Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
pinnamatur
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á
einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið
Fagnaðir
Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ísfélagið í Vestmannaeyjum hef-
ur fest kaup á norska uppsjáv-
arskipinu Hardhaus. Skipið er
væntanlegt í síðasta lagi í febr-
úar og verður þriðja skipið í
uppsjávarflota Ísfélagsins, en
fyrir eru Heimaey VE, smíðuð í
Síle 2012, og Sigurður VE, smíð-
aður í Tyrklandi 2014.
„Við erum bjartsýnir og trúum
á góðar loðnuvertíðir fram und-
an,“ segir Stefán Friðriksson,
framkvæmdastjóri Ísfélagsins.
„Vonandi verðum við byrjaðir á
loðnuveiðum á þeim skipum sem
við erum með þegar Hardhaus
kemur frá Noregi. Mælingin á
eins árs loðnu var ákaflega góð í
haust og við gerum ráð fyrir
stórum loðnukvóta 2022. Eins og
málin hafa þróast reyna menn að
vinna sem mest af aflanum til
manneldis og þá þarf fleiri
skip.“
Hardhaus var smíðaður í skipa-
smíðastöðinni Fitjum í Noregi
2003 og er 68,8 metrar á lengd og
13,83 m á breidd. Stefán segir
skipið vel búið og aðalvél, spil,
tankar og kæligeta uppfylli þær
kröfur sem Ísfélagið geri um
veiðigetu og meðferð á afla. Kaup-
verð skipsins er trúnaðarmál.
Hardhaus hefur verið gerður út
frá Bekkjarvik, skammt frá Berg-
en. Útgerðin á von á nýju skipi frá
Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrk-
landi í mars-apríl á næsta ári.
Stefán segir að eftir einstaklega
góða vertíð á norsk-íslenskri síld í
haust séu rólegheit hjá uppsjávar-
skipunum. Fram undan sé einn túr
á íslensku síldina og hugsanlega
annar á kolmunna. Á Þórshöfn sé
verið að undirbúa veiðar og
vinnslu á bolfiski, sem fari í gang
í vikunni.
Hardhaus Uppfyllir kröfur um veiðigetu og meðferð á afla.
Nýtt skip og bjart-
sýni á loðnuvertíðir
Þriðja uppsjávarskip Ísfélagsins
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fulltrúar ellefu minni og meðal-
stórra lífeyrissjóða gagnrýna breyt-
ingar á eftirlitsgjaldinu til Fjár-
málaeftirlits Seðlabankans og
hvernig það hefur verið lagt á. Í
umsögn til efnahags- og viðskipta-
nefndar um bandormsfrumvarp
vegna fjárlaga fyrir næsta ár gera
þeir alvarlegar athugasemdir við
þetta og segja að gjaldtakan sé
skattheima á borð við bankaskatt
og verði því að samræmast jafn-
ræðisreglu ,,og öðrum áskilnaði
laga og stjórnarskrár um álagningu
og jöfnun opinberra gjalda“.
Breyta þurfi álagningunni þannig
að henni verði réttilega skipt milli
sjóðanna að teknu tilliti til mismun-
andi stærðar þeirra.
„Skattlagningunni hefur verið
hagað þannig að 60% gjaldsins hef-
ur verið skipt jafnt á sjóðina, en 40
prósentum verið jafnað að tiltölu.
Sem einfalt dæmi um mismununina
má nefna að ef eftirlitsgjaldið yrði
samkvæmt frumvarpinu þyrfti
minnsti lífeyrissjóðurinn, Lífeyris-
sjóður tannlæknafélags Íslands, að
greiða 3,2 [milljónir kr.] á næsta ári
á meðan Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins (LSR) myndi greiða
37,5 [milljónir kr.]. Það þýðir að
LSR er einungis að borga tólffalt
eftirlitsgjald á móti Lífeyrissjóði
tannlæknafélags Íslands, þó stærð
LSR (hrein eign) sé u.þ.b. eitt
hundrað fjörutíu og áttföld miðað
við stærð Lífeyrissjóðs tannlækna-
félags Íslands,“ segir í umsögninni.
Fullyrt er að þetta fyrirkomulag
þýði að löggjafinn hafi á undan-
gengnum árum velt mörg hundruð
milljóna kr. kostnaði af sjóðfélögum
stærstu lífeyrissjóðanna yfir á þá
sjóðfélaga sem eigi réttindi í minni
og meðalstórum lífeyrissjóðum.
„Fyrirhuguð gjaldtaka á lífeyr-
issjóðina fyrir næsta ár samkvæmt
frumvarpinu myndi leiða til þess að
18 lífeyrissjóðir af 23, sem fara með
þriðjungshlut hreinnar eignar,
mundu greiða 75 [milljónir kr.] um-
fram hlutdeild sína í hreinni eign
lífeyrissjóðanna. Ef horft er til
næstu 20 ára þýðir það einn og
hálfan milljarð króna sem fimm
stærstu lífeyrissjóðir landsins
myndu velta yfir á hina minni að
óbreyttu,“ segir í umsögn lífeyr-
issjóðanna.
Segja gjaldtöku mis-
muna lífeyrissjóðum
Fulltrúar 11 lífeyrissjóða gagnrýna eftirlitsgjald til FME
Eftirlitsgjaldið
» Eftirlitsgjaldið er lagt á
eftirlitsskylda aðila á fjár-
málamarkaði og á að skila
2.180 milljónum kr. á næsta
ári.
» Fulltrúar lífeyrissjóðanna
vilja að innheimta eftirlits-
gjaldsins verði eins hjá öllum
eftirlitsskyldum aðilum.
» Gjaldið verði alfarið inn-
heimt sem hlutfall af eign.
Morgunblaðið/Golli
Seðlabankinn Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við opinbert
eftirlit með fjármálastarfsemi. Lífeyrissjóðir gagnrýna fyrirkomulagið.