Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 32

Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókaútgáfan Bjartur hefur gefið út bókina Háspenna, lífshætta á Spáni eftir Árna Árnason. Sagan er sjálf- stætt framhald af Friðbergi forseta, sem kom út í fyrra. Vegna kórónu- veirufaraldursins eru ekki hefð- bundin útgáfuhóf í tilefni nýrra bóka og sennilega verður lítið um heimsóknir rit- höfunda í skóla, stofnanir og fyrirtæki að þessu sinni. Vegna breyttrar stöðu ákvað Árni að búa til um tíu mínútna útvarpsleikrit úr einum kafla bókarinnar til að kynna lesendum hverju þeir megi búast við. Leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Rósa Ásgeirsdóttir úr Leikhópnum Lottu, Anna María Ei- ríksdóttir og Bríet Valdís Reeve fara með hlutverkin. Þegar Friðbergur forseti var í smíðum ákvað Árni að helstu per- sónurnar kæmu fram í að minnsta kosti tveimur sjálfstæðum bókum. Því hafi framhaldið verið eðlilegt. „Friðbergi forseta var mjög vel tek- ið og það er svo gaman að fá við- brögðin frá lesendahópnum, það auðveldaði að halda áfram,“ segir Árni. Að þessu sinni lenda persónurnar í ævintýrum á Spáni. Árni segir að í ljósi aðstæðna og ferðatakmarkana geti bókin að sumu leyti komið í staðinn fyrir sólarlandaferðirnar sem hefðu hugsanlega verið farnar í ár. „Persónurnar lenda í svakaleg- um ævintýrum og skrautlegum uppákomum, til dæmis í vatns- rennibrautum,“ segir Árni. Tekið sé á knýjandi málefnum en minna fari fyrir pólitíkinni en í fyrri bókinni. „Þarna eru pælingar um það hvernig við viljum sjá heiminn í framtíðinni en svo er líka bara mikil gleði og mikið grín í bland við spennuna,“ áréttar höfundurinn. Lestur með börnunum Helena, tíu ára dóttir Árna og Kolbrúnar Björnsdóttur, eiginkonu hans, hjálpaði honum við að búa til persónurnar og átti hugmyndina að því að láta þessa bók gerast á Spáni. „Spánn er uppáhaldslandið hennar og við látum sólarlandafríið skína í gegn.“ Hann hafi lesið það sem hann hafi skrifað fyrir hana á kvöldin og fengið viðbrögð frá henni. „Við höf- um ráðið ráðum okkar og í samein- ingu ákveðið hvort einhverju ætti að sleppa eða bæta við.“ Árni segir að boðskapurinn fari ekki á milli mála. „Við eigum fyrst og fremst að vera góð og haga okkur vel gagnvart náunganum,“ segir Árni. „Allir eru jafn réttháir í lífinu.“ Því fjalli hann um popúlisma, öfga- fulla þjóðernishyggju og misnotkun á valdi. „Þróunin á þessu sviði virðist vera ískyggileg víða í heiminum og því finnst mér sjálfsagt að benda á það, en að sjálfsögðu er þetta fyrst og fremst spennusaga með miklu gríni.“ Sagan er skrifuð með aldurshóp- inn átta til 13 ára í huga. Árni leggur samt áherslu á að þegar hann hafi byrjað á söguheiminum um Frið- berg forseta hafi hann ekki síður haft fullorðna lesendur í huga, að skrifa um það sem þeim þætti gam- an að lesa með börnunum. „Mín upp- lifun og reynsla er sú að það eru bestu stundirnar sem maður getur átt með börnunum sínum og því unn- um við markvisst að því að búa til söguheim sem höfðar til allra.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rithöfundur Árni Árnason hefur sent frá sér nýja bók og sem fyrr eru systkinin Sóley og Ari í aðalhlutverkum. Gleði og framtíðarsýn  Árni Árnason með nýja spennusögu fyrir börn og fullorðna e ti t rinn a Ru fæ lustend 10 f ir a r a allega, fín rík ólkinu á h rj gi. a s tjarna k ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var besti leikmaður úr- valsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á keppnistímabilinu 2020, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann vann titilinn á minnsta mun eftir að hann og Steven Lennon, sóknarmaður FH-inga, urðu efstir og jafnir í M-gjöfinni með 15 M hvor. Þar réð úrslitum að Atli lék einum leik færra en Lennon í deildinni. Lið ársins samkvæmt M-gjöfinni eru einnig birt í blaðinu í dag í efstu deildum karla og kvenna. »26-27 Atli Sigurjónsson og Steven Lennon fengu jafn mörg M í sumar Stór og litrík verk með óræðum formum í Tilveru Þórunnar Báru Þórunn Bára opnaði sýningu sína Tilveru í Galleríi Fold við Rauðarárstíg um helgina. Rauður þráður í verkum hennar er náttúru- skynjun og sú trú að skyn- reynsla sé van- nýtt leið að gagnrýninni hugsun og ábyrgð fólks á umhverfi og eigin lífi, leið sem geti dregið úr firringu og verið hvati til góðra verka, eins og segir í tilkynningu. Þórunn vinnur stór og litrík verk með óræðum formum úr náttúrunni og þá einkum plönturíkinu og hefur sótt innblástur í Surtsey og rannsóknir á hvernig líf hefur kviknað á eldfjallaeyju á hafi úti. Sýningin stendur til 14. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.