Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 16

Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA PON er umboðsaðili Í Morgunblaðinu hinn 4. október 2020 birtist viðtal við Þór- dísi Kolbrúnu Reyk- fjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra. Þar upplýsir ráðherrann að nú fari fram, í samvinnu við OECD, endurskoðun og einföldun á íslensku regluverki sem snýr að iðngreinum í landinu. Sennilega leitaði ráðuneytið til OECD vegna þess að innan þess er vitað hvaða afstöðu OECD hef- ur í þessum efnum. Orðrétt segir ráðherrann: „Ég veit að það er viðkvæmt að ræða um lögvernduð starfsheiti en hér á Íslandi erum við komin út úr öllu korti hvað fjölda þeirra varðar og eins er ferillinn frá sveinsprófi til meistarabréfs orð- inn meiri háttar samkeppn- ishindrun. Er vönduð menntun og fag- mennska samkeppnishindrun? Mætti ekki frekar segja að mikill fjöldi lögverndaðra greina sé skýrt einkenni á samfélagi sem gerir miklar kröfur til gæða og fagmennsku? Heldur ráðherrann að lögverndun sé aðeins orðin tóm? Gerir ráðherrann sér ekki grein fyrir að á bak við hvert lög- verndað starfsheiti er menntun og færni sem tryggja á gæði til neyt- enda? Eða veit ráðherra iðn- aðarmála ekki hvernig iðnkerfið er byggt upp? Kerfi sem reynst hef- ur Íslandi vel til sjós og lands frá stofnun Iðnskólans í Reykjavík. Hann hefur verið eins konar móð- urskóli handverks og iðnmennt- unar í landinu allt frá stofnun 1904. Bætt um betur Ráðherrann sagði líka að þetta yrði kynnt í næstu viku og að þar yrðu ýmsar áhugaverðar tillögur. Vikan er orðin ansi löng því enn hefur ekkert sést frá ráðuneytinu. Í síðustu viku bárust aftur á móti tíðindi frá „vitringunum“ í Við- skiptaráði. Þessir sjálfskipuðu varðmenn viðskiptafrelsisins sendu frá sér skýrsluna: Hið op- inbera: Meira fyrir minna. Í skýrslunni kemur m.a. fram afar ófyrirleitin aðför að gæðum og fagmennsku. Síðast árið 2015 veittist Viðskiptaráð að lögvernd- un iðngreina og birti á vefsíðu sinni skýrsluna „Banvænn biti - Lögverndun á íslenskum vinnu- markaði“. Í blaðagrein töldum við það afar illa unnið plagg, byggt á röngum gögnum. Í seinni skýrsl- unni er því blákalt haldið fram að lögverndun iðngreina geti haft neikvæð áhrif á nýsköpun vegna krafna hins opinbera um ákveðna menntun eða aðferðir sem þá tor- veldi þróun nýrra aðferða og lausna. Halda mætti að nýsköp- unarstyrkir gætu mögulega feng- ist til að líma bárujárnsplötur á hús með kennaratyggjói, fylgi menn þessum röksemdum! Auðvit- að eflir fagmennska nýsköpun og öfugt, nýsköpun kemur heldur ekki í stað fagmennsku. Jafnframt kemur þetta fram í skýrslunni: „Íslendingar búa við strangara form lögverndunar en íbúar ann- arra norrænna ríkja. T.d. er leyf- isskyldu, mest „íþyngjandi“ formi lögverndunar, beitt í talsvert meiri mæli hér á landi en annars staðar.“ Þarna vitnar Viðskiptaráð í eig- in skýrslu (Banvæna bitann) sem rök en greinarhöfundar röktu þá froðu á haustmánuðum 2015 í grein sinni Sérhagsmunasamtök sýna klærnar. Stjórn Viðskipta- ráðs skipa 37 manns auk for- manns. Margir þeirra stjórna stórfyrirtækjum sem eiga allt sitt undir iðnaðarmönnum en engu að síður láta fulltrúar ólíkra fyrir- tækja það óáreitt að vegið sé að iðngreinunum með þessum hætti. Öllum ætti að vera ljóst að vönduð og vottuð vinnubrögð í tugum iðn- greina eru hvorki íþyngjandi fyrir fyrirtækin né neytendur. Þvert á móti spara þau fé, tíma og viðhald. Gerum betur en þetta Ráðherra iðnaðar er menntaður lögfræðingur og lætur hafa eftir sér að þegar farið verður í að breyta umhverfi iðngreina verði stuðst við reynslu af fyrirkomu- laginu. Reynslan er talin neikvæð hjá Viðskiptaráði, í ráðuneytinu og víðar. Hvað með lögfræðiþjón- ustu? Hliðstætt væri að ráðherra vildi leggja til afnám löggildingar á lögmennsku, og einkarétt fag- menntaðra lögmanna til að reka mál fyrir aðra? Varla gerist það, en iðnaðarmenn skulu verða að sæta því að vera á milli tanna póli- tíkusa og misviturra spámanna ís- lensks viðskiptalífs. Síðan í vetur hefur starfshópur starfað á vegum ráðuneytisins við að efla eftirfylgni með iðnlöggjöf- inni. Þá stígur ráðherra fram í fjölmiðlum, notar sama orðfæri og Viðskiptaráð og talar um „íþyngj- andi regluverk“. Það hefur ekki enn komið fram hvað „orðin meiri háttar samkeppnishindrun“ merkja. Því miður virðist ráðu- neytið taka mið af báðum skýrslum Viðskiptaráðs og þar með af áliti OECD sem Við- skiptaráð Íslands hefur gert að sínu: „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fylgja erlendum fordæmum og einskorða lögverndun við þær greinar þar sem hún skilar sann- arlega ávinningi. Afnám lögvernd- unar í fjölmörgum atvinnugreinum myndi auka atvinnufrelsi, styðja við markmið stjórnvalda um aukna framleiðni, ýta undir nýsköpun og draga úr kostnaði fyrir bæði neyt- endur og fyrirtæki.“ Betur má ef duga skal Nú í ár bættu Þjóðverjar 12 lög- gildum iðngreinum í sitt reglu- verk. Þær voru lögverndaðar en höfðu misst stöðuna 2004 er iðn- aðarlögin voru endurskoðuð. Af hverju gerist það? Vegna þess að fúsk og óvönduð vinnubrögð voru tekin að einkenna þjónustuna og kaupendur hennar einir að kljást við mestallan skaðann. Furðulegt er forgangsmál stjórnvalda, á tím- um mikilla erfiðleika okkar og annarra þjóða vegna Covid-19, að iðnaðarmenn skuli nú (og á nokk- ura ára fresti) verða að skila greinargerðum til ráðuneytisins og rökstyðja hvers vegna iðngrein þeirra eigi að njóta lögverndunar. Hvenær gerðu lögmenn og hag- fræðingar það síðast? Sorglegt verður að telja að ráðamenn skuli ekki viðurkenna mikilvægi lög- giltra iðngreina fyrir íslenskt sam- félag en reyna fremur að grafa undan þeim. Því skal haldið til haga að iðnaðarlögum og löggilt- um iðngreinum er meðal annars ætlað að tryggja gæði, öryggi, al- mannaheilbrigði og neytenda- vernd. Ríkir almannahagsmunir liggja til þess að tryggt sé að ákveðin verk séu unnin af fag- mönnum. Einnig er brýnt að áfram verði nauðsynleg iðn- og fagþekking lifandi í landinu. Hún gæti glatast í ýmsum tilvikum ef lögverndun margra iðngreina yrði felld úr gildi. » Öllum ætti að vera ljóst að vönduð og vottuð vinnubrögð í tug- um iðngreina eru hvorki íþyngjandi fyrir fyrir- tækin né neytendur. Sigurður Már Guðjónsson Höfundar eru iðnmeistarar. Eftir Sigurð Má Guðjónsson og Helga Steinar Karlsson Helgi Steinar Karlsson Er fagmennska samkeppnishindrun?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.