Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 1

Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 1
Kosningadagur er runninn upp í Bandaríkjunum og verður kosið til bæði þings og forseta í dag. Þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið nú rétt fyrir kjördag benda flestallar til þess að Joe Biden, for- setaframbjóðandi demókrata og fyrrverandi varaforseti, muni bera sigur úr býtum. Þá þykja demó- kratar standa sterkt að vígi í bar- áttunni um Bandaríkjaþing, þar sem þeir eygja þann möguleika að ráða yfir báðum deildum þingsins í fyrsta sinn frá árinu 2010. Ekki er þó hægt að afskrifa sigurvonir Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta með öllu, þar sem mjótt er á mununum í nokkrum af þeim lykilríkjum sem ráðið geta úr- slitum, og hafa því Trump og Biden varið miklum tíma í þeim ríkjum síðustu daga. Gríðarmikil kjörsókn hefur verið að þessu sinni og stefnir allt í að þátttaka í kosningunum verði hin mesta í 120 ár. Ljóst er hins vegar að hátt hlutfall atkvæða hefur verið greitt utan kjörfundar og er því tal- ið hugsanlegt að hvorki Biden né Trump verði búnir að tryggja sér meirihluta kjörmanna á kosninga- nóttinni sjálfri, þar sem slík at- kvæði eru jafnan talin síðast. Fylgst verður grannt með kosn- ingunum í alla nótt á kosningavöku mbl.is. »13 Barist um hvert atkvæði  Kosið verður til bæði þings og forseta í BNA í dag  Óvíst að niðurstöður muni liggja fyrir á kosninganótt Donald Trump Joe Biden Þ R I Ð J U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  259. tölublað  108. árgangur  MIKILVÆGT AÐ TÓNLIST FÁI AÐ HEYRAST ENN KLÁR Í KOLLINUM ÞRÁTT FYRIR ALDUR FÉKK 21 M-GJÖF Í FIMMTÁN LEIKJUM MEÐ BREIÐABLIKI AÐEINS 245 ÁRA 6 SVEINDÍS JANE 27HANNA ÞÓRA 28 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landspítalinn tók í gær í notkun nýja deild á Landakoti fyrir fólk með COVID-19-veikindi, sem er í bata- ferli en þarf enn á sjúkrahúsvist að halda. Deildin verður þar sem gjör- gæsludeild Landakots var áður. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, segir að afkastageta spít- alans takmarkist annars vegar af til- tækum, sérhæfðum mannskap og hins vegar af því að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð. „Við sköpum þau rými sem við þurfum á að halda. Við erum til að mynda fyrir löngu komin út fyrir þau gjörgæslurúm sem við höfum, strangt til tekið, en ef þörf krefur þá endurskipuleggjum við starfsemina og færum til fólk til að geta brugðist við þörfinni,“ sagði Páll. Hann segir að spurningin sé ekki fyrst og fremst hvað Landspítalinn geti tekið við mörgum Covid-sjúklingum, sem sé þá vissulega á kostnað annarrar þjónustu, heldur hvað hægt sé að út- skrifa marga sjúklinga sem lokið hafa meðferð. »4 Lykillinn að geta útskrifað fleiri  Ný kórónuveirudeild á Landakoti Alexander Kristjánsson Gunnlaugur Snær Ólafsson Í það minnsta tveir eru látnir og fimmtán særðir, þar af sjö alvarlega, eftir skotárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Óttast er að fleiri hafi lát- ist, en það hafði ekki fengist staðfest er Morgunblaðið fór í prentun. Árásin var gerð í nágrenni bænahúss gyð- inga í borginni. Árásarmenn létu til skarar skríða á sex stöðum og hleyptu að sögn sjón- arvotta af hundruðum skota. Lög- regla skaut einn þeirra til bana og handtók nokkra, en annarra er enn leitað. Óvíst er hve margir árásar- mennirnir voru. Yfirvöld í nágranna- ríkinu Tékklandi hafa tekið upp landamæraeftirlit til að varna því að árásarmennirnir sleppi úr landi. Sebastian Kurz, kanslari Austur- ríkis, segir að árásin sé hryðjuverk og að Austurríkismenn muni aldrei láta slíkt kúga sig. Þjóðarleiðtogar um alla Evrópu hafa sent Austurríkismönn- um samúðaróskir. „Það eru allir í algjöru áfalli. Á mið- nætti byrjar annað útgöngubann út af kórónuveirunni og það voru margir að nýta síðasta tækifærið til að fara á veitingastaði áður en þeim verður lok- að. Það var líka óvenjulega hlýtt og margir sem hafa nýtt tækifærið til að fara niður í bæ áður en öllu er lokað,“ sagði Helga Björk Arnardóttir, íbúi í Vín, þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslend- inga í Vín til að láta vita af sér. Hryðjuverk framið í Vínarborg  Létu til skarar skríða á sex stöð- um í nágrenni bænahúss gyðinga AFP Hryðjuverk Lögregla og her leita árásarmanna sem komust undan. „Árásarmennirnir eru þungvopnaðir og hættulegir,“ segir innanríkisráðherra. Fólki er ráðlagt að halda sig heima.  Minnst fimmtán hafa verið særðir og óttast er að nokkrir hafi látið lífið  Einn árásarmanna skotinn og annar handtekinn. Nokkurra leitað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.