þriðjungur allra framleiddra matvæla
eyðileggist í framleiðslu eða í dreif-
ingu og þegar matvælum er fargað
þegar þau eru komin yfir síðasta sölu-
dag. „Þegar litið er til þessara mat-
væla sem hent er þá eru það ekki
bara matvælin sem eru að eyðileggj-
ast heldur tapast allt sem lagt var í
framleiðsluna og dreifinguna, eins og
mannleg vinna, vatn og orka. Þarna
verður gífurleg sóun og það er mjög
brýnt að framleiðendur og seljendur
matvæla bæti þetta ferli.
Um 10% af þeim hitaeiningum sem
mannkynið neytir eru talin koma frá
sjávarfangi að sögn Ástu Dísar sem
segir að það þurfi fyrst og fremst
betri stjórnun veiða og aukið eldi ef
hlutdeild sjávarfangs eigi að vaxa.
„Fiskeldi hefur vaxið hratt á und-
anförnum árum og það þarf að auka
það enn meir ef við eigum að geta
fætt mannkynið því veiðar munu ekki
standa undir stöðugri fólksfjölgun.
Því getum við sagt að það sé fyllilega
raunhæft að gera ráð fyrir að fiskeldi
aukist enn frekar. Vöxturinn er þó
takmörkunum háður, meðal annars
vegna fæðu fyrir eldisfisk, rétt eins og
höf, vötn og ár hafa sínar takmark-
anir eins og komið hefur í ljós á und-
anförnum áratugum. Til viðbótar
þessu má nefna vandamál eins og
aukin gróðurhúsaáhrif, hlýnun jarðar
og vaxandi mengun á landi og í sjó,
sem er meðal annars tengd vaxandi
fiskeldi. Þess vegna þurfum við að
vanda okkur vel. Deilur eru uppi um
hvort eldi eigi að vera í sjókví eða í
landeldi og þessa þætti þarf að skoða
til hlítar, hvaða leiðir koma best út
með tilliti til sjálfbærni, að við skilum
jörðinni og auðlindum hennar af okk-
ur í betra ásigkomulagi en við tókum
við.“
Öðrum til eftirbreytni
Vegna þessa telur
hún brýnt „að þjóðir
heims horfist í augu
við alvarleg fæðu-
vandmál í heiminum
og forgangsraði í
þeirra þágu og Ís-
lendingar gætu vafa-
lítið lagt meira til á
alþjóðavettvangi í
umræðunni um
fæðuöflun framtíð-
arinnar, einkum
hvað varðar sjáv-
arfang, vegna þess
að hér hefur verið
rekinn arðbær sjáv-
arútvegur sem hefur
skilað miklum verð-
mætum til sameig-
inlegra verkefna. Þannig hefur sjáv-
arútvegur hér verið gefandi en ekki
þiggjandi eins og raunin er víða í hin-
um vestræna heimi og Íslendingar
hafa náð miklum árangri í fullnýtingu
sjávarafurða sem ætti að verða öðrum
þjóðum til eftirbreytni.“
Samkvæmt tölum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna hefur lítil breyting orðið á
heildarmagni sjávarafurða sem fram-
leiddar eru með veiðum á villtum
stofnum frá aldamótum. Árið 2000
veiddust 85 milljónir tonna á heims-
vísu úr sjó en árið 2018 voru veiddar
84 milljónir tonna. Á sama tímabili fór
eldi í sjó úr því að framleiða 14 millj-
ónir tonna í 31 milljón tonna, en það
er rétt rúmlega 114% vöxtur.
Ef litið er til veiða í ferskvatni nam
heildarafli 9 milljónum tonna árið
2000 og 12 milljónum árið 2018. Á
sama tíma jókst ferskvatns- og land-
eldi um rúm 168% úr 19 milljónum
tonna í 51 milljón tonna. Samanlagt
framleiddi allt eldi í heiminum 82
milljónir tonna, sem er um 46% af öllu
framleiddu sjávarfangi að sjávar-
spendýrum, krókó-
dílum og þangi og
öðrum sjávar-
plöntum undan-
skildum.
„Þar sem fiskeldi
er þegar orðið eins
mikið og raun ber
vitni vaknar sú
spurning hvort fisk-
eldi geti leyst hluta
af fæðuvanda fram-
tíðarinnar og hugs-
anlega stutt enn bet-
ur við veiðar á
villtum fiski því það
er jú takmörkuð
auðlind. Það er
nauðsynlegt að ná
jafnvægi á markaði
og það jafnvægi ræðst af hagkvæmni
eins og raunin er í öðrum efnahags-
legum ákvörðunum,“ segir Ásta Dís.
Náið samstarf fyrirtækja
Eins og fyrr segir er tækniþróun einn
þeirra þátta er bókin fjallar um. „Sú
mikla tækniþróun sem er að eiga sér
stað byggist meðal annars á fjórðu
iðnbyltingunni. Náið samstarf tækni-
fyrirtækja á borð við Völku, Skagann
3X, Marel og fleiri fyrirtæki við ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki hefur ýtt
undir mun hraðari þróun, meðal an-
anrs í fiskvinnslu og meðferð afla, en
annars hefði orðið.
Íslenskur markaður er líklega sá
besti í heiminum til að stunda nýsköp-
un og tækniþróun, vegna þess að
fyrirtækin vinna mjög vel saman að
þróuninni. Með því fæst gríðarleg
þekking hjá tæknifyrirtækjunum,
sem síðan er flutt úr landi og til ým-
issa landa, sem gerir það að verkum
að erlendar þjóðir hafa náð að byggja
hraðar upp sinn sjávarútveg en ella,“
segir Ásta Dís.
Hún segir að áður fyrr hafi fólk
sem starfaði í vinnslum verið stutt af
vélum en að sú staða sé að breytast
og er starfsfólk í auknum mæli í
aukahlutverki eftir því sem hugbún-
aður tekur við stuðningshlutverkinu.
„Í framtíðinni verður mannshöndin
hvergi nærri og lausnir í fiskvinnslu
verða byggðar á upplýsingatækni og
gervigreind. Þá hefur krafan um
rekjanleika aukist á undanförnum ár-
um og staðan er orðin þannig að víða
er hægt að segja hvar tiltekinn
þorskur var veiddur, á hvaða miðum,
í hvaða kasti og svo framvegis.“
Mikil viðurkenning
Ásta Dís segir töluverðan áhuga vera
á bókinni, meðal annars að nýta hana
í kennslu erlendis auk þess sem al-
þjóðastofnanir hafa pantað eintök.
„Það hefur vantað svona bók á er-
lendum markaði.“
Spurð hvaða merkingu það hefur
að bókin sé gefin út fyrir alþjóðlegan
markað, svarar hún: „Það að svona
virt forlag eins og Academic Press
innan Elsevier skuli strax hafa sýnt
því mikinn áhuga að gefa út svona
bók sýnir okkur að Ísland er afar
framarlega sem sjávarútvegsland og
viðurkennt sem slíkt. Við unnum með
mjög mörgum aðilum og margir af
okkar þekkstustu og færustu vís-
indamönnum á þessu sviði lásu yfir
fjölmarga kafla í bókinni. Þá fékk
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi
forseti og núverandi formaður Norð-
urslóða, handritið þegar það var kom-
ið nokkuð langt og hann skrifaði inn-
gangsorðin að bókinni, sem er mjög
mikilvægt fyrir okkur þar sem orð
Ólafs Ragnars vega þungt á al-
þjóðavísu, sér í lagi í tengslum við
Norðurslóðir.“
fólksfjölgun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Töluverð eftirspurn er eftir
bókinni sem skoðar sjávar-
útveginn í víðu samhengi.
Ágúst Einarsson hefur skrifað
fjölda bóka um sjávarútveg.